Fleiri fréttir

Britney blómstrar

Meðfylgjandi myndir voru teknar af söngkonunni Britney Spears, 30 ára, og umboðsmanni hennar, Jason Trawic, yfirgefa einkaþotuna þeirra á JFK flugvellinum í New York...

Hér eru tilnefningarnar fyrir Óskarinn - Clooney og Pitt tilnefndir

Leikararnir Brad Pitt og George Clooney eru á meðal þeirra sem eru tilnefndir sem besti leikari í aðalhlutverki í Óskarnum í ár. Þetta var tilkynnt nú fyrir stundu. Pitt fór með aðalhlutverkið í myndinni Moneyball og Clooney í myndinni The Decendants, en þær báðar eru einnig tilnefndar sem besta myndin á hátíðinni í ár.

Heiður að skrifa um Bob Dylan

"Mér finnst þetta mikill heiður," segir tónlistarmaðurinn og Utangarðsmaðurinn fyrrverandi Michael Pollock.

Landar hverju verkefninu á fætur öðru í Lundúnum

Edda Óskarsdóttir fyrirsæta flutti til London fyrir þremur vikum síðan og hefur landað hverju verkefninu á fætur öðru síðan þá. Ásgrímur Már Friðriksson hjá Eskimó segir þetta frábæran árangur hjá Eddu sem er á skrá hjá Select umboðsskrifstofunni í London.

23 kíló horfin

Kelly Osbourne, 27 ára, prýðir forsíðu OK! tímaritsins í Ástralíu klædd í bikiní eins og sjá má á myndunum. Þar segir hún frá því hvernig hún fór að því að léttast um 23 kíló undanfarin 2 ár. Kelly breytti mataræðinu og byrjaði að borða hollan mat og það með 2-3 tíma millibili. Samhliða því stundar hún líkamsrækt með aðstoð einkaþjálfara. Þá fór hún einnig í áfengismeðferð. Háværar sögusagnir um að hún sé byrjuð að drekka á ný hafa hljómað undanfarið en Kelly var ekki lengi að svara fyrir sig á Twitter síðunni sinni: Treystið mér´! Ég hef unnið eins og skepna og ætla ekki að rústa lífi mínu aftur!

Götóttar buxur Kardashian

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian yifrgaf hótel í New York í gær í götóttum gallabuxum eins og sjá má í myndasafni. Ég veit að frægt fólk segist ekki lesa slúðrið um það í blöðunum en verum raunsæ! Felstir ef ekki allir lesa það sem er skrifað um þá. Ég geri það! sagði Kim. Götóttu gallabuxurnar má skoða betur í myndasafni.

Gerir mynd um handbolta

Hönnuðurinn Mundi mun leikstýra stuttmynd um handbolta og fara tökur fram í Víkingsheimilinu næsta laugardag. Vigfús Þormar Gunnarsson fer með aðalhlutverkið en hann stundar leiklistarnám við Kvikmyndaskóla Íslands.

Stálin stinn í Bombunni

Stálin stinn mætast í Spurningabombunni hans Loga Bergmanns á Stöð 2 föstudagskvöld. Helstu keppinautar Loga í spurningabransanum, Ha? af Skjá einum og Útsvar af RÚV senda fulltrúa sína, en búast má við að keppnin verði gríðarlega hörð.

Óþekkjanleg kærasta Clooney

Kærasta leikarans George Clooney, Stacy Keibler, 32 ára, var mynduð óförðuð í úlpu með hárið tekið í tagl á LAX flugvellinum um helgina. Lífverðir George sóttu stúlkuna...

Óförðuð en þetta líka sjóðheit

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá leikkonuna Courteney Cox, 47 ára, stilla sér upp fyrir ljósmyndara í Las Vegas þar sem hún fagnaði nýrri Cougar Town sjónvarpsseríu. Ég hef alls engan tíma fyrir yfirborðskennda vini. Ef maður er einmana jú þá er um er að gera að hringja í yfirborðskenndu vinina en til hvers í ósköpunum? lét leikkonan hafa eftir sér. Þá má einnig sjá Courteney á hlaupum ómálaða í gallabuxum með sólgleraugu á nefinu en alls ekki síðri.

Glæsileg Madonna 53 ára

Madonna, 53 ára, var stórglæsileg á rauða dreglinum eins og sjá má í myndasafni. Um var að ræða frumsýningu á kvikmynd Madonnu, W.E., sem er lauslega byggð á lífi Wallis Simpson og ástarævintýri hennar með Eðvarði III Bretakonungi en það leiddi til þess að hann sagði af sér krúnunni. Madonna hefur sagt að hún hafi verið heilluð af sögunni í þónokkurn tíma, og velt því fyrir sér afhverju maður færir svona miklar fórnir fyrir ástina. Sjá meira hér (kvikmyndir.is)

Hermes taska stelur senunni

Fyrirsætan og leikkonan Rosie Huntington-Whiteley, 24 ára, sem lék í síðustu Transformers myndinni var mynduð á hlaupum á flugvöllum um víða veröld í síðustu viku ein síns liðs eða í fylgd unnustans, leikarans Jason Statham. Eins og sjá má í myndasafni er Rosie alltaf með ljósbláa Hermes leðurtösku sem vakið hefur athygli fyrir að vera fallegur fylgihlutur.

