Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn enn á uppleið Fjárfestar urðu skelfingu lostnir þegar samdráttur varð á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum í febrúar. Samdrátturinn hafði áhrif á fjármálamarkaði víða um heim og óttuðust margir verðhrun á fasteignamarkaði í kjölfarið. Nokkuð hefur dregið úr óttanum enda segja þeir sem Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við, að þótt hiksti hafi komið á fasteignamarkaðinn þá sé verð enn á uppleið. 11.4.2007 00:01 Milljarðar í fjallinu Ofurfjárfestar og forstjórar sáust á skíðum í Hlíðarfjalli við Akureyri um páskana. Karl Wernersson var þar í góðu yfirlæti eftir að hafa innleyst 47 milljarða króna hagnað af Glitnisbréfum fyrir páskana. Einnig renndu þeir Bjarni Ármannsson og Þórður Már Jóhannesson sér niður brekkurnar. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjir dílar hafi verið gerðir í þessari nýjustu fjármálamiðstöð Íslands. 11.4.2007 00:01 Fleira virkjað en vatnið eitt Þegar starfsmannahátíð Alcoa Fjarðaáls var haldinn 31. mars síðastliðinn voru rétt rúm fjögur ár frá því skrifað var undir samninga við Alcoa um framkvæmdirnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra hélt ræðu á hátíðinni þar sem hann fór yfir söguna og væntingar um hversu mikil lyftistöng álverið ætti eftir að vera fyrir atvinnulíf á Austurlandi og mikilvæg viðbót við íslenskan þjóðarbúskap. 11.4.2007 00:01 Böndin styrkjast Enn styrkjast böndin milli Kaupþings og fjárfestisins Roberts Tchenguiz, sem nýverið bættist í hóp stærstu hluthafa Exista. Allt lítur út fyrir að auðkýfingurinn, með dyggum stuðningi bankans, muni taka yfir bresku veitingahúsakeðjuna La Tasca sem rekur fjölda veitingastaða víðs vegar um Bretland og í Bandaríkjunum. 11.4.2007 00:01 MEST kaupir Timbur & stál MEST ehf. hefur keypt Timbur & stál ehf. sem hefur um þrjátíu ára skeið veitt byggingariðnaði og húsbyggjendum þjónustu. Eftir sem áður verður fyrirtækið staðsett á Smiðjuvegi 11 í Kópavogi og rekið í svipaðri mynd og áður. 11.4.2007 00:01 Eitt vörugjald á alla bíla Stjórnmálaflokkar eru hvattir til að sameinast um að á næstu þremur árum verði lokið við hönnun og framkvæmdir við Sundabraut og Suðurlandsveg í ályktun frá aðalfundi Bílgreinasambandsins sem haldinn var fyrir skömmu. 11.4.2007 00:01 Opna skrifstofu í Genoa Eimskip opnaði aðra skrifstofu sína á Ítalíu í byrjun þessa mánaðar. Nýja skrifstofan er í Genoa og er opnun hennar sögð liður í „markvissri uppbyggingu Eimskips í Evrópu“ og miðist að því að styrkja enn frekar stöðu félagsins á ítalska markaðnum. 11.4.2007 00:01 Fyrsta kæligeymsla Samskipa í Ameríku Samskip hafa eignast helmingshlut í fyrirtækinu Bayside Food Terminal í Bayside í Kanada. Í tilkynningu um kaupin kemur fram að kanadíska fyrirtækið hafi þar yfir að ráða 12.000 tonna frysti- og kæligeymslu. 11.4.2007 00:01 Hagnaður Alcoa jókst um níu prósent Álrisinn Alcoa skilaði 662 milljóna bandaríkja dala hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 44,5 milljörðum íslenskra króna, sem er níu prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Álverð var gott í byrjun árs auk þess sem eftirspurn eftir áli var mikil, að sögn fyrirtækisins. 10.4.2007 22:17 Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,5 prósentum. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vextir eru óbreyttir sökum verðhjöðnunar þar í landi. Ákvörðunin er í takt við væntingar. 10.4.2007 16:30 Nóbelsverðlaunahafi í ráðgjafaráði Askar Capital Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði Dr. Edmund S. Phelps mun taka sæti í hinu nýstofnaða ráðgjafaráði sem fjárfestingarbankinn Askar Capital stendur fyrir. Ráðið lýtur stjórn Karls Wernersonar, stjórnarformanns Milestones, en markmið þess er að leggja grunn aðframtíðarstefnumörkun bankans. 10.4.2007 16:16 Fyrrum forstjóri EADS fékk milljónir Noel Forgeard, fyrrum yfirforstjóri evrópsku samstæðunnar EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fékk rúmar 8,5 milljónir evra, jafnvirði 767,8 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur og starfslokatengdar launagreiðslur eftir að hann sagði starfi sínu lausu. Foregeard hætti í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotunnar frá Airbus og brigsla um innherjaviðskipti með hlutabréf. 