Fleiri fréttir

118 kílóa miðherji á leið á Krókinn

Tindastólsmenn eru búnir að finna eftirmann Amani Bin Daanish fyrir seinni hluta Iceland Express deildarinnar. Sá kappi er ekki að minni gerðinni en hinn 206 sm og 118 kíló Kenney Boyd hefur samið við Tindastól um að klára tímabilið í Skagafirðinum.

Jón Arnar hættur sem þjálfari ÍR-liðsins

Jón Arnar Ingvarsson hefur óskað eftir því við körfuknattleiksdeild ÍR að láta af störfum sem þjálfari karlaliðsins í Iceland Express deildinni en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild ÍR.

NBA: Sigrar hjá Lakers og Cleveland

Síðasta vika hefur verið erfið hjá Lakers. Fyrir leikinn gegn Golden State í nótt hafði liðið tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum, liðið var án Ron Artest og ekki að spila vel.

Jakob stigahæstur í sigri Sundsvall

Jakob Sigurðarson var stigahæstur í liði Sundsvall sem vann sigur á 08 Stockholm á útivelli, 90-74, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

NBA: Phoenix skellti Lakers

Phoenix Suns vann einn sinn stærsta sigur í vetur í nótt er liðið rúllaði yfir meistara LA Lakers. Liðið er nú 20-12 eftir líklega erfiðasta leikjaplan allra liða það sem af er vetri.

Lakers-liðið þurfti tvær framlengingar til að vinna Sacramento

Kobe Bryant skoraði 38 stig og hjálpaði Los Angeles Lakers að komast aftur á sigurbraut daginn eftir vandræðalegt tap á móti Cleveland á heimavelli á jóladag. Lakers-liðið þurfti reyndar tvær framlengingar til þess að vinna Sacramento Kings.

Einvígi Kobe Bryant og LeBron James í kvöld

Leik Los Angeles Lakers og Cleveland Cavaliers í kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þar mætast tveir bestu körfuboltamenn í heiminum í dag, um það verður varla deilt.

Helena fyrst til að vera valin fimm ár í röð

Helena Sverrisdóttir og Jón Arnór Stefánsson voru í gær valin körfuknattleikskona og körfuknattleiksmaður ársins 2009 af Körfuknattleikssambandi Íslands. Þau settu bæði með því met, Jón Arnór fékk þessa útnefningu í sjöunda sinn og Helena varð fyrst til þess að hljóta hana fimm ár í röð.

Phoenix tapaði fyrsta heimaleiknum á tímabilinu

Cleveland Cavaliers varð fyrsta liðið til að vinna í Phoenix á þessu NBA-tímabili þegar liðið vann 109-91 sigur í nótt. Phoenix Suns var búið að vinna alla tíu heimaleiki sína til þessa og alls 19 heimaleiki í röð.

Gasol nálægt því að framlengja við Lakers

Það er fátt sem bendir til þess að Lakers-maskínan sé að fara að leysast upp því Pau Gasol og Kobe Bryant eru líklega báðir að gera nýjan samning við NBA-meistarana.

Dallas vann Cleveland án Dirk Nowitzki

Dallas Mavericks vann 102-95 sigur á Cleveland í NBA-deildinni í nótt og spillti þar með 500. leiknum hjá LeBron James. Dirk Nowitzki gat ekki spilað með Dallas þar sem hann var enn að jafna sig eftir að hafa fengið tennur Carls Landry hjá Houston í olnbogann.

Helena náði sínu 500. frákasti

Helena Sverrisdóttir náði merkum áfanga þegar að háskólalið hennar, TCU, vann auðveldan sigur á Sam Houston í dag, 83-65.

KR tapaði aftur í Kína

KR tapaði fyrir Beijing Aoeshen í síðari sýningarleik liðanna í Chengdu í Kína í morgun, 104-81.