Angelina Jolie ekki aðdáandi Keibler

Eitthvað hefur slest upp á vinskap George Clooney við Angelinu Jolie og Brad Pitt ef marka má US Weekly. Í frétt blaðsins kemur fram að Clooney og kærasta hans, glímukonan Stacy Keibler, hafi deilt einkaþotu með Jolie og Pitt á leið til Palm Springs og að andrúmsloftið um borð hafi ekki verið hlýlegt.

Fluttur á sjúkrahús

Kevin Federline, fyrrum eiginmaður Britney Spears, var fluttur á sjúkrahús í Sydney í Ástralíu eftir að hafa fengið verk fyrir brjóstið.

Sumir eru með klikkaða útgeislun

Leikkonan Cameron Diaz er stödd á tískuvikunni í París... Ef þú átt eftir að sjá eftir einhverju í lífinu eru það áhætturnar sem þú ákvaðst að taka ekki, sagði Cameron. Stuttu eftir að myndirnar voru teknar daga mætti hún á vor og sumar tískusýningu Versace Haute Couture. Eins og sjá má á myndunum er hún með klikkaða útgeislun.

Mikið rétt nördasamkomur eru málið

Nördarnir fögnuðu nýju nafni ásamt 1.200 gestum sem sóttu gleði þar sem formlega var tilkynnt að Advania væri nýja nafnið á Skýrr, HugAx og norrænum dótturfyrirtækjum...

Mamma umbi

Leikkonan Katherine Heigl, 33 ára, dóttir hennar, Naleigh voru myndaðar á leið í flug á LAX flugvellinum í Los Angeles. Með þeim í för var móðir Katherine sem er einnig umboðsmaðurinn hennar.

Flottir sokkar Bieber

Kanadíski söngvarinn Justin Bieber, 17 ára, var klæddur í munstraða háa sokka í gær þegar hann gekk í gegnum LAX flugvöllinn. Justin reyndi að flýja nærstadda ljósmyndara og hylja andlit sitt eins og sjá má á myndunum...

Ómáluð Longoria

Leikkonan Eva Longoria, 36 ára, og unnusti hennar Eduardo Cruz gengu hröðum skrefum á frumsýningu á dögunum...

Lúxusvilla Mel B til sölu

Lúxusvilla söngkonunnar Mel B í Los Angeles er til sölu. Ásett verð er 3.45 milljónir Bandaríkjadala. Mel, sem keypti fasteignina árið 2009 á 3.2 milljónir, er ekkert slor eins og sjá má á myndunum. Í húsinu er meðal annars upptökuver, fimm svefnherbergi, átta baðherbergi, líkamsræktaraðstaða, stofa og borðstofa.

Sumir voru í geðveikum sokkabuxum

Söngkonan Rósa Birgitta Ísfeld sem söng lagið Stund með þér eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Þórunni Ernu Clausen í undanúrslitakeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöld spjallar í meðfylgjandi myndskeiði um fatnaðinn sem hún klæddist þetta kvöld. Þá má einnig sjá annan stílistann hennar Rósu, Sigrúnu Eddu Eðvarðsdóttur (Sissu) í myndskeiðinu.

Eurovision armband með meiru

Meðfylgjandi myndskeið var tekið áður en úrslit voru kunngjörð í undanúrslitakeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi þegar söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir sem söng lagið Minningar eftir Valgeir Skagfjörð sýndi okkur Eurovision-armband sem Þórunn Erna Clausen leikkona lánaði henni, kjólinn og hárgreiðsluna sem fór henni áberandi vel. Lagið Minningar komst ekki áfram í keppninni þrátt fyrir frábæra frammistöðu Guðrúnar.

Heyrðu svo sungu allir Nínu (nema hvað)

Myndskeiðið sýnir hvað stemningin var frábær í græna herberginu í undanúrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi. Keppendur sungu saman sígilda Eurovisionlagið Nína eftir Eyjólf Kristjánsson á meðan þeir biðu eftir símakosningunni.

Hrútspungar fagna baksviðs

Í meðfylgjandi myndskeiði fagna Simbi og Hrútspungarnir þegar þeir komust áfram í undanúrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi með lagið Hey eftir Magnús Hávarðarson...