10.4.2007 16:03 Væntingar Bandaríkjamanna minnka Væntingar neytenda í Bandaríkjunum lækkuðu í þessum mánuði, annan mánuðinn í röð. Væntingarnar hafa ekki verið lægri í 18 mánuði. Samdráttur í efnahagslífinu, verðhækkanir á hráolíuverði og ótti við aukna verðbólgu draga úr tiltrú bandarískra neytenda. Einn af forsvarsmönnum mælingar á væntingavísitölunni vestanhafs segir ótta neytenda á yfirvofandi samdrætti ekki eiga við rök að styðjast. 10.4.2007 16:00 Yfirtakan á Sainsbury hangir á bláþræði Gengi bréfa í bresku verslanakeðjunni Sainsbury féll um fjögur prósent í dag og stendur nú í 538,5 pens á hlut eftir að fréttir bárust af því að tveimur af þremur fjárfestahópum sem standa að yfirtökutilboði í keðjuna hafi farið frá borði. Eftir stendur fjárfestingasjóðurinn CVC Capital, sem hækkaði tilboðið í gær. 10.4.2007 15:35 Hráolíuverð á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 62 bandaríkjadali á tunnu í dag. Þetta er fyrsti hækkunadagurinn eftir lækkanir síðastliðna sex viðskiptadaga að páskunum undanskildum. Olíuverðið lækkaði mest í gær, eða um tæpa þrjá dali á tunnu, eftir að Íranar slepptu 15 breskum sjóliðum úr haldi um páskana. 10.4.2007 15:01 Yfirtaka á Puma í vændum Franski smásölurisinn PPR, sem meðal annars á tískufyrirtækið Gucci hefur keypt 27 prósenta hlut í þýska íþróttavöruframleiðandanum Puma. Kaupverð er ekki gefið upp en markaðsverðmæti Puma liggur í um 5,3 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 479 milljörðum íslenskra króna. Svo getur farið að PPR geri tilboð í allt hlutafé Puma í kjölfarið. 10.4.2007 12:59 Nóatúnsfjölskyldan kaupir í Glitni Nóatúnsfjölskyldan er meðal nýrra hluthafa í Glitni eftir nýjustu breytingar á eignarhaldi félagsins. Einnig Jötunn, félag tengt Baugi. Gengið hefur verið frá sölu á hlutum í Glitni fyrir hátt í sjötíu milljarða króna. 10.4.2007 11:38 ABN Amro fær græna ljósið Fjármála- og samkeppnisyfirvöld í Hollandi hafa gefið græna ljósið fyrir kaupum erlendra aðila á ABN Amro, einum stærsta banka Hollands. Þá segja þau að því verði ekki mótmælt verði starfsemi bankans brotin upp og hún seld í sjálfstæðum einingum. ABN Amro hefur átt í samrunaviðræðum við breska bankann Barclays og eru líkur á að einhverjar eignir verði losaðar úr samstæðunni. 9.4.2007 17:00 Bætt yfirtökutilboð í Sainsbury Fjárfestahópurinn, sem samanstendur af sjóðunum CVC Capital, Blackstone Group og Pacific Texas, er sagður hafa lagt fram bætt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Sainsbury. Litlu munaði að ekkert yrði úr yfirtökutilboðinu um páskana þegar stærsti hluthafinn í Sainsbury, þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands, sagði það of lágt. 9.4.2007 15:54 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Greinendur voru ekki á einu máli hver næstu skref Englandsbanka yrðu og útilokuðu ekki 25 punkta hækkun. Mjög líklegt er talið að stýrivextir verði hækkaðir um fjórðung úr prósenti í næsta mánuði til að halda aftur af verðbólgu sem hækkaði á milli mánaða. 6.4.2007 09:41 Tvísýnt um tilboð í Sainbury Litlu munaði í gær að ekkert yrði úr yfirtökutilboði fjárfestahópsins CVC og fleiri sjóða í bresku matvörukeðjuna Sainsbury þegar nokkrir stórir hluthafar settu sig upp á móti tilboðinu. Reiknað er með að tilboðið hljóði upp á um 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma dró einn fjárfestasjóðanna sig úr tilboðsferlinu. 6.4.2007 07:00 Kerkorian gerir tilboð í Chrysler Milljarðamæringurinn Kirk Kerkorian hefur gert 4,5 milljarða dollara tilboð í Chrysler bílamerkið. Chrysler er sem stendur hluti af DaimlerChrysler samsteypunni en Daimler hefur nú í nokkurn tíma reynt að losa sig við Chrysler þar sem mikið tap hefur verið á rekstri fyrirtækisins. 