Fleiri fréttir Nýjasta mynd írska leikarans Liam Neeson Liam Neeson hefur átt farsælan feril í kvikmyndabransanum og starfað með leikstjórum á borð við Steven Spielberg, Martin Scorsese og George Lucas. Nýjasta mynd hans er tryllirinn Taken sem verður frumsýndur á morgun. 18.12.2008 04:15 The Godfather númer eitt Kvikmyndastofnun Bandaríkjanna hefur sett saman lista yfir bestu myndir allra tíma í landinu í tíu flokkum. Ekki kemur á óvart að mafíumyndin The Godfather náði einu af toppsætunum. 16.12.2008 04:15 Ekki áhugi á söngleik Leikkonan Cameron Diaz hefur ekki áhuga á að leika í söngleiknum Shrek á sviði. Diaz, sem talar fyrir prinsessuna Fionu í teiknimyndunum Shrek, er engu síður hrifinn af söngleiknum, sem var frumsýndur á Broadway fyrir skömmu. 16.12.2008 04:00 Óskar myndar Gæludýrin Leikstjórinn Óskar Jónasson er með nýja sjónvarpsmynd í burðarliðnum sem verður byggð á skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin. Ólafur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk aðalpersónunnar Emils en óvíst er hvenær tökur hefjast. 14.12.2008 10:00 Gerir mynd um Chavez Leikstjórinn Oliver Stone er með enn eina forsetamyndina í smíðum. Í þetta sinn hefur Hugo Chavez, forseti Venesúela, orðið fyrir valinu en um heimildarmynd er að ræða sem verður tilbúin á næsta ári. 13.12.2008 06:00 Ben Stiller í stað Ruffalo Leikarinn Ben Stiller mun hlaupa í skarðið fyrir Mark Ruffalo í dramatísku gamanmyndinni Greenburg sem verður tekin upp á næstunni. Ekki er vitað af hverju Ruffalo verður ekki með í myndinni en líklegt er að dauði bróður hans, Scotts, eigi þar hlut að máli. Scott lést í Beverly Hills í síðustu viku eftir að hafa skotið sig í höfuðið í rússneskri rúllettu. 13.12.2008 05:00 Þrjár myndir með fimm tilnefningar Kvikmyndirnar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon og Doubt fengu flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, eða fimm talsins. Meryl Streep og Kate Winslet hlutu tvær tilnefningar hvor, Streep fyrir 12.12.2008 06:00 Leitar að týndri borg James Gray hefur samþykkt að leikstýra nýjustu mynd Brads Pitt, The Lost City of Z. Um epíska ævintýramynd er að ræða sem er byggð á bók Davids Grann um sannsögulega atburði. Fjallar hún um breska hermanninn Percy Fawcett sem varð heltekinn af leit sinni að hinni týndu borg Z í Amazon-frumskóginum. Árið 1925 fór hann ásamt syni sínum í leiðangur til að finna Z og sneru þeir feðgar aldrei aftur úr svaðilförinni. Síðasta mynd í leikstjórn James Gray, We Own the Night, kom út fyrr á árinu með Mark Wahlberg og Joaquin Phoenix í aðalhlutverkum. 11.12.2008 06:00 Klaatu til bjargar Kvikmyndir um heimsendi og yfirvofandi eyðileggingu jarðar hafa ávallt verið vinsælt umfjöllunarefni í Hollywood. The Day the Earth Stood Still, sem verður heimsfrumsýnd á morgun, er einmitt boðberi válegra tíðinda. The Day the Earth Stood Still er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1951. Nýja myndin fjallar um virtan vísindamann (Jennifer Connelly) sem kemst í kynni við geimveruna Klaatu (Keanu Reeves) sem hefur ferðast til jarðar til að vara við hnattrænu vandamáli sem er yfirvofandi. 11.12.2008 04:30 Fékk nóg af topp tíu listum Bandaríski kvikmyndagagnrýnandinn Roger Ebert hefur á heimasíðu sinni birt lista yfir tuttugu bestu myndir ársins. Myndirnar eru hafðar í stafrófsröð enda telur hann ekki lengur við hæfi að númera myndir frá einum upp í tíu. 9.12.2008 06:00 Á toppnum í tvær vikur Gamanmyndin Four Christmases hélt efsta sætinu yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi. Reese Witherspoon og Vince Vaughn leika aðalhlutverkin í myndinni sem fjallar um par sem þarf að heimsækja fjórar fjölskyldur foreldra sinna á einum degi. 9.12.2008 06:00 Leigjandi í vanda Hilary Swank hefur tekið að sér aðalhlutverkið í spennumyndinni The Resident og hefjast tökur í maí næstkomandi. Þetta verður jafnframt fyrsta kvikmynd finnska leikstjórans Antti J. Jokinen. Hann hefur áður leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir Will Smith, Beyonce, Eminem, Korn og Celine Dion. 5.12.2008 07:00 Stefnir stórstjörnum til Íslands Stefnt er að því að fá þau Jake Gyllenhaal, Natalie Portman og Toby Maguire til að vera viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar Brothers hér á landi. Framleiðandi kvikmyndarinnar er Sigurjón Sighvatsson og staðfesti hann þetta í samtali við Fréttablaðið. Tökum á kvikmyndinni er nú lokið og segir Sigurjón að stefnan sé sett á kvikmyndahátíðina í Cannes hvað heimsfrumsýningu varðar. 