Fleiri fréttir

Láta drauminn rætast og setja á markað eigin förðunarvörur

„Við erum að búa til okkar eigin förðunarvörur,“ tilkynntu förðunarfræðingarnir Heiður Ósk og Ingunn Sig í nýjasta hlaðvarpsþætti HI beauty. Heiður Ósk og Ingunn Sig hafa unnið að þessu verkefni í eitt og hálft ár en hafa þó aldrei sagt frá þessu opinberlega fyrr en í þættinum.

Fagnar kvenlíkamanum með nýju fatamerki

Áhrifavaldurinn og söngkonan Camilla Rut, betur þekkt sem Camy, var að stofna nýtt vörumerki, Camy Collections. Síðar á árinu kemur svo fyrsta fatalína merkisins á markað hér á landi. 

Skipta englunum út fyrir „það sem konur vilja“

Undirfataframleiðandinn Victoria‘s Secret hefur skipt út hinum víðfrægu englum fyrir konur sem eru frægar fyrir afrek sín, ekki líkama. Ný auglýsingaherferð framleiðandans hefur vakið athygli enda konur af öllum stærðum og gerðum í henni en áður hefur leyndarmál Viktoríu haldið sig við þvengmjóar ofurfyrirsætur.

Strigaskór og þægindi einkenna búninga flugáhafna Play

Flugfélagið Play fékk hjónin Gunna Hilmarsson og Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur til þess að hanna búninga flugáhafna félagsins. Gunni vann á dögunum Indriðaverðlaun fatahönnunarfélags Íslandsn fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar.

Sjá næstu 50 fréttir