Fleiri fréttir

Um hvað?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Einn af þingmönnum stjórnarflokkanna hefur lýst þeirri skoðun að rétt væri að gera nýjan sáttmála fyrir ríkisstjórnarsamstarfið. Rökin eru þau að mikið hafi breyst frá því stjórnin tók við.

Fullveldi er sameign

Þorvaldur Gylfason skrifar

Hvað er til bragðs að taka, þegar ríkisstjórn lands leggur efnahag fólks og fyrirtækja í rúst? Þessi spurning brennur á sárþjáðri alþýðu í Simbabve og Búrmu. Þessi tvö lönd eiga það sammerkt, að ríkisstjórnir þeirra, eða öllu heldur einræðisherrarnir Róbert Múgabe og Than Shwe, hafa leyft sér að stöðva matvælasendingar Sameinuðu þjóðanna handa sveltandi fólki með þeim rökum, að ekki sé hægt að líða erlend afskipti af innanlandsmálum.

Geir H. Brown

Svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Lífið er erfitt fyrir Gordon Brown, forsætisráðherra Breta. Kannanir sýna minnkandi stuðning við Verkamannaflokkinn og nafnlausir þingmenn flokksins kalla á afsögn hans sem formanns.

Lít ég einn sem list kann

Einar Már Jónsson skrifar

Þegar hásumarið hvelfist yfir París og borgin fyllist af ungum og léttklæddum blómarósum, koma og aðrir út úr felustöðum sínum; reyndar eru þeir jafnan til staðar í einhverjum hornum og skúmaskotum, allan ársins hring, en nú streyma þeir leynt og ljóst um stræti og garða, og fara skimandi um.

Leiða þarf þjóðina í stað þess að láta reka

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Undir lok síðustu viku kom frá greiningardeild bandaríska fjárfestingabankans Merrill Lynch skýrsla þar sem því var í alvörunni velt upp að stjórnvöld hér á landi kynnu að ætla að halda að sér höndum þar til íslenskir bankar væru svo illa staddir að hægt væri að þjóðnýta þá og afskrifa hluta skuldbindinga þeirra utan landsteinanna.

Barnaverndarmál í gagnagrunni

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Grundvallarregla réttarríkisins er að maður sé saklaus þar til sekt hans er sönnuð. Þetta á við um kynferðisbrot gagnvart börnum eins og aðra glæpi.

Goðsagnir

Sverrir Jakobsson skrifar

Goðsagnir finnast í öllum mannlegum samfélögum og eru hluti af sameiginlegu minni okkar. En vísindin eru það líka. Það hefur alltaf verið til fólk sem er tilbúið að andæfa goðsögnum og halda fram mynd af veruleikanum sem því finnst sannari þótt hún stangist á við hefðina.

Reynir á sjálfstraust bænda

Jón Kaldal skrifar

Frá Genf bárust um helgina þau gleðilegu tíðindi fyrir íslenska neytendur að góðar líkur séu á að tollar verði lækkaðir af innfluttum landbúnaðarvörum og að reglur um innflutning þeirra verði rýmkaðar verulega.

Á hlaupahjólinu

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Viðskiptablöðin eru stundum með svona dálka þar sem ungt fólk í viðskiptalífinu rekur dæmigerðan dag í lífi sínu.

Hollráð

Þorsteinn Pálsson skrifar

Um það bil sem veturinn gekk í garð árið 2001 komst þáverandi forsætisráðherra svo að orði um hlutverk Seðlabankans: „Og svo þarf hann að huga að því hvort mjög háir vextir séu örugglega til þess fallnir að lækka verðbólgu. Það mætti hugsa sér að mjög háir vextir geti haft þveröfug áhrif."

Valdmörk og mótvægi

Þorvaldur Gylfason skrifar

Lýðræði snýst ekki bara um kosningar og kjörseðla. Það sást í Bandaríkjunum fyrir átta árum, þegar hæstiréttur landsins dæmdi George W. Bush forsetaembættið með fimm atkvæðum gegn fjórum að loknum löngum skrípaleik í Flórída.

Hvað líður fjármálamiðstöðinni alþjóðlegu?

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Ekki er ofsagt að nokkrar hremmingar plagi nú atvinnulíf þjóðarinnar. Efnahagslífið er í harðri lendingu og þarf ekki mikla spámenn til að sjá fyrir aukin gjaldþrot og uppsagnir áður en yfir lýkur.

Gangan

Einar Mar Jónsson skrifar

Sunnudagseftirmiðdag síðla í maí var ég á leiðinni frá Bastillutorginu í París í átt að Lýðveldistorginu, Place de la République. Aldrei þessu vant voru þessar breiðgötur auðar og tómar, en ég tók brátt eftir því að fáeinir lögreglubílar stóðu hér og hvar og ábúðarfullir menn í kring og lokuðu fyrir alla umferð.

