Fleiri fréttir

Fyrsta sýnishorn úr Fölskum fugli

Vísir frumsýnir hér glænýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Falskur fugl. Myndin er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 en Jón Atli Jónasson skrifar handritið. Þór Ómar Jónsson leikstýrir myndinni. Kvikmyndatökumaður er Christoph Nicolaisen.

Setti barnið í kalkúna galla

Jessica Simpson hefur unnið hörðum höndum að því að koma sér í betra form eftir fæðingu dóttur sinnar og það með góðum árangri en hún birti skemmtilega mynd af sér og fjölskyldunni sinni á Twitter í gær þar sem sjá mátti flottar línur söngkonunnar.

Sjáðu þessa magavöðva

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez og Casper Smart skemmtu sér vel saman á hrekkjarvökunni í hippafíling eins og sjá má. Parið skemmti sér í Þýskalandi. Jennifer var með blóm í hárinu og Casper sýndi vel tónaðan kroppinn.

Skartgripir fyrir vandláta

Nox er nýtt merki sem gullsmiðurinn og skartgripahönnuðurinn Jóhannes Ottósson hefur unnið að í að verða þrjú ár. Fyrstu tvær skartgripalínurnar hans eru komnar í sölu en hann lýsir þeim sem “alvöru skarti fyrir alvöru fólk”.

Alls ekki missa af þessu

Eins og Lífið greindi frá í vikunni frumsýna hönnuðurnir og hjónin þau Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir stórglæsilega hönnun sína,,Freebird“ í dag 1. nóvember kl. 17:00 í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.

Óþekkjanleg í þetta líka svona þröngu

Þau Kim Kardashian og Kanye West kunna að skemmta sér ef marka má myndirnar sem teknar voru af þeim í gær. Eins og sjá má tók Kardashian klanið "The Dark Knight Rises og Batman Returns" á hrekkjarvökustemninginuna. Kim tók sig vel út sem kattarkonan og Kanye sem Batman. Fjölskyldan fagnaði afmæli Kim þetta kvöld með stæl. Meira að segja bíllinn, gylltur Lamborghini, smellpassaði við búningana.

Sæl Sarah Jessica Parker

Leikkonan Sarah Jessica Parker, 47 ára, var klædd í hlýja græna peysu með hárið tekið upp og gleraugu þegar hún yfirgaf heimili sitt í gær í New York í gær. Eftir storminn og allt sem á hefur gengið í borginni var ekki að sjá annað en að leikkonan væri sæl á svip.

Bókadómur: Kortið og landið

Kortið og landið er þriðja skáldsaga Michel Houellebecq sem kemur út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Tvær hinnar fyrri, Öreindirnar og Áform, vöktu heilmikla athygli, enda voru þær sláandi róttækar, bæði í greiningu sinni á samtímanum og í lýsingum á ofbeldi og kynlífi sem

Hrollvekjur í gamni og alvöru

Í teiknimyndinni Hótel Transylvania býður Drakúla öllum helstu skrímslum heimsins í 118 ára afmæli dóttur sinnar, Mavis. Veislan er haldin á hóteli hans sem er sérstaklega fyrir skrímsli.

Raðirnar í símann

Miðbær Reykjavíkur er undirlagður Airwaves-tónleikahátíðinni þessa dagana, en hún hófst í gær og stendur yfir fram á sunnudagskvöld. Snjallsímaeigendur sem ætla sér að sækja hátíðina hafa á síðustu dögum margir sótt sér Airwaves-appið í símann sinn. Í appinu er meðal annars að finna svokallaða biðraðamyndavél þar sem streymt er í beinni útsendingu myndbandsupptökum á röðunum fyrir utan helstu tónleikastaðina. Þannig geta hátíðargestir fylgst með stöðu mála á öðrum stöðum og hagað málum sínum þannig að þeir losni við að eyða kvöldinu í að standa í röðum.

Vill Scott með sér í lið

Angelina Jolie og Brad Pitt ætla að ganga í það heilaga í nánustu framtíð en hafa lítið látið uppi um væntanlegt brúðkaup. Orðrómur er á sveimi um að hönnuðurinn L?Wren Scott gæti hannað brúðarkjól Jolie.

Sykur til Wall of Sound

"Það stefna allir á heimsfrægð, alltaf,“ segir Halldór Eldjárn, einn meðlima hljómsveitarinnar Sykurs sem nýverið landaði plötusamningi við breska útgáfuna Wall of Sound.

