Fleiri fréttir Íbúðalánasjóður lánaði 4,9 milljarða í mars Útlán Íbúðalánasjóðs námu 4,9 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þar af var tæpur hálfur milljarður vegna leiguíbúðalána, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins sem kom út í gær. Meðalfjárhæð almennra lána nam tæpum 9,4 milljörðum króna. Útlán sjóðsins á fyrstu þremur mánuðum ársins námu 13,6 milljörðum króna sem er lítillega yfir áætlunum. 12.4.2007 11:50 Biðin styttist í lækkun reikigjalda Iðnnefnd ESB hefur lagt til tvenns konar þak á reikigjöld fyrir notkun farsíma erlendis. Eitt gjald verður fyrir hringingu úr farsímum og annað fyrir móttöku símtala erlendis. Nefndin gengur í tillögum sínum nokkuð lengra en framkvæmdastjórn ESB lagði til í fyrra en hún horfir til þess að lækka reikigjöldin um allt að 70 prósent. Kosið verður um málið á Evrópuþinginu í næsta mánuði. 12.4.2007 11:12 TM Software selur Maritech TM Software hefur gengið frá samningi um sölu á öllum hlutabréfum í hugbúnaðarfyrirtækinu Maritech International til AKVA Group ASA í Noregi. AKVA Group keypti í desember í fyrra sjávarútvegshluta Maritech. Stjórnendur TM Software töldu hagsmunum viðskiptavina best borgið með því að selja Maritech í heilu lagi. 12.4.2007 10:16 Nasdaq sagt hafa boðið í OMX Gengi hlutabréfa í norrænu kauphallarsamstæðunni OMX hækkaði um heil 13 prósent við opnun markaða í morgun eftir að sænska dagblaðið Dagens Industri sagði að bandaríski hlutabréfamarkaðuinn Nasdaq hefði lagt fram yfirtökutilboð í norrænu kauphöllina fyrir hálfum mánuði. OMX segir svo ekki vera. 12.4.2007 10:00 Spá lækkunum á bandarískum fasteignamarkaði Nokkrar líkur eru á að húsnæðisverð muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum. Verði það raunin er þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist að ráði í 38 ár, samkvæmt Landssamtökum verktaka í Bandaríkjunum. Helsta ástæðan fyrir lækkununum er samdráttur í fasteignakaupum og á fasteignalánamarkaði vestra. 12.4.2007 09:43 Sjálfsali sem hleður farsíma Farsímaeigendur þurfa ekki lengur að óttast að detta úr sambandi við vini og kunningja sökum rafmagnsleysis. Nýtt íslenskt fyrirtæki hefur hafið uppsetningu á sjálfsölum sem gerir farsímaeigendum kleift að hlaða símann gegn vægu gjaldi. Nú þegar hafa nokkrir sjálfsalar verið settir upp í borginni við fjölfarna staði og í bígerð er að setja upp enn fleiri á næstu vikum. 12.4.2007 09:24 Lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Nokkur lækkun varð á hlutabréfum á Bandaríkjamarkaði í gær, í fyrsta sinn í þessum mánuði, eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna ýjaði að því að hækka þyrfti stýrivexti vegna óvissu um þróun hagvaxtar og verðbólgu. Eftir að hafa hækkað átta daga í röð lækkaði Dow Jones um 0,7 prósent í gær. Sömu sögu var að segja af Nasdaq og S&P 500 vísitölunum en þær lækkuðu einnig um 0,7 prósent. 12.4.2007 07:17 Lækkun á bandarískum mörkuðum í dag Nokkur lækkun varð á hlutabréfum á Bandaríkjamarkaði í dag, í fyrsta sinn í þessum mánuði, eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna ýjaði að því að hækka þyrfti stýrivexti vegna óvissu um þróun hagvaxtar og verðbólgu. 11.4.2007 21:32 Fjárfestar hættir við yfirtöku á Sainsbury Fjárfestahóparnir CVC Capital, Blackstone Group og TPG Capital, áður Texas Pacific Group, sendu frá sér sameiginlega tilkynningu fyrir stundu þar sem fram kemur að þeir hafi hætt við að gera yfirtökutilboð í breska stórmarkaðinn Sainsbury. Ekkert verður því úr stærstu fyrirtækjakaupum í Bretlandi. 11.4.2007 14:40 17.000 manns sagt upp hjá Citigroup Bandaríski bankinn Citigroup hefur ákveðið að segja upp 17.000 starfsmönnum sínum í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir fimm prósentum af öllu starfsliði bankans. Þar að auki verða gerðar breytingar á 9.500 störfum. Horft er til þess að með aðgerðunum verði hægt að spara 4,6 milljarða dali, jafnvirði 309 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum. 11.4.2007 13:01 Yfirtakan á Sainsbury að fara út um þúfur? Miklar líkur eru á því að Sainsbury-fjölskyldan, stærsti einstaki hluthafinn í bresku stórmarkaðakeðjunni Sainsbury með 18 prósenta hlut, muni hafna yfirtökutilboði fjárfestasjóðsins CVC Capital Partners í dag eða á morgun. Verði það raunin er talið er ekkert verði úr yfirtökunni, sem staðið hefur fyrir dyrum síðan í byrjun febrúar. 