Fleiri fréttir PSG spilar líklega sýningarleik í Köben Danskir handboltaáhugamenn fá eitthvað fyrir sinn snúð í desember en þá kemur nýjasta ofurlið Evrópu, franska liðið PSG, væntanlega til Danmerkur og spilar sýningarleik við KIF Kolding Köbenhavn. 13.11.2012 13:00 Óskar Bjarni: Lærdómsríkur og erfiður tími Handknattleiksþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson stendur í ströngu í Danmörku. Hann hefur þurft að flytja stóra fjölskyldu milli landa á meðan að hvorki gengur né rekur hjá félaginu sem hann þjálfar. 13.11.2012 08:00 Tvíframlengt í Víkinni - myndir Akureyringar lentu í kröppum dansi á móti 1. deildarliði Víkinga í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld. Akureyri vann leikinn að lokum með einu marki, 35-34, eftir tvær framlengingar. 12.11.2012 22:41 Stjarnan sló út Fram - úrslitin í bikarleikjum kvöldsins 1. deildarlið Stjörnunnar komst í kvöld áfram í 16 liða úrslit bikarkeppninnar í handbolta eftir eins marks sigur á Fram í Mýrinni. Akureyringar máttu þakka fyrir sigur á móti 1. deildarliði Víkings eftir tvíframlengdan leik í Víkinni. 12.11.2012 22:18 Björgvin Páll: Við erum of góðir til að vera í sama liðinu Björgvin Páll Gústavsson er á leið frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Magdeburg í sumar. Hann óttast ekki atvinnuleitina og segir markaðinn góðan fyrir markverði. Stutt er í endurkomu hans eftir fylgigigtina. 12.11.2012 06:00 Mikilvægur sigur hjá Óskari Bjarna Viborg HK, lið Óskars Bjarna Óskarssonar, vann sinn annan sigur á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni er liðið mætti Århus Håndbold. 11.11.2012 21:15 Füchse Berlin vann nauman sigur Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, vann góðan en nauman sigur á Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 21-19. 11.11.2012 18:35 Kiel stakk af á lokasprettinum Kiel gefur ekkert eftir í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar en liðið hafði betur gegn Lübbecke í dag, 30-23. 11.11.2012 15:38 Björgvin Páll fer frá Magdeburg í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun fara frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Magdeburg þegar að tímabilinu lýkur í vor. 10.11.2012 21:59 Óvænt tap hjá Flensburg | Ólafur Bjarki með sjö Leikið var í efstu tveimur deildunum í Þýskalandi í dag sem og í dönsku úrvalsdeildnni, þar sem Íslendingar voru í eldlínunni. 10.11.2012 21:23 Umfjöllun og viðtöl: HC Zalau - Valur - 22-21 - Valur úr leik Valur féll úr leik í 3. umferð Evrópukeppni félagsliða í handknattleik kvenna en liðið tapaði 22-21 fyrir HC Zalău. Fyrri leikurinn fór 24-23 fyrir Val en sá leikur var skilgreindur sem heimaleikur Vals. Evrópuævintýri Vals því búið í ár. 10.11.2012 18:00 Úrslit dagsins í N1-deild kvenna ÍBV komst upp í annað sæti í N1-deild kvenna eftir öruggan sigur á Fylki. Þrír leikir fóru fram í deildinni í dag. 10.11.2012 15:55 Naumur sigur Löwen | Enn með fullt hús Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar eru enn með fullt hús stiga á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir góðan útisigur á Gummersbach í dag, 30-28. 10.11.2012 15:46 Frítt á Evrópuleik Vals í kvöld Valur mætir HC Zalau í síðari leik liðanna í EHF-bikarkeppninni í Vodafone-höllinni í kvöld en félagið hefur ákveðið að rukka ekki inn á leikinn. 10.11.2012 12:32 Halda útiliðin áfram að vinna í Hafnarfjarðaslagnum? FH tekur á móti toppliði Hauka í dag í lokaleik 7. umferðar N1 deildar karla og fyrsta Hafnarfjarðarslag tímabilsins en leikurinn hefst klukkan 15.00 í Kaplakrika. 