Fleiri fréttir Magnús vann þriggja stiga keppnina Stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson vann þriggja stiga keppnina sem fram fór á Stjörnuleiksdegi KKÍ í dag. 12.12.2009 17:17 Davis marði Ólaf í troðslukeppninni Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson náði ekki að vinna troðslukeppnina í ár. Hann laut í lægra haldi gegn John Davis úr Ármanni eftir harða keppni. 12.12.2009 17:13 Landsliðsmennirnir lögðu stjörnurnar Fyrrum landsliðsmenn í körfubolta lentu í litlum vandræðum með lið landsþekktra einstaklinga í skemmtileik sem fór fram fyrir stjörnuleik karla í dag. Landsliðið vann 12 stiga sigur, 39-27, en leikurinn var augljóslega í styttri kantinum. 12.12.2009 16:47 Heather með þrennu í stjörnuleiknum Heater Ezell úr Haukum var valinn maður stjörnuleiks kvenna í dag en hún náði glæsilegri þrennu. Skoraði 29 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. 12.12.2009 16:39 Kristi vann þriggja stiga keppnina Stjörnuhelgi KKÍ er nú í fullum gangi í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Kristi Smith, leikmaður Keflavíkur, varð hlutskörpust í þriggja stiga keppninni hjá konunum. 12.12.2009 14:52 NBA; Kobe brákaði fingur og Shaq fékk putta í augað Los Angeles Lakers vann sinn ellefta leik í röð í nótt þegar Úlfarnir frá Minnesota litu við í Staples höllinni. 12.12.2009 13:00 Nú tapaði Sundsvall í framlengingu Jakob Sigurðarson var stigahæstur í liði Sundsvall er liðið tapaði fyrir Uppsala í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í framlengdum leik í kvöld, 98-88. 11.12.2009 21:50 Dugnaður Jóns Arnórs hjálpaði mikið til - má spila á ný Jón Arnór Stefánsson hefur fengið leyfi frá læknum CB Granada til að fara að spila á ný með liðinu í spænsku úrvalsdeildinni en hann meiddist illa á baki í æfingaleik á móti rússneska liðinu Khimki 1. október. 11.12.2009 14:00 NBA: Níu sigrar í röð hjá Celtics Boston Celtics vann dramatískan sigur á Washington Wizards, 104-102, í nótt. Þetta var níundi sigur Celtics í röð í deildinni og liðið hefur þess utan unnið tíu af síðustu ellefu útileikjum sínum. 11.12.2009 09:09 NBA: Tíu sigrar í röð hjá Lakers Það er gríðarleg sigling á meisturum LA Lakers í NBA-deildinni þessa dagana. Liðið rúllaði yfir Utah í fjórða leikhluta í nótt og vann um leið sinn tíunda leik í röð. Lakers er nú 17-3. 10.12.2009 09:00 Haukar unnu í Stykkishólmi Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Snæfelli í Iceland Express deild kvenna, 77-63, í Stykkishólmi. 9.12.2009 21:03 Helgi Már og félagar töpuðu toppslagnum Helgi Már Magnússon og félagar í Solna töpuðu í kvöld fyrir Norrköping, 92-88, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinn í körfubolta. 9.12.2009 20:37 NBA: Memphis skellti Cleveland Memphis Grizzlies gerði sér lítið fyrir í nótt og lagði Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni. Skipti engu máli að LeBron James hefði skorað 43 stig fyrir Cleveland í leiknum. 9.12.2009 09:00 Jakob tryggði Sundsvall sigur í framlengingu Jakob Sigurðarson var hetja Sundsvall er hann tryggði sínum mönnum sigur á Södertälje í framlengdum leik í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, 82-81. 