5.4.2007 17:56 Bréf í Glitni seld fyrir 110 milljarða Milestone og Einar Sveinsson selja hluti sína í Glitni. Kaupþing kaupir og miðlar hlutum áfram til nýrra fjárfesta sem munu koma að bankanum. Umfang viðskiptanna á við verðmæti Kárahnjúkavirkjunar. 5.4.2007 08:45 Ísland færist upp á lista OECD Verðbólga mældist 2,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í febrúar, samkvæmt útreikningum stofnunarinnar sem birtir voru í dag. Þetta er 0,2 prósentustiga hækkun á milli mánaða. Verðbólga er eftir sem áður mest í Tyrklandi. Ungverjaland hefur hins vegar tekið næstsíðasta sætið af Íslendingum, sem nú flagga þriðju mestu verðbólgu innan OECD-ríkjanna. 4.4.2007 15:51 Umbreytingar framundan í lyfjaheiminum Stjórn Actavis var sátt við að stjórnendur félagsins ákváðu að greiða ekki yfirverð fyrir bréf í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva þegar fyrirtækið barðist um þann bita við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr. Þetta sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Actavis, á aðalfundi félagsins í dag. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og líkur á umbreytingum í lyfjaheiminum á árinu. 4.4.2007 14:12 DaimlerChrysler skoðar sölu á Chrysler Forstjóri þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur staðfest að fyrirtækið eigi í viðræðum um sölu á Chrysler-hluta fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Daimler keypti Chrysler árið 1998 en það hefur átt við viðvarandi taprekstur að stríða. 4.4.2007 11:00 Óvissa um vaxtaákvörðun í Bretlandi Englandsbanki greinir frá því á morgun hvort breytingar verði gerðará stýrivaxtastigi í Bretlandi. Greinendur eru ekki samhljóða hvort stýrivextir hækki eða verði látnir óbreyttir. Verði vextirnir hækkaðir eru miklar líkur á að þeir hækki um 25 punkta. Við það fara stýrivextir í Bretlandi í 5,5 prósent. 4.4.2007 09:52 Samdráttur í bílasölu Sala á bifreiðum dróst talsvert saman hjá risunum á bandaríska bílamarkaðnum í mars miðað við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn var langmestur, eða 12,4 prósent, hjá Ford. Á sama tíma varð aukning á sölu japanskra bíla vestanhafs. Toyota, sem stefnir á að verða umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á árinu, seldi 7,7 prósentum fleiri bíla í mars en á sama tíma í fyrra. 4.4.2007 09:07 Umfangsmikil aðlögun fram undan Seðlabanki Íslands birti fyrir helgi með nýjum hætti spá um þróun efnahagsmála. Ný framsetning á að auka líkur á því að Seðlabankinn leiði væntingar um verðbólgu fremur en að hann bregðist við slíkum væntingum. Óli Kristján Ármannsson fer yfir hagspá Seðlabankans og sýn eins og hún birtist í nýjasta hefti Peningamála, efnahagsriti bankans, skýringum á vaxtaákvörðunardegi bankans fyrir helgi og í ræðu formanns bankastjórnar á ársfundi bankans. 4.4.2007 06:00 Reynir lítið á þroskann Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp. 4.4.2007 00:01 Bretar kynna sprotafyrirtækjum vísindagarða í Bretlandi Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum íslenskra sprotafyrirtækja í upplýsingatækni í fjögurra daga ferð um miðjan mánuðinn til að skoða vísindagarða í Bretlandi. Breska sendiráðið í Danmörku skipuleggur ferðina og verða fulltrúar norrænna sprotafyrirtækja í upplýsingatækni með í för. 4.4.2007 00:01 Samskip semur í Asíu Japanska umboðs- og flutningafélagið Interocean Shipping Corporation hefur tekið að sér að vera umboðsaðili Samskipa í Japan. Þar er sagður vera einhver umsvifamesti og mikilvægasti kæli- og frystivöruflutningsmarkaður í heiminum og Samskip þar með hafa styrkt stöðu sína enn frekar á þeim markaði. 4.4.2007 00:01 Fagna fimm ára afmæli Háskóli Íslands blés til mikillar veislu í síðustu viku. Tilefnið var fimm ára afmæli MBA-náms á Íslandi sem Háskóli Íslands reið á vaðið með haustið 2000. Útskrifuðum og núverandi MBA-nemum var boðið til veislunnar. 4.4.2007 00:01 Fótanudd og fjárfestingar Þessa dagana lítur út fyrir að enginn sé maður með mönnum nema hann eigi fjárfestingarfélag eða fjárfestingarbanka, helst hvort tveggja. Þessi misserin spretta bankar upp eins og gorkúlur á haug og vonandi að þessi þróun verði til þess að vel ári um langa framtíð í hagkerfinu. 