Fleiri fréttir Bein útsending hafin frá PGA á Sýn Nú er hafin bein útsending á Sýn frá öðrum keppnisdegi á Bridgestone mótinu í Akron í Ohio sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á mótinu á 7 höggum undir pari, en hinn ótrúlegi Tiger Woods var þá í fjórða sætinu. Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla helgina. 25.8.2006 20:52 Adam Scott með forystu Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á Bridgestone mótinu í golfi sem fram fer í Akron í Ohio og er hluti af PGA mótaröðinni. Scott er á 7 höggum undir pari í fyrstu umferðinni, tveimur höggum á undan Bandaríkjamanninum Jason Gore. Tiger Woods er á meðal keppenda á mótinu og er á 3 höggum undir pari. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu um helgina. 25.8.2006 14:48 Birgir Leifur í stuði í Óðinsvéum Birgir Leifur Hafþórsson úr golfklúbbnum GKG er í fantaformi á áskorendamótinu í Óðinsvéum í Danmörku. Birgir lauk keppni á öðrum hring í morgun á fjórum höggum undir pari, líkt og á fyrsta hringnum í gær þegar hann lék á 66 höggum. Hann er því á meðal efstu manna á samtals átta höggum undir pari. 25.8.2006 13:37 Glæsilegur sigur hjá Tiger Woods Tiger Woods sýndi fádæma öryggi í dag þegar hann sigraði með yfirburðum á PGA risamótinu á Medinah vellinum í Illinois. Woods lék lokahringinn í dag á 68 höggum og lauk keppni á 18 höggum undir pari eða fimm höggum á undan Shaun Micheel sem hafnaði í öðru sæti á 13 höggum undir pari. Þetta er 12. risatitill Woods á ferlinum og aðeins Jack Nicklaus (18) hefur unnið fleiri í sögunni. 20.8.2006 22:48 Woods í forystu Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur forystu á PGA risamótinu í golfi sem nú stendur yfir á Medinah-vellinum í Illinois-fylki. Woods hefur náð þriggja högga forystu eftir fyrstu sex holurnar á lokahringnum, en næstur honum kemur David Weir. Sýn er með beina útsendingu frá mótinu. 20.8.2006 20:52 Luke Donald í forystu Luke Donald er sem stendur í efsta sæti á PGA mótinu í golfi sem stendur yfir í Illinois-fylki í Bandaríkjunum, en þetta er síðasta risamót sumarsins. Donald er á 12 höggum undir pari í þriðju umferð mótsins en þeir Shaun Micheel og Mike Weir koma fast á hæla hans á 11 undir pari. Tiger Woods er í góðri aðstöðu til að hefja atlögu að efstu mönnum eins og hans er von og vísa, en hann er tveimur höggum á eftir þeim á Medinah-vellinum. Sýn er með beinar útsendingar í gangi frá mótinu. 19.8.2006 20:17 Heiðar náði sér ekki á strik á lokahringnum Heiðar Davíð Bragason náði sér ekki á strik á lokadeginum á sænsku mótaröðinni í dag þegar hann lék á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann lauk því keppni á fimm höggum yfir pari og hafnaði í 53. sæti á mótinu. 19.8.2006 17:04 Stenson tekur forystu Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur eins höggs forystu eftir tvær umferðir á USPGA mótinu sem nú stendur yfir á Medinah vellinum í Chicago. Stenson lék annan hringinn á 68 höggum eða 4 höggum undir pari og er því einu höggi á undan Davis Lowe III sem vann sigur á mótinu árið 1997. Bein útsending verður frá mótinu á Sýn í kvöld. 18.8.2006 18:27 Heiðar á pari í Svíþjóð Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason er á pari eftir tvo fyrstu hringina á sænsku mótaröðinni í golfi sem fram fer á Haverdal vellinum. Heiðar lék á 71 höggi í dag eða einu höggi undir pari, en hann var á höggi yfir pari í gær. Heiðar er þó nokkuð langt frá efstu mönnum á mótinu. 18.8.2006 14:20 Heiðar Davíð á höggi yfir pari Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason úr Kili lék fyrsta hringinn á sænsku mótaröðinni á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari í dag. Keppnin fer fram í Haverdal í Svíþjóð og er efsti maður eftir fyrsta dag á sex höggum undir pari. 17.8.2006 20:43 PGA-mótið í beinni á Sýn í kvöld PGA-meistaramótið í golfi sem fram fer á Medinah-vellinum í Illinois hefst í kvöld og hest bein útsending frá mótinu klukkan 21:50. Það er Phil Mickelson sem á titil að verja á mótinu síðan í fyrra, en auk hans eru skráðir til leiks flestir af sterkustu kylfingum heims. Þetta er síðasta risamót sumarsins á PGA-mótaröðinni og Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla fjóra keppnisdagana. 17.8.2006 16:45 Slakur dagur hjá Michelle Wie Fyrsta umferðin í Opna breska meistaramóti kvenna í golfi stendur nú yfir á Royal Lytham og St Annes golfvellinum. Það er Juli Inkster frá Bandaríkjunum sem leiðir á sex höggum undir pari og hefur hún lokið hringnum. Michelle Wie hefur ekki náð sér á strik. 3.8.2006 19:43 Michelle Wie er klár í slaginn Bandaríska undrabarnið Michelle Wie sést hér slá uppúr sandgryfju á Royal Lytham og St Annes golfvellinum í Lytham á Norðvestur-Englandi í dag. Hún er að búa sig undir Opna breska meistaramótið sem hefst þann 3. ágúst næstkomandi. 1.8.2006 17:01 Sjá næstu 50 fréttir