10.11.2012 09:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 18-31 | FH-ingar niðurlægðir Haukar niðurlægðu FH á heimavelli síðar nefnda liðsins 31-18 í Hafnarfjarðarslagnum í N1 deildar karla í handbolta í dag. Haukar yfirspiluðu FH eftir jafnan stundarfjórðung í upphafi og festu sig í sessi á toppi N1 deildarinnar, með sex stigum meira en næstu lið. 10.11.2012 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Valur - HC Zalau 24-23 Valur vann frækinn sigur á HC Zalau frá Rúmeníu 24-23 í EHF-bikarnum í kvöld. Rúmenska liðið var sterkara framan af en í seinni hálfleik var Valur mun betri og hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. 9.11.2012 14:01 Valskonur héldu sigurgöngunni áfram - myndir Rúmensku silfurhöfunum frá því í EHF-keppninni í fyrra tókst ekki að stöðva sigurgöngu Valskvenna þegar liðin mættust í Vodafone-höllinni í kvöld í fyrri leik sínum í 2. umferð EHF-keppni kvenna í handbolta. 9.11.2012 21:51 Magdeburg fékk lánaðan markvörð frá Danmörku Þýska úrvalsdeildarliðið Magdeburg er í miklum markvarðavandræðum þessa dagana og fékk því markvörð að láni frá danska liðinu Nordsjælland. 9.11.2012 10:15 Róbert skoraði fimm í sigri PSG PSG Handball er enn með fullt hús stiga í frönsku úrvalsdeildinni en liðið hafði betur gegn Dunkerque í toppslag deildarinnar í gær, 36-30. 9.11.2012 09:56 Florentina ætlar að sækja um ríkisborgararétt Florentina Stanciu, markvörður ÍBV, ætlar að sækja um íslenska ríkisborgararétt. Það kom fram í kvöldfréttum Rúv í gær. 9.11.2012 09:23 Samvinnan mikilvægari en samkeppnin Guðjón Valur Sigurðsson hefur komið sér vel fyrir hjá Þýskalands- og Evrópumeisturum THW Kiel en þangað kom hann nú í sumar. Liðið er nokkuð breytt frá síðustu leiktíð en það er þó enn taplaust á tímabilinu. Nú síðast komu góðir sigrar gegn sterkum liðum Hamburg og Flensburg. 9.11.2012 07:00 Þær eru ógeðslega stórar Íslandsmeistarar Vals í kvennahandboltanum fá stórt próf í kvöld og á morgun þegar rúmenska liðið H.C. Zalau mætir á Hlíðarenda og spilar tvo leiki í 2. umferð EHF-bikarsins. 9.11.2012 06:00 Einar sá rautt: Dómararnir voru stórkostlegir | myndband "Það er auðvitað hrikalega leiðinlegt að tapa leikjum á heimavelli," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. 8.11.2012 21:57 Ingimundur: Kjötið í Rúmeníu var vítamínríkt Ingimundur Ingimundarson fór á kostum í liði ÍR í kvöld í vörn sem sókn og var einn af aðalmönnunum á bak við níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK. Ingimundur skoraði átta mörk, átti fjórar stoðsendingar á félaga sína og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið. 8.11.2012 22:19 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - HK 31-22 | Fjórða tap meistaranna í röð ÍR-ingar unnu öruggan níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK, 31-22, í leik liðanna í Austurbergi í 7. umferð N1 deildar karla í handbolta. ÍR-liðið stakk af í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og sóknarleikur meistaranna var afar vandræðalegur síðustu 20 mínútur leiksins sem ÍR vann 12-4. 8.11.2012 14:38 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Afturelding 24-29 Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram, 29-24, í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var hluti af sjöundu umferð N1-deildar karla í handknattleik. Jóhann Jóhannsson var atkvæðamestur í liði Aftureldingar með átta mörk en Sigurður Eggertsson skoraði tíu. 8.11.2012 14:34 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 23-27 Heimamenn á Akureyri töpuðu sínum þriðja leik í röð í kvöld en það sem þykir líklegast koma meira á óvart er að tveir af þeim eru á heimavelli gegn Aftureldingu og Val sem verma tvö neðstu sætin í N1 deild karla áður en 7. umferð fór fram. 8.11.2012 14:32 Atli Sveinn samdi við Víking Atli Sveinn Þórarinsson hefur gert samning við Víking um að spila með liðinu út þessa leiktíð. Atli Sveinn mun leika með handboltaliði félagsins í 1. deild karla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en Atli Sveinn mun spila sinn fyrsta leik á móti Fylki í kvöld. 