11.4.2007 11:30 Jón Ásgeir skammar stjórn Woolworths Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, gagnrýndi stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í gær. Jón sagði óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Hagnaður Woolworths dróst saman um 73 prósent í fyrra, sem var versta ár í sögu verslanakeðjunnar. 11.4.2007 10:07 Tilboð í Chrysler fær dræmar viðtökur Yfirtökutilboð bandaríska auðkýfingsins Kirk Kerkorian í bandaríska Chrysler-hluta þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur fengið dræmar viðtökur innan stjórnar fyrirtækisins. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 bandaríkjadali, jafnvirði rúmra 302 milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingi minna en gert var ráð fyrir að fengist fyrir fyrirtækið. 11.4.2007 09:13 Moody's lækkar lánshæfiseinkunn íslensku bankanna Lánshæfiseinkunn allra íslensku viðskiptabankana hefur verið lækkuð hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody's. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi. Einkunnin er lækkuð um þrjá flokka. Þetta er gert í kjölfar þess að Moody's breytti nýverið aðferðafræði sinni við einkunnagjöf og metur aðrar forsendur en áður. 11.4.2007 07:16 Fasteignamarkaðurinn enn á uppleið Fjárfestar urðu skelfingu lostnir þegar samdráttur varð á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum í febrúar. Samdrátturinn hafði áhrif á fjármálamarkaði víða um heim og óttuðust margir verðhrun á fasteignamarkaði í kjölfarið. Nokkuð hefur dregið úr óttanum enda segja þeir sem Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við, að þótt hiksti hafi komið á fasteignamarkaðinn þá sé verð enn á uppleið. 11.4.2007 00:01 Milljarðar í fjallinu Ofurfjárfestar og forstjórar sáust á skíðum í Hlíðarfjalli við Akureyri um páskana. Karl Wernersson var þar í góðu yfirlæti eftir að hafa innleyst 47 milljarða króna hagnað af Glitnisbréfum fyrir páskana. Einnig renndu þeir Bjarni Ármannsson og Þórður Már Jóhannesson sér niður brekkurnar. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjir dílar hafi verið gerðir í þessari nýjustu fjármálamiðstöð Íslands. 11.4.2007 00:01 Fleira virkjað en vatnið eitt Þegar starfsmannahátíð Alcoa Fjarðaáls var haldinn 31. mars síðastliðinn voru rétt rúm fjögur ár frá því skrifað var undir samninga við Alcoa um framkvæmdirnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra hélt ræðu á hátíðinni þar sem hann fór yfir söguna og væntingar um hversu mikil lyftistöng álverið ætti eftir að vera fyrir atvinnulíf á Austurlandi og mikilvæg viðbót við íslenskan þjóðarbúskap. 11.4.2007 00:01 Böndin styrkjast Enn styrkjast böndin milli Kaupþings og fjárfestisins Roberts Tchenguiz, sem nýverið bættist í hóp stærstu hluthafa Exista. Allt lítur út fyrir að auðkýfingurinn, með dyggum stuðningi bankans, muni taka yfir bresku veitingahúsakeðjuna La Tasca sem rekur fjölda veitingastaða víðs vegar um Bretland og í Bandaríkjunum. 11.4.2007 00:01 MEST kaupir Timbur & stál MEST ehf. hefur keypt Timbur & stál ehf. sem hefur um þrjátíu ára skeið veitt byggingariðnaði og húsbyggjendum þjónustu. Eftir sem áður verður fyrirtækið staðsett á Smiðjuvegi 11 í Kópavogi og rekið í svipaðri mynd og áður. 11.4.2007 00:01 Eitt vörugjald á alla bíla Stjórnmálaflokkar eru hvattir til að sameinast um að á næstu þremur árum verði lokið við hönnun og framkvæmdir við Sundabraut og Suðurlandsveg í ályktun frá aðalfundi Bílgreinasambandsins sem haldinn var fyrir skömmu. 11.4.2007 00:01 Opna skrifstofu í Genoa Eimskip opnaði aðra skrifstofu sína á Ítalíu í byrjun þessa mánaðar. Nýja skrifstofan er í Genoa og er opnun hennar sögð liður í „markvissri uppbyggingu Eimskips í Evrópu“ og miðist að því að styrkja enn frekar stöðu félagsins á ítalska markaðnum. 11.4.2007 00:01 Fyrsta kæligeymsla Samskipa í Ameríku Samskip hafa eignast helmingshlut í fyrirtækinu Bayside Food Terminal í Bayside í Kanada. Í tilkynningu um kaupin kemur fram að kanadíska fyrirtækið hafi þar yfir að ráða 12.000 tonna frysti- og kæligeymslu. 