Fleiri fréttir

Forystu Viðreisnar varð að ósk sinni um slag í borginni
Frestur til að tilkynna um framboð í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík rennur út á morgun og þegar hafa sjö skilað inn framboði.

Pyrrhosarsigur Sólveigar Önnu
Sólveig Anna Jónssdóttir verður formaður Eflingar á ný eftir að hafa tryggt sér nauman meirihluta atkvæða í nýafstöðnu stjórnarkjöri. Hún kemur löskuð út úr hatrammri kosningabaráttu og umboð hennar er mun veikara heldur en það var fyrir fjórum árum síðan. Þetta var sannkallaður Pyrrhosarsigur.

Kristrún og framtíðin
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er um þessar mundir á ferð og flugi um landið og heldur opna fundi með fólki í þeirra heimabyggð.

Daníel hættur hjá Landsbankanum, stýrt hagfræðideild bankans frá 2010
Daníel Svavarsson, sem hefur verið forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans frá árinu 2010, hefur hætt störfum hjá bankanum.

Fjölgun í stjórn Nova og Hrund kemur ný inn
Fjarskiptafélagið Nova hefur fjölgað stjórnarmönnum sínum úr þremur upp í fimm samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi nýlega til fyrirtækjaskrár.

Einar Þorsteinsson líklegastur til að leiða Framsókn í Reykjavík
Uppstillingarnefnd Framsóknarflokksins stendur í ströngu um þessar mundir að raða upp á lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Forstjóri Veritas fékk flest atkvæði í stjórnarkjöri Viðskiptaráðs
Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, fékk flest atkvæði, samkvæmt heimildum Innherja, í stjórnarkjöri Viðskiptaráðs Íslands.

Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar
Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni.

Guðmundur í Afstöðu öflugastur að smala
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og frambjóðandi í þriðja sæti Samfylkingarinnar í borginni, er sagður eiga hlutfallslega flestar nýskráningar í flokkinn og skráða stuðningsmenn fyrir prófkjör flokksins sem fram fer um næstu helgi.

Berglind frá Landsbankanum til BBA//Fjeldco
Berglind Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við lögmannsstofuna BBA//Fjeldco. Berglind er héraðsdómslögmaður með víðtæka reynslu á sviði fyrirtækja– og fjármálalögfræði.

Góðir hlutir sem gerast alltof hægt
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann fjallaði um möguleikann á því að Reykjavíkurborg seldi Malbikunarstöðina Höfða.