Fleiri fréttir Þrír af átta bestu skyttunum í sænsku deildinni eru íslenskir Það er athyglisvert að skoða listann yfir bestu þriggja stiga skytturnar í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en þrír íslenskir leikmenn eru nú meðal þeirra átta efstu. Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson og Jakob Örn Sigurðarsonar hafa allir nýtt þriggja stiga skotin sín betur en 42 prósent það sem af er tímabilinu. 31.12.2010 20:00 Hver er þessi Blake Griffin? - tíu troðslur segja meira en mörg orð Blake Griffin hefur stimplað sig inn í NBA-deildin í körfubolta í vetur og þótt að lítið hafi gengið hjá liði hans Los Angeles Clippers er strákurinn kominn í hóp mest umtöluðu leikmanna deildarinnar. 31.12.2010 19:00 Helena og félagar í TCU enduðu árið 2010 með góðum sigri Helena Sverrisdóttir átti fínan leik þegar TCU vann 76-55 sigur á nágrönnum sínum í Texas Southern í bandaríska háskólaboltanum í nótt. Þetta var síðasta leikur ársins hjá TCU en liðið hefur unnið 7 af 13 leikjum sínum á tímabilinu. 31.12.2010 13:00 NBA: San Antonio vann Dallas og fimm í röð hjá Orlando San Antonio Spurs heldur áfram frábæru gengi sínu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í uppgjöri tveggja efstu liðana í Vestrinu. Orlando Magic er líka komið á skrið eftir risa-skiptin á dögunum og vann í nótt sinn fimmta leik í röð. 31.12.2010 11:00 Jón Arnór missir af tveimur fyrstu mánuðum ársins 2011 Jón Arnór Stefánsson meiddist á hné í tapleik Granada á móti Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta á dögunum og nú er komið í ljós að hann reif liðþófa og teygði á krossbandi. 31.12.2010 10:00 Kraftaverka-sigurkarfa Tyreke Evans í nótt - myndband Það var ótrúlegur endakaflinn í leik Sacramento Kings og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í nótt. O.J. Mayo hélt að hann hefði tryggt Memphis 98-97 sigur með frábærri körfu 1,5 sekúndum fyrir leikslok en Tyreke Evans átti lokaorðið þegar hann skoraði sigurkörfuna með sannkölluðu kraftaverkaskoti frá miðju. 30.12.2010 10:15 NBA: Dwyane Wade yfir 40 stigin annað kvöldið í röð Dwyane Wade skoraði yfir 40 stig annað kvöldið í röð þegar Miami Heat vann sinn tíunda útileik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics liðið tapaði óvænt fyrir Detroit Pistons en meistararnir í Los Angeles Lakers enduðu þriggja leikja taphrinu með sigri á New Orleans Hornets. Charlotte Bobcats er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína undir stjórn Paul Silas. 30.12.2010 09:00 Enn einn tapleikur CB Granada Jón Arnór Stefánsson skoraði fimm stig er lið hans, CB Granada, tapaði fyrir Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 86-79. 29.12.2010 22:42 Hlynur og Jakob fóru enn og aftur á kostum Sundvall er komið við topp sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir sigur á Södertälje í kvöld, 92-80, á útivelli. 29.12.2010 20:25 Shaq sektaður um fjórar milljónir Shaquille O’Neal leikmaður Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, fékk væna sekt fyrir að drulla yfir dómara á dögunum. Hann var þá mjög ósáttur þegar hann fékk sína sjöttu villu í glímu sinni við Dwight Howard, miðherja Orlando Magic, í leik liðanna um helgina. 29.12.2010 14:15 Logi stiga- og frákastahæstur í útisigri Solna Logi Gunnarsson var með 15 stig, 10 fráköst og 3 stolna bolta þegar Solna Vikings vann 71-65 útisigur á ecoÖrebro í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöldi. Solna hefur unnið 9 af 18 leikjum sínum og er í 6. sæti deildarinnar. 