8.12.2009 22:58 NBA: Iverson tapaði í endurkomuleiknum Allen Iverson snéri aftur í NBA-boltann í nótt er hann lék á ný með Philadelphia Sixers. Liðið mætti hans gamla félagi, Denver, og varð að sætta sig við tap. Góðu tíðindin fyrir Sixers voru þau að uppselt var í fyrsta skipti á leik hjá liðinu í vetur. 8.12.2009 09:04 Fær líflátshótanir frá mafíunni Fyrrum NBA-dómarinn Tim Donaghy reynir það sem hann getur til þess að bjarga glötuðu orðspori sínu. Hann heldur því nú fram að hann hafi ekki reynt að hagræða úrslitum leikja þó svo það þýddi að hann tapaði peningum og fengi mafíuna upp á móti sér. 7.12.2009 11:00 NBA: Níu sigrar hjá Lakers í röð Los Angeles Lakers er á mikilli siglingu í NBA-deildinni. Liðið rúllaði yfir Phoenix í nótt og vann um leið sinn níunda leik í röð. Lakers varð aðeins þriðja liðið í vetur sem tekst að halda Suns undir 100 stigum. 7.12.2009 09:00 Skoraði 48 af 55 stigum sínum með þriggja stiga skotum Sean Burton, bandarískur bakvörður Snæfellinga, var heldur betur í stuði í 130-75 sigurleik liðsins á Hamar í Subwaybikarnum í kvöld. Burton skoraði 55 stig þar af 48 þeirra úr þriggja stiga skotum. Burton hitti úr 16 af 20 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. 6.12.2009 22:30 Ágúst: Virkilega stoltur af mínu liði Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs Hamars, var kampakátur með sigurinn á KR í kvöld. Hamarsliðið er nú komið áfram í átta liða úrslit Subway-bikarsins. 6.12.2009 21:33 Benedikt: Vörnin náði sér ekki á strik Kvennalið Hamars vann KR með tíu stiga mun í Vesturbænum í kvöld. Þetta var fyrsta tap KR á tímabilinu og er liðið úr leik í Subway-bikarnum en Hamar fer áfram í átta liða úrslit. 6.12.2009 21:26 Umfjöllun: Hamar fyrst liða til að leggja KR Hamar frá Hveragerði komst í kvöld í átta liða úrslit Subway-bikarsins í kvennaflokki. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann virkilega sterkan tíu stiga sigur á KR í Vesturbænum, lokatölur urðu 64-74. 6.12.2009 21:11 Hamar sló bikarmeistara KR út í DHL-Höllinni Hamar varð fyrsta liðið til þess að vinna KR í kvennakörfunni í vetur þegar liðið vann tíu stiga sigur á KR, 64-74, í DHL-Höllinni í kvöld. KR var með frumkvæðið framan af leik en frábær sprettur Hamars í upphafi fjórða leikhluta lagði grunninn að sigrinum. 6.12.2009 20:56 Snæfell, ÍR og Fjölnir fóru áfram í bikarnum Iceland Express deildar liðin Snæfell, ÍR og Fjölnir eru öll komin í átta liða úrslit Subway-bikars karla eftir sigra í leikjum sínum í sextán liða úrslitunum í kvöld. Snæfell vann 130-75 sigur á Hamar í Hólminum, ÍR vann 93-86 sigur á KFÍ á Ísafirði og Fjölnir vann 84-63 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. 6.12.2009 20:51 Oden meiddist illa á hné - tímabilið er búið hjá honum Greg Oden, miðherji Portland Trail Blazers í NBA-deildinni, meiddist illa á hné í sigri liðsins á Houston Rockets í nótt. Oden lenti í samstuði við Aaron Brooks hjá Houston og meiddist illa á vinstri hnéskel. Leikurinn var stopp í sjö mínútur á meðan var hlúð að Oden. Oden fór strax í myndatöku og þarf að fara í aðgerð. 