8.11.2012 13:00 Patrekur fær líklega langtímasamning Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, fer ágætlega af stað með austurríska liðið í undankeppni EM 2014. Austurríki valtaði yfir Bosníu, 35-24, í fyrsta leiknum og tapaði svo fyrir Rússum á útivelli, 38-31. Þetta er mjög erfiður riðill enda er Serbía fjórða liðið í riðlinum. 8.11.2012 06:00 Miðstöð Boltavaktarinnar | N1-deild karla Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í N1-deild karla samtímis. 8.11.2012 19:00 Stórleikur hjá Ólafi Bjarka Ólafur Bjarki Ragnarsson fór á kostum með Emsdetten í kvöld og skoraði sjö mörk í 32-26 sigri á Bittenfeld. Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk fyrir Emsdetten sem er á toppi þýsku B-deildarinnar. 7.11.2012 22:01 Tíu sigrar í röð hjá toppliði Löwen Það er ekkert lát á velgengni lærisveina Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. Þeir sóttu sterkt lið Hamburg heim í kvöld og unnu öruggan sigur, 23-30. 7.11.2012 20:55 Sigur hjá ÍBV í Eyjum ÍBV festi stöðu sína í þriðja sæti N1-deildar kvenna í kvöld er liðið vann fjögurra marka sigur, 28-24, gegn Haukum í Vestmannaeyjum. 7.11.2012 20:11 Aron með flugeldasýningu gegn Flensburg Kiel komst á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið skellti nágrannaliði sínu, Flensburg, í bráðskemmtilegum leik þar sem Aron Pálmarsson fór á kostum. Lokatölur 34-27. 7.11.2012 20:03 Dagur: Íslenskir þjálfarar hafa rétta viðhorfið Dagur Sigurðsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í morgun og ræddi um góðan árangur íslenskra þjálfara í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. 7.11.2012 14:45 Dagur: Þýska landsliðið eins og enska fótboltalandsliðið Dagur Sigurðsson segir að hann hafi verið hársbreidd frá því að taka við þjálfun þýska landlsiðsins eftir að Heiner Brand lét af störfum með liðið. 7.11.2012 12:30 Kóngarnir í Þýskalandi Íslensku handboltaþjálfararnir þrír í þýsku úrvalsdeildinni eru að gera frábæra hluti í bestu handboltadeild heims og skjóta öðrum þjálfurum ref fyrir rass. Vinnusemi og góð stjórnun er lykillinn að þessum árangri segir Patrekur Jóhannesson. 7.11.2012 07:00 Úrslit kvöldsins í N1-deild kvenna Fjórir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld. Sem fyrr unnu Valur og Fram örugga sigra á andstæðingum sínum. 6.11.2012 21:56 28 manna EM-hópur Íslands tilkynntur Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur tilkynnt til EHF þá 28 leikmenn sem koma til greina í leikmannahóp Íslands fyrir EM í Serbíu í næsta mánuði. 6.11.2012 11:30 Patrekur tapaði í Rússlandi Landslið Austurríkis er með tvö stig að loknum tveimur leikjum í undankeppni EM 2014. Patrekur Jóhannesson er þjálfari austurríska landsliðsins. 5.11.2012 10:41 Tveir sannfærandi sigrar eru frábær byrjun Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er markahæsti leikmaðurinn í undankeppni EM eftir tvo ellefu marka leiki. Hann var sáttur með sigurinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. 5.11.2012 07:00 Í bílstjórasætinu í riðlinum Íslenska handboltalandsliðið er eitt á toppnum í sínum riðli í undankeppni EM eftir sjö marka sigur í Rúmeníu í gær. Strákarnir eru búnir að vinna lokamínúturnar í fyrstu leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun. 5.11.2012 06:00 Landsliðið í fimm tíma rútuferð: Veit ekki hvar í Evrópu við erum Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flottan leik í dag þegar liðið vann 37-30 sigur á Rúmeníu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Guðjón Valur skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur í íslenska liðinu en hann hefur nú skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlinum. 4.11.2012 18:14 Slóvenar náðu aðeins jafntefli í Hvíta-Rússlandi Íslenska handboltalandsliðið er eitt á toppnum í sínum riðli eftir að Slóvenar náðu aðeins jafntefli í Hvíta-Rússlandi í hinum leik riðilsins í undankeppni EM 2014 í dag. Ísland hefur fullt hús, fjögur stig, eða einu meira en Slóvenar eftir fyrstu tvær umferðirnar. 4.11.2012 15:46 Sjá næstu 50 fréttir