11.4.2007 00:01 Hagnaður Alcoa jókst um níu prósent Álrisinn Alcoa skilaði 662 milljóna bandaríkja dala hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 44,5 milljörðum íslenskra króna, sem er níu prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Álverð var gott í byrjun árs auk þess sem eftirspurn eftir áli var mikil, að sögn fyrirtækisins. 10.4.2007 22:17 Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,5 prósentum. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vextir eru óbreyttir sökum verðhjöðnunar þar í landi. Ákvörðunin er í takt við væntingar. 10.4.2007 16:30 Nóbelsverðlaunahafi í ráðgjafaráði Askar Capital Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði Dr. Edmund S. Phelps mun taka sæti í hinu nýstofnaða ráðgjafaráði sem fjárfestingarbankinn Askar Capital stendur fyrir. Ráðið lýtur stjórn Karls Wernersonar, stjórnarformanns Milestones, en markmið þess er að leggja grunn aðframtíðarstefnumörkun bankans. 10.4.2007 16:16 Fyrrum forstjóri EADS fékk milljónir Noel Forgeard, fyrrum yfirforstjóri evrópsku samstæðunnar EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fékk rúmar 8,5 milljónir evra, jafnvirði 767,8 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur og starfslokatengdar launagreiðslur eftir að hann sagði starfi sínu lausu. Foregeard hætti í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotunnar frá Airbus og brigsla um innherjaviðskipti með hlutabréf. 10.4.2007 16:03 Væntingar Bandaríkjamanna minnka Væntingar neytenda í Bandaríkjunum lækkuðu í þessum mánuði, annan mánuðinn í röð. Væntingarnar hafa ekki verið lægri í 18 mánuði. Samdráttur í efnahagslífinu, verðhækkanir á hráolíuverði og ótti við aukna verðbólgu draga úr tiltrú bandarískra neytenda. Einn af forsvarsmönnum mælingar á væntingavísitölunni vestanhafs segir ótta neytenda á yfirvofandi samdrætti ekki eiga við rök að styðjast. 10.4.2007 16:00 Yfirtakan á Sainsbury hangir á bláþræði Gengi bréfa í bresku verslanakeðjunni Sainsbury féll um fjögur prósent í dag og stendur nú í 538,5 pens á hlut eftir að fréttir bárust af því að tveimur af þremur fjárfestahópum sem standa að yfirtökutilboði í keðjuna hafi farið frá borði. Eftir stendur fjárfestingasjóðurinn CVC Capital, sem hækkaði tilboðið í gær. 10.4.2007 15:35 Hráolíuverð á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 62 bandaríkjadali á tunnu í dag. Þetta er fyrsti hækkunadagurinn eftir lækkanir síðastliðna sex viðskiptadaga að páskunum undanskildum. Olíuverðið lækkaði mest í gær, eða um tæpa þrjá dali á tunnu, eftir að Íranar slepptu 15 breskum sjóliðum úr haldi um páskana. 10.4.2007 15:01 Yfirtaka á Puma í vændum Franski smásölurisinn PPR, sem meðal annars á tískufyrirtækið Gucci hefur keypt 27 prósenta hlut í þýska íþróttavöruframleiðandanum Puma. Kaupverð er ekki gefið upp en markaðsverðmæti Puma liggur í um 5,3 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 479 milljörðum íslenskra króna. Svo getur farið að PPR geri tilboð í allt hlutafé Puma í kjölfarið. 10.4.2007 12:59 Nóatúnsfjölskyldan kaupir í Glitni Nóatúnsfjölskyldan er meðal nýrra hluthafa í Glitni eftir nýjustu breytingar á eignarhaldi félagsins. Einnig Jötunn, félag tengt Baugi. Gengið hefur verið frá sölu á hlutum í Glitni fyrir hátt í sjötíu milljarða króna. 10.4.2007 11:38 ABN Amro fær græna ljósið Fjármála- og samkeppnisyfirvöld í Hollandi hafa gefið græna ljósið fyrir kaupum erlendra aðila á ABN Amro, einum stærsta banka Hollands. Þá segja þau að því verði ekki mótmælt verði starfsemi bankans brotin upp og hún seld í sjálfstæðum einingum. ABN Amro hefur átt í samrunaviðræðum við breska bankann Barclays og eru líkur á að einhverjar eignir verði losaðar úr samstæðunni. 9.4.2007 17:00 Bætt yfirtökutilboð í Sainsbury Fjárfestahópurinn, sem samanstendur af sjóðunum CVC Capital, Blackstone Group og Pacific Texas, er sagður hafa lagt fram bætt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Sainsbury. Litlu munaði að ekkert yrði úr yfirtökutilboðinu um páskana þegar stærsti hluthafinn í Sainsbury, þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands, sagði það of lágt. 9.4.2007 15:54 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Greinendur voru ekki á einu máli hver næstu skref Englandsbanka yrðu og útilokuðu ekki 25 punkta hækkun. Mjög líklegt er talið að stýrivextir verði hækkaðir um fjórðung úr prósenti í næsta mánuði til að halda aftur af verðbólgu sem hækkaði á milli mánaða. 