6.12.2009 11:45 Carmelo Anthony með 34 stig í sigri Denver á San Antonio Carmelo Anthony skoraði 22 af 34 stigum sínum í seinni hálfleik í 106-99 sigri Denver Nuggets á San Anotnio Spurs í NBA-deildinni í nótt. Þetta var þriðji sigur Denver-liðsins í röð en Spurs var með forustuna nær allan tímann fram að lokaleikhlutanum. Chauncey Billups bætti við 18 stigum fyrir Denver en Tony Parker skoraði 27 stig og Tim Duncan var með 26 stig hjá Spurs. 6.12.2009 11:00 Dansarnir hans LeBrons fóru í taugarnar á leikmanni Chicago LeBron James dansaði ekki bara framhjá leikmönnum Chiacgo Bulls í 101-87 sigri Cleveland í beinni á Stöð 2 Sport í fyrrinótt heldur fagnaði hann ítrekað góðum sóknum liðsins í seinni hálfleik með því að setja á svið smá danssýningu að hætti hip-hop dansara. 6.12.2009 06:00 Fjögur lið yfir hundrað stigin í Subwaybikarnum Iceland Express deildarliðin Grindavík, Breiðablik, Njarðvík og Keflavík unnu öll góða sigra í sextán liða úrslitum Subwaybikars karla í dag. Grindavík vann Ármann 132-76, Breiðablik vann 102-58 sigur á ÍBV, Njarðvíkingar unnu UMFH 107-55 á Flúðum og Keflavík vann 100-90 sigur á Val á Hlíðarenda. 5.12.2009 17:15 Haukakonur unnu Val örugglega í bikarnum Haukakonur eru komnar í átta liða úrslit Subwaybikars kvenna í körfubolta eftir 68-53 sigur á Val á Ásvöllum í dag. Valsliðið byrjaði vel og var 20-15 yfir eftir fyrst leikhluta en staðan var 32-30 fyrir Hauka í hálfleik. Haukar urðu þar með annað liðið á eftir Keflavík til að tryggja sér sæti í pottinum í næstu umferð. 5.12.2009 15:47 Keflavíkurkonur fyrstar inn i átta liða úrslitin Keflavíkurkonur urðu fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Subwaybikarsins í körfubolta eftir 70-61sigur á Grindavík í Toyota-höllinni í Keflavík í dag. Leikurinn hófst á óvenjulegum tíma eða klukkan 13.00. 5.12.2009 14:30 Búnir að vinna öll tíu lið deildarinnar í einum rykk Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings unnu sinn tíunda leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann sannfærandi 22 stiga heimasigur á Plannja, 85-63. Solna er á toppnum með tveggja stiga forskot á Norrköping og sex stiga forskot á Jakob Örn Sigurðarson og félaga í Sundsvall sem unnu 83-70 útisigur á Jämtland. 5.12.2009 11:45 Sigurgöngur Boston og Lakers lengjast - Kobe með flautukörfu Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn áttunda sigur í röð með magnaðri þriggja stiga flautukörfu á sama tíma og Kevin Garnett og félagar í Boston unnu sinn sjöunda sigur í röð. 5.12.2009 11:15 Loksins sigur hjá New Jersey Nets New Jersey Nets vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í nótt og það í nítjándu tilraun. Liðið vann þá 97-91 heimasigur á Charlotte Bobcats. Nets-liðið var þegar búið að setja met yfir verstu byrjun í sögu NBA-deildarinnar með því að tap 18 fyrstu leikjum sínum. Þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Kiki Vandeweghe. 5.12.2009 10:45 Stjarnan á toppinn í Iceland-Express deildinni Stjarnan tyllti sér á topp Iceland-Express deildar karla í körfubolta í kvöld með góðum sigri á Hamarsmönnum. 4.12.2009 20:45 Komast Stjörnumenn á toppinn í karlakörfunni í kvöld? Stjörnumenn geta komist á topp Iceland Express deildar karla vinni þeir Hamar í kvöld en þá fara þrír síðustu leikirnir fram í tíundu umferðinni. Stjarnan næði með sigri Njarðvík og KR að stigum en væru betri innbyrðis þar sem Garðbæingar hafa unnið báða leiki sína á móti toppliðunum. 