Fleiri fréttir

Allir á skíðum í skagafirði

Það er heldur betur mikil gleði í Skagafirðinum þessa dagana enda hefur fólk getað farið á skíði á skíðasvæðinu í Tindastóli undanfarna daga. Viggó Jónsson umsjónarmaður svæðisins segist hafa opnað hjá sér þann 31.október og er búið að vera ágætt að gera síðan þá. Opið er á skíðasvæðinu til klukkan 17:00 í dag og er fínasta færi. Þriggja gráðu hiti, nægur snjór, logn og alskýjað.

Gerir mynd um Obama

Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur tryggt sér sýningarréttinn á nýrri heimildarmynd um Barack Obama, næsta forseta Bandaríkjanna. Fyrirtæki leikarans Edwards Norton, Class 5 Films, framleiðir myndina, en tökum lýkur ekki fyrr en Obama hefur svarið embættiseið sinn á næsta ári. Tökulið hefur fylgt Obama hvert fótspor frá árinu 2006, til að mynda er hann ferðaðist til Afríku og þegar hann tilkynnti um forsetaframboð sitt. Einnig hefur verið rætt við fjölskyldu Obama, vini og starfsfólk hans.

Radiohead er ekki betri

Noel Gallagher, liðsmaður Oasis, er ósáttur þegar gagnrýnendur telja Radiohead vera betri hljómsveit en Oasis eingöngu vegna þess að hún sé tilraunakenndari.

Berst við glæpamenn

Næsta mynd Kim Basinger, tryllirinn While She Was Out, kemur í bíó vestanhafs tólfta desember næstkomandi. Þar leikur hún eiginkonu í úthverfi nokkru sem lendir í því að hópur glæpamanna situr um hana á aðfangadag jóla. Berst hún fyrir lífi sínu eingöngu með verkfærabox að vopni.

Mikið að gera hjá Snorra

Snorri Ásmundsson myndlistarmaður hefur mikið að gera þessa dagana. Á einni viku kemur hann að þremur sýningum í Reykjavík. Í dag á hann verk á samsýningu í Kling og Bang gallerí á Hverfisgötu, á þriðjudeginum 11. nóvember opnar hann einkasýningu á Gallerí Vegg hjá Helga Þorgilssyni myndlistarmanni og á föstudeginum 14. nóvember opnar hann einkasýningu í Gallerí Turpentine í Ingólfsstræti. Þá hefur Snorri sett upp nýja heimasíðu: http://flotakona.com.

Uppboð í Fold

Galleri Fold heldur uppboð á mánudagskvöldið kemur í húsnæði sínu við Rauðarárstíg og hefst það kl. 18. Fjöldi verka verða boðin upp að venju og þar á meðal fjölmörg verka gömlu meistaranna en einnig eftir nokkra af samtímalistamönnum okkar.

Poetrix predikar úti á landi

„Ég er bara að rúnta um landið, rappa fyrir krakkana og borða núðlur. Fokk kreppa!“ segir rapparinn Poetrix – Sævar Daniel Kolandavelu – sem er búinn að vera eina viku á vegum úti og á tvær vikur eftir enn. Hann og dj-inn og bítboxarinn Siggi Bahamas, eða NENNIsiggi, gera nú víðreist og troða upp á 32 stöðum á landsbyggðinni. Þar skemmta þeir og reyna að hafa jákvæð áhrif á krakkana.

Kreppupönk í áttunda bekk

Fjórar þrettán ára stelpur kynntust pönktónlist hjá tónmenntakennaranum sínum. Á fjórum vikum tókst þeim að spila lag og fá það leikið á Rás 2.

Dansandi aftur á svið

Um helgina hefjast sýningar í Borgarleikhúsinu á nóvemberverkum Íslenska dansflokksins og verða sýningar á þeim næstu sunnudaga.

Þýskir gestir

Í dag opnar ný sýning í Kling & Bang gallerí á Hverfisgötu 42 þar sem 16 listamenn frá Berlín slást í lið með 9 íslenskum listamönnum er reka Kling & Bang gallerí.

Leiðsögn listamanns

Eirún Sigurðardóttir, myndlistamaður og félagi í Gjörningaklúbbnum, gengur með gestum um sýninguna ID-LAB í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á morgun kl. 15 og fjallar um verk Gjörningaklúbbsins á sýningunni.

Verk Sigtryggs í New York

Leikrit Sigtryggs Magnasonar, Herjólfur er hættur að elska, verður leiklesið á alþjóðlegri leiklistarhátíð sem verður haldin 15. til 16. nóvember í New York.

Framlag May í ruslið

Axl Rose, forsprakki Guns "N" Roses, hefur hætt við að nota framlag Brians May, gítarleikara Queen, til plötunnar Chinese Democracy. May var aðalgítarleikari í laginu Catcher N" The Rye en á endanum var framlagi hans hent í ruslið. „Þetta er synd því ég lagði mikla vinnu í þetta og var stoltur af minni þátttöku," sagði May. „En ég get alveg skilið ef Axl vill gefa út plötu sem endurspeglar verk þeirra sem eru í hljómsveitinni hans í dag."