NBA í nótt: Duncan tryggði San Antonio sigur

Tim Duncan tryggði San Antonio nauman sigur á Indiana, 100-99, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann gerði það með stæl en hann tróð yfir Roy Hibbert þegar 4,6 sekúndur voru til leiksloka.

KR tapaði í Kína

KR tapaði í morgun fyrir Beijing Aoeshen í sýningarleik sem fór fram í Chengdu. Lokatölur voru 101-73.

Þrjú lið jöfn á toppi 1. deildar karla um jólin

Ármann vann óvæntan 83-77 sigur á toppliði KFÍ í 1. deild karla í Laugardalshöllinni í kvöld sem þýðir að Haukar og Skallagrímur eru með jöfn mörg stig og Ísfirðingar þegar deildin fer í jólafrí.

Rekinn frá tveimur íslenskum liðum á tveimur mánuðum

Amani Bin Daanish, bandaríski framherjinn hjá Tindastól, lék sinn síðasta leik með Stólunum á tímabilinu þegar Tindastóll vann 90-75 sigur á Fjölni í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Daanish var látinn fara frá Grindavík í október.

Umfjöllun: Sameinað átak kom KR-konum aftur á sigurbrautina

KR-konur eru komnar aftur á sigurbraut í kvennakörfunni eftir fimmtán stiga sigur á Keflavík, 70-55, í DHL-Höllinni í kvöld. Það má segja að frábær liðsvörn og sameinað átak í sókninni hafi lagt grunninn að sigrinum eitthvað sem KR-liðið hefur farið langt á í vetur en vantaði tilfinnanlega í bikartapinu á móti Hamar á dögunum.

Hildur: Það komu allar tilbúnar í þennan leik

„Þetta var mjög mikilvægur sigur sem kemur okkur vonandi á sporið aftur. Það var vörnin sem klikkaði í bikartapinu á móti Hamar og núna vorum við að spila klassavörn," sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR eftir 70-55 sigur KR á Keflavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld.

IE-deild kvenna: Úrslit og stigaskor

Kvennalið KR hélt sigurgöngu sinni í Iceland Express-deild kvenna áfram í kvöld. Breyttu engu að liðið væri án þjálfara síns, Benedikts Guðmundssonar, sem er á leið til Kína með karlaliði félagsins.

Benedikt stjórnar ekki KR-liðinu í kvöld - er á leið til Kína með karlaliðinu

Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, stjórnar liði sínu ekki á móti Keflavík í stórleik Iceland Express deild kvenna í kvöld. Benedikt flaug með meistaraflokki KR til Kína í morgun þar sem Íslandsmeistararnir mæta kínverska liðinu Beijing Aoshen í tveimur sýningarleikjum um næstu helgi. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Bandaríkin í riðil með Írönum á HM í körfubolta

Bandaríska körfuboltalandsliðið verður í riðli með Írönum á HM í Tyrklandi á næsta ári en dregið var í riðla í kvöld. Eins og flestir vita er sambandið á milli þjóðanna ekki upp á það besta þessa daganna.

Ingi Þór: Johnson var munurinn á liðunum

„Tommy Johnson var sjóðheitur í kvöld og mér fannst hann vera munurinn á liðunum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir að hans lið beið lægri hlut fyrir KR í Iceland Express-deildinni.

KR-ingar unnu Snæfellinga og fóru á toppinn

KR-ingar fara með bros á vör upp í flugvélina til Kína eftir sex stiga sigur á Snæfelli, 97-91, í fyrsta leik ellefu umferðar Iceland Express deildar karla í DHL-Höllinni í kvöld. KR komst í efsta sæti deildarinnar með þessum sigri sem var öruggari en lokatölur gefa til kynna.

Tveir stórleikir í Keflavík

Dregið var í dag í fjórðungsúrslit karla og kvenna í Subway-bikarkeppni karla. Leikirnir fara fram 16. og 17. janúar.

Sjá næstu 50 fréttir