Mosfellingar kunna sko að skemmta sér

Meðfylgjandi myndir voru teknar á árlegu þorrablóti Aftureldingar í íþróttahúsinu að Varmá í gærkvöldi þar sem Ingó og veðurguðirnir sáu til þess að enginn yfirgæfi dansgólfið eftir borðhaldið. Eins og sjá má á myndunum kunna Mosfellingar svo sannarlega að skemmta sér og öðrum.

Baksviðs var mesta stuðið

Meðfylgjandi myndir voru teknar í græna herberginu í undanúrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi. Rífandi stemning var meðal keppenda eins og sjá má. Simbi og Hrútspungarnir og Regína Ósk tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með lögin Hjartað brennur og Hey.

Bað höfund Grey's Anatomy að skrifa sig aftur inn

Leikkonan Katherine Heigl vill snúa aftur í læknaþættina Grey"s Anatomy. Hún hefur beðið Shonda Rhimes, höfund þáttanna, um að skrifa sig inn í þættina en veit ekki hvort henni verður að ósk sinni.

Hundarnir skemma ástarsambandið

Leikkonan Blake Lively hefur átt í sambandi við kanadíska leikarann Ryan Reynolds undanfarna mánuði. The Enquirer heldur því fram að þótt parið sé yfir sig ástfangið séu þegar komnir brestir í sambandið og er það hundum þeirra að kenna.

Clooney gerði mistök þegar enginn tók eftir því

George Clooney er ánægður með að hafa gert flest sín mistök þegar hann var yngri. „Ég hef gert nokkur mistök í gegnum tíðina og tekið heimskulegar ákvarðanir, flestar í byrjun ferilsins. Sem betur fer gat ég gert þessi mistök snemma á ferlinum þegar enginn tók eftir því,“ sagði leikarinn við The Daily Telegraph.

Sagði sögur af Hemma Hreiðars

„Við hittum hann og toguðum hann í létta myndatöku,“ segir Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður Sjónvarpsins. Hann og kollegar hans, Einar Örn Jónsson og Henry Birgir Gunnarsson, hittu knattspyrnustjórann heimsþekkta, Avram Grant, í Serbíu þar sem þeir eru staddir vegna EM í handbolta.

Gefur út nýtt lag með Sjonna

Þórunn Erna Clausen, ekkja tónlistarmannsins Sjonna Brink, ætlar að gefa út lag síðar á þessu ári sem Sjonni var að vinna að þegar hann lést fyrir ári, langt fyrir aldur fram.

Heidi Klum og Seal skilin

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum, 38 ára, hefur sótt um skilnað við breska söngvarann Seal, 48 ára, eftir sex ára hjónaband...

Einn sá allra sigursælasti

Knattspyrnumaðurinn Sigursteinn Gíslason lést í vikunni eftir harða baráttu við krabbamein. Sigursteinn lék lengst af með ÍA og KR og er einn allra sigursælasti leikmaður íslenskrar knattspyrnusögu, en alls varð hann níu sinnum Íslandsmeistari og þrisvar.

Bakar kökur og hjólar með þær til viðskiptavina sinna

„Þetta eru mjög amerískar uppskriftir. Ég held að þær henti íslenskum bragðlaukum vel,“ segir Bandaríkjamaðurinn Ben Chompers. Hann hefur stofnað bakaríið Hveiti og smjör sem sérhæfir sig í kökum og alls kyns eftirréttum. Hið óvenjulega er að Chompers sendist með vörurnar sjálfur um Reykjavík á sérhönnuðu reiðhjóli og bankar upp á bæði hjá fyrirtækjum og í heimahúsum.

Til í hvað sem er með Baltasar

Contraband, kvikmynd Baltasars Kormáks, fór beint á toppinn í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Leikarinn og framleiðandinn Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið í myndinni og er virkilega ánægður með samstarfið við Baltasar.

Fékk sér tattú þvert yfir ristina

Söngkonan LeAnn Rimes fékk sér nýtt húðflúr þvert yfir ristina tileinkað eiginmanni sínum Eddie Cibrian sem hún giftist í apríl í fyrra. Eins og sjá má í myndasafni lét hún húðflúra á fótlegginn setninguna the only one that matters (sá eini sem skiptir máli). Í myndasafni má sjá annað húðflúr á söngkonunni staðsett rétt fyrir ofan bikinílínuna þar sem stendur: Still I Rise - sem er heiti á ljóði eftir Mayu Angelou. LeAnn og Eddie kynntust þegar þau léku saman í sjónvarpsmynd sem bar heitið Northern Lights. Þá voru þau bæði gift.

Sjóðheitt hárskraut Kardashian

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian, 31 árs gerði sér ferð í CHANEL verslun í Los Angeles í Kaliforníu í gær...

Sjá næstu 50 fréttir