Hinn óvissi tími

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Um allt landið reyna kjósendur og yngri áhugamenn um framtíðarhorfur samfélags hér við ysta haf að átta sig á hvert stjórnvöld stefna í atvinnuþróun. Eftir tímabil loftkenndra drauma um vaxandi hlut okkar í fjármálastarfsemi er runnið af mönnum bernskt oflátungskastið og við erum aftur fallin niður á moldargólfin. Framleiðni hér er of lítil, markaðurinn er of smár í fjölda atvinnugreina, sókn á aðra markaði erfið, sjávarafli fer minnkandi.

Hafskip var ævintýri

Jónína Michelsdóttir skrifar

Þegar farsælt hjónaband missir flugið og hjónin skilja er oft eins og allar minningar um samvistir þeirra byrji og endi í síðasta kaflanum. Eins og ekkert hafi gerst árin á undan. Þetta á ekki bara við um hjónabönd. Í síðustu viku fór fram útför Ragnars Kjartanssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra og síðar stjórnarformanns Hafskipa.

Markviss orkunýting

Þorsteinn Pálsson skrifar

Við ríkjandi aðstæður í efnahagsmálum er brýnt að auka verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum. Frekari orkunýting skiptir þar sköpum. Þrjú slík viðfangsefni hafa verið í undirbúningi: Þar er um að ræða tvö álver, annað í Helguvík og hitt á Bakka.

14 Fóstbræður

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Saving Iceland var með aðgerðir á laugardaginn á athafnasvæði Norðuráls í Helguvík þar sem hópurinn mótmælti jarðhitavirkjunum og vakti athygli á mannréttindabrotum Century Alumininum í Afríku og á Jamæku, að því er sagði í fréttum. Þetta var kunnuglegt. Fólk tjóðraði sig við vélar og prílaði í krönum og allt fór víst vel og skikkanlega fram. Lögregla fylgdist álengdar með aðgerðunum án þess að hafast að en handtók þó einn mótmælanda í lokin fyrir þær sakir að vilja ekki segja til nafns.

Aðgát skal höfð

Björn Ingi Hrafnsson skrifar

Yngri Íslendingar gætu gert margt verra en að kynna sér minningarorð sem skrifuð voru um Ragnar heitinn Kjartansson fyrrverandi stjórnarformann Hafskips, sem jarðsettur var síðastliðinn föstudag.

Burt með eineltið

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Móðir drengs sem féll fyrir eigin hendi fyrr í sumar hefur stigið fram og sagt sögu sonar síns. Pilturinn varð fyrir grimmilegu og langvarandi einelti og foreldrar hans álíta að til þess megi rekja þá miklu vanlíðan sem að lokum leiddi til þess að ungi maðurinn svipti sig lífi.

Ekki-maðurinn

Hallgrímur Helgason skrifar

Evran verður ekki tekin upp í stað krónunnar sem gjaldmiðill á Íslandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra kvað upp úr um þetta á fundi með sjálfstæðismönnum í Valhöll í morgun." (dv.is 29. sept. 2007) „Geir segist ekki hafa lagt blessun sína yfir samruna REI og Geysi Green Energy." (mbl.is 6. nóv. 2007)

Nýjar ríkis-stofnanir boðaðar

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Ræða forsætisráðherra við afhjúpun minnisvarða um Einar Odd Kristjánsson þann 12. júlí hafði að geyma tímamótatilkynningar í menningarmálum.

Þegar færi gefst

Þorvaldur Gylfason skrifar

Uppsveiflur í efnahagslífinu geta verið skaðlegar að því leyti, að þær hneigjast til að byrgja mörgum sýn á brýnar umbætur til langs tíma.

Skýringa er þörf

Þorsteinn Pálsson skrifar

Brottför bandaríska varnarliðsins leiddi til þess að greiða þurfti úr álitaefnum um eignarrétt á margvíslegum eignum sem það hafði kostað og í sumum tilvikum með styrk frá Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins. Í gömlum og nýjum samningum má finna skýrar heimildir fyrir óskoruðum eignarrétti íslenska ríkisins þegar að því kæmi að varnarliðið hyrfi á braut.

Hver á að taka á móti börnunum?

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Um helmingur ljósmæðra í landinu hefur sagt upp störfum. Samningar þeirra eru sem kunnugt er lausir en ekki mun standa til að halda næsta samningafund í kjaradeilunni þeirra við ríkið fyrr en um miðbik næsta mánaðar.

