Fleiri fréttir

Manhunt 2 kemur út í Bandaríkjunum

Hinn umdeildi tölvuleikur Manhunt 2 sem bannaður var í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur risið upp frá dauðum í breyttri útgáfu. Nýja útgáfan verður leyfð fyrir 17 ára og eldri notendur og kemur út fyrir hrekkjavöku í Bandaríkjunum.

Xbox ofhitnar

Vandræðunum með leikjatölvuna xbox 360 er ekki lokið. Nú er unnið að því að skipta út þráðlausu kappakstursstýrinu eftir að um fimmtíu tilvik hafa komið upp þar sem stýrin hafa ofhitnað og reyk lagt úr þeim.

PS3 tekur upp úr sjónvarpi

Sony kynnti í vikunni nýja viðbót við Playstation 3 leikjatölvuna, PlayTV, sem breytir tölvunni í upptökutæki. Tækið gerir notendum kleift að taka upp og spila stafrænar sjónvarpsútsendingar í gegnum leikjatölvuna.

Tölvuleikur varpar ljósi á hræðsluástand

Tölvuleikur sem gefur spilendum raflost varpar ljósi á hvernig maðurinn bregst við yfirvofandi hættu. Rannsóknin leiddi í ljós að mismunandi svæði heilans voru notuð eftir því hversu mikil hættan á raflosti var. Segulsneiðmyndir af heilanum sýndu að virkni fór úr framheilanum í miðheilan þegar kvíði varð að skelfingu.

Óþrjótandi möguleikar EVE

„Fyrir mig sem fræðimann er þetta ekki tölvuleikur heldur rannsóknarstofa. Þarna eru tvö hundruð þúsund einstaklingar sem haga sínum viðskiptum eins og þeir væru raunverulegir og því er um að ræða óendanlega möguleika á því að að rannsaka hagkerfi og hvernig fólk hagar sér innan þess," segir Dr. Eyjólfur Guðmundsson en hann hefur verið ráðinn yfirhagfræðingur yfir hagkerfi EVE online.

Grand Theft Auto veldur vandræðum

Hlutabréf í Take-Two Interactive Software, framleiðanda hins geysivinsæla tölvuleiks Grand Theft Auto, féllu um sextán prósent eftir að út barst að seinkun yrði á nýjustu útgáfu leiksins.

Sjá næstu 50 fréttir