6.4.2007 09:41 Tvísýnt um tilboð í Sainbury Litlu munaði í gær að ekkert yrði úr yfirtökutilboði fjárfestahópsins CVC og fleiri sjóða í bresku matvörukeðjuna Sainsbury þegar nokkrir stórir hluthafar settu sig upp á móti tilboðinu. Reiknað er með að tilboðið hljóði upp á um 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma dró einn fjárfestasjóðanna sig úr tilboðsferlinu. 6.4.2007 07:00 Kerkorian gerir tilboð í Chrysler Milljarðamæringurinn Kirk Kerkorian hefur gert 4,5 milljarða dollara tilboð í Chrysler bílamerkið. Chrysler er sem stendur hluti af DaimlerChrysler samsteypunni en Daimler hefur nú í nokkurn tíma reynt að losa sig við Chrysler þar sem mikið tap hefur verið á rekstri fyrirtækisins. 5.4.2007 17:56 Bréf í Glitni seld fyrir 110 milljarða Milestone og Einar Sveinsson selja hluti sína í Glitni. Kaupþing kaupir og miðlar hlutum áfram til nýrra fjárfesta sem munu koma að bankanum. Umfang viðskiptanna á við verðmæti Kárahnjúkavirkjunar. 5.4.2007 08:45 Ísland færist upp á lista OECD Verðbólga mældist 2,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í febrúar, samkvæmt útreikningum stofnunarinnar sem birtir voru í dag. Þetta er 0,2 prósentustiga hækkun á milli mánaða. Verðbólga er eftir sem áður mest í Tyrklandi. Ungverjaland hefur hins vegar tekið næstsíðasta sætið af Íslendingum, sem nú flagga þriðju mestu verðbólgu innan OECD-ríkjanna. 4.4.2007 15:51 Umbreytingar framundan í lyfjaheiminum Stjórn Actavis var sátt við að stjórnendur félagsins ákváðu að greiða ekki yfirverð fyrir bréf í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva þegar fyrirtækið barðist um þann bita við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr. Þetta sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Actavis, á aðalfundi félagsins í dag. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og líkur á umbreytingum í lyfjaheiminum á árinu. 4.4.2007 14:12 DaimlerChrysler skoðar sölu á Chrysler Forstjóri þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur staðfest að fyrirtækið eigi í viðræðum um sölu á Chrysler-hluta fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Daimler keypti Chrysler árið 1998 en það hefur átt við viðvarandi taprekstur að stríða. 4.4.2007 11:00 Óvissa um vaxtaákvörðun í Bretlandi Englandsbanki greinir frá því á morgun hvort breytingar verði gerðará stýrivaxtastigi í Bretlandi. Greinendur eru ekki samhljóða hvort stýrivextir hækki eða verði látnir óbreyttir. Verði vextirnir hækkaðir eru miklar líkur á að þeir hækki um 25 punkta. Við það fara stýrivextir í Bretlandi í 5,5 prósent. 4.4.2007 09:52 Samdráttur í bílasölu Sala á bifreiðum dróst talsvert saman hjá risunum á bandaríska bílamarkaðnum í mars miðað við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn var langmestur, eða 12,4 prósent, hjá Ford. Á sama tíma varð aukning á sölu japanskra bíla vestanhafs. Toyota, sem stefnir á að verða umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á árinu, seldi 7,7 prósentum fleiri bíla í mars en á sama tíma í fyrra. 4.4.2007 09:07 Umfangsmikil aðlögun fram undan Seðlabanki Íslands birti fyrir helgi með nýjum hætti spá um þróun efnahagsmála. Ný framsetning á að auka líkur á því að Seðlabankinn leiði væntingar um verðbólgu fremur en að hann bregðist við slíkum væntingum. Óli Kristján Ármannsson fer yfir hagspá Seðlabankans og sýn eins og hún birtist í nýjasta hefti Peningamála, efnahagsriti bankans, skýringum á vaxtaákvörðunardegi bankans fyrir helgi og í ræðu formanns bankastjórnar á ársfundi bankans. 4.4.2007 06:00 Reynir lítið á þroskann Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp. 4.4.2007 00:01 Bretar kynna sprotafyrirtækjum vísindagarða í Bretlandi Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum íslenskra sprotafyrirtækja í upplýsingatækni í fjögurra daga ferð um miðjan mánuðinn til að skoða vísindagarða í Bretlandi. Breska sendiráðið í Danmörku skipuleggur ferðina og verða fulltrúar norrænna sprotafyrirtækja í upplýsingatækni með í för. 4.4.2007 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Íbúðalánasjóður lánaði 4,9 milljarða í mars Útlán Íbúðalánasjóðs námu 4,9 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þar af var tæpur hálfur milljarður vegna leiguíbúðalána, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins sem kom út í gær. Meðalfjárhæð almennra lána nam tæpum 9,4 milljörðum króna. Útlán sjóðsins á fyrstu þremur mánuðum ársins námu 13,6 milljörðum króna sem er lítillega yfir áætlunum. 12.4.2007 11:50