4.12.2009 17:15 Unnu með 34 stigum þegar Fannar var inn á KR-ingar sóttu tvö stig til Keflavíkur í gær þar sem þeir unnu fimmtán stiga sigur, 100-85. "Gömlu Keflvíkingarnir" Tommy Johnson og Fannar Ólafsson áttu báðir frábært kvöld en þeir skoruðu saman 52 stig í leiknum og hittu úr 19 af 25 skotum sínum sem gerir magnaða 76 prósent skotnýtingu. 4.12.2009 14:15 Boston vann sjötta sigurinn í röð í NBA-deildinni í nótt Boston Celtics er komið á mikla siglingu í NBA-deildinni en liðið vann sinn sjötta sigur í röð í nótt með því að vinna 90-83 útisigur á San Antonio Spurs. Kevin Garnett var með 20 stig og Ray Allen bætti við 15 stigum en þetta var áttundi sigur Boston-liðsins í níu útileikjum á tímabilinu. 4.12.2009 09:00 Tommy Johnson: Góður afmælisdagur Tommy Johnson hélt upp á afmælið sitt í kvöld með góðri frammistöðu gegn hans gömlu félögum í Keflavík er KR vann þar góðan sigur, 100-85. 3.12.2009 21:39 Páll: Öflugt að vinna í Keflavík Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli. 3.12.2009 21:32 Hörður Axel: Erfitt að elta Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var vitanlega ósáttur við tap sinna manna fyrir KR á heimavelli í kvöld. 3.12.2009 21:25 IE-deild karla: Úrslit og stigaskor Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla. Snæfell lagði Njarðvík í háspennuleik, KR lagði Keflavík og Breiðablik marði Fjölni. 3.12.2009 21:04 Umfjöllun: KR vann mikilvægan sigur í Keflavík KR vann í kvöld sigur á Keflavík í hörkuspennandi leik, 100-85, í Iceland Express deild karla. 3.12.2009 20:38 Mótanefnd KKÍ leyfir ekki að færa leik Snæfells og Hamars Leikur Snæfells og Hamars í Subwaybikar karla fer fram í Stykkishólmi klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið kemur þrátt fyrir að bæði félög hafi óskað eftir því að leikurinn yrði færður yfir á mánudaginn. Mótanefnd KKÍ leyfir ekki að færa leikinn um einn sólarhring. 3.12.2009 17:30 Jón Arnór byrjaður að æfa aftur með Granada Jón Arnór Stefánsson er byrjaður að æfa á nýjan leik með spænska körfuboltaliðinu CB Granada eftir að hafa meiðst illa á baki á undirbúningstímabilinu.Jón Arnór mætti á sín fyrstu æfingu á mánudaginn en hann mun æfa með liðinu annaðhvorn dag auk þess að hann mun ekki taka þátt í nema hlut af æfingunum fyrst um sinn. 3.12.2009 17:00 Vinna Njarðvíkingar sinn fyrsta deildarsigur í Hólminum frá 2003? Topplið Njarðvíkur í Iceland Express deild karla heimsækir Snæfellinga í Stykkishólm í kvöld en Njarðvíkingum hefur ekki gengið vel í deildarleikjum sínum í Hólminum síðustu sex tímabil. Snæfell er nefnilega búið að vinna sjö síðustu deildarleiki liðanna í Fjárhúsinu. 3.12.2009 16:15 Hvernig koma kanalausir Keflvíkingar til baka á móti KR? Keflvíkingar fengu slæman skell á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í síðasta leik sínum í Iceland Express deild karla og ráku í kjölfarið kanann sinn Rashon Clark. Keflvíkingar fá tækifæri til að endurvekja stoltið þegar þeir taka á móti Íslandsmeisturum KR í Toyota-höllinni í Keflavík klukkan 19.15 í kvöld. 3.12.2009 15:15 Sjá næstu 50 fréttir