4.4.2007 00:01 Forstjórinn sest í stjórn Sjálfkjörið er í stjórn Actavis Group en aðalfundur félagsins fer fram í dag. Stjórnarformaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson tekur þar sæti ásamt þeim Andra Sveinssyni, Magnúsi Þorsteinssyni og Sindra Sindrasyni. Þá vekur það töluverða athygli að fimmti stjórnarformaðurinn er enginn annar en Róbert Wessmann, forstjóri Actavis. 4.4.2007 00:01 Norðmenn vilja lífrænt Sala lífrænt vottaðrar matvöru hefur aukist til mikilla muna í Noregi og spurning hvort það sama á við víðar. Á sameiginlegum vef landbúnaðarstofnana (landbunadur.is) kemur fram að mest aukning hafi orðið í sölu á „lífrænum“ barnamat, eftirréttum og sælgæti. 4.4.2007 00:01 Reynt hefur á þanþol hagstjórnarinnar Forsætisráðherra hafnar túlkunum á nýrri hagspá Seðlabankans í þá veru að hörð lending sé um það bil að eiga sér stað í efnahagslífinu. Þá segir hann ekki annað á boðstólum en að viðhalda krónunni sem gjaldmiðli, hvað sem síðar kunni að verða. 4.4.2007 00:01 Litháen er Ítalía Eystrasaltsins Áhugi Söndru Bruneikaité á norrænni menningu og tungumálum leiddi hana til Íslands um síðustu aldamót. Hún hafði hlotið styrk til að nema íslensku við Háskóla Íslands frá íslenska menntamálaráðuneytinu. Þegar hún hafði lokið tveimur önnum, og styrkurinn uppurinn, tók hún ákvörðun um að verða um kyrrt. Tveimur árum síðar útskrifaðist hún með BA-próf í íslensku. 4.4.2007 00:01 Stórt skref stigið í samrunaferlinu Félögin 25 sem hér eru skráð í Kauphöll fóru inn á samnorrænan lista OMX-kauphallasamstæðunnar við opnun markaðarins á mánudag og verða eftirleiðis kynnt með sænskum, finnskum og dönskum félögum á aðalmarkaði Nordic Exchange. 4.4.2007 00:01 Búist við lækkun á lánshæfismati íslensku bankanna Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að Moody's Investors Service lækki lánshæfismat íslensku bankanna í dag. Moodys var gagnrýnt í febrúarmánuði þegar það kynnti breytta aðferðarfræði við mat banka. Þá hækkaði lánshæfismat íslensku bankanna í hæstu mögulega einkunn fyrir langtímaskuldbindingar eða í Aaa. 3.4.2007 17:32 Viðsnúningur á fasteignamarkaði vestra Sala á fasteignamarkaði jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í febrúar. Þetta er þvert á spár greinenda, sem gerður ráð fyrir því því að sala myndi dragast saman annan mánuðinn í röð. Til samanburðar féll sala á fasteignamarkaði um 4,2 prósent í Bandaríkjunum í janúar. Tölurnar eiga ekki við um kaup á nýrri fasteign heldur kaup á eldri íbúðum. 3.4.2007 16:25 Rússar vilja Alitalia Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hlut í eigu rússneska ríkisins, er sagt ætla að leggja fram kauptilboð í 39,9 prósenta hlut ítalska ríkisins í ítalska flugfélaginu Alitalia. Ítalski bankinn Unicredit er sagður standa að kaupunum ásamt Aeroflot. 3.4.2007 15:37 Glitnir spáir 37 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar Horfur í rekstri félaga í Kauphöllinni eru almennt ágætar og má gera ráð fyrir að áframhald verði á hækkun hlutabréfaverðs í ár, jafnvel meira en í fyrra. Gangi þetta eftir hækkar Úrvalsvísitalan um 37 prósent árinu. Þetta kemur fram í nýrri afkomuspá greiningardeildar Glitnis fyrir árið, sem kom út í dag. 3.4.2007 15:06 Festa skilaði 18,8 prósenta ávöxtun Nafnávöxtun Festu lífeyrissjóðs var 18,8 prósent á árinu 2006, sem jafngildir 11,3 prósenta raunávöxtun. Í árslok 2006 var hrein eign til greiðslu lífeyris rúmir 48,6 milljarðar og hækkaði hún um 23,4 prósent á milli ára. Stjórn lífeyrissjóðsins mun á næsta aðalfundi leggja til að áunnin réttindi sjóðfélaga og lífeyrisþega verði aukin um 4 prósentum frá og með 1. janúar á þessu ári. 3.4.2007 13:26 Eignastaða heimilanna aldrei betri Heildarskuldir heimilanna við lánakerfið allt námu 1.325 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þar af námu skuldir við innlánsstofnanir 708 milljónum króna. Þetta er 241 milljón meira en heimilin skulduðu við árslok árið 2005. Greiningardeild Glitnis segir hreina eignastöðu heimilanna aldrei hafa verið betri en nú. 3.4.2007 11:05 Sjá næstu 50 fréttir