29.12.2010 10:15 NBA: Kobe klikkaði á 13 skotum í röð í tapi Lakers fyrir San Antonio Það gengur lítið hjá meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta þessa daganna en liðið tapaði fyrir San Antonio Spurs í nótt. Þetta var þriðji skellur Lakers-liðsins í röð og liðið hefur ekki skorað meira en 82 stig í þeim öllum. Miami Heat, Orlando Magic, Chicago Bulls og Boston Celtics unnu öll í nótt en Dallas Mavericks tapaði óvænt á heimavelli á móti Toronto. 29.12.2010 09:00 Hlynur besti leikmaður sænsku deildarinnar samkvæmt tölfræðinni Hlynur Bæringsson hefur spilað afar vel með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta og er eins og er efstur í fráköstum í deildinni og meðal efstu mann í bæði stigum og stoðsendingum. Hann er líka sá leikmaður sem skilar mestu til síns liðs í deildinni og er því samkvæmt tölfræðinni besti leikmaður deildarinnar. 28.12.2010 18:30 Snæfellingar reka báða erlendu leikmennina sína Snæfell hefur sagt upp samning við báða erlendu leikmennina í kvennaliði sínu, þeim Inga Muciniece og Sade Logan. Logan er annar bandaríski leikmaður Snæfellslðsins í vetur sem þarf að taka pokann sinn. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. 28.12.2010 15:00 NBA: Nowitzki meiddist en Dallas vann samt 17. sigurinn í 18 leikjum Dallas Mavericks vann tíu stiga sigur á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að missa stjörnuleikmann sinn Dirk Nowitzki meiddan af velli í fyrri hálfleik. Orlando Magic vann sinn þriðja leik í röð og Charlotte Bobcats vann sinn fyrsta leik undir stjórn Paul Silas. 28.12.2010 09:00 Blake Griffin með tvö af tíu flottustu tilþrifum næturinnar Blake Griffin, nýliði Los Angeles Clippers, hefur verið fastagestur í samantektum NBA-deildarinnar í körfubolta yfir flottustu tilþrifin á þessu tímabili. Tvær svakalegar troðslur Griffin í nótt komust inn á topp tíu listann og þar að auki fagnaði hann og félagar hans í Clippers góðum sigri. 27.12.2010 12:45 NBA: San Antonio og Chicago aftur á sigurbraut San Antonio Spurs og Chicago Bulls unnu bæði sína leiki í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir að sigurgöngur liðanna enduðu í leiknum á undan. Spurs vann Washington Wizards en Chicago vann nágrannana í Detroit í framlengingu. 27.12.2010 09:00 Leikmenn Wizards slógust á Þorláksmessu Tveir leikmenn Washington Wizards - Andray Blatche og JaVale McGee - hafa verið settir í eins leiks bann af félaginu fyrir ófagmannlega hegðun. 26.12.2010 22:15 Mikil sigling á drekunum frá Sundsvall Íslendingaliðið Sundsvall Dragons vann í kvöld sinn áttunda leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta er Borås Basket kom í heimsókn. 26.12.2010 22:10 Miami valtaði yfir Lakers - Orlando á siglingu Jólastórleikur NBA-deildarinnar stóð ekki undir væntingum þar sem Miami vann fyrirhafnarlítinn sigur á slöku liði LA Lakers. Kobe Bryant frumsýndi nýja, eiturgræna skó í leiknum sem einhverjir félaga hans notuðu líka en það virkaði ekki því leikmenn Lakers virtust vera með hugann við jólahaldið heima hjá sér. 26.12.2010 11:00 Kobe tekur á móti LeBron James í kvöld Það er boðið upp á jólakörfuboltaveislu á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld þegar LA Lakers tekur a móti Miami Heat. Þar mætast tveir bestu körfuboltamenn heims, Kobe Bryant og LeBron James. 25.12.2010 13:00 Skemmtilegur jólaslagari um Kobe Söngvaskáldið Ryan Parker er duglegur að setja saman sniðug lög og myndbönd á Youtube.Hann hefur nú gert hressandi lag um Kobe Bryant. 24.12.2010 21:00 Nowitzki með fyndin hreindýrahorn Leikmenn NBA-liðsins Dallas Mavericks virðast ekki eiga mikla framtíð fyrir sér sem söngvarar ef mið er tekið af frammistöðu þeirra í jólamyndbandi félagsins. 