Magnús vann þriggja stiga keppnina Stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson vann þriggja stiga keppnina sem fram fór á Stjörnuleiksdegi KKÍ í dag. 12.12.2009 17:17
Davis marði Ólaf í troðslukeppninni Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson náði ekki að vinna troðslukeppnina í ár. Hann laut í lægra haldi gegn John Davis úr Ármanni eftir harða keppni. 12.12.2009 17:13
Landsliðsmennirnir lögðu stjörnurnar Fyrrum landsliðsmenn í körfubolta lentu í litlum vandræðum með lið landsþekktra einstaklinga í skemmtileik sem fór fram fyrir stjörnuleik karla í dag. Landsliðið vann 12 stiga sigur, 39-27, en leikurinn var augljóslega í styttri kantinum. 12.12.2009 16:47
Heather með þrennu í stjörnuleiknum Heater Ezell úr Haukum var valinn maður stjörnuleiks kvenna í dag en hún náði glæsilegri þrennu. Skoraði 29 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. 12.12.2009 16:39
Kristi vann þriggja stiga keppnina Stjörnuhelgi KKÍ er nú í fullum gangi í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Kristi Smith, leikmaður Keflavíkur, varð hlutskörpust í þriggja stiga keppninni hjá konunum. 12.12.2009 14:52
NBA; Kobe brákaði fingur og Shaq fékk putta í augað Los Angeles Lakers vann sinn ellefta leik í röð í nótt þegar Úlfarnir frá Minnesota litu við í Staples höllinni. 12.12.2009 13:00
Nú tapaði Sundsvall í framlengingu Jakob Sigurðarson var stigahæstur í liði Sundsvall er liðið tapaði fyrir Uppsala í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í framlengdum leik í kvöld, 98-88. 11.12.2009 21:50
Dugnaður Jóns Arnórs hjálpaði mikið til - má spila á ný Jón Arnór Stefánsson hefur fengið leyfi frá læknum CB Granada til að fara að spila á ný með liðinu í spænsku úrvalsdeildinni en hann meiddist illa á baki í æfingaleik á móti rússneska liðinu Khimki 1. október. 11.12.2009 14:00
NBA: Níu sigrar í röð hjá Celtics Boston Celtics vann dramatískan sigur á Washington Wizards, 104-102, í nótt. Þetta var níundi sigur Celtics í röð í deildinni og liðið hefur þess utan unnið tíu af síðustu ellefu útileikjum sínum. 11.12.2009 09:09
NBA: Tíu sigrar í röð hjá Lakers Það er gríðarleg sigling á meisturum LA Lakers í NBA-deildinni þessa dagana. Liðið rúllaði yfir Utah í fjórða leikhluta í nótt og vann um leið sinn tíunda leik í röð. Lakers er nú 17-3. 10.12.2009 09:00
Haukar unnu í Stykkishólmi Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Snæfelli í Iceland Express deild kvenna, 77-63, í Stykkishólmi. 9.12.2009 21:03
Helgi Már og félagar töpuðu toppslagnum Helgi Már Magnússon og félagar í Solna töpuðu í kvöld fyrir Norrköping, 92-88, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinn í körfubolta. 9.12.2009 20:37
NBA: Memphis skellti Cleveland Memphis Grizzlies gerði sér lítið fyrir í nótt og lagði Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni. Skipti engu máli að LeBron James hefði skorað 43 stig fyrir Cleveland í leiknum. 9.12.2009 09:00
Jakob tryggði Sundsvall sigur í framlengingu Jakob Sigurðarson var hetja Sundsvall er hann tryggði sínum mönnum sigur á Södertälje í framlengdum leik í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, 82-81. 8.12.2009 22:58
