Fleiri fréttir

Stuðningsgrein: Tungan er beitt vopn

Sigurbjörg Bergsdóttir skrifar

Ég kýs Þóru sem næsta forseta vegna þess að hún er heiðarleg, einlæg og er í góðum tengslum við fólkið í landinu og ber mikla virðingu fyrir skoðunum annarra. Ég veit hvað býr í Þóru og ég er þess fullviss að hún mun valda þessu embætti. Kosningabarátta Þóru einkennist af heilindum og virðingu fyrir fólki og þannig þekki ég hana. En það sem gerir Þóru kleift að sinna þessu mikilvæga hlutverki er það að hún á alveg einstaklega góðan og heilbrigðan mann sem stendur eins og klettur við bakið á henni. Það vita allir sem eiga börn að afar mikilvægt er að hafa góðan stuðning frá maka og mér þykir það merki um framfarir og þróun í jákvæða átt hvernig Svavar Halldórsson styður við bakið á konu sinni.

Stuðningsgrein: Frá fortíð til framtíðar

Guðný Gústafsdóttir skrifar

Fyrir rúmlega þremur áratugum urðu skil í Íslandssögunni þegar Vigdís Finnbogadóttir gaf kost á sér til forseta. Í kosningabaráttunni áttu sér stað átök sem fólust í því að sögulegar hefðir tókust á við nýjungar. Aldrei fyrr hafði kona boðið sig fram til forseta á Íslandi. Háværar raddir þeirra sem töluðu gegn kosningu Vigdísar tíunduðu óspart sögulegt fordæmisleysi framboðsins. Þá þótti það heldur ekki sæma að einstæð móðir sæti á Bessastöðum. Fjölmiðlar kepptust við að spyrja forsetaefnið út í það hvernig í ósköpunum hún ætlaði að halda veislur og bjóða höfðingjum heim, einsömul manneskjan. Þá þótti hún ekki nógu frambærileg. Hún færi vel í sjónvarpi að kenna frönsku en lengra út í almannarýmið átti ekki að hleypa henni.

Stuðningsgrein: Vill ekki vera forsetinn minn

Jón Sæmundur Sigurjónsson skrifar

Ég verð að viðurkenna það að ég hef kosið Ólaf Ragnar Grímsson til forseta allt frá því að hann bauð sig fyrst fram til þess embættis. Ég og fjöldi vina minna hafa þannig stuðlað að því að hann hefur getað gengt þessari stöðu í 16 ár. Ef hann hins vegar verður endurkjörinn nú í hið fimmta sinn, þá verður það ekki með ekki með mínu atkvæði eða með atkvæðum þeirra sem ég þekki best. Reyndar yrði hann kjörinn að meirihluta til með atkvæðum fólks, sem aldrei hefur kosið hann áður, fólks, sem einungis hefur sýnt honum fyrirlitningu í gegn um tíðina.

Stuðningsgrein: Hún verður vitur forseti

Guðmundur W. Vilhjálmsson skrifar

Tveir Þor-geirar eru frægir úr sögum okkar Íslendinga. Annar þeirra er Þorgeir Hávarsson, kjarkmaður mikill en kjarkur hans var í öfugu hlutfalli við vit. Hann drap að ósekju fjölda manna sem minna máttu sín til að auka virðingu sína. Fyrirmyndir hans voru þeir íslenskir sem fóru til hirða norskra konunga til að elta lýð og drepa. Annar þor-geir var Þorgeir Ljósvetningagoði, sem hafði góðan kjark, en því fylgdi vit meira. Sá Þorgeir hafði kjark til að leggjast undir feld til að hug- leiða gerning til sátta þegar við lá að kristnir menn og heiðnir myndu berjast á Alþingi til úrslita um kristnitöku þjóðarinnar. Undan feldi kom þessi Þorgeir með afurð vit síns, sáttatillögu sem þingheimur sættist á og komst þá friður með þjóðinni.

Stuðningsgrein: Vegmóð þjóð á tímamótum

Björg Björnsdóttir skrifar

Mér finnst ég vegmóð. Nú þegar nær fjögur ár eru liðin frá hruni, er ég beinlínis farin að þrá að sjá fyrir endann á þessari kreppu. En það merkilega er að það er ekki hin fjárhagslega kreppa sem þjakar mig hvað mest; ég get hreinlega ekki kvartað þó harðnað hafi á dalnum, í ljósi aðstæðna. Nei, það er miklu frekar þessi andlega kreppa , sem mér þykir hrjá okkur öll. Hún þreytir mig mest.