Fasteignamarkaðurinn enn á uppleið Fjárfestar urðu skelfingu lostnir þegar samdráttur varð á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum í febrúar. Samdrátturinn hafði áhrif á fjármálamarkaði víða um heim og óttuðust margir verðhrun á fasteignamarkaði í kjölfarið. Nokkuð hefur dregið úr óttanum enda segja þeir sem Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við, að þótt hiksti hafi komið á fasteignamarkaðinn þá sé verð enn á uppleið. 11.4.2007 00:01
Milljarðar í fjallinu Ofurfjárfestar og forstjórar sáust á skíðum í Hlíðarfjalli við Akureyri um páskana. Karl Wernersson var þar í góðu yfirlæti eftir að hafa innleyst 47 milljarða króna hagnað af Glitnisbréfum fyrir páskana. Einnig renndu þeir Bjarni Ármannsson og Þórður Már Jóhannesson sér niður brekkurnar. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjir dílar hafi verið gerðir í þessari nýjustu fjármálamiðstöð Íslands. 11.4.2007 00:01
Fleira virkjað en vatnið eitt Þegar starfsmannahátíð Alcoa Fjarðaáls var haldinn 31. mars síðastliðinn voru rétt rúm fjögur ár frá því skrifað var undir samninga við Alcoa um framkvæmdirnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra hélt ræðu á hátíðinni þar sem hann fór yfir söguna og væntingar um hversu mikil lyftistöng álverið ætti eftir að vera fyrir atvinnulíf á Austurlandi og mikilvæg viðbót við íslenskan þjóðarbúskap. 11.4.2007 00:01
Böndin styrkjast Enn styrkjast böndin milli Kaupþings og fjárfestisins Roberts Tchenguiz, sem nýverið bættist í hóp stærstu hluthafa Exista. Allt lítur út fyrir að auðkýfingurinn, með dyggum stuðningi bankans, muni taka yfir bresku veitingahúsakeðjuna La Tasca sem rekur fjölda veitingastaða víðs vegar um Bretland og í Bandaríkjunum. 11.4.2007 00:01
MEST kaupir Timbur & stál MEST ehf. hefur keypt Timbur & stál ehf. sem hefur um þrjátíu ára skeið veitt byggingariðnaði og húsbyggjendum þjónustu. Eftir sem áður verður fyrirtækið staðsett á Smiðjuvegi 11 í Kópavogi og rekið í svipaðri mynd og áður. 11.4.2007 00:01
Eitt vörugjald á alla bíla Stjórnmálaflokkar eru hvattir til að sameinast um að á næstu þremur árum verði lokið við hönnun og framkvæmdir við Sundabraut og Suðurlandsveg í ályktun frá aðalfundi Bílgreinasambandsins sem haldinn var fyrir skömmu. 11.4.2007 00:01
Opna skrifstofu í Genoa Eimskip opnaði aðra skrifstofu sína á Ítalíu í byrjun þessa mánaðar. Nýja skrifstofan er í Genoa og er opnun hennar sögð liður í „markvissri uppbyggingu Eimskips í Evrópu“ og miðist að því að styrkja enn frekar stöðu félagsins á ítalska markaðnum. 11.4.2007 00:01
Fyrsta kæligeymsla Samskipa í Ameríku Samskip hafa eignast helmingshlut í fyrirtækinu Bayside Food Terminal í Bayside í Kanada. Í tilkynningu um kaupin kemur fram að kanadíska fyrirtækið hafi þar yfir að ráða 12.000 tonna frysti- og kæligeymslu. 11.4.2007 00:01
Hagnaður Alcoa jókst um níu prósent Álrisinn Alcoa skilaði 662 milljóna bandaríkja dala hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 44,5 milljörðum íslenskra króna, sem er níu prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Álverð var gott í byrjun árs auk þess sem eftirspurn eftir áli var mikil, að sögn fyrirtækisins. 10.4.2007 22:17
Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,5 prósentum. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vextir eru óbreyttir sökum verðhjöðnunar þar í landi. Ákvörðunin er í takt við væntingar. 10.4.2007 16:30
Nóbelsverðlaunahafi í ráðgjafaráði Askar Capital Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði Dr. Edmund S. Phelps mun taka sæti í hinu nýstofnaða ráðgjafaráði sem fjárfestingarbankinn Askar Capital stendur fyrir. Ráðið lýtur stjórn Karls Wernersonar, stjórnarformanns Milestones, en markmið þess er að leggja grunn aðframtíðarstefnumörkun bankans. 10.4.2007 16:16
Fyrrum forstjóri EADS fékk milljónir Noel Forgeard, fyrrum yfirforstjóri evrópsku samstæðunnar EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fékk rúmar 8,5 milljónir evra, jafnvirði 767,8 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur og starfslokatengdar launagreiðslur eftir að hann sagði starfi sínu lausu. Foregeard hætti í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotunnar frá Airbus og brigsla um innherjaviðskipti með hlutabréf. 10.4.2007 16:03