NBA: Iverson tapaði í endurkomuleiknum Allen Iverson snéri aftur í NBA-boltann í nótt er hann lék á ný með Philadelphia Sixers. Liðið mætti hans gamla félagi, Denver, og varð að sætta sig við tap. Góðu tíðindin fyrir Sixers voru þau að uppselt var í fyrsta skipti á leik hjá liðinu í vetur. 8.12.2009 09:04
Fær líflátshótanir frá mafíunni Fyrrum NBA-dómarinn Tim Donaghy reynir það sem hann getur til þess að bjarga glötuðu orðspori sínu. Hann heldur því nú fram að hann hafi ekki reynt að hagræða úrslitum leikja þó svo það þýddi að hann tapaði peningum og fengi mafíuna upp á móti sér. 7.12.2009 11:00
NBA: Níu sigrar hjá Lakers í röð Los Angeles Lakers er á mikilli siglingu í NBA-deildinni. Liðið rúllaði yfir Phoenix í nótt og vann um leið sinn níunda leik í röð. Lakers varð aðeins þriðja liðið í vetur sem tekst að halda Suns undir 100 stigum. 7.12.2009 09:00
Skoraði 48 af 55 stigum sínum með þriggja stiga skotum Sean Burton, bandarískur bakvörður Snæfellinga, var heldur betur í stuði í 130-75 sigurleik liðsins á Hamar í Subwaybikarnum í kvöld. Burton skoraði 55 stig þar af 48 þeirra úr þriggja stiga skotum. Burton hitti úr 16 af 20 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. 6.12.2009 22:30
Ágúst: Virkilega stoltur af mínu liði Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs Hamars, var kampakátur með sigurinn á KR í kvöld. Hamarsliðið er nú komið áfram í átta liða úrslit Subway-bikarsins. 6.12.2009 21:33
Benedikt: Vörnin náði sér ekki á strik Kvennalið Hamars vann KR með tíu stiga mun í Vesturbænum í kvöld. Þetta var fyrsta tap KR á tímabilinu og er liðið úr leik í Subway-bikarnum en Hamar fer áfram í átta liða úrslit. 6.12.2009 21:26
Umfjöllun: Hamar fyrst liða til að leggja KR Hamar frá Hveragerði komst í kvöld í átta liða úrslit Subway-bikarsins í kvennaflokki. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann virkilega sterkan tíu stiga sigur á KR í Vesturbænum, lokatölur urðu 64-74. 6.12.2009 21:11
Hamar sló bikarmeistara KR út í DHL-Höllinni Hamar varð fyrsta liðið til þess að vinna KR í kvennakörfunni í vetur þegar liðið vann tíu stiga sigur á KR, 64-74, í DHL-Höllinni í kvöld. KR var með frumkvæðið framan af leik en frábær sprettur Hamars í upphafi fjórða leikhluta lagði grunninn að sigrinum. 6.12.2009 20:56
Snæfell, ÍR og Fjölnir fóru áfram í bikarnum Iceland Express deildar liðin Snæfell, ÍR og Fjölnir eru öll komin í átta liða úrslit Subway-bikars karla eftir sigra í leikjum sínum í sextán liða úrslitunum í kvöld. Snæfell vann 130-75 sigur á Hamar í Hólminum, ÍR vann 93-86 sigur á KFÍ á Ísafirði og Fjölnir vann 84-63 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. 6.12.2009 20:51
Oden meiddist illa á hné - tímabilið er búið hjá honum Greg Oden, miðherji Portland Trail Blazers í NBA-deildinni, meiddist illa á hné í sigri liðsins á Houston Rockets í nótt. Oden lenti í samstuði við Aaron Brooks hjá Houston og meiddist illa á vinstri hnéskel. Leikurinn var stopp í sjö mínútur á meðan var hlúð að Oden. Oden fór strax í myndatöku og þarf að fara í aðgerð. 6.12.2009 11:45