Stuðningsgrein: Hógvær leiðtogi allrar þjóðarinnar

Ingibjörg Hjaltadóttir skrifar

Leiðtogi sem sameinar og hvetur er það sem við þörfnumst í dag. Ég minnist þess hvað Kristján Eldjárn og Vigdís vöktu með mér mikið stolt yfir forsetaembættinu. Með hógværð og yfirvegun sameinuðu þau Íslendinga og leiddu fram á veginn. Vissulega erum við ekki að leita til gamalla tíma en þau gildi sem þessir forsetar stóðu fyrir eru sannarlega þau gildi sem við þörfnumst í dag. Til viðbótar þurfum við að líta björtum augum til framtíðar, takast á við þau verkefni sem blasa við og standa saman sem þjóð.

Stuðningsgrein: Mig langar orðið að flytja heim

Ingibjörg Björnsdóttir skrifar

Ég kemst því miður ekki til þess að kjósa mér forseta, í mínum heimabæ er hvorki sendiráð né ræðismaður og ekki hægt að komast á kjöstað öðruvísi en með bát eða flugvél. Erindi mínu um utankjörfund hjá lögregluyfirvaldinu í bænum mínum var tekið fálega hjá utanríkisráðuneytinu, þar fara menn eftir fordæmum, en gefa ekki.

Nýtt hlutverk, næsti forseti

Gunnar Hersveinn skrifar

Ísland hefur þúsund andlit og grímur. Ein gríma er sett upp á hverjum tíma – jafnvel fleiri. Grímurnar heita: land hreinleikans, hrikafegurðar, land stóriðju, fiskveiða og friðar, land jafnréttis, fjármála og þjónustu, land ferðamannsins og eldgosa.

Þór en ekki Þóra

Eva Björk Kaaber skrifar

Ertu jafnréttissinnuð/jafnréttissinnaður?

Trúin á landið

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ríó+20 ráðstefnan virðist hafa verið mikið stefnt-skal-að-þing og óneitanlega visst vonleysi farið að grípa um sig varðandi framtíð lífsins á Jörðinni, framtíð tegundanna. Maðurinn, sem tegund, sér afleiðingar gerða sinna – en hann getur ekki horfst í augu við þær. Guðleysingjum 20. aldarinnar hefur tekist að finna þúsund aðferðir við að afsanna tilvist æðri máttarvalda en ekki eina einustu til að sanna nauðsyn þess að lífið haldi áfram

Hugarfarið þarf að breytast

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Almenningur er löngu orðinn þreyttur á þeim skrípaleik sem endalaust málþóf á Alþingi er orðið. Kvöld- og næturfundirnir, þar sem þingmenn tala um ekki neitt, eru ein ástæða þess að Alþingi nýtur ákaflega lítils trausts.

Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri?

Jóhann Hauksson skrifar

Gerð eru hróp að Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra þessa dagana og hún sökuð um kynjamisétti. Það gerir jafnvel maður sem sagði fyrir hönd fjölmiðla í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að fólk hefði bara þagað og ekki þorað eða viljað tala fyrir hrun. "Það hafði kannski vitneskju um eitthvað sem það taldi vafasamt í systeminu, en það voru allir komnir á góð laun eða voru í arðbærum verkefnum o.s.frv, " sagði núverandi ritstjóri Fréttablaðsins við rannsóknarnefndina og vísaði þar til meðvirkni fjölmiðla.

Við kusum hana

Birna Anna Björnsdóttir skrifar

Þeir Íslendingar sem hafa búið í útlöndum, eða hafa hreinlega farið til útlanda, vita vel í hvaða hlutverki maður er sem Íslendingur á erlendri grund. Maður er fyrirbæri, fyrsti Íslendingur sem langflestir hafa hitt, og allt í einu orðinn doktor í gróðurfari, sólargangi, índítónlist, erfðafræði, málvísindum, leiðarkerfi Icelandair og hnattrænum efnahagsmálum. Maður leggur sig fram við að virðast ferskur þegar maður í skrilljónasta sinn staðfestir það að jú jú, það sé vissulega Ísland sem sé grænt og Grænland "icy" og að tungumálið okkar kallist íslenska, já dáldið fyndið einmitt, og að við séum bara rétt rúmlega 300.000. Allt landið. Í alvöru.