Biðin styttist í lækkun reikigjalda Iðnnefnd ESB hefur lagt til tvenns konar þak á reikigjöld fyrir notkun farsíma erlendis. Eitt gjald verður fyrir hringingu úr farsímum og annað fyrir móttöku símtala erlendis. Nefndin gengur í tillögum sínum nokkuð lengra en framkvæmdastjórn ESB lagði til í fyrra en hún horfir til þess að lækka reikigjöldin um allt að 70 prósent. Kosið verður um málið á Evrópuþinginu í næsta mánuði. 12.4.2007 11:12
TM Software selur Maritech TM Software hefur gengið frá samningi um sölu á öllum hlutabréfum í hugbúnaðarfyrirtækinu Maritech International til AKVA Group ASA í Noregi. AKVA Group keypti í desember í fyrra sjávarútvegshluta Maritech. Stjórnendur TM Software töldu hagsmunum viðskiptavina best borgið með því að selja Maritech í heilu lagi. 12.4.2007 10:16
Nasdaq sagt hafa boðið í OMX Gengi hlutabréfa í norrænu kauphallarsamstæðunni OMX hækkaði um heil 13 prósent við opnun markaða í morgun eftir að sænska dagblaðið Dagens Industri sagði að bandaríski hlutabréfamarkaðuinn Nasdaq hefði lagt fram yfirtökutilboð í norrænu kauphöllina fyrir hálfum mánuði. OMX segir svo ekki vera. 12.4.2007 10:00
Spá lækkunum á bandarískum fasteignamarkaði Nokkrar líkur eru á að húsnæðisverð muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum. Verði það raunin er þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist að ráði í 38 ár, samkvæmt Landssamtökum verktaka í Bandaríkjunum. Helsta ástæðan fyrir lækkununum er samdráttur í fasteignakaupum og á fasteignalánamarkaði vestra. 12.4.2007 09:43
Sjálfsali sem hleður farsíma Farsímaeigendur þurfa ekki lengur að óttast að detta úr sambandi við vini og kunningja sökum rafmagnsleysis. Nýtt íslenskt fyrirtæki hefur hafið uppsetningu á sjálfsölum sem gerir farsímaeigendum kleift að hlaða símann gegn vægu gjaldi. Nú þegar hafa nokkrir sjálfsalar verið settir upp í borginni við fjölfarna staði og í bígerð er að setja upp enn fleiri á næstu vikum. 12.4.2007 09:24
Lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Nokkur lækkun varð á hlutabréfum á Bandaríkjamarkaði í gær, í fyrsta sinn í þessum mánuði, eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna ýjaði að því að hækka þyrfti stýrivexti vegna óvissu um þróun hagvaxtar og verðbólgu. Eftir að hafa hækkað átta daga í röð lækkaði Dow Jones um 0,7 prósent í gær. Sömu sögu var að segja af Nasdaq og S&P 500 vísitölunum en þær lækkuðu einnig um 0,7 prósent. 12.4.2007 07:17
Lækkun á bandarískum mörkuðum í dag Nokkur lækkun varð á hlutabréfum á Bandaríkjamarkaði í dag, í fyrsta sinn í þessum mánuði, eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna ýjaði að því að hækka þyrfti stýrivexti vegna óvissu um þróun hagvaxtar og verðbólgu. 11.4.2007 21:32
Fjárfestar hættir við yfirtöku á Sainsbury Fjárfestahóparnir CVC Capital, Blackstone Group og TPG Capital, áður Texas Pacific Group, sendu frá sér sameiginlega tilkynningu fyrir stundu þar sem fram kemur að þeir hafi hætt við að gera yfirtökutilboð í breska stórmarkaðinn Sainsbury. Ekkert verður því úr stærstu fyrirtækjakaupum í Bretlandi. 11.4.2007 14:40
17.000 manns sagt upp hjá Citigroup Bandaríski bankinn Citigroup hefur ákveðið að segja upp 17.000 starfsmönnum sínum í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir fimm prósentum af öllu starfsliði bankans. Þar að auki verða gerðar breytingar á 9.500 störfum. Horft er til þess að með aðgerðunum verði hægt að spara 4,6 milljarða dali, jafnvirði 309 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum. 11.4.2007 13:01
Yfirtakan á Sainsbury að fara út um þúfur? Miklar líkur eru á því að Sainsbury-fjölskyldan, stærsti einstaki hluthafinn í bresku stórmarkaðakeðjunni Sainsbury með 18 prósenta hlut, muni hafna yfirtökutilboði fjárfestasjóðsins CVC Capital Partners í dag eða á morgun. Verði það raunin er talið er ekkert verði úr yfirtökunni, sem staðið hefur fyrir dyrum síðan í byrjun febrúar. 11.4.2007 11:30