Carmelo Anthony með 34 stig í sigri Denver á San Antonio Carmelo Anthony skoraði 22 af 34 stigum sínum í seinni hálfleik í 106-99 sigri Denver Nuggets á San Anotnio Spurs í NBA-deildinni í nótt. Þetta var þriðji sigur Denver-liðsins í röð en Spurs var með forustuna nær allan tímann fram að lokaleikhlutanum. Chauncey Billups bætti við 18 stigum fyrir Denver en Tony Parker skoraði 27 stig og Tim Duncan var með 26 stig hjá Spurs. 6.12.2009 11:00
Dansarnir hans LeBrons fóru í taugarnar á leikmanni Chicago LeBron James dansaði ekki bara framhjá leikmönnum Chiacgo Bulls í 101-87 sigri Cleveland í beinni á Stöð 2 Sport í fyrrinótt heldur fagnaði hann ítrekað góðum sóknum liðsins í seinni hálfleik með því að setja á svið smá danssýningu að hætti hip-hop dansara. 6.12.2009 06:00
Fjögur lið yfir hundrað stigin í Subwaybikarnum Iceland Express deildarliðin Grindavík, Breiðablik, Njarðvík og Keflavík unnu öll góða sigra í sextán liða úrslitum Subwaybikars karla í dag. Grindavík vann Ármann 132-76, Breiðablik vann 102-58 sigur á ÍBV, Njarðvíkingar unnu UMFH 107-55 á Flúðum og Keflavík vann 100-90 sigur á Val á Hlíðarenda. 5.12.2009 17:15
Haukakonur unnu Val örugglega í bikarnum Haukakonur eru komnar í átta liða úrslit Subwaybikars kvenna í körfubolta eftir 68-53 sigur á Val á Ásvöllum í dag. Valsliðið byrjaði vel og var 20-15 yfir eftir fyrst leikhluta en staðan var 32-30 fyrir Hauka í hálfleik. Haukar urðu þar með annað liðið á eftir Keflavík til að tryggja sér sæti í pottinum í næstu umferð. 5.12.2009 15:47
Keflavíkurkonur fyrstar inn i átta liða úrslitin Keflavíkurkonur urðu fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Subwaybikarsins í körfubolta eftir 70-61sigur á Grindavík í Toyota-höllinni í Keflavík í dag. Leikurinn hófst á óvenjulegum tíma eða klukkan 13.00. 5.12.2009 14:30
Búnir að vinna öll tíu lið deildarinnar í einum rykk Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings unnu sinn tíunda leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann sannfærandi 22 stiga heimasigur á Plannja, 85-63. Solna er á toppnum með tveggja stiga forskot á Norrköping og sex stiga forskot á Jakob Örn Sigurðarson og félaga í Sundsvall sem unnu 83-70 útisigur á Jämtland. 5.12.2009 11:45
Sigurgöngur Boston og Lakers lengjast - Kobe með flautukörfu Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn áttunda sigur í röð með magnaðri þriggja stiga flautukörfu á sama tíma og Kevin Garnett og félagar í Boston unnu sinn sjöunda sigur í röð. 5.12.2009 11:15
Loksins sigur hjá New Jersey Nets New Jersey Nets vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í nótt og það í nítjándu tilraun. Liðið vann þá 97-91 heimasigur á Charlotte Bobcats. Nets-liðið var þegar búið að setja met yfir verstu byrjun í sögu NBA-deildarinnar með því að tap 18 fyrstu leikjum sínum. Þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Kiki Vandeweghe. 5.12.2009 10:45
Stjarnan á toppinn í Iceland-Express deildinni Stjarnan tyllti sér á topp Iceland-Express deildar karla í körfubolta í kvöld með góðum sigri á Hamarsmönnum. 4.12.2009 20:45
Komast Stjörnumenn á toppinn í karlakörfunni í kvöld? Stjörnumenn geta komist á topp Iceland Express deildar karla vinni þeir Hamar í kvöld en þá fara þrír síðustu leikirnir fram í tíundu umferðinni. Stjarnan næði með sigri Njarðvík og KR að stigum en væru betri innbyrðis þar sem Garðbæingar hafa unnið báða leiki sína á móti toppliðunum. 4.12.2009 17:15