PSG spilar líklega sýningarleik í Köben Danskir handboltaáhugamenn fá eitthvað fyrir sinn snúð í desember en þá kemur nýjasta ofurlið Evrópu, franska liðið PSG, væntanlega til Danmerkur og spilar sýningarleik við KIF Kolding Köbenhavn. 13.11.2012 13:00
Óskar Bjarni: Lærdómsríkur og erfiður tími Handknattleiksþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson stendur í ströngu í Danmörku. Hann hefur þurft að flytja stóra fjölskyldu milli landa á meðan að hvorki gengur né rekur hjá félaginu sem hann þjálfar. 13.11.2012 08:00
Tvíframlengt í Víkinni - myndir Akureyringar lentu í kröppum dansi á móti 1. deildarliði Víkinga í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld. Akureyri vann leikinn að lokum með einu marki, 35-34, eftir tvær framlengingar. 12.11.2012 22:41
Stjarnan sló út Fram - úrslitin í bikarleikjum kvöldsins 1. deildarlið Stjörnunnar komst í kvöld áfram í 16 liða úrslit bikarkeppninnar í handbolta eftir eins marks sigur á Fram í Mýrinni. Akureyringar máttu þakka fyrir sigur á móti 1. deildarliði Víkings eftir tvíframlengdan leik í Víkinni. 12.11.2012 22:18
Björgvin Páll: Við erum of góðir til að vera í sama liðinu Björgvin Páll Gústavsson er á leið frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Magdeburg í sumar. Hann óttast ekki atvinnuleitina og segir markaðinn góðan fyrir markverði. Stutt er í endurkomu hans eftir fylgigigtina. 12.11.2012 06:00
Mikilvægur sigur hjá Óskari Bjarna Viborg HK, lið Óskars Bjarna Óskarssonar, vann sinn annan sigur á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni er liðið mætti Århus Håndbold. 11.11.2012 21:15
Füchse Berlin vann nauman sigur Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, vann góðan en nauman sigur á Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 21-19. 11.11.2012 18:35
Kiel stakk af á lokasprettinum Kiel gefur ekkert eftir í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar en liðið hafði betur gegn Lübbecke í dag, 30-23. 11.11.2012 15:38
Björgvin Páll fer frá Magdeburg í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun fara frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Magdeburg þegar að tímabilinu lýkur í vor. 10.11.2012 21:59
Óvænt tap hjá Flensburg | Ólafur Bjarki með sjö Leikið var í efstu tveimur deildunum í Þýskalandi í dag sem og í dönsku úrvalsdeildnni, þar sem Íslendingar voru í eldlínunni. 10.11.2012 21:23
Umfjöllun og viðtöl: HC Zalau - Valur - 22-21 - Valur úr leik Valur féll úr leik í 3. umferð Evrópukeppni félagsliða í handknattleik kvenna en liðið tapaði 22-21 fyrir HC Zalău. Fyrri leikurinn fór 24-23 fyrir Val en sá leikur var skilgreindur sem heimaleikur Vals. Evrópuævintýri Vals því búið í ár. 10.11.2012 18:00
Úrslit dagsins í N1-deild kvenna ÍBV komst upp í annað sæti í N1-deild kvenna eftir öruggan sigur á Fylki. Þrír leikir fóru fram í deildinni í dag. 10.11.2012 15:55
Naumur sigur Löwen | Enn með fullt hús Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar eru enn með fullt hús stiga á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir góðan útisigur á Gummersbach í dag, 30-28. 10.11.2012 15:46
Frítt á Evrópuleik Vals í kvöld Valur mætir HC Zalau í síðari leik liðanna í EHF-bikarkeppninni í Vodafone-höllinni í kvöld en félagið hefur ákveðið að rukka ekki inn á leikinn. 10.11.2012 12:32
Halda útiliðin áfram að vinna í Hafnarfjarðaslagnum? FH tekur á móti toppliði Hauka í dag í lokaleik 7. umferðar N1 deildar karla og fyrsta Hafnarfjarðarslag tímabilsins en leikurinn hefst klukkan 15.00 í Kaplakrika. 10.11.2012 09:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 18-31 | FH-ingar niðurlægðir Haukar niðurlægðu FH á heimavelli síðar nefnda liðsins 31-18 í Hafnarfjarðarslagnum í N1 deildar karla í handbolta í dag. Haukar yfirspiluðu FH eftir jafnan stundarfjórðung í upphafi og festu sig í sessi á toppi N1 deildarinnar, með sex stigum meira en næstu lið. 10.11.2012 00:01