Stjórnmálasigur eða stjórnleysi?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Formenn stjórnarflokkanna hafa skilgreint samþykkt veiðigjaldalaganna sem meiriháttar stjórnmálasigur. Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna telja sig á hinn bóginn hafa takmarkað skaðann um sinn.

Þegar okkur langar að gera eitthvað

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar

Hugtakið mannréttindi hefur talsvert borið á góma í kosningabaráttunni um embætti forseta Íslands. Í dagsins amstri þá hugsum við ekki mikið um þetta hugtak og tengjum það ekki okkar daglega lífi. Óvirðing fyrir mannréttindum er þó böl í daglegu lífi margra.

Saumaklúbbur sameinast um Þóru

Við kynntumst þegar við vorum litlar stelpur og höldum enn hópinn. Við áttum í raun fátt annað sameiginlegt en að búa í sama hverfinu. Komum úr stórum og litlum fjölskyldum, misvel efnuðum og fengum mjög ólíkt uppeldi. Sumar voru á fullu í tónlist, aðrar í íþróttum, dansi, bókmenntum, dúkkulísum eða servíettusöfnun. Samt urðum við vinkonur – og erum enn, miðaldra með börn og bú og afar mismunandi lífsstíl og skoðanir.

Segðu satt Ólafur Ragnar

Ásdís Ólafsdóttir skrifar

Ólafur Ragnar Grímsson á við erfiðan andstæðing að etja í kosningabaráttunni. Sjálfan sig.

Enn birtir til í efnahagslífinu

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi. Þetta kom skýrt fram í nýlegum tölum Vinnumálastofnunar þar sem skráð atvinnuleysi var 5,6% í maímánuði. Stofnunin gerir ráð fyrir að í júní fari atvinnuleysi niður í 4,6-5,0%. Ný vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í maí staðfestir einnig að staðan á vinnumarkaðnum hefur batnað. Í nýliðnum maí voru til að mynda 5.100 fleiri í störfum samanborið við maímánuð fyrir ári. Ef borið er saman við maí 2010 nemur fjölgunin 8.700 störfum. Gögn Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að atvinnuþátttakan fer nú vaxandi á ný. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir komandi mánuði. Það jákvæða við vinnumarkaðsupplýsingarnar nú er að batinn er sýnilegur bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggðinni og einnig fækkar bæði konum og körlum á atvinnuleysisskrá. Því má segja að efnahagsbatinn sé nú greinilegri og sýnilegri á mun fleiri sviðum atvinnulífsins en við sáum áður.

Til varnar jafnréttissinna

Oddný Harðardóttir skrifar

Á árunum eftir bankahrunið skaut upp kollinum hugtakið verðleikaþjóðfélag í þjóðmálaumræðunni. Með hugtakinu er vísað til þess að við úthlutun embætta og annarra starfa skuli stuðst við verðleika umsækjenda, hæfni þeirra, reynslu og menntun og að þessir verðleikar skuli metnir á faglegan og óvilhallan hátt af þar til bæru fólki.

Fáðu já

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Hann var svolítið sætur og þegar hann bauð mér í bíltúr þar sem ég stóð bak við afgreiðsluborðið á kaffihúsinu fannst mér allt í lagi að þiggja það. Ég var sextán, hann nítján. Bíltúrinn varð að boði um að horfa á mynd heima hjá honum. Ég hafði aldrei gert neitt þessu líkt áður og fannst tími til kominn að lenda í einhverjum ævintýrum. Þegar þangað var komið runnu á mig tvær grímur. Við kysstumst. Ég sagðist vilja fara heim. Hann skildi það og keyrði mig heim. Í bílnum sagði hann orðrétt: "Ég hef engan áhuga á því að gera það með stelpu sem vill ekki gera það með mér.“

Við erum öll druslur

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Í dag verður farin drusluganga niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Lækjartorgi. Tilgangurinn er að vekja fólk til umhugsunar um kynferðisglæpi og þá útbreiddu ranghugmynd að þolendurnir beri á einhvern hátt ábyrgð á glæpnum með klæðnaði sínum, útliti eða framkomu.

Píkuprump og logandi sleipiefni

Sigga Dögg skrifar

Kynlíf er ógeðslega fyndið. Pældu aðeins í því; píkuprump, rassaprump, sogblettur á hökunni, sleipiefni sem fær kynfærin til að loga, stuna sem vekur nágrannana, kjálki sem smellist í og úr lið, smokkur með væmnu gervibragði, skapahár á tungunni, týndur lykill að handjárnum, elskhugi sem vill láta öskra nafn sitt, blautur blettur í rúminu og svo typpi sem missir reisn.