24.12.2010 19:00 NBA: Orlando stöðvaði San Antonio Orlando er komið með þrjá nýja leikmenn og þeir áttu fínan leik í nótt er Orlando batt enda á tíu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs í NBA-deildinni. 24.12.2010 11:00 Carmelo Anthony missti systur sína Carmelo Anthony, aðalstjarna NBA-körfuboltaliðsins Denver Nuggets, var ekki með liðinu á móti San Antonio Spurs í nótt. Hann fékk leyfi til að fara heim til fjölskyldu sinnar eftir að systir hans dó. 23.12.2010 22:30 27 leikja sigurganga TCU á heimavelli á enda Helena Sverrisdóttir skoraði fjórtán stig er lið hennar í bandaríska háskólaboltanum, TCU, tapaði fyrir Georgia á heimavelli, 60-57. 23.12.2010 11:15 NBA í nótt: Fjórtándi sigur Boston í röð Boston Celtics vann í nótt sinn fjórtánda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann þá sigur á Philadelphia, 84-80. 23.12.2010 09:19 Jackson orðinn þreyttur á jóladagsleikjunum Það er hefð fyrir því að bjóða upp á stórleiki í Bandaríkjunum á hátíðardögum. Stóru liðin í bandarísku íþróttalífi líða fyrir það og þá sérstaklega LA Lakers sem virðist alltaf eiga leik á jóladag. 22.12.2010 23:15 Larry Brown hættur sem þjálfari Charlotte Bobcats Michael Jordan, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Charlotte Bobcats, tilkynnti það í kvöld að Larry Brown væri hættur að þjálfa NBA-liðið en lítið hefur gengið hjá Bobcats-liðinu á þessu tímabili. 22.12.2010 21:42 Ótrúleg sigurganga hjá Connecticut - 89 sigurleikir í röð Kvennalið Connecticut háskólans í körfubolta setti nýtt met í hópíþróttum á þriðjudaginn þegar liðið sigraði Florida State 93-63 í NCAA háskóladeildinni. „UConn Huskies“ eins og liðið er kallað vestanhafs hefur nú unnið 89 deildarleiki í röð og bætti met karlaliðs UCLA sem vann 88 leiki í röð á árunum 1971-1974. 22.12.2010 12:30 NBA: Lakers steinlá á heimavelli gegn Bucks Leikmenn LA Lakers virtust vera komnir í jólafrí í nótt er þeir tóku á móti Milwaukee Bucks í Staples Center. Leikmenn Lakers voru meðvitundarlausir í leiknum og steinlágu. 22.12.2010 09:01 Fölsk jólakveðja frá LA Lakers Leikmenn NBA-meistara Los Angeles Lakers eru komnir í jólaskap og þeir hafa nú sent frá sér jólakveðju á netinu þar sem þeir syngja hið fræga jólalag "Jingle Bells." 21.12.2010 23:45 Dallas stöðvaði Miami Tólf leikja sigurhrina Miami Heat tók enda í nótt er liðið tapaði fyrir Dallas í æsispennandi leik. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig fyrir Dallas og Jason Terry var með 19. 21.12.2010 09:00 Hlynur og Jakob saman með 45 stig í sigri á toppliðinu Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson fóru á kostum í 94-88 sigri Sundsvall Dragons á toppliði LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi en Sundsvall var sterkari á lokasprettinum. 20.12.2010 21:06 Skil ekki hvað Svíar kalla nágrannaslagi Lið þeirra Hlyns Bæringssonar og Jakobs Arnar Sigurðarsonar, Sundsvall Dragons, á mikilvægan leik fyrir höndum í kvöld er það mætir toppliði deildarinnar, LF Basket. 20.12.2010 17:45 Þrettán sigrar í röð hjá Boston Meistarar LA Lakers luku í nótt sjö leikja ferðalagi er þeir skelltu Toronto í Kanada. Kobe Bryant atkvæðamestur í liði Lakers með 20 stig og Pau Gasol einnig sterkur með 19. Lakers tapaði aðeins einum leik á þessu ferðalagi. 20.12.2010 09:00 Logi með enn einn stórleikinn Logi Gunnarsson fór mikinn þegar að lið hans í sænsku úrvalsdeildinni, Solna, vann sigur á Borås í dag, 77-74. 19.12.2010 20:54 NBA í nótt: Fáliðaðir töframenn nálægt óvæntum sigri Miami Heat vann í nótt afar nauman sigur á Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, 95-94. 19.12.2010 11:00 NBA: Arenas, Turkoglu og Richardson til Orlando Það bárust stórtíðindi úr NBA-deildinni í körfubolta í kvöld en Orlando Magic hefur fengið þá Gilbert Arenas, Hedo Turkoglo og Jason Richardson til liðs við félagið. 