Grohl með Prodigy

Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, spilar á trommur í laginu Run With Wolves á nýrri plötu Prodigy, Invaders Must Die. Grohl gerði garðinn frægan sem trommari Nirvana og eftir að sú sveit hætti hefur hann verið duglegur við að taka í kjuðana með öðrum sveitum. Má þar nefna Queens of the Stone Age og Probot.

Endurgera Oldboy

Leikstjórinn Steven Spielberg og leikarinn Will Smith ætla sér að endurgera suður-kóresku bíómyndina Oldboy sem kom út fyrir fimm árum við góðar undirtektir.

Segjast vera finnskir

Rokkhljómsveitin Noise ætlar að stinga hausnum í kjaft breska ljónsins og spila þar á fimm tónleikum. Túrinn hefst í kvöld í Donchester. „Við erum nú bara að pæla í að kynna okkur sem band frá Finnlandi,“ segir Stefán Vilberg, bassaleikari Noise. „Þetta eru víst svaðalegar skítabúllur, til dæmis sú í Grimsby. Maður tekur engar óþarfa áhættur.“

Eitt tonn af hljóðbúnaði fyrir ABBA sýninguna

Um eitt tonn af hljóðbúnaði verður notað á sýningunni The music of ABBA með sænsku hljómsveitinni Arrival í íþróttahúsinu við Hlíðarenda á morgun. Þá verða sett upp sérstök hreyfiljós við sviðið.

Christina Aguilera í latexgalla - myndband

Söngkonan Christina Aguilera, 27 ára, bregður sér í hlutverk ofurhetju sem er stödd í miðri teikinmyndasögu klædd í þröngan latexgalla í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Kepps gettin´better.

Söngkona flýr fárveik af sviði - myndband

Söngkonan Rihanna flýði af sviði í miðju lagi sem ber heitið Umbrella á tónleikum sem hún hélt í Sydney í Ástralíu fyrr í dag. Eins og sést á myndbandinu heldur Rihanna, 20 ára, um magann þegar hún gerir tilraun til að syngja ásamt kærastanum, söngvaranum Chris Brown, lokalagið á tónleikunum.

Bankamenn og grínarar

Fjölmiðlar leika sér gjarnan að því að finna þekktum Íslendingum þekkta tvífara í útlöndum. Flestir Íslendingar kannast sjálfsagt við Íslendingana tvo sem eru tvífarar dagsins á meðfylgjandi mynd. Og flestir Íslendingar kannast sjálfsagt líka við útlendingana tvo sem þeim svipar til. Heiðursmenn sem gaman er að líkjast.

Setja viðskiptabann á Breta

Verslunin Parket og gólf hefur fyrir sitt leiti sett viðskiptabann á Bretland. Í glugga verslunarinnar hefur undanfarið mátt sjá stóra rauða borða með áletruninni „VIÐ SELJUM ENGAR BRESKAR VÖRUR".

Madonna og Britney sameinaðar - myndband

Á tónleikum Madonnu, sem bera yfirskriftina Sticky & Sweet, skemmtu Britney Spears og Justin Timberlake. Fyrrverandi kærustuparið söng við hlið Madonnu og eins og myndirnar sýna skemmtu þau sér vel við flutninginn.

Litlir kassar orðnir tómir kassar

Kreppan hefur ýmsar aukaverkanir. Ein þeirra er að hljómsveitin Þokkabót hefur búið til nýjan texta við vinsælasta lag sitt, „Litlir kassar“. Núna heitir það „Tómir kassar“ og er á leið í spilun.

Leitað til fortíðar

Ný tónleikasyrpa í tónleikaröðinni 15:15 hefst í Norræna húsinu á sunnudag kl. 15.15, eins og lög gera ráð fyrir. Tónleikarnir bera yfirskriftina Leitað til fortíðar, enda eiga verkin sem flutt verða það sameiginlegt að byggja á þjóðdönsum, þjóðlögum, fornum sögum eða ljóðum.

Hjón leika á orgel

Hjónin Lára Bryndís Eggertsdóttir og Ágúst Ingi Ágústsson halda orgeltónleika í Langholtskirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Segja má að tónleikarnir séu sannkallaður fjölskylduviðburður, enda leika þau hjónin tónlist eftir Johann Sebastian Bach og syni hans þá Carl Philipp Emanuel Bach og Johann Christian Bach.

Sýning Braga framlengd

Vegna mikillar aðsóknar verður Augnasinfónía, sýning Braga Ásgeirssonar á Kjarvalsstöðum, framlengd til 4. janúar næstkomandi. Um fimmtán þúsund gestir hafa nú séð sýninguna og fer aðsókn síst dvínandi.

Neikvæð orka hressir

Fjórða plata Singapore Sling er komin út og heitir Perversity, Desperation and Death, Öfuguggaháttur, örvænting og dauði. „Þetta eru þau þrjú atriði sem hressa mig alltaf við, sama hvað á bjátar," segir Henrik Björnsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar.