Ísland

Björn Þór sigbjörnsson skrifar

Hann er orðinn heldur þreyttur söngurinn um Nýja Ísland sem svo oft hefur verið sunginn síðan bankarnir fóru á hliðina. Af minnsta tilefni er spurt: Er þetta Nýja Ísland? og látið eins og þjóðin hafi sammælst um að ekkert yrði eins og það var.

Sáttavilji ítrekaður

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Nú er fallinn í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur í máli sem varðar skipun í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu þar sem ríkið er sýknað af háum skaðabótum en dæmt til þess að greiða miskabætur.

Atkvæði í ótta eða trausti á komandi kynslóð?

Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Kosningakerfið er meingallað. Fólk sem vill góðan framtíðarkost í stað núverandi forseta á það á hættu að of mikil dreifing atkvæða tryggi Ólafi Ragnari sigur. Með jafningja í framboði er því mikilvægt að kjósa taktískt þannig að nýr forseti flytji fyrir okkur næsta áramótaávarp. Ég hef átt erfitt með að gera upp á milli Þóru og Ara Trausta, en þau hafa bæði sína kosti sem eru ekki alveg á sama sviðinu. Það sem ríður baggamuninn er að Þóra hefur virst mér hafa aðeins betri snertingu við áhorfendur sína og er einstaklega góð ræðumanneskja. Hún hefur þrefalt meira fylgi en Ari Trausti í endurteknum könnunum og þar sem mér er mikið um mun að þaulseta, pólitík og al á óvissu einkenni ekki forsetaembættið áfram tel ég Þóru vænlegasta kostinn til að sigra sitjandi forseta í kosningunum.

Stuðningsgrein: Þóra Arnórsdóttir, forseti sáttar og bjartsýni

Harpa Jónsdóttir skrifar

Nú, á bjartasta tíma ársins, göngum við Íslendingar til forsetakosninga. Forsetakosningar eru í mínum huga tilefni gleði og bjartsýni. Það eru forréttindi og því fylgir jafnframt ábyrgð að fá að velja sér forseta og nýta kosningaréttinn.

Að banna útlendinga

Pawel Bartoszek skrifar

Á undan leikjum á EM karla í knattspyrnu er auglýsing frá UEFA sem sýnir fólk af ólíkum stærðum og gerðum skiptast á fótboltatreyjum. Það eru auðvitað góð skilaboð: Við ættum aldrei að mismuna fólki vegna einhvers sem það ræður engu um. Síðan er það spurning hvort íþróttahreyfingar nær og fjær fylgi sjálfar þessari reglu.

Prinsippkonan

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ein ástæða þess að almenningur hefur svo litla trú á stjórnmálamönnum er að þeir ástunda í sífellu tvöfalt siðgæði. Aldrei er það skýrara en þegar menn færast úr stjórnarandstöðu í ráðherrastól. Þá sitja þeir sem fastast þótt þeir verði uppvísir að mistökum sem þeir hefðu áður talið að ættu klárlega að kosta ráðherra embættið.

Stuðningsgrein: Hræddu mig til að kjósa

Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar

Þetta er í annað sinn sem ég kýs forseta og ég hlakka til að gefa þeim frambjóðanda atkvæði sem mér þykir hafa mest til brunns að bera. Forsetakosningar eru nefnilega frekar sjaldgæfar hér á landi. Síðustu alvöru kosningarnar voru 1996 og það var ekkert auðvelt að velja, ég kaus Ólaf. Síðan þá hefur forsetaembættið verið í andlegri lægð og enginn falast eftir því - nánast enginn. Ég hef ekki þurft að kjósa Ólaf aftur. Fyrst leit út fyrir að enn ætlaði enginn að bjóða sig fram og ég þyrfti að velja á milli Ólafs og Ástþórs. Það hefði í alvöru verið erfitt val.

