Klinkið

Daníel hættur hjá Landsbankanum, stýrt hagfræðideild bankans frá 2010

Ritstjórn Innherja skrifar
Daníel er doktor í hagfræði og starfaði áður hjá Seðlabanka Íslands.
Daníel er doktor í hagfræði og starfaði áður hjá Seðlabanka Íslands. Baldur

Daníel Svavarsson, sem hefur verið forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans frá árinu 2010, hefur hætt störfum hjá bankanum.

Daníel tilkynnti starfsmönnum Landsbankans um starfslok sín fyrr í dag en hann mun vera bankanum innan handar út næsta mánuð. 

Áður en Daníel, sem er doktor í hagfræði við Háskólann í Gautaborg í Svíþjóð, var ráðinn til að stýra hagfræðideild Landsbankans hafði hann um nokkurra ára skeið starfað hjá Seðlabanka Íslands.

Í síðasta mánuði hætti Sveinn Þórarinsson, sem hafði verið helsti hlutabréfagreinandi Landsbankans á undanförnum árum, einnig störfum hjá bankanum og réð sig yfir til Arctica Finance á svið markaðsviðskipta.

Sveinn hafði verið hjá Landsbankanum í liðlega átta ár en hann var ráðinn á hagfræðideild í árslok 2013 til að byggja upp greiningu á hlutabréfum. 


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Tengdar fréttir

Spekileki frá Landsbankanum?

Tíðar mannabreytingar í bankageiranum eru ekki óvanalegar en brotthvarf margra áberandi og háttsettra stjórnenda og starfsmanna í Landsbankanum – allt saman konur – að undanförnu hafa vakið nokkra athygli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×