Fleiri fréttir Tiger Woods hrapar eins og steinn niður heimslistann Kylfingar frá Evrópu eru í fjórum efstu sætunum á heimslistanum í golfi og það hefur ekki gerst frá 15. mars árið 1992. Tiger Woods hefur hrapað eins og steinn niður heimslistann á síðustu 12 mánuðum en hann er nú í fimmta sæti. Martin Kaymer frá Þýskalandi er efstur en hann er aðeins annar Þjóðverjinn sem nær þessum áfanga. 28.2.2011 10:00 Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. Fyrir sigurinn fékk Donald um 160 milljónir kr. í verðlaunafé. 28.2.2011 09:00 Kaymer nýr besti kylfingur heims Þjóðverjinn Martin Kaymer verður á toppi heimslistans í golfi þegar nýr listi verður kynntur á mánudag. Hann verður þar með besti kylfingur heims og fer upp fyrir Englendinginn Lee Westwood sem verið hefur efstur undanfarna mánuði. 27.2.2011 13:15 Ótrúlegir yfirburðir hjá Fowler gegn Mickelson Rickie Fowler sýndi ótrúleg tilþrif á öðrum keppnisdegi á heimsmótinu í holukeppni í golfi í gær þar sem hann "rúllaði“ upp Phil Mickelson í 2. umferð í 32-manna úrslitum. Hinn 22 ára gamli Fowler sýndi enga miskun og vann hinn þaulreynda Mickelson 6 / 5 – sem er stærsti ósigur Mickelson í holukeppni frá upphafi. Ungir kylfingar stálu senunni í gær á þessu sterka móti en Fowler var á 8 höggum undir pari þegar leiknum lauk á 13. holu. 25.2.2011 11:22 Tiger var bitlaus gegn Björn og er úr leik í Arizona Tiger Woods heldur áfram að koma á óvart en í gær var það á sjálfum golfvellinum þar sem hann tapaði gegn Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð á heimsmótinu í holukeppni í Arizona í Bandaríkjunum. 24.2.2011 10:03 Woods mætir Björn í fyrstu umferð í Arizona Flestir af bestu kylfingum heims eru mættir til æfinga í Arizona í Bandaríkjunum þar sem að heimsmótið í holukeppni hefst á fimmtudaginn. Tiger Woods er á meðal keppenda og mætir hann Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð. Alls eru 64 kylfingar á mótinu og er þeim skipt upp í fjóra riðla og eru 16 kylfingar í hverjum riðli. 22.2.2011 14:00 Woods baðst afsökunar á því að hafa hrækt á flötina í Dubai Tiger Woods baðst í gær afsökunar á því að hafa hrækt á flötina á lokadegi Dubai meistaramótsins sem lauk á sunnudaginn. Woods lét góða „slummu“ flakka á meðan hann var að undirbúa sig fyrir pútt og vakti hann ekki mikla lukku hjá forráðamönnum golfíþróttarinnar. 15.2.2011 18:15 Verður Tiger sektaður fyrir að hrækja? Það gengur lítið hjá Tiger Woods á golfvellinum um þessar mundir og hann varð aðeins í 20. sæti á Dubai Desert Classic mótinu sem lauk í dag. 13.2.2011 22:45 Quiros sigraði í Dubai Spánverjinn Alvaro Quiros fór með sigur af hómi í Dubai Desert Classic mótinu sem lauk í dag á Evrópumótaröðinni í golfi. Hann lék samtals á 11 höggum undir pari í mótinu og varð einu höggi betri en þeir Anders Hansen frá Danmörku og James Kingston frá Suður-Afríku. 13.2.2011 15:00 Tiger fær milljarða vegna golfvallar sem ekki er búið að byggja Viðskiptatímarít í sameinuðu arabísku furstadæmunum greinir frá því í dag að Tiger Woods hafi fengið tæplega 6,5 milljarða íslenskra króna fyrir að auglýsa golfparadís sem ekki er enn búið að byggja. 11.2.2011 19:00 Tiger Woods blandaði sér í baráttuna í Dubai Tiger Woods blandaði sér í baráttuna á Dubai meistaramótinu í golfi í morgun þegar hann lék á 66 höggum á öðrum keppnisdegi mótsins. Bandaríski kylfingurinn gerði engin mistök og fékk 6 fugla (-1) og hann er samtals á -7 höggum. Suður-Afríkumaðurinn Thomas Aiken er efstur þessa stundina á -10 en fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. 