WikiLeaks gegn misbeitingu VISA

Kristinn Hrafnsson skrifar

Það er nánast útilokað á tímum nútímaviðskipta að komast af án greiðslukorta. Það er metið að þriðjungur allra viðskipta í heiminum sé nú gerður upp rafrænt, hlutfallið vex dag frá degi en bandaríska fyrirtækið VISA hefur ráðandi markaðsstöðu. Lengst af hafa kortafyrirtækin látið að því liggja að þau séu hlutlaus milliliður viðskipta en í desember 2010 felldu þau grímuna og settu WikiLeaks í viðskiptabann. Þetta voru samstilltar aðgerðir VISA, MasterCard, Bank of America, Western Union og PayPal. Með þessari aðgerð þurrkaðist nánast upp tekjulind WikiLeaks sem hafði alfarið verið rekið með frjálsum framlögum hundruð þúsunda einstaklinga um allan heim.

Menningarminjar okkar allra

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Ný löggjöf um menningarminjar var samþykkt frá Alþingi í vikunni. Tilgangur laganna er að stuðla að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Lögunum er einnig ætlað að auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarminjum, skýra hugtök er þær varða og greiða fyrir rannsóknum.

Fremstur meðal jafningja - og stjórnmálaflokkur eins manns

Tryggvi Gíslason skrifar

Árið 1968 var Kristján Eldjárn kjörinn forseti með 65% greiddra atkvæða, þótt á móti honum færi einn af mikilhæfustu stjórnmálamönnum aldarinnar, hógvær lærdómsmaður, Gunnar Thoroddsen, sem hlaut aðeins tæp 35%, enda þótt að baki honum stæði Sjálfstæðisflokkurinn heill og óskiptur auk margra valdamanna þjóðarinnar. Stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns völdu honum einkunnarorðin fremstur meðal jafningja.

Lýðræðinu til dýrðar

Bjarni Snæbjörn Jónsson skrifar

Öll mannanna verk endurspegla hugarfar og áherslur. Gjarnan má merkja áherslur í hugarfari á opinberum byggingum sem byggðar hafa verið í aldanna rás. Því stærri og glæsilegri: því skýrari vottur um ríkjandi áherslur.

Hornsteinn í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna

Belinda Theriault skrifar

Markmið Fulbright áætlunarinnar er að auka skilning á milli þjóða, treysta vináttubönd og stuðla að samstarfi. Síðan 1957 hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld rekið Fulbright stofnun á Íslandi og átt farsælt samstarf á sviði mennta- og menningarmála í gegnum hana.

Hvort vilt þú?

Auður Guðjónsdóttir skrifar

Ef barnið þitt, ágæti lesandi, lenti í umferðarslysi, dytti á skíðum eða af hestbaki og lamaðist, hvað væri það þá helst sem þú vildir heyra lækninn segja?

Virðingarvert framtak Kiwanis

Ögmundur Jónasson skrifar

Á miðnætti í lok þjóðhátíðardagsins sló ég fyrsta höggið í maraþon-golfleik sem Kiwanishreyfingin efnir til hringinn um landið til að afla fjár til góðra málefna.

Sigrar og sættir

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Einhverra hluta vegna finnst mörgum liðsmönnum og stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar að hún hafi beðið ósigur vegna þeirrar málamiðlunar sem gerð var við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu frumvarpanna um stjórn fiskveiða. Frumvarpið um veiðigjald var samþykkt, þó með talsvert lægra gjaldi en upphaflega var lagt upp með, en frumvarpið um ýmsar breytingar á sjálfu fiskveiðistjórnunarkerfinu var lagt til hliðar.

Mylsnan af borðum meistaranna

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Hvenær ætlarðu svo að skrifa alvöru bók?“ voru algengustu viðbrögðin sem ég fékk þegar fyrsta unglingabókin mín birtist í hillum verslana fyrir nokkrum árum. Ég gerði mér grein fyrir að ég hafði valið mér ranga hillu. Ég hefði átt að velja þá sem kennd er við fegurð; skrifa James Joyce-íska hugflæðið sem kom eitt sinn til mín í draumi um einbúa á eyðibýli sem tekur ástfóstri við þúfu en deyr svo í snjóflóði. Halló tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna!

Margt smátt eykur kaupmátt launa

Magnús Halldórsson skrifar

Rekstur heimilisins er erfiður á Íslandi, ekki síst vegna verðbólgunnar sem nær aldrei er fyrir neðan markmiðið um 2,5 prósent. Of mikil verðbólga gerir lánakjör húsnæðislána óhagstæð, bæði óverðtryggðra og verðtryggðra til lengri tíma, og minnkar kaupmátt launa.

Sjá næstu 50 greinar