5.12.2008 06:30 Langar að leika Þór Skoski leikarinn Kevin McKidd er í viðræðum um að leika í hasarmyndinni Thor sem er byggð á samnefndri teiknimyndasögu. Sú saga segir frá ævintýrum norræna þrumuguðsins Þórs. 5.12.2008 06:00 Óvæntar vinsældir Twilight Ævintýramyndin Twilight verður frumsýnd hérlendis í kvöld. Myndin, sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum, fjallar um ástarsamband unglingsstúlku og vampíru og er byggð á metsölubók Stephanie Meyer. 4.12.2008 06:00 Depp í Dante-mynd Framleiðslufyrirtæki Johnnys Depp, Infinitum Nihil, hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á skáldsögu Nicks Tosches, In the Hands of Dante. Depp mun líklega fara með aðalhlutverkið. 4.12.2008 06:00 Labeouf í lagatrylli Ungstirnið Shia LaBeouf hefur hreppt aðalhlutverkið í lagatryllingnum The Associate sem er byggð á samnefndri bók Johns Grisham. Í myndinni leikur LaBeouf nemanda sem er við það að útskrifast úr lagadeild Yale-háskóla þegar hann hefur störf hjá virtu lagafyrirtæki. 3.12.2008 06:00 Jólamynd í efsta sæti Gamanmyndin Four Christmases með Reese Witherspoon og Vince Vaughn í aðalhlutverkum fór beint í efsta sætið á aðsóknarlistanum vestanhafs um síðustu helgi. 2.12.2008 06:00 Til í framhaldsmynd Meryl Streep segist vera tilbúin til að gera framhaldsmynd af kvikmyndinni Mamma Mia. Myndin, sem er byggð á tónlist sænsku hljómsveitarinnar Abba, hefur slegið í gegn út um allan heim og er nú komin út á DVD. 1.12.2008 01:30 Sjá næstu 50 fréttir
Nýjasta mynd írska leikarans Liam Neeson Liam Neeson hefur átt farsælan feril í kvikmyndabransanum og starfað með leikstjórum á borð við Steven Spielberg, Martin Scorsese og George Lucas. Nýjasta mynd hans er tryllirinn Taken sem verður frumsýndur á morgun. 18.12.2008 04:15
The Godfather númer eitt Kvikmyndastofnun Bandaríkjanna hefur sett saman lista yfir bestu myndir allra tíma í landinu í tíu flokkum. Ekki kemur á óvart að mafíumyndin The Godfather náði einu af toppsætunum. 16.12.2008 04:15
Ekki áhugi á söngleik Leikkonan Cameron Diaz hefur ekki áhuga á að leika í söngleiknum Shrek á sviði. Diaz, sem talar fyrir prinsessuna Fionu í teiknimyndunum Shrek, er engu síður hrifinn af söngleiknum, sem var frumsýndur á Broadway fyrir skömmu. 16.12.2008 04:00
Óskar myndar Gæludýrin Leikstjórinn Óskar Jónasson er með nýja sjónvarpsmynd í burðarliðnum sem verður byggð á skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin. Ólafur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk aðalpersónunnar Emils en óvíst er hvenær tökur hefjast. 14.12.2008 10:00
Gerir mynd um Chavez Leikstjórinn Oliver Stone er með enn eina forsetamyndina í smíðum. Í þetta sinn hefur Hugo Chavez, forseti Venesúela, orðið fyrir valinu en um heimildarmynd er að ræða sem verður tilbúin á næsta ári. 13.12.2008 06:00
Ben Stiller í stað Ruffalo Leikarinn Ben Stiller mun hlaupa í skarðið fyrir Mark Ruffalo í dramatísku gamanmyndinni Greenburg sem verður tekin upp á næstunni. Ekki er vitað af hverju Ruffalo verður ekki með í myndinni en líklegt er að dauði bróður hans, Scotts, eigi þar hlut að máli. Scott lést í Beverly Hills í síðustu viku eftir að hafa skotið sig í höfuðið í rússneskri rúllettu. 13.12.2008 05:00
Þrjár myndir með fimm tilnefningar Kvikmyndirnar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon og Doubt fengu flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, eða fimm talsins. Meryl Streep og Kate Winslet hlutu tvær tilnefningar hvor, Streep fyrir 12.12.2008 06:00