Umfjöllun og viðtöl: Valur - HC Zalau 24-23 Valur vann frækinn sigur á HC Zalau frá Rúmeníu 24-23 í EHF-bikarnum í kvöld. Rúmenska liðið var sterkara framan af en í seinni hálfleik var Valur mun betri og hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. 9.11.2012 14:01
Valskonur héldu sigurgöngunni áfram - myndir Rúmensku silfurhöfunum frá því í EHF-keppninni í fyrra tókst ekki að stöðva sigurgöngu Valskvenna þegar liðin mættust í Vodafone-höllinni í kvöld í fyrri leik sínum í 2. umferð EHF-keppni kvenna í handbolta. 9.11.2012 21:51
Magdeburg fékk lánaðan markvörð frá Danmörku Þýska úrvalsdeildarliðið Magdeburg er í miklum markvarðavandræðum þessa dagana og fékk því markvörð að láni frá danska liðinu Nordsjælland. 9.11.2012 10:15
Róbert skoraði fimm í sigri PSG PSG Handball er enn með fullt hús stiga í frönsku úrvalsdeildinni en liðið hafði betur gegn Dunkerque í toppslag deildarinnar í gær, 36-30. 9.11.2012 09:56
Florentina ætlar að sækja um ríkisborgararétt Florentina Stanciu, markvörður ÍBV, ætlar að sækja um íslenska ríkisborgararétt. Það kom fram í kvöldfréttum Rúv í gær. 9.11.2012 09:23
Samvinnan mikilvægari en samkeppnin Guðjón Valur Sigurðsson hefur komið sér vel fyrir hjá Þýskalands- og Evrópumeisturum THW Kiel en þangað kom hann nú í sumar. Liðið er nokkuð breytt frá síðustu leiktíð en það er þó enn taplaust á tímabilinu. Nú síðast komu góðir sigrar gegn sterkum liðum Hamburg og Flensburg. 9.11.2012 07:00
Þær eru ógeðslega stórar Íslandsmeistarar Vals í kvennahandboltanum fá stórt próf í kvöld og á morgun þegar rúmenska liðið H.C. Zalau mætir á Hlíðarenda og spilar tvo leiki í 2. umferð EHF-bikarsins. 9.11.2012 06:00
Einar sá rautt: Dómararnir voru stórkostlegir | myndband "Það er auðvitað hrikalega leiðinlegt að tapa leikjum á heimavelli," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. 8.11.2012 21:57
Ingimundur: Kjötið í Rúmeníu var vítamínríkt Ingimundur Ingimundarson fór á kostum í liði ÍR í kvöld í vörn sem sókn og var einn af aðalmönnunum á bak við níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK. Ingimundur skoraði átta mörk, átti fjórar stoðsendingar á félaga sína og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið. 8.11.2012 22:19
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - HK 31-22 | Fjórða tap meistaranna í röð ÍR-ingar unnu öruggan níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK, 31-22, í leik liðanna í Austurbergi í 7. umferð N1 deildar karla í handbolta. ÍR-liðið stakk af í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og sóknarleikur meistaranna var afar vandræðalegur síðustu 20 mínútur leiksins sem ÍR vann 12-4. 8.11.2012 14:38
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Afturelding 24-29 Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram, 29-24, í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var hluti af sjöundu umferð N1-deildar karla í handknattleik. Jóhann Jóhannsson var atkvæðamestur í liði Aftureldingar með átta mörk en Sigurður Eggertsson skoraði tíu. 8.11.2012 14:34
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 23-27 Heimamenn á Akureyri töpuðu sínum þriðja leik í röð í kvöld en það sem þykir líklegast koma meira á óvart er að tveir af þeim eru á heimavelli gegn Aftureldingu og Val sem verma tvö neðstu sætin í N1 deild karla áður en 7. umferð fór fram. 8.11.2012 14:32
Atli Sveinn samdi við Víking Atli Sveinn Þórarinsson hefur gert samning við Víking um að spila með liðinu út þessa leiktíð. Atli Sveinn mun leika með handboltaliði félagsins í 1. deild karla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en Atli Sveinn mun spila sinn fyrsta leik á móti Fylki í kvöld. 8.11.2012 13:00