11.2.2011 10:30 McIlroy er efstur í Dubai – Tiger er sex höggum á eftir Rory McIlroy er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á Dubai meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Hinn 21 árs gamli Norður-Íri lék á 65 höggum eða 7 höggum undir pari og er hann tveimur höggum á undan Spánverjanum Sergio Garcia og Thomas Aiken frá Suður-Afríku. 10.2.2011 16:00 Ballesteros vill breyta Ryderkeppninni í golfi Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu. Ballesteros er á þeirri skoðun að fjölga ætti keppnisdögunum í Ryderkeppninni og keppnin stæði yfir í fjóra daga og allir 12 kylfingar úr báðum liðum myndu leika á hverjum einasta keppnisdegi. 10.2.2011 10:30 Ricky Fowler púttar á flötinni með framdekkinu (myndband) Það blása ferskir vindar á PGA mótaröðinni í golfi þar sem að ungir kylfingar á borð við nýliða ársins 2010, Ricky Fowler, hafa látið að sér kveða. Fowler var m.a. valinn í bandaríska Ryderliðið s.l. haust og mörg stórfyrirtæki hafa gert samstarfssamninga við hinn 22 ára gamla kylfing. 3.2.2011 11:30 Verður hinn 41 árs gamli Karlsson nýliði ársins? Robert Karlsson gæti orðið elsti nýliði ársins á PGA mótaröðinn í golfi en hinn 41 árs gamli kylfingur frá Svíþjóð ætlar að einbeita sér að PGA mótaröðinni á þessu ári. Karlsson hefur á undanförnum árum verið í fremstu röð á Evrópumótaröðinn en hann er fluttur með fjölskyldu sína til Norður-Karólínu og ætlar sér stóra hluti á nýjum „vinnustað“. 2.2.2011 11:30 Jhonattan Vegas stefnir á að bæta met í eigu Tiger Woods Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Vegas, sem er frá Venesúela, er á góðri leið með að slá met sem er í eigu Tiger Woods. Vegas er á góðri leið með að vinna sér inn 2 milljónir dala í verðlaunafé á PGA mótaröðinni með meiri hraða en Woods gerði á sínum tíma. 1.2.2011 16:30 Sjá næstu 50 fréttir
Tiger Woods hrapar eins og steinn niður heimslistann Kylfingar frá Evrópu eru í fjórum efstu sætunum á heimslistanum í golfi og það hefur ekki gerst frá 15. mars árið 1992. Tiger Woods hefur hrapað eins og steinn niður heimslistann á síðustu 12 mánuðum en hann er nú í fimmta sæti. Martin Kaymer frá Þýskalandi er efstur en hann er aðeins annar Þjóðverjinn sem nær þessum áfanga. 28.2.2011 10:00
Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. Fyrir sigurinn fékk Donald um 160 milljónir kr. í verðlaunafé. 28.2.2011 09:00
Kaymer nýr besti kylfingur heims Þjóðverjinn Martin Kaymer verður á toppi heimslistans í golfi þegar nýr listi verður kynntur á mánudag. Hann verður þar með besti kylfingur heims og fer upp fyrir Englendinginn Lee Westwood sem verið hefur efstur undanfarna mánuði. 27.2.2011 13:15
Ótrúlegir yfirburðir hjá Fowler gegn Mickelson Rickie Fowler sýndi ótrúleg tilþrif á öðrum keppnisdegi á heimsmótinu í holukeppni í golfi í gær þar sem hann "rúllaði“ upp Phil Mickelson í 2. umferð í 32-manna úrslitum. Hinn 22 ára gamli Fowler sýndi enga miskun og vann hinn þaulreynda Mickelson 6 / 5 – sem er stærsti ósigur Mickelson í holukeppni frá upphafi. Ungir kylfingar stálu senunni í gær á þessu sterka móti en Fowler var á 8 höggum undir pari þegar leiknum lauk á 13. holu. 25.2.2011 11:22
Tiger var bitlaus gegn Björn og er úr leik í Arizona Tiger Woods heldur áfram að koma á óvart en í gær var það á sjálfum golfvellinum þar sem hann tapaði gegn Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð á heimsmótinu í holukeppni í Arizona í Bandaríkjunum. 24.2.2011 10:03