Bein útsending hafin frá PGA á Sýn Nú er hafin bein útsending á Sýn frá öðrum keppnisdegi á Bridgestone mótinu í Akron í Ohio sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á mótinu á 7 höggum undir pari, en hinn ótrúlegi Tiger Woods var þá í fjórða sætinu. Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla helgina. 25.8.2006 20:52
Adam Scott með forystu Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á Bridgestone mótinu í golfi sem fram fer í Akron í Ohio og er hluti af PGA mótaröðinni. Scott er á 7 höggum undir pari í fyrstu umferðinni, tveimur höggum á undan Bandaríkjamanninum Jason Gore. Tiger Woods er á meðal keppenda á mótinu og er á 3 höggum undir pari. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu um helgina. 25.8.2006 14:48
Birgir Leifur í stuði í Óðinsvéum Birgir Leifur Hafþórsson úr golfklúbbnum GKG er í fantaformi á áskorendamótinu í Óðinsvéum í Danmörku. Birgir lauk keppni á öðrum hring í morgun á fjórum höggum undir pari, líkt og á fyrsta hringnum í gær þegar hann lék á 66 höggum. Hann er því á meðal efstu manna á samtals átta höggum undir pari. 25.8.2006 13:37
Glæsilegur sigur hjá Tiger Woods Tiger Woods sýndi fádæma öryggi í dag þegar hann sigraði með yfirburðum á PGA risamótinu á Medinah vellinum í Illinois. Woods lék lokahringinn í dag á 68 höggum og lauk keppni á 18 höggum undir pari eða fimm höggum á undan Shaun Micheel sem hafnaði í öðru sæti á 13 höggum undir pari. Þetta er 12. risatitill Woods á ferlinum og aðeins Jack Nicklaus (18) hefur unnið fleiri í sögunni. 20.8.2006 22:48
Woods í forystu Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur forystu á PGA risamótinu í golfi sem nú stendur yfir á Medinah-vellinum í Illinois-fylki. Woods hefur náð þriggja högga forystu eftir fyrstu sex holurnar á lokahringnum, en næstur honum kemur David Weir. Sýn er með beina útsendingu frá mótinu. 20.8.2006 20:52
Luke Donald í forystu Luke Donald er sem stendur í efsta sæti á PGA mótinu í golfi sem stendur yfir í Illinois-fylki í Bandaríkjunum, en þetta er síðasta risamót sumarsins. Donald er á 12 höggum undir pari í þriðju umferð mótsins en þeir Shaun Micheel og Mike Weir koma fast á hæla hans á 11 undir pari. Tiger Woods er í góðri aðstöðu til að hefja atlögu að efstu mönnum eins og hans er von og vísa, en hann er tveimur höggum á eftir þeim á Medinah-vellinum. Sýn er með beinar útsendingar í gangi frá mótinu. 19.8.2006 20:17
Heiðar náði sér ekki á strik á lokahringnum Heiðar Davíð Bragason náði sér ekki á strik á lokadeginum á sænsku mótaröðinni í dag þegar hann lék á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann lauk því keppni á fimm höggum yfir pari og hafnaði í 53. sæti á mótinu. 19.8.2006 17:04
Stenson tekur forystu Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur eins höggs forystu eftir tvær umferðir á USPGA mótinu sem nú stendur yfir á Medinah vellinum í Chicago. Stenson lék annan hringinn á 68 höggum eða 4 höggum undir pari og er því einu höggi á undan Davis Lowe III sem vann sigur á mótinu árið 1997. Bein útsending verður frá mótinu á Sýn í kvöld. 18.8.2006 18:27
Heiðar á pari í Svíþjóð Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason er á pari eftir tvo fyrstu hringina á sænsku mótaröðinni í golfi sem fram fer á Haverdal vellinum. Heiðar lék á 71 höggi í dag eða einu höggi undir pari, en hann var á höggi yfir pari í gær. Heiðar er þó nokkuð langt frá efstu mönnum á mótinu. 18.8.2006 14:20
Heiðar Davíð á höggi yfir pari Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason úr Kili lék fyrsta hringinn á sænsku mótaröðinni á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari í dag. Keppnin fer fram í Haverdal í Svíþjóð og er efsti maður eftir fyrsta dag á sex höggum undir pari. 17.8.2006 20:43
PGA-mótið í beinni á Sýn í kvöld PGA-meistaramótið í golfi sem fram fer á Medinah-vellinum í Illinois hefst í kvöld og hest bein útsending frá mótinu klukkan 21:50. Það er Phil Mickelson sem á titil að verja á mótinu síðan í fyrra, en auk hans eru skráðir til leiks flestir af sterkustu kylfingum heims. Þetta er síðasta risamót sumarsins á PGA-mótaröðinni og Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla fjóra keppnisdagana. 17.8.2006 16:45
Slakur dagur hjá Michelle Wie Fyrsta umferðin í Opna breska meistaramóti kvenna í golfi stendur nú yfir á Royal Lytham og St Annes golfvellinum. Það er Juli Inkster frá Bandaríkjunum sem leiðir á sex höggum undir pari og hefur hún lokið hringnum. Michelle Wie hefur ekki náð sér á strik. 3.8.2006 19:43
Michelle Wie er klár í slaginn Bandaríska undrabarnið Michelle Wie sést hér slá uppúr sandgryfju á Royal Lytham og St Annes golfvellinum í Lytham á Norðvestur-Englandi í dag. Hún er að búa sig undir Opna breska meistaramótið sem hefst þann 3. ágúst næstkomandi. 1.8.2006 17:01