Ey getur kvikur kú

Einar Már Jónsson skrifar

Nýlega var í fréttum nokkuð óvenjuleg sveit lögreglu­manna, sem valdir voru með sérstökum hætti, ekki eftir rassstærð eins og Þórbergur sagði einu sinni að tíðkaðist á Íslandi heldur eftir öðru sem flestir myndu þó telja vöntun eða skerðingu: það var sem sé sveit blindu lögregluþjónanna í Brussel. Þeir eru sex talsins og í miklum ábyrgðarstöðum.

Stöðugt fækkar í vinahópi krónunnar

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Fáum blandast orðið hugur um að gjaldmiðill þjóðarinnar er uppspretta mikils óstöðugleika í hagkerfinu. Margítrekað hefur verið bent á hvernig sveiflur í gengi krónunnar skaða starfsumhverfi fyrirtækja, hvort sem þau byggja afkomu sína á inn- eða útflutningi, enda óviðunandi að geta ekki gert áætlanir nema örfáa mánuði fram í tímann.

Flóttamenn á Íslandi

Sverrir Jakobsson skrifar

Fyrir rúmri viku var Keníumaður að nafni Paul Ramses Odour rekinn frá Íslandi en hingað hafði hann leitað til að biðja um pólitískt hæli. Mál hans fékk aldrei efnislega meðferð heldur var hann fluttur til Ítalíu á grundvelli svonefnds Dyflinnarsamnings.

Mikilvæg opnun

Þorsteinn Pálsson skrifar

Í síðustu viku birti greiningardeild Kaupþings það álit sitt að gengi krónunnar hefði styrkst á undangengnum tveimur vikum fyrir þá sök að vaxtamunarviðskipti hafi orðið möguleg á ný. Sú sæla varð þó heldur skammvinn.

Akstursæfinga- aðstöðu strax!

Auðunn Arnórsson skrifar

Á dögunum var kynnt skýrsla rannsóknarnefndar umferðarslysa þar sem fjallað er um þau slys sem urðu í umferðinni hér á landi á liðnu ári og ályktanir dregnar af þeim. Það jákvæða við það sem fram kemur í skýrslunni er að banaslys voru mun færri en verið hefur að jafnaði árin á undan.

Skrýtin nefnd og skrýtin viðbrögð

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ein af þessum skrýtnu nefndum sem stundum eru skipaðar varð fyrr í sumar til þess að styggja Sagnfræðingafélagið. Þetta var nefnd á vegum forsætisráðherra undir forsæti Svöfu Grönfeldt rektors HR en skýrslan sem nefndin skilaði af sér hét að sögn "Ímynd Íslands, styrkur staða og stefna".

Hvað er þjóðarsátt?

Þorsteinn Pálsson skrifar

í gær reistu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands minnismerki á Flateyri um Einar Odd Kristjánsson. Mikið þarf til að koma þegar allir eru á eitt sáttir um að einn maður hafi átt svo ríkan þátt í að sameina hagsmuni umbjóðenda beggja þessara samtaka þegar mikið lá við.

Páll í fangi Björns

Hallgrímur Helgason skrifar

Það var óstoltur Íslendingur sem sat úti í sólinni, horfði á norðlensk fjöll og hlustaði á kvöldfréttir Stöðvar 2 í liðinni viku. „Þeir komu bara, handtóku hann og fluttu hann burt. Nú veit ég ekkert hvenær eða hvort við sjáum hann aftur," sagði grátklökk kona á ensku með fjarlægum hreim.

Hverjum var boðið?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Bandaríska rannsóknastofnunin The Conference Board hefur um 90 ára skeið séð fyrirtækjum um allan heim fyrir hagnýtum upplýsingum um rekstur og afkomu fyrirtækja og þjóða.

PPDA í vondum málum

Einar Már Jónsson skrifar

Um langt skeið hefur frétta­þulurinn Patrick Poivre d"Arvor verið einn af vinsælustu sjónvarpsmönnum Frakklands. Ef einhverjum Íslendingum finnst þetta nafn fulllangt og óþjált í munni má það vera þeim nokkur huggun að það finnst Fransmönnum líka, og því er það gjarnan háttur þeirra, ekki síst í blöðum, að kalla hann einungis „PPDA"; fer þá ekkert á milli mála.

Lífið er óvissa

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Þeir sem skipta um skoðun eru salt jarðar, því það eru þeir sem hafa hugsað málin til hlítar. Þetta er haft eftir sænskum prófessor í stjórnmálafræði, Herbert Tingsten, sem jafnframt var rithöfundur og um tíma aðalritstjóri Dagens Nyheter í Stokkhólmi.

Sjá næstu 50 greinar