Væntingar Bandaríkjamanna minnka Væntingar neytenda í Bandaríkjunum lækkuðu í þessum mánuði, annan mánuðinn í röð. Væntingarnar hafa ekki verið lægri í 18 mánuði. Samdráttur í efnahagslífinu, verðhækkanir á hráolíuverði og ótti við aukna verðbólgu draga úr tiltrú bandarískra neytenda. Einn af forsvarsmönnum mælingar á væntingavísitölunni vestanhafs segir ótta neytenda á yfirvofandi samdrætti ekki eiga við rök að styðjast. 10.4.2007 16:00
Yfirtakan á Sainsbury hangir á bláþræði Gengi bréfa í bresku verslanakeðjunni Sainsbury féll um fjögur prósent í dag og stendur nú í 538,5 pens á hlut eftir að fréttir bárust af því að tveimur af þremur fjárfestahópum sem standa að yfirtökutilboði í keðjuna hafi farið frá borði. Eftir stendur fjárfestingasjóðurinn CVC Capital, sem hækkaði tilboðið í gær. 10.4.2007 15:35
Hráolíuverð á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 62 bandaríkjadali á tunnu í dag. Þetta er fyrsti hækkunadagurinn eftir lækkanir síðastliðna sex viðskiptadaga að páskunum undanskildum. Olíuverðið lækkaði mest í gær, eða um tæpa þrjá dali á tunnu, eftir að Íranar slepptu 15 breskum sjóliðum úr haldi um páskana. 10.4.2007 15:01
Yfirtaka á Puma í vændum Franski smásölurisinn PPR, sem meðal annars á tískufyrirtækið Gucci hefur keypt 27 prósenta hlut í þýska íþróttavöruframleiðandanum Puma. Kaupverð er ekki gefið upp en markaðsverðmæti Puma liggur í um 5,3 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 479 milljörðum íslenskra króna. Svo getur farið að PPR geri tilboð í allt hlutafé Puma í kjölfarið. 10.4.2007 12:59
Nóatúnsfjölskyldan kaupir í Glitni Nóatúnsfjölskyldan er meðal nýrra hluthafa í Glitni eftir nýjustu breytingar á eignarhaldi félagsins. Einnig Jötunn, félag tengt Baugi. Gengið hefur verið frá sölu á hlutum í Glitni fyrir hátt í sjötíu milljarða króna. 10.4.2007 11:38
ABN Amro fær græna ljósið Fjármála- og samkeppnisyfirvöld í Hollandi hafa gefið græna ljósið fyrir kaupum erlendra aðila á ABN Amro, einum stærsta banka Hollands. Þá segja þau að því verði ekki mótmælt verði starfsemi bankans brotin upp og hún seld í sjálfstæðum einingum. ABN Amro hefur átt í samrunaviðræðum við breska bankann Barclays og eru líkur á að einhverjar eignir verði losaðar úr samstæðunni. 9.4.2007 17:00
Bætt yfirtökutilboð í Sainsbury Fjárfestahópurinn, sem samanstendur af sjóðunum CVC Capital, Blackstone Group og Pacific Texas, er sagður hafa lagt fram bætt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Sainsbury. Litlu munaði að ekkert yrði úr yfirtökutilboðinu um páskana þegar stærsti hluthafinn í Sainsbury, þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands, sagði það of lágt. 9.4.2007 15:54
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Greinendur voru ekki á einu máli hver næstu skref Englandsbanka yrðu og útilokuðu ekki 25 punkta hækkun. Mjög líklegt er talið að stýrivextir verði hækkaðir um fjórðung úr prósenti í næsta mánuði til að halda aftur af verðbólgu sem hækkaði á milli mánaða. 6.4.2007 09:41
Tvísýnt um tilboð í Sainbury Litlu munaði í gær að ekkert yrði úr yfirtökutilboði fjárfestahópsins CVC og fleiri sjóða í bresku matvörukeðjuna Sainsbury þegar nokkrir stórir hluthafar settu sig upp á móti tilboðinu. Reiknað er með að tilboðið hljóði upp á um 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma dró einn fjárfestasjóðanna sig úr tilboðsferlinu. 6.4.2007 07:00
Kerkorian gerir tilboð í Chrysler Milljarðamæringurinn Kirk Kerkorian hefur gert 4,5 milljarða dollara tilboð í Chrysler bílamerkið. Chrysler er sem stendur hluti af DaimlerChrysler samsteypunni en Daimler hefur nú í nokkurn tíma reynt að losa sig við Chrysler þar sem mikið tap hefur verið á rekstri fyrirtækisins. 5.4.2007 17:56