Jón Ásgeir skammar stjórn Woolworths Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, gagnrýndi stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í gær. Jón sagði óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Hagnaður Woolworths dróst saman um 73 prósent í fyrra, sem var versta ár í sögu verslanakeðjunnar. 11.4.2007 10:07
Tilboð í Chrysler fær dræmar viðtökur Yfirtökutilboð bandaríska auðkýfingsins Kirk Kerkorian í bandaríska Chrysler-hluta þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur fengið dræmar viðtökur innan stjórnar fyrirtækisins. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 bandaríkjadali, jafnvirði rúmra 302 milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingi minna en gert var ráð fyrir að fengist fyrir fyrirtækið. 11.4.2007 09:13
Moody's lækkar lánshæfiseinkunn íslensku bankanna Lánshæfiseinkunn allra íslensku viðskiptabankana hefur verið lækkuð hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody's. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi. Einkunnin er lækkuð um þrjá flokka. Þetta er gert í kjölfar þess að Moody's breytti nýverið aðferðafræði sinni við einkunnagjöf og metur aðrar forsendur en áður. 11.4.2007 07:16
Fasteignamarkaðurinn enn á uppleið Fjárfestar urðu skelfingu lostnir þegar samdráttur varð á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum í febrúar. Samdrátturinn hafði áhrif á fjármálamarkaði víða um heim og óttuðust margir verðhrun á fasteignamarkaði í kjölfarið. Nokkuð hefur dregið úr óttanum enda segja þeir sem Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við, að þótt hiksti hafi komið á fasteignamarkaðinn þá sé verð enn á uppleið. 11.4.2007 00:01
Milljarðar í fjallinu Ofurfjárfestar og forstjórar sáust á skíðum í Hlíðarfjalli við Akureyri um páskana. Karl Wernersson var þar í góðu yfirlæti eftir að hafa innleyst 47 milljarða króna hagnað af Glitnisbréfum fyrir páskana. Einnig renndu þeir Bjarni Ármannsson og Þórður Már Jóhannesson sér niður brekkurnar. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjir dílar hafi verið gerðir í þessari nýjustu fjármálamiðstöð Íslands. 11.4.2007 00:01
Fleira virkjað en vatnið eitt Þegar starfsmannahátíð Alcoa Fjarðaáls var haldinn 31. mars síðastliðinn voru rétt rúm fjögur ár frá því skrifað var undir samninga við Alcoa um framkvæmdirnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra hélt ræðu á hátíðinni þar sem hann fór yfir söguna og væntingar um hversu mikil lyftistöng álverið ætti eftir að vera fyrir atvinnulíf á Austurlandi og mikilvæg viðbót við íslenskan þjóðarbúskap. 11.4.2007 00:01
Böndin styrkjast Enn styrkjast böndin milli Kaupþings og fjárfestisins Roberts Tchenguiz, sem nýverið bættist í hóp stærstu hluthafa Exista. Allt lítur út fyrir að auðkýfingurinn, með dyggum stuðningi bankans, muni taka yfir bresku veitingahúsakeðjuna La Tasca sem rekur fjölda veitingastaða víðs vegar um Bretland og í Bandaríkjunum. 11.4.2007 00:01
MEST kaupir Timbur & stál MEST ehf. hefur keypt Timbur & stál ehf. sem hefur um þrjátíu ára skeið veitt byggingariðnaði og húsbyggjendum þjónustu. Eftir sem áður verður fyrirtækið staðsett á Smiðjuvegi 11 í Kópavogi og rekið í svipaðri mynd og áður. 11.4.2007 00:01
Eitt vörugjald á alla bíla Stjórnmálaflokkar eru hvattir til að sameinast um að á næstu þremur árum verði lokið við hönnun og framkvæmdir við Sundabraut og Suðurlandsveg í ályktun frá aðalfundi Bílgreinasambandsins sem haldinn var fyrir skömmu. 11.4.2007 00:01
Opna skrifstofu í Genoa Eimskip opnaði aðra skrifstofu sína á Ítalíu í byrjun þessa mánaðar. Nýja skrifstofan er í Genoa og er opnun hennar sögð liður í „markvissri uppbyggingu Eimskips í Evrópu“ og miðist að því að styrkja enn frekar stöðu félagsins á ítalska markaðnum. 11.4.2007 00:01
Fyrsta kæligeymsla Samskipa í Ameríku Samskip hafa eignast helmingshlut í fyrirtækinu Bayside Food Terminal í Bayside í Kanada. Í tilkynningu um kaupin kemur fram að kanadíska fyrirtækið hafi þar yfir að ráða 12.000 tonna frysti- og kæligeymslu. 11.4.2007 00:01