Söngvar Berlins í Salnum

Izzy Bailine, betur þekktur sem Irving Berlin, var einn afkastamesti höfundur sönglaga í amerískri dægurmenningu. Hann fluttist sem smábarn frá Rússlandi til Bandaríkjanna og hafði ofan af fyrir sér á unglingsárunum sem syngjandi þjónn á sumum af vafasömustu knæpum neðri hluta Manhattan.

Sýning bræðra

Bræðurnir Þorsteinn H. Ingibergsson og Bragi J. Ingibergsson opnuðu ljósmyndasýningu í Frímúrarahúsinu að Ljósatröð 2 í Hafnarfirði um miðjan síðasta mánuð.

Stigvaxandi sala

Breska forlagið Quercus er að skipuleggja stærstu markaðsherferð sem þeir nokkru sinni hafa skipulagt, fyrir aðra bók Stiegs Larsson, Stúlkan sem lék sér að eldi, en fyrsta bók hans, Karlar sem hata konur, er nýkomin út hjá Bjarti. Quercus gefur bókina út innbundna í janúar á næsta ári.

Statham í lið með Stallone

Breski harðjaxlinn Jason Statham hefur samþykkt að leika í næstu mynd Sylvester Stallone, The Expendables. Stallone mun leika aðalhlutverkið í myndinni, leikstýra henni og skrifa handritið. Líklega mun slagsmálahundurinn Jet Li einnig leika í myndinni.

Framhald næsta sumar

Kim Cattrall úr Sex and the City-þáttunum segir að til standi að kvikmynda framhald samnefndrar myndar á næsta ári. Bætti hún því við að erfitt væri að ná öllum leikurunum saman fyrir verkefnið vegna þess að þeir væru svo uppteknir. „Við ætlum að búa til framhaldið næsta sumar,“ sagði hún.

Spielberg syrgir Crichton

Leikstjórinn Steven Spielberg syrgir mjög rithöfundinn Michael Crichton, sem samdi skáldsögurnar Jurassic Park og The Lost World sem Spielberg kvikmyndaði við frábærar undirtektir. Chricton lést á þriðjudaginn úr krabbameini 66 ára að aldri.

Bræður munu berjast

Í kvöld verður leikritið Vestrið eina eftir írska leikskáldið Martin McDonagh frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. Er það fimmta verk leikskáldsins sem sýnt er á íslensku leiksviði.

Black í Putalandi

Jack Black hefur tekið að sér aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd byggðri á hinni sígildu sögu Gúlliver í Putalandi eftir Jonathan Swift. Myndin fjallar um blaðamanninn Lemuel Gulliver sem er staddur í Bermúda þegar hann skyndilega upplifir sjálfan sig sem risa innan um íbúa hinnar földu eyjar Lilliput.

Malarastúlkan fagra

Tvö Schubert-kvöld verða haldin í Íslensku óperunni í þessum mánuði, þar sem hinir geysifögru ljóðaflokkar Schuberts, Malarastúlkan fagra og Vetrarferðin, verða fluttir.

Útifundur á Austurvelli

Frá 11. október hefur hópur fólks staðið fyrir mótmælafundum á Austurvelli vegna ástandsins sem skapast hefur í þjóðfélaginu undir yfirskriftinni "Breiðfylking gegn ástandinu". Hópurinn, sem hefur það markmið að sameina þjóðina og stappa stáli í fólk, hefur fengið til liðs við sig ræðumenn sem víðast að úr þjóðfélaginu og hvatt félagssamtök til að standa saman og mæta á fundina.

Talandi dæmi um misheppnaða lýtaaðgerð

Bandaríska leikkonan Lisa Rinna, 45 ára, sem þekkt er fyrir að leika í sápuóperum í gegnum tíðina, hefur viðurkennt að hún hefur látið stækka á sér varirnar.

Ég átti hvorki að sjást né heyrast með Tom, segir Nicole

Leikkonan Nicole Kidman ræðir opinskátt um samband hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar leikarans Tom Cruise í nýjasta hefti Glamour tímaritsins. Nicole segist hafa lifað í skugga eiginmanns síns fyrrverandi því hennar starf var að líta vel út en hvorki sjást né heyrast.

Avril haugadrukkin og fölsk á sviði - myndband

Kanadíska söngkonan Avril Lavigne, 21 árs, tók lagið með meðlimum í hljómsveitinni Metal Skool show, sem er bandarískt rokkband sem eru vinsælir fyrir að flytja þekkta rokkslagara. Það sem vekur athygli er að Avril er drukkin þegar hún stígur á svið með rokkurunum.

Kærastan fékk nóg af Marilyn Manson

Leikkonan Evan Rachel Wood, 21 árs, er hætt með söngvaranum Marilyn Manson, 39 ára. Hún hætti með söngvaranum eftir að hann rak atvinnulausan bróður hennar á dyr af heimili þeirra sem er í hennar eigu.

Sjá næstu 50 fréttir