Bréf í Glitni seld fyrir 110 milljarða Milestone og Einar Sveinsson selja hluti sína í Glitni. Kaupþing kaupir og miðlar hlutum áfram til nýrra fjárfesta sem munu koma að bankanum. Umfang viðskiptanna á við verðmæti Kárahnjúkavirkjunar. 5.4.2007 08:45
Ísland færist upp á lista OECD Verðbólga mældist 2,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í febrúar, samkvæmt útreikningum stofnunarinnar sem birtir voru í dag. Þetta er 0,2 prósentustiga hækkun á milli mánaða. Verðbólga er eftir sem áður mest í Tyrklandi. Ungverjaland hefur hins vegar tekið næstsíðasta sætið af Íslendingum, sem nú flagga þriðju mestu verðbólgu innan OECD-ríkjanna. 4.4.2007 15:51
Umbreytingar framundan í lyfjaheiminum Stjórn Actavis var sátt við að stjórnendur félagsins ákváðu að greiða ekki yfirverð fyrir bréf í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva þegar fyrirtækið barðist um þann bita við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr. Þetta sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Actavis, á aðalfundi félagsins í dag. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og líkur á umbreytingum í lyfjaheiminum á árinu. 4.4.2007 14:12
DaimlerChrysler skoðar sölu á Chrysler Forstjóri þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur staðfest að fyrirtækið eigi í viðræðum um sölu á Chrysler-hluta fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Daimler keypti Chrysler árið 1998 en það hefur átt við viðvarandi taprekstur að stríða. 4.4.2007 11:00
Óvissa um vaxtaákvörðun í Bretlandi Englandsbanki greinir frá því á morgun hvort breytingar verði gerðará stýrivaxtastigi í Bretlandi. Greinendur eru ekki samhljóða hvort stýrivextir hækki eða verði látnir óbreyttir. Verði vextirnir hækkaðir eru miklar líkur á að þeir hækki um 25 punkta. Við það fara stýrivextir í Bretlandi í 5,5 prósent. 4.4.2007 09:52
Samdráttur í bílasölu Sala á bifreiðum dróst talsvert saman hjá risunum á bandaríska bílamarkaðnum í mars miðað við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn var langmestur, eða 12,4 prósent, hjá Ford. Á sama tíma varð aukning á sölu japanskra bíla vestanhafs. Toyota, sem stefnir á að verða umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á árinu, seldi 7,7 prósentum fleiri bíla í mars en á sama tíma í fyrra. 4.4.2007 09:07
Umfangsmikil aðlögun fram undan Seðlabanki Íslands birti fyrir helgi með nýjum hætti spá um þróun efnahagsmála. Ný framsetning á að auka líkur á því að Seðlabankinn leiði væntingar um verðbólgu fremur en að hann bregðist við slíkum væntingum. Óli Kristján Ármannsson fer yfir hagspá Seðlabankans og sýn eins og hún birtist í nýjasta hefti Peningamála, efnahagsriti bankans, skýringum á vaxtaákvörðunardegi bankans fyrir helgi og í ræðu formanns bankastjórnar á ársfundi bankans. 4.4.2007 06:00
Reynir lítið á þroskann Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp. 4.4.2007 00:01
Bretar kynna sprotafyrirtækjum vísindagarða í Bretlandi Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum íslenskra sprotafyrirtækja í upplýsingatækni í fjögurra daga ferð um miðjan mánuðinn til að skoða vísindagarða í Bretlandi. Breska sendiráðið í Danmörku skipuleggur ferðina og verða fulltrúar norrænna sprotafyrirtækja í upplýsingatækni með í för. 4.4.2007 00:01
Samskip semur í Asíu Japanska umboðs- og flutningafélagið Interocean Shipping Corporation hefur tekið að sér að vera umboðsaðili Samskipa í Japan. Þar er sagður vera einhver umsvifamesti og mikilvægasti kæli- og frystivöruflutningsmarkaður í heiminum og Samskip þar með hafa styrkt stöðu sína enn frekar á þeim markaði. 4.4.2007 00:01
Fagna fimm ára afmæli Háskóli Íslands blés til mikillar veislu í síðustu viku. Tilefnið var fimm ára afmæli MBA-náms á Íslandi sem Háskóli Íslands reið á vaðið með haustið 2000. Útskrifuðum og núverandi MBA-nemum var boðið til veislunnar. 4.4.2007 00:01
Fótanudd og fjárfestingar Þessa dagana lítur út fyrir að enginn sé maður með mönnum nema hann eigi fjárfestingarfélag eða fjárfestingarbanka, helst hvort tveggja. Þessi misserin spretta bankar upp eins og gorkúlur á haug og vonandi að þessi þróun verði til þess að vel ári um langa framtíð í hagkerfinu. 4.4.2007 00:01