Verst hermönnum

Leikkonurnar Hailee Steinfeld og Olivia Wilde fara með aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd sem ber titilinn The Keeping Room. Myndin gerist á tímum borgarastríðsins í Bandaríkjunum og segir frá tveimur systrum sem reyna að verja heimili sitt gegn árásum hermanna. Leikkonan Nicole Beharie úr Shame fer einnig með hlutverk í myndinni.

Leikur veika konu

Búið er að ráða í helstu hlutverk kvikmyndarinnar „You're Not You“ sem byggð er á samnefndri skáldsögu.

Freebird frumsýnt

Vorlína fatamerkisins Freebird verður frumsýnd í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Línan er hönnuð af hjónunum Gunnari Hilmarssyni og Kolbrúnu Gunnarsdóttur í samstarfi við bandarískt fyrirtæki.

Sluppu við storminn Sandy

Bandaríska hljómsveitin Blouse vann samkeppni á vegum Reyka Vodka og hlaut að launum flugmiða á Iceland Airwaves-hátíðina. Blouse frá Oregon í Bandaríkjunum spilar á Þýska barnum á föstudagskvöld á Airwaves-hátíðinni. Hljómsveitin vann, ásamt löndum sínum í Vacationer, samkeppni á vegum Reyka Vodka og hlaut að launum flugmiða til Íslands. Blouse spilar afslappað popp með rafrænum áhrifum sem minnir nokkuð á bresku sveitina The xx. Hljómsveitin er skipuð þeim Charlie Hilton, Patrick Adams, Jacob Portrait og Paul Ropber.

Mugison í stað Swans

Bandaríska hljómsveitin Swans hefur hætt við komu sína til Íslands, þar sem hún átti að koma fram á Airwaves-hátíðinni í kvöld, vegna fellibyljarins Sandy á austurströnd Bandaríkjanna.

Leikhúsið er hálfpartinn verndaður vinnustaður

Gullregn nefnist nýtt leikrit eftir Ragnar Bragason sem Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld. Ragnar, sem er einn okkar þekktustu kvikmyndaleikstjóra, leikstýrir verkinu sjálfur og það liggur beinast við að hefja spjallið á því að spyrja hvað hafi eiginlega dregið hann frá kvikmyndavélunum og inn í leikhúsið.

Jafnvægislist

Þetta myndband má segja að sé tónlistarvídeó, þó að það sé ekki popptónlist sem hljómi undir, heldur dramatísk og mislagræn tónlist/ hljóðrás, sem listamennirnir unnu í samstarfi við Örn Karlsson.

Kátir tónlistarmenn

Myndin inniheldur viðtöl við meðlimi sveitarinnar sem klippt eru saman við eldri myndbrot sem þegar voru til af tónlistarmönnunum.

Frumsýnd eftir áramót í Bandaríkjunum

Bandaríska endurgerðin á íslensku kvikmyndinni "Á annan veg" verður frumsýnd vestanhafs eftir áramót. Endurgerðin ber titilinn "Prince Avalanche" og var tekin upp í Austin í Texasfylki í sumar. Myndin er nú á lokastigi eftirvinnslunnar. Stefnt er á að sýna Prince Avalanche hér á landi stuttu eftir frumsýninguna í Bandaríkjunum.

Margiela og H&M

Tískuhúsið framsækna býður upp á endurbætta útgáfu af lykilflíkum sínum gegnum árin í línunni fyrir H&M.

Hetjur í hálfa öld

Myndin er byggð á samnefndri bók finnsku skáldkonunnar Sofi Oksanen sem gerði garðinn frægan hér á landi þegar hún hvæsti á íslenskan blaðamann í viðtali fyrir tveimur árum.

Afþakkaði Homeland

„Ég hef ekki séð einn einasta þátt, en ég þoli hann samt ekki.“

Mýkri Pollock-bræður

Hljómurinn er frekar hrár, Synthadelia er mjög lo-fi (low fidelity) útgáfa, en tónlistin kemst samt vel til skila. Þetta er ágæt plata frá útgáfu sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

Arnaldur slær met

Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi.

Safnar fyrir sólóplötu

Athygli vekur að fimmtán prósent þess fjár sem safnast renna til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unifem.

Fjölskrúðugt indípopp

Borkó snýr aftur fjórum árum seinna með fína plötu. Helsti styrkur hennar felst í fínum lagasmíðum og fjölskrúðugum útsetningum.

Brjáluð hliðardagskrá

Hún er öllum opin og tryggir að Airwaves er hátíð allra tónlistaráhugamanna í höfuðborginni, hvort sem þeir hafa keypt sér armband eða ekki.

Sjá næstu 50 fréttir