Woods mætir Björn í fyrstu umferð í Arizona Flestir af bestu kylfingum heims eru mættir til æfinga í Arizona í Bandaríkjunum þar sem að heimsmótið í holukeppni hefst á fimmtudaginn. Tiger Woods er á meðal keppenda og mætir hann Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð. Alls eru 64 kylfingar á mótinu og er þeim skipt upp í fjóra riðla og eru 16 kylfingar í hverjum riðli. 22.2.2011 14:00
Woods baðst afsökunar á því að hafa hrækt á flötina í Dubai Tiger Woods baðst í gær afsökunar á því að hafa hrækt á flötina á lokadegi Dubai meistaramótsins sem lauk á sunnudaginn. Woods lét góða „slummu“ flakka á meðan hann var að undirbúa sig fyrir pútt og vakti hann ekki mikla lukku hjá forráðamönnum golfíþróttarinnar. 15.2.2011 18:15
Verður Tiger sektaður fyrir að hrækja? Það gengur lítið hjá Tiger Woods á golfvellinum um þessar mundir og hann varð aðeins í 20. sæti á Dubai Desert Classic mótinu sem lauk í dag. 13.2.2011 22:45
Quiros sigraði í Dubai Spánverjinn Alvaro Quiros fór með sigur af hómi í Dubai Desert Classic mótinu sem lauk í dag á Evrópumótaröðinni í golfi. Hann lék samtals á 11 höggum undir pari í mótinu og varð einu höggi betri en þeir Anders Hansen frá Danmörku og James Kingston frá Suður-Afríku. 13.2.2011 15:00
Tiger fær milljarða vegna golfvallar sem ekki er búið að byggja Viðskiptatímarít í sameinuðu arabísku furstadæmunum greinir frá því í dag að Tiger Woods hafi fengið tæplega 6,5 milljarða íslenskra króna fyrir að auglýsa golfparadís sem ekki er enn búið að byggja. 11.2.2011 19:00
Tiger Woods blandaði sér í baráttuna í Dubai Tiger Woods blandaði sér í baráttuna á Dubai meistaramótinu í golfi í morgun þegar hann lék á 66 höggum á öðrum keppnisdegi mótsins. Bandaríski kylfingurinn gerði engin mistök og fékk 6 fugla (-1) og hann er samtals á -7 höggum. Suður-Afríkumaðurinn Thomas Aiken er efstur þessa stundina á -10 en fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. 11.2.2011 10:30
McIlroy er efstur í Dubai – Tiger er sex höggum á eftir Rory McIlroy er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á Dubai meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Hinn 21 árs gamli Norður-Íri lék á 65 höggum eða 7 höggum undir pari og er hann tveimur höggum á undan Spánverjanum Sergio Garcia og Thomas Aiken frá Suður-Afríku. 10.2.2011 16:00
Ballesteros vill breyta Ryderkeppninni í golfi Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu. Ballesteros er á þeirri skoðun að fjölga ætti keppnisdögunum í Ryderkeppninni og keppnin stæði yfir í fjóra daga og allir 12 kylfingar úr báðum liðum myndu leika á hverjum einasta keppnisdegi. 10.2.2011 10:30
Ricky Fowler púttar á flötinni með framdekkinu (myndband) Það blása ferskir vindar á PGA mótaröðinni í golfi þar sem að ungir kylfingar á borð við nýliða ársins 2010, Ricky Fowler, hafa látið að sér kveða. Fowler var m.a. valinn í bandaríska Ryderliðið s.l. haust og mörg stórfyrirtæki hafa gert samstarfssamninga við hinn 22 ára gamla kylfing. 3.2.2011 11:30
Verður hinn 41 árs gamli Karlsson nýliði ársins? Robert Karlsson gæti orðið elsti nýliði ársins á PGA mótaröðinn í golfi en hinn 41 árs gamli kylfingur frá Svíþjóð ætlar að einbeita sér að PGA mótaröðinni á þessu ári. Karlsson hefur á undanförnum árum verið í fremstu röð á Evrópumótaröðinn en hann er fluttur með fjölskyldu sína til Norður-Karólínu og ætlar sér stóra hluti á nýjum „vinnustað“. 2.2.2011 11:30
Jhonattan Vegas stefnir á að bæta met í eigu Tiger Woods Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Vegas, sem er frá Venesúela, er á góðri leið með að slá met sem er í eigu Tiger Woods. Vegas er á góðri leið með að vinna sér inn 2 milljónir dala í verðlaunafé á PGA mótaröðinni með meiri hraða en Woods gerði á sínum tíma. 1.2.2011 16:30