Unnu með 34 stigum þegar Fannar var inn á KR-ingar sóttu tvö stig til Keflavíkur í gær þar sem þeir unnu fimmtán stiga sigur, 100-85. "Gömlu Keflvíkingarnir" Tommy Johnson og Fannar Ólafsson áttu báðir frábært kvöld en þeir skoruðu saman 52 stig í leiknum og hittu úr 19 af 25 skotum sínum sem gerir magnaða 76 prósent skotnýtingu. 4.12.2009 14:15
Boston vann sjötta sigurinn í röð í NBA-deildinni í nótt Boston Celtics er komið á mikla siglingu í NBA-deildinni en liðið vann sinn sjötta sigur í röð í nótt með því að vinna 90-83 útisigur á San Antonio Spurs. Kevin Garnett var með 20 stig og Ray Allen bætti við 15 stigum en þetta var áttundi sigur Boston-liðsins í níu útileikjum á tímabilinu. 4.12.2009 09:00
Tommy Johnson: Góður afmælisdagur Tommy Johnson hélt upp á afmælið sitt í kvöld með góðri frammistöðu gegn hans gömlu félögum í Keflavík er KR vann þar góðan sigur, 100-85. 3.12.2009 21:39
Páll: Öflugt að vinna í Keflavík Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli. 3.12.2009 21:32
Hörður Axel: Erfitt að elta Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var vitanlega ósáttur við tap sinna manna fyrir KR á heimavelli í kvöld. 3.12.2009 21:25
IE-deild karla: Úrslit og stigaskor Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla. Snæfell lagði Njarðvík í háspennuleik, KR lagði Keflavík og Breiðablik marði Fjölni. 3.12.2009 21:04
Umfjöllun: KR vann mikilvægan sigur í Keflavík KR vann í kvöld sigur á Keflavík í hörkuspennandi leik, 100-85, í Iceland Express deild karla. 3.12.2009 20:38
Mótanefnd KKÍ leyfir ekki að færa leik Snæfells og Hamars Leikur Snæfells og Hamars í Subwaybikar karla fer fram í Stykkishólmi klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið kemur þrátt fyrir að bæði félög hafi óskað eftir því að leikurinn yrði færður yfir á mánudaginn. Mótanefnd KKÍ leyfir ekki að færa leikinn um einn sólarhring. 3.12.2009 17:30
Jón Arnór byrjaður að æfa aftur með Granada Jón Arnór Stefánsson er byrjaður að æfa á nýjan leik með spænska körfuboltaliðinu CB Granada eftir að hafa meiðst illa á baki á undirbúningstímabilinu.Jón Arnór mætti á sín fyrstu æfingu á mánudaginn en hann mun æfa með liðinu annaðhvorn dag auk þess að hann mun ekki taka þátt í nema hlut af æfingunum fyrst um sinn. 3.12.2009 17:00
Vinna Njarðvíkingar sinn fyrsta deildarsigur í Hólminum frá 2003? Topplið Njarðvíkur í Iceland Express deild karla heimsækir Snæfellinga í Stykkishólm í kvöld en Njarðvíkingum hefur ekki gengið vel í deildarleikjum sínum í Hólminum síðustu sex tímabil. Snæfell er nefnilega búið að vinna sjö síðustu deildarleiki liðanna í Fjárhúsinu. 3.12.2009 16:15
Hvernig koma kanalausir Keflvíkingar til baka á móti KR? Keflvíkingar fengu slæman skell á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í síðasta leik sínum í Iceland Express deild karla og ráku í kjölfarið kanann sinn Rashon Clark. Keflvíkingar fá tækifæri til að endurvekja stoltið þegar þeir taka á móti Íslandsmeisturum KR í Toyota-höllinni í Keflavík klukkan 19.15 í kvöld. 3.12.2009 15:15