Patrekur fær líklega langtímasamning Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, fer ágætlega af stað með austurríska liðið í undankeppni EM 2014. Austurríki valtaði yfir Bosníu, 35-24, í fyrsta leiknum og tapaði svo fyrir Rússum á útivelli, 38-31. Þetta er mjög erfiður riðill enda er Serbía fjórða liðið í riðlinum. 8.11.2012 06:00
Miðstöð Boltavaktarinnar | N1-deild karla Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í N1-deild karla samtímis. 8.11.2012 19:00
Stórleikur hjá Ólafi Bjarka Ólafur Bjarki Ragnarsson fór á kostum með Emsdetten í kvöld og skoraði sjö mörk í 32-26 sigri á Bittenfeld. Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk fyrir Emsdetten sem er á toppi þýsku B-deildarinnar. 7.11.2012 22:01
Tíu sigrar í röð hjá toppliði Löwen Það er ekkert lát á velgengni lærisveina Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. Þeir sóttu sterkt lið Hamburg heim í kvöld og unnu öruggan sigur, 23-30. 7.11.2012 20:55
Sigur hjá ÍBV í Eyjum ÍBV festi stöðu sína í þriðja sæti N1-deildar kvenna í kvöld er liðið vann fjögurra marka sigur, 28-24, gegn Haukum í Vestmannaeyjum. 7.11.2012 20:11
Aron með flugeldasýningu gegn Flensburg Kiel komst á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið skellti nágrannaliði sínu, Flensburg, í bráðskemmtilegum leik þar sem Aron Pálmarsson fór á kostum. Lokatölur 34-27. 7.11.2012 20:03
Dagur: Íslenskir þjálfarar hafa rétta viðhorfið Dagur Sigurðsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í morgun og ræddi um góðan árangur íslenskra þjálfara í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. 7.11.2012 14:45
Dagur: Þýska landsliðið eins og enska fótboltalandsliðið Dagur Sigurðsson segir að hann hafi verið hársbreidd frá því að taka við þjálfun þýska landlsiðsins eftir að Heiner Brand lét af störfum með liðið. 7.11.2012 12:30
Kóngarnir í Þýskalandi Íslensku handboltaþjálfararnir þrír í þýsku úrvalsdeildinni eru að gera frábæra hluti í bestu handboltadeild heims og skjóta öðrum þjálfurum ref fyrir rass. Vinnusemi og góð stjórnun er lykillinn að þessum árangri segir Patrekur Jóhannesson. 7.11.2012 07:00
Úrslit kvöldsins í N1-deild kvenna Fjórir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld. Sem fyrr unnu Valur og Fram örugga sigra á andstæðingum sínum. 6.11.2012 21:56
28 manna EM-hópur Íslands tilkynntur Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur tilkynnt til EHF þá 28 leikmenn sem koma til greina í leikmannahóp Íslands fyrir EM í Serbíu í næsta mánuði. 6.11.2012 11:30
Patrekur tapaði í Rússlandi Landslið Austurríkis er með tvö stig að loknum tveimur leikjum í undankeppni EM 2014. Patrekur Jóhannesson er þjálfari austurríska landsliðsins. 5.11.2012 10:41
Tveir sannfærandi sigrar eru frábær byrjun Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er markahæsti leikmaðurinn í undankeppni EM eftir tvo ellefu marka leiki. Hann var sáttur með sigurinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. 5.11.2012 07:00
Í bílstjórasætinu í riðlinum Íslenska handboltalandsliðið er eitt á toppnum í sínum riðli í undankeppni EM eftir sjö marka sigur í Rúmeníu í gær. Strákarnir eru búnir að vinna lokamínúturnar í fyrstu leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun. 5.11.2012 06:00
Landsliðið í fimm tíma rútuferð: Veit ekki hvar í Evrópu við erum Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flottan leik í dag þegar liðið vann 37-30 sigur á Rúmeníu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Guðjón Valur skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur í íslenska liðinu en hann hefur nú skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlinum. 4.11.2012 18:14
Slóvenar náðu aðeins jafntefli í Hvíta-Rússlandi Íslenska handboltalandsliðið er eitt á toppnum í sínum riðli eftir að Slóvenar náðu aðeins jafntefli í Hvíta-Rússlandi í hinum leik riðilsins í undankeppni EM 2014 í dag. Ísland hefur fullt hús, fjögur stig, eða einu meira en Slóvenar eftir fyrstu tvær umferðirnar. 4.11.2012 15:46