Leitar að týndri borg James Gray hefur samþykkt að leikstýra nýjustu mynd Brads Pitt, The Lost City of Z. Um epíska ævintýramynd er að ræða sem er byggð á bók Davids Grann um sannsögulega atburði. Fjallar hún um breska hermanninn Percy Fawcett sem varð heltekinn af leit sinni að hinni týndu borg Z í Amazon-frumskóginum. Árið 1925 fór hann ásamt syni sínum í leiðangur til að finna Z og sneru þeir feðgar aldrei aftur úr svaðilförinni. Síðasta mynd í leikstjórn James Gray, We Own the Night, kom út fyrr á árinu með Mark Wahlberg og Joaquin Phoenix í aðalhlutverkum. 11.12.2008 06:00
Klaatu til bjargar Kvikmyndir um heimsendi og yfirvofandi eyðileggingu jarðar hafa ávallt verið vinsælt umfjöllunarefni í Hollywood. The Day the Earth Stood Still, sem verður heimsfrumsýnd á morgun, er einmitt boðberi válegra tíðinda. The Day the Earth Stood Still er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1951. Nýja myndin fjallar um virtan vísindamann (Jennifer Connelly) sem kemst í kynni við geimveruna Klaatu (Keanu Reeves) sem hefur ferðast til jarðar til að vara við hnattrænu vandamáli sem er yfirvofandi. 11.12.2008 04:30
Fékk nóg af topp tíu listum Bandaríski kvikmyndagagnrýnandinn Roger Ebert hefur á heimasíðu sinni birt lista yfir tuttugu bestu myndir ársins. Myndirnar eru hafðar í stafrófsröð enda telur hann ekki lengur við hæfi að númera myndir frá einum upp í tíu. 9.12.2008 06:00
Á toppnum í tvær vikur Gamanmyndin Four Christmases hélt efsta sætinu yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi. Reese Witherspoon og Vince Vaughn leika aðalhlutverkin í myndinni sem fjallar um par sem þarf að heimsækja fjórar fjölskyldur foreldra sinna á einum degi. 9.12.2008 06:00
Leigjandi í vanda Hilary Swank hefur tekið að sér aðalhlutverkið í spennumyndinni The Resident og hefjast tökur í maí næstkomandi. Þetta verður jafnframt fyrsta kvikmynd finnska leikstjórans Antti J. Jokinen. Hann hefur áður leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir Will Smith, Beyonce, Eminem, Korn og Celine Dion. 5.12.2008 07:00
Stefnir stórstjörnum til Íslands Stefnt er að því að fá þau Jake Gyllenhaal, Natalie Portman og Toby Maguire til að vera viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar Brothers hér á landi. Framleiðandi kvikmyndarinnar er Sigurjón Sighvatsson og staðfesti hann þetta í samtali við Fréttablaðið. Tökum á kvikmyndinni er nú lokið og segir Sigurjón að stefnan sé sett á kvikmyndahátíðina í Cannes hvað heimsfrumsýningu varðar. 5.12.2008 06:30
Langar að leika Þór Skoski leikarinn Kevin McKidd er í viðræðum um að leika í hasarmyndinni Thor sem er byggð á samnefndri teiknimyndasögu. Sú saga segir frá ævintýrum norræna þrumuguðsins Þórs. 5.12.2008 06:00
Óvæntar vinsældir Twilight Ævintýramyndin Twilight verður frumsýnd hérlendis í kvöld. Myndin, sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum, fjallar um ástarsamband unglingsstúlku og vampíru og er byggð á metsölubók Stephanie Meyer. 4.12.2008 06:00
Depp í Dante-mynd Framleiðslufyrirtæki Johnnys Depp, Infinitum Nihil, hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á skáldsögu Nicks Tosches, In the Hands of Dante. Depp mun líklega fara með aðalhlutverkið. 4.12.2008 06:00
Labeouf í lagatrylli Ungstirnið Shia LaBeouf hefur hreppt aðalhlutverkið í lagatryllingnum The Associate sem er byggð á samnefndri bók Johns Grisham. Í myndinni leikur LaBeouf nemanda sem er við það að útskrifast úr lagadeild Yale-háskóla þegar hann hefur störf hjá virtu lagafyrirtæki. 3.12.2008 06:00
Jólamynd í efsta sæti Gamanmyndin Four Christmases með Reese Witherspoon og Vince Vaughn í aðalhlutverkum fór beint í efsta sætið á aðsóknarlistanum vestanhafs um síðustu helgi. 2.12.2008 06:00
Til í framhaldsmynd Meryl Streep segist vera tilbúin til að gera framhaldsmynd af kvikmyndinni Mamma Mia. Myndin, sem er byggð á tónlist sænsku hljómsveitarinnar Abba, hefur slegið í gegn út um allan heim og er nú komin út á DVD. 1.12.2008 01:30