Forstjórinn sest í stjórn Sjálfkjörið er í stjórn Actavis Group en aðalfundur félagsins fer fram í dag. Stjórnarformaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson tekur þar sæti ásamt þeim Andra Sveinssyni, Magnúsi Þorsteinssyni og Sindra Sindrasyni. Þá vekur það töluverða athygli að fimmti stjórnarformaðurinn er enginn annar en Róbert Wessmann, forstjóri Actavis. 4.4.2007 00:01
Norðmenn vilja lífrænt Sala lífrænt vottaðrar matvöru hefur aukist til mikilla muna í Noregi og spurning hvort það sama á við víðar. Á sameiginlegum vef landbúnaðarstofnana (landbunadur.is) kemur fram að mest aukning hafi orðið í sölu á „lífrænum“ barnamat, eftirréttum og sælgæti. 4.4.2007 00:01
Reynt hefur á þanþol hagstjórnarinnar Forsætisráðherra hafnar túlkunum á nýrri hagspá Seðlabankans í þá veru að hörð lending sé um það bil að eiga sér stað í efnahagslífinu. Þá segir hann ekki annað á boðstólum en að viðhalda krónunni sem gjaldmiðli, hvað sem síðar kunni að verða. 4.4.2007 00:01
Litháen er Ítalía Eystrasaltsins Áhugi Söndru Bruneikaité á norrænni menningu og tungumálum leiddi hana til Íslands um síðustu aldamót. Hún hafði hlotið styrk til að nema íslensku við Háskóla Íslands frá íslenska menntamálaráðuneytinu. Þegar hún hafði lokið tveimur önnum, og styrkurinn uppurinn, tók hún ákvörðun um að verða um kyrrt. Tveimur árum síðar útskrifaðist hún með BA-próf í íslensku. 4.4.2007 00:01
Stórt skref stigið í samrunaferlinu Félögin 25 sem hér eru skráð í Kauphöll fóru inn á samnorrænan lista OMX-kauphallasamstæðunnar við opnun markaðarins á mánudag og verða eftirleiðis kynnt með sænskum, finnskum og dönskum félögum á aðalmarkaði Nordic Exchange. 4.4.2007 00:01
Búist við lækkun á lánshæfismati íslensku bankanna Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að Moody's Investors Service lækki lánshæfismat íslensku bankanna í dag. Moodys var gagnrýnt í febrúarmánuði þegar það kynnti breytta aðferðarfræði við mat banka. Þá hækkaði lánshæfismat íslensku bankanna í hæstu mögulega einkunn fyrir langtímaskuldbindingar eða í Aaa. 3.4.2007 17:32
Viðsnúningur á fasteignamarkaði vestra Sala á fasteignamarkaði jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í febrúar. Þetta er þvert á spár greinenda, sem gerður ráð fyrir því því að sala myndi dragast saman annan mánuðinn í röð. Til samanburðar féll sala á fasteignamarkaði um 4,2 prósent í Bandaríkjunum í janúar. Tölurnar eiga ekki við um kaup á nýrri fasteign heldur kaup á eldri íbúðum. 3.4.2007 16:25
Rússar vilja Alitalia Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hlut í eigu rússneska ríkisins, er sagt ætla að leggja fram kauptilboð í 39,9 prósenta hlut ítalska ríkisins í ítalska flugfélaginu Alitalia. Ítalski bankinn Unicredit er sagður standa að kaupunum ásamt Aeroflot. 3.4.2007 15:37
Glitnir spáir 37 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar Horfur í rekstri félaga í Kauphöllinni eru almennt ágætar og má gera ráð fyrir að áframhald verði á hækkun hlutabréfaverðs í ár, jafnvel meira en í fyrra. Gangi þetta eftir hækkar Úrvalsvísitalan um 37 prósent árinu. Þetta kemur fram í nýrri afkomuspá greiningardeildar Glitnis fyrir árið, sem kom út í dag. 3.4.2007 15:06
Festa skilaði 18,8 prósenta ávöxtun Nafnávöxtun Festu lífeyrissjóðs var 18,8 prósent á árinu 2006, sem jafngildir 11,3 prósenta raunávöxtun. Í árslok 2006 var hrein eign til greiðslu lífeyris rúmir 48,6 milljarðar og hækkaði hún um 23,4 prósent á milli ára. Stjórn lífeyrissjóðsins mun á næsta aðalfundi leggja til að áunnin réttindi sjóðfélaga og lífeyrisþega verði aukin um 4 prósentum frá og með 1. janúar á þessu ári. 3.4.2007 13:26
Eignastaða heimilanna aldrei betri Heildarskuldir heimilanna við lánakerfið allt námu 1.325 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þar af námu skuldir við innlánsstofnanir 708 milljónum króna. Þetta er 241 milljón meira en heimilin skulduðu við árslok árið 2005. Greiningardeild Glitnis segir hreina eignastöðu heimilanna aldrei hafa verið betri en nú. 3.4.2007 11:05