Hagnaður Alcoa jókst um níu prósent Álrisinn Alcoa skilaði 662 milljóna bandaríkja dala hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 44,5 milljörðum íslenskra króna, sem er níu prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Álverð var gott í byrjun árs auk þess sem eftirspurn eftir áli var mikil, að sögn fyrirtækisins. 10.4.2007 22:17
Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,5 prósentum. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vextir eru óbreyttir sökum verðhjöðnunar þar í landi. Ákvörðunin er í takt við væntingar. 10.4.2007 16:30
Nóbelsverðlaunahafi í ráðgjafaráði Askar Capital Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði Dr. Edmund S. Phelps mun taka sæti í hinu nýstofnaða ráðgjafaráði sem fjárfestingarbankinn Askar Capital stendur fyrir. Ráðið lýtur stjórn Karls Wernersonar, stjórnarformanns Milestones, en markmið þess er að leggja grunn aðframtíðarstefnumörkun bankans. 10.4.2007 16:16
Fyrrum forstjóri EADS fékk milljónir Noel Forgeard, fyrrum yfirforstjóri evrópsku samstæðunnar EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fékk rúmar 8,5 milljónir evra, jafnvirði 767,8 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur og starfslokatengdar launagreiðslur eftir að hann sagði starfi sínu lausu. Foregeard hætti í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotunnar frá Airbus og brigsla um innherjaviðskipti með hlutabréf. 10.4.2007 16:03
Væntingar Bandaríkjamanna minnka Væntingar neytenda í Bandaríkjunum lækkuðu í þessum mánuði, annan mánuðinn í röð. Væntingarnar hafa ekki verið lægri í 18 mánuði. Samdráttur í efnahagslífinu, verðhækkanir á hráolíuverði og ótti við aukna verðbólgu draga úr tiltrú bandarískra neytenda. Einn af forsvarsmönnum mælingar á væntingavísitölunni vestanhafs segir ótta neytenda á yfirvofandi samdrætti ekki eiga við rök að styðjast. 10.4.2007 16:00
Yfirtakan á Sainsbury hangir á bláþræði Gengi bréfa í bresku verslanakeðjunni Sainsbury féll um fjögur prósent í dag og stendur nú í 538,5 pens á hlut eftir að fréttir bárust af því að tveimur af þremur fjárfestahópum sem standa að yfirtökutilboði í keðjuna hafi farið frá borði. Eftir stendur fjárfestingasjóðurinn CVC Capital, sem hækkaði tilboðið í gær. 10.4.2007 15:35
Hráolíuverð á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 62 bandaríkjadali á tunnu í dag. Þetta er fyrsti hækkunadagurinn eftir lækkanir síðastliðna sex viðskiptadaga að páskunum undanskildum. Olíuverðið lækkaði mest í gær, eða um tæpa þrjá dali á tunnu, eftir að Íranar slepptu 15 breskum sjóliðum úr haldi um páskana. 10.4.2007 15:01
Yfirtaka á Puma í vændum Franski smásölurisinn PPR, sem meðal annars á tískufyrirtækið Gucci hefur keypt 27 prósenta hlut í þýska íþróttavöruframleiðandanum Puma. Kaupverð er ekki gefið upp en markaðsverðmæti Puma liggur í um 5,3 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 479 milljörðum íslenskra króna. Svo getur farið að PPR geri tilboð í allt hlutafé Puma í kjölfarið. 10.4.2007 12:59
Nóatúnsfjölskyldan kaupir í Glitni Nóatúnsfjölskyldan er meðal nýrra hluthafa í Glitni eftir nýjustu breytingar á eignarhaldi félagsins. Einnig Jötunn, félag tengt Baugi. Gengið hefur verið frá sölu á hlutum í Glitni fyrir hátt í sjötíu milljarða króna. 10.4.2007 11:38
ABN Amro fær græna ljósið Fjármála- og samkeppnisyfirvöld í Hollandi hafa gefið græna ljósið fyrir kaupum erlendra aðila á ABN Amro, einum stærsta banka Hollands. Þá segja þau að því verði ekki mótmælt verði starfsemi bankans brotin upp og hún seld í sjálfstæðum einingum. ABN Amro hefur átt í samrunaviðræðum við breska bankann Barclays og eru líkur á að einhverjar eignir verði losaðar úr samstæðunni. 9.4.2007 17:00
Bætt yfirtökutilboð í Sainsbury Fjárfestahópurinn, sem samanstendur af sjóðunum CVC Capital, Blackstone Group og Pacific Texas, er sagður hafa lagt fram bætt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Sainsbury. Litlu munaði að ekkert yrði úr yfirtökutilboðinu um páskana þegar stærsti hluthafinn í Sainsbury, þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands, sagði það of lágt. 9.4.2007 15:54