18.12.2010 22:27 Jón Arnór stigahæstur í tapleik Jón Arnór Stefánsson skoraði fimmtán stig fyrir CB Granada sem tapaði fyrir Lagun Aro í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 75-68, á heimavelli. 18.12.2010 23:15 LeBron James fór á kostum í New York LeBron James hefur alltaf liðið vel í Madison Square Garden í New York og það var engin undantekning á því í nótt er Miami Heat vann þar sigur á New York Knicks, 113-91. 18.12.2010 11:19 Stórleikur Loga dugði ekki til sigurs Tveir Íslendingar voru á ferðinni í sænska körfuboltanum í kvöld og báðir máttu þeir sætta sig við að vera í tapliði að þessu sinni. 17.12.2010 19:44 Tekst LeBron og félögum að hemja Stoudemire Madison Square Garden? Einn af stórleikjum ársins í NBA deildinni í körfuknattleik fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York þar sem að heimamenn í NY Knicks taka á móti Miami Heat þar sem að þríeykið LeBron James, Dwayne Wade og Chris Bosh ráða ríkjum. Leikurinn verður sýndir á Stöð 2 sport og hefst útsending á miðnætti. 17.12.2010 14:29 NBA í nótt: Ginobili aftur hetja San Antonio Manu Ginobili er sjóðandi heitur með liði San Antonio í NBA-deildinni í körfubolta um þessar mundir. 17.12.2010 09:20 Pálmi Freyr: „Það er bara kostur að vera örvhentur“ „Það er bara kostur að vera örvhentur,“ sagði Pálmi Freyr Sigurgeirsson eftir 94-80 sigur Snæfells gegn KR í Iceland Express deild karla. Pálmi var „sjóðheitur“ fyrir utan þriggja stiga línuna en hann setti 7 skot ofaní og var með 70% nýtingu. Pálmi segir að hann hafi mikla trú á Snæfellsliðinu sem gekk í gegnum miklar breytingar í sumar eftir frábært tímabil í fyrra þar sem liðið fagnaði Íslands – og bikarmeistaratitlinum. 17.12.2010 00:32 Sjá næstu 50 fréttir
Þrír af átta bestu skyttunum í sænsku deildinni eru íslenskir Það er athyglisvert að skoða listann yfir bestu þriggja stiga skytturnar í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en þrír íslenskir leikmenn eru nú meðal þeirra átta efstu. Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson og Jakob Örn Sigurðarsonar hafa allir nýtt þriggja stiga skotin sín betur en 42 prósent það sem af er tímabilinu. 31.12.2010 20:00
Hver er þessi Blake Griffin? - tíu troðslur segja meira en mörg orð Blake Griffin hefur stimplað sig inn í NBA-deildin í körfubolta í vetur og þótt að lítið hafi gengið hjá liði hans Los Angeles Clippers er strákurinn kominn í hóp mest umtöluðu leikmanna deildarinnar. 31.12.2010 19:00
Helena og félagar í TCU enduðu árið 2010 með góðum sigri Helena Sverrisdóttir átti fínan leik þegar TCU vann 76-55 sigur á nágrönnum sínum í Texas Southern í bandaríska háskólaboltanum í nótt. Þetta var síðasta leikur ársins hjá TCU en liðið hefur unnið 7 af 13 leikjum sínum á tímabilinu. 31.12.2010 13:00
NBA: San Antonio vann Dallas og fimm í röð hjá Orlando San Antonio Spurs heldur áfram frábæru gengi sínu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í uppgjöri tveggja efstu liðana í Vestrinu. Orlando Magic er líka komið á skrið eftir risa-skiptin á dögunum og vann í nótt sinn fimmta leik í röð. 31.12.2010 11:00
Jón Arnór missir af tveimur fyrstu mánuðum ársins 2011 Jón Arnór Stefánsson meiddist á hné í tapleik Granada á móti Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta á dögunum og nú er komið í ljós að hann reif liðþófa og teygði á krossbandi. 31.12.2010 10:00
Kraftaverka-sigurkarfa Tyreke Evans í nótt - myndband Það var ótrúlegur endakaflinn í leik Sacramento Kings og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í nótt. O.J. Mayo hélt að hann hefði tryggt Memphis 98-97 sigur með frábærri körfu 1,5 sekúndum fyrir leikslok en Tyreke Evans átti lokaorðið þegar hann skoraði sigurkörfuna með sannkölluðu kraftaverkaskoti frá miðju. 30.12.2010 10:15
NBA: Dwyane Wade yfir 40 stigin annað kvöldið í röð Dwyane Wade skoraði yfir 40 stig annað kvöldið í röð þegar Miami Heat vann sinn tíunda útileik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics liðið tapaði óvænt fyrir Detroit Pistons en meistararnir í Los Angeles Lakers enduðu þriggja leikja taphrinu með sigri á New Orleans Hornets. Charlotte Bobcats er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína undir stjórn Paul Silas. 30.12.2010 09:00
Enn einn tapleikur CB Granada Jón Arnór Stefánsson skoraði fimm stig er lið hans, CB Granada, tapaði fyrir Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 86-79. 29.12.2010 22:42
Hlynur og Jakob fóru enn og aftur á kostum Sundvall er komið við topp sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir sigur á Södertälje í kvöld, 92-80, á útivelli. 29.12.2010 20:25
Shaq sektaður um fjórar milljónir Shaquille O’Neal leikmaður Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, fékk væna sekt fyrir að drulla yfir dómara á dögunum. Hann var þá mjög ósáttur þegar hann fékk sína sjöttu villu í glímu sinni við Dwight Howard, miðherja Orlando Magic, í leik liðanna um helgina. 29.12.2010 14:15
Logi stiga- og frákastahæstur í útisigri Solna Logi Gunnarsson var með 15 stig, 10 fráköst og 3 stolna bolta þegar Solna Vikings vann 71-65 útisigur á ecoÖrebro í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöldi. Solna hefur unnið 9 af 18 leikjum sínum og er í 6. sæti deildarinnar. 29.12.2010 10:15
NBA: Kobe klikkaði á 13 skotum í röð í tapi Lakers fyrir San Antonio Það gengur lítið hjá meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta þessa daganna en liðið tapaði fyrir San Antonio Spurs í nótt. Þetta var þriðji skellur Lakers-liðsins í röð og liðið hefur ekki skorað meira en 82 stig í þeim öllum. Miami Heat, Orlando Magic, Chicago Bulls og Boston Celtics unnu öll í nótt en Dallas Mavericks tapaði óvænt á heimavelli á móti Toronto. 29.12.2010 09:00
Hlynur besti leikmaður sænsku deildarinnar samkvæmt tölfræðinni Hlynur Bæringsson hefur spilað afar vel með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta og er eins og er efstur í fráköstum í deildinni og meðal efstu mann í bæði stigum og stoðsendingum. Hann er líka sá leikmaður sem skilar mestu til síns liðs í deildinni og er því samkvæmt tölfræðinni besti leikmaður deildarinnar. 28.12.2010 18:30
Snæfellingar reka báða erlendu leikmennina sína Snæfell hefur sagt upp samning við báða erlendu leikmennina í kvennaliði sínu, þeim Inga Muciniece og Sade Logan. Logan er annar bandaríski leikmaður Snæfellslðsins í vetur sem þarf að taka pokann sinn. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. 28.12.2010 15:00
NBA: Nowitzki meiddist en Dallas vann samt 17. sigurinn í 18 leikjum Dallas Mavericks vann tíu stiga sigur á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að missa stjörnuleikmann sinn Dirk Nowitzki meiddan af velli í fyrri hálfleik. Orlando Magic vann sinn þriðja leik í röð og Charlotte Bobcats vann sinn fyrsta leik undir stjórn Paul Silas. 28.12.2010 09:00
Blake Griffin með tvö af tíu flottustu tilþrifum næturinnar Blake Griffin, nýliði Los Angeles Clippers, hefur verið fastagestur í samantektum NBA-deildarinnar í körfubolta yfir flottustu tilþrifin á þessu tímabili. Tvær svakalegar troðslur Griffin í nótt komust inn á topp tíu listann og þar að auki fagnaði hann og félagar hans í Clippers góðum sigri. 27.12.2010 12:45
NBA: San Antonio og Chicago aftur á sigurbraut San Antonio Spurs og Chicago Bulls unnu bæði sína leiki í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir að sigurgöngur liðanna enduðu í leiknum á undan. Spurs vann Washington Wizards en Chicago vann nágrannana í Detroit í framlengingu. 27.12.2010 09:00
Leikmenn Wizards slógust á Þorláksmessu Tveir leikmenn Washington Wizards - Andray Blatche og JaVale McGee - hafa verið settir í eins leiks bann af félaginu fyrir ófagmannlega hegðun. 26.12.2010 22:15
Mikil sigling á drekunum frá Sundsvall Íslendingaliðið Sundsvall Dragons vann í kvöld sinn áttunda leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta er Borås Basket kom í heimsókn. 26.12.2010 22:10
Miami valtaði yfir Lakers - Orlando á siglingu Jólastórleikur NBA-deildarinnar stóð ekki undir væntingum þar sem Miami vann fyrirhafnarlítinn sigur á slöku liði LA Lakers. Kobe Bryant frumsýndi nýja, eiturgræna skó í leiknum sem einhverjir félaga hans notuðu líka en það virkaði ekki því leikmenn Lakers virtust vera með hugann við jólahaldið heima hjá sér. 26.12.2010 11:00
Kobe tekur á móti LeBron James í kvöld Það er boðið upp á jólakörfuboltaveislu á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld þegar LA Lakers tekur a móti Miami Heat. Þar mætast tveir bestu körfuboltamenn heims, Kobe Bryant og LeBron James. 25.12.2010 13:00
Skemmtilegur jólaslagari um Kobe Söngvaskáldið Ryan Parker er duglegur að setja saman sniðug lög og myndbönd á Youtube.Hann hefur nú gert hressandi lag um Kobe Bryant. 24.12.2010 21:00
Nowitzki með fyndin hreindýrahorn Leikmenn NBA-liðsins Dallas Mavericks virðast ekki eiga mikla framtíð fyrir sér sem söngvarar ef mið er tekið af frammistöðu þeirra í jólamyndbandi félagsins. 24.12.2010 19:00
NBA: Orlando stöðvaði San Antonio Orlando er komið með þrjá nýja leikmenn og þeir áttu fínan leik í nótt er Orlando batt enda á tíu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs í NBA-deildinni. 24.12.2010 11:00
Carmelo Anthony missti systur sína Carmelo Anthony, aðalstjarna NBA-körfuboltaliðsins Denver Nuggets, var ekki með liðinu á móti San Antonio Spurs í nótt. Hann fékk leyfi til að fara heim til fjölskyldu sinnar eftir að systir hans dó. 23.12.2010 22:30
27 leikja sigurganga TCU á heimavelli á enda Helena Sverrisdóttir skoraði fjórtán stig er lið hennar í bandaríska háskólaboltanum, TCU, tapaði fyrir Georgia á heimavelli, 60-57. 23.12.2010 11:15
NBA í nótt: Fjórtándi sigur Boston í röð Boston Celtics vann í nótt sinn fjórtánda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann þá sigur á Philadelphia, 84-80. 23.12.2010 09:19
Jackson orðinn þreyttur á jóladagsleikjunum Það er hefð fyrir því að bjóða upp á stórleiki í Bandaríkjunum á hátíðardögum. Stóru liðin í bandarísku íþróttalífi líða fyrir það og þá sérstaklega LA Lakers sem virðist alltaf eiga leik á jóladag. 22.12.2010 23:15
Larry Brown hættur sem þjálfari Charlotte Bobcats Michael Jordan, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Charlotte Bobcats, tilkynnti það í kvöld að Larry Brown væri hættur að þjálfa NBA-liðið en lítið hefur gengið hjá Bobcats-liðinu á þessu tímabili. 22.12.2010 21:42
Ótrúleg sigurganga hjá Connecticut - 89 sigurleikir í röð Kvennalið Connecticut háskólans í körfubolta setti nýtt met í hópíþróttum á þriðjudaginn þegar liðið sigraði Florida State 93-63 í NCAA háskóladeildinni. „UConn Huskies“ eins og liðið er kallað vestanhafs hefur nú unnið 89 deildarleiki í röð og bætti met karlaliðs UCLA sem vann 88 leiki í röð á árunum 1971-1974. 22.12.2010 12:30
NBA: Lakers steinlá á heimavelli gegn Bucks Leikmenn LA Lakers virtust vera komnir í jólafrí í nótt er þeir tóku á móti Milwaukee Bucks í Staples Center. Leikmenn Lakers voru meðvitundarlausir í leiknum og steinlágu. 22.12.2010 09:01
Fölsk jólakveðja frá LA Lakers Leikmenn NBA-meistara Los Angeles Lakers eru komnir í jólaskap og þeir hafa nú sent frá sér jólakveðju á netinu þar sem þeir syngja hið fræga jólalag "Jingle Bells." 21.12.2010 23:45
Dallas stöðvaði Miami Tólf leikja sigurhrina Miami Heat tók enda í nótt er liðið tapaði fyrir Dallas í æsispennandi leik. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig fyrir Dallas og Jason Terry var með 19. 21.12.2010 09:00
Hlynur og Jakob saman með 45 stig í sigri á toppliðinu Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson fóru á kostum í 94-88 sigri Sundsvall Dragons á toppliði LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi en Sundsvall var sterkari á lokasprettinum. 20.12.2010 21:06
Skil ekki hvað Svíar kalla nágrannaslagi Lið þeirra Hlyns Bæringssonar og Jakobs Arnar Sigurðarsonar, Sundsvall Dragons, á mikilvægan leik fyrir höndum í kvöld er það mætir toppliði deildarinnar, LF Basket. 20.12.2010 17:45
Þrettán sigrar í röð hjá Boston Meistarar LA Lakers luku í nótt sjö leikja ferðalagi er þeir skelltu Toronto í Kanada. Kobe Bryant atkvæðamestur í liði Lakers með 20 stig og Pau Gasol einnig sterkur með 19. Lakers tapaði aðeins einum leik á þessu ferðalagi. 20.12.2010 09:00
Logi með enn einn stórleikinn Logi Gunnarsson fór mikinn þegar að lið hans í sænsku úrvalsdeildinni, Solna, vann sigur á Borås í dag, 77-74. 19.12.2010 20:54
NBA í nótt: Fáliðaðir töframenn nálægt óvæntum sigri Miami Heat vann í nótt afar nauman sigur á Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, 95-94. 19.12.2010 11:00
NBA: Arenas, Turkoglu og Richardson til Orlando Það bárust stórtíðindi úr NBA-deildinni í körfubolta í kvöld en Orlando Magic hefur fengið þá Gilbert Arenas, Hedo Turkoglo og Jason Richardson til liðs við félagið. 18.12.2010 22:27
Jón Arnór stigahæstur í tapleik Jón Arnór Stefánsson skoraði fimmtán stig fyrir CB Granada sem tapaði fyrir Lagun Aro í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 75-68, á heimavelli. 18.12.2010 23:15
LeBron James fór á kostum í New York LeBron James hefur alltaf liðið vel í Madison Square Garden í New York og það var engin undantekning á því í nótt er Miami Heat vann þar sigur á New York Knicks, 113-91. 18.12.2010 11:19
Stórleikur Loga dugði ekki til sigurs Tveir Íslendingar voru á ferðinni í sænska körfuboltanum í kvöld og báðir máttu þeir sætta sig við að vera í tapliði að þessu sinni. 17.12.2010 19:44
Tekst LeBron og félögum að hemja Stoudemire Madison Square Garden? Einn af stórleikjum ársins í NBA deildinni í körfuknattleik fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York þar sem að heimamenn í NY Knicks taka á móti Miami Heat þar sem að þríeykið LeBron James, Dwayne Wade og Chris Bosh ráða ríkjum. Leikurinn verður sýndir á Stöð 2 sport og hefst útsending á miðnætti. 17.12.2010 14:29
NBA í nótt: Ginobili aftur hetja San Antonio Manu Ginobili er sjóðandi heitur með liði San Antonio í NBA-deildinni í körfubolta um þessar mundir. 17.12.2010 09:20
Pálmi Freyr: „Það er bara kostur að vera örvhentur“ „Það er bara kostur að vera örvhentur,“ sagði Pálmi Freyr Sigurgeirsson eftir 94-80 sigur Snæfells gegn KR í Iceland Express deild karla. Pálmi var „sjóðheitur“ fyrir utan þriggja stiga línuna en hann setti 7 skot ofaní og var með 70% nýtingu. Pálmi segir að hann hafi mikla trú á Snæfellsliðinu sem gekk í gegnum miklar breytingar í sumar eftir frábært tímabil í fyrra þar sem liðið fagnaði Íslands – og bikarmeistaratitlinum. 17.12.2010 00:32