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Greinendur voru ekki á einu máli hver næstu skref Englandsbanka yrðu og útilokuðu ekki 25 punkta hækkun. Mjög líklegt er talið að stýrivextir verði hækkaðir um fjórðung úr prósenti í næsta mánuði til að halda aftur af verðbólgu sem hækkaði á milli mánaða. 6.4.2007 09:41
Tvísýnt um tilboð í Sainbury Litlu munaði í gær að ekkert yrði úr yfirtökutilboði fjárfestahópsins CVC og fleiri sjóða í bresku matvörukeðjuna Sainsbury þegar nokkrir stórir hluthafar settu sig upp á móti tilboðinu. Reiknað er með að tilboðið hljóði upp á um 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma dró einn fjárfestasjóðanna sig úr tilboðsferlinu. 6.4.2007 07:00
Kerkorian gerir tilboð í Chrysler Milljarðamæringurinn Kirk Kerkorian hefur gert 4,5 milljarða dollara tilboð í Chrysler bílamerkið. Chrysler er sem stendur hluti af DaimlerChrysler samsteypunni en Daimler hefur nú í nokkurn tíma reynt að losa sig við Chrysler þar sem mikið tap hefur verið á rekstri fyrirtækisins. 5.4.2007 17:56
Bréf í Glitni seld fyrir 110 milljarða Milestone og Einar Sveinsson selja hluti sína í Glitni. Kaupþing kaupir og miðlar hlutum áfram til nýrra fjárfesta sem munu koma að bankanum. Umfang viðskiptanna á við verðmæti Kárahnjúkavirkjunar. 5.4.2007 08:45
Ísland færist upp á lista OECD Verðbólga mældist 2,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í febrúar, samkvæmt útreikningum stofnunarinnar sem birtir voru í dag. Þetta er 0,2 prósentustiga hækkun á milli mánaða. Verðbólga er eftir sem áður mest í Tyrklandi. Ungverjaland hefur hins vegar tekið næstsíðasta sætið af Íslendingum, sem nú flagga þriðju mestu verðbólgu innan OECD-ríkjanna. 4.4.2007 15:51
Umbreytingar framundan í lyfjaheiminum Stjórn Actavis var sátt við að stjórnendur félagsins ákváðu að greiða ekki yfirverð fyrir bréf í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva þegar fyrirtækið barðist um þann bita við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr. Þetta sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Actavis, á aðalfundi félagsins í dag. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og líkur á umbreytingum í lyfjaheiminum á árinu. 4.4.2007 14:12
DaimlerChrysler skoðar sölu á Chrysler Forstjóri þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur staðfest að fyrirtækið eigi í viðræðum um sölu á Chrysler-hluta fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Daimler keypti Chrysler árið 1998 en það hefur átt við viðvarandi taprekstur að stríða. 4.4.2007 11:00
Óvissa um vaxtaákvörðun í Bretlandi Englandsbanki greinir frá því á morgun hvort breytingar verði gerðará stýrivaxtastigi í Bretlandi. Greinendur eru ekki samhljóða hvort stýrivextir hækki eða verði látnir óbreyttir. Verði vextirnir hækkaðir eru miklar líkur á að þeir hækki um 25 punkta. Við það fara stýrivextir í Bretlandi í 5,5 prósent. 4.4.2007 09:52
Samdráttur í bílasölu Sala á bifreiðum dróst talsvert saman hjá risunum á bandaríska bílamarkaðnum í mars miðað við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn var langmestur, eða 12,4 prósent, hjá Ford. Á sama tíma varð aukning á sölu japanskra bíla vestanhafs. Toyota, sem stefnir á að verða umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á árinu, seldi 7,7 prósentum fleiri bíla í mars en á sama tíma í fyrra. 4.4.2007 09:07
Umfangsmikil aðlögun fram undan Seðlabanki Íslands birti fyrir helgi með nýjum hætti spá um þróun efnahagsmála. Ný framsetning á að auka líkur á því að Seðlabankinn leiði væntingar um verðbólgu fremur en að hann bregðist við slíkum væntingum. Óli Kristján Ármannsson fer yfir hagspá Seðlabankans og sýn eins og hún birtist í nýjasta hefti Peningamála, efnahagsriti bankans, skýringum á vaxtaákvörðunardegi bankans fyrir helgi og í ræðu formanns bankastjórnar á ársfundi bankans. 4.4.2007 06:00
Reynir lítið á þroskann Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp. 4.4.2007 00:01
Bretar kynna sprotafyrirtækjum vísindagarða í Bretlandi Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum íslenskra sprotafyrirtækja í upplýsingatækni í fjögurra daga ferð um miðjan mánuðinn til að skoða vísindagarða í Bretlandi. Breska sendiráðið í Danmörku skipuleggur ferðina og verða fulltrúar norrænna sprotafyrirtækja í upplýsingatækni með í för. 4.4.2007 00:01
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent