Fleiri fréttir Tottenham vill fá Upson Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, mun hafa beint spjótum sínum að Matthew Upson, varnarmanni Birmingham, eftir að ljóst væri að hann fengi ekki Curtis Davies frá WBA þegar leikmannaglugginn opnast að nýju í janúar. 27.12.2006 18:30 Terry fer til sérfræðings í Frakklandi John Terry, fyrirliði Chelsea, er á leið til Frakklands þar sem hann mun hitta sérfræðing í bakmeiðslum. Terry hefur misst af síðustu fjórum leikjum ensku meistaranna vegna meiðslanna og hefur vörn liðsins verið sem hriplekt gatasigti í þeim leikjum. 27.12.2006 17:45 Curbishley segir falldrauginn viðvarandi Alan Curbishley, sem Eggert Magnússon fékk til að stýra skútu West Ham fyrir skemmstu, segir að það verði erfitt fyrir félagið að losna úr greipum botnbaráttunnar í ensku úrvalsdeildinni miðað við frammistöðuna sem liðið sýndi gegn Portsmouth í gær. West Ham er í 18. sæti deildarinnar og í fallsæti. 27.12.2006 17:00 Forráðamenn Real bíða ekki lengur David Beckham hefur frest fram á gamlárskvöld til að svara nýju samningstilboði frá Real Madrid, ellegar verði hann seldur frá félaginu í janúar. Þessu er haldið fram í spænskum fjölmiðlum í morgun. 27.12.2006 16:15 Samuel Eto´o: Ekkert mun stöðva mig Nú styttist óðum í endurkomu Samuel Eto'o hjá Barcelona og eins og áður er ekkert skort á sjálfstrausti hjá framherjanum. Hann segir í nýlegu viðtali að hann að ekkert muni stoppa sig eftir að hann hefur leik að nýju og að markakóngstitilinn á Spáni sé ekki ómögulegt markmið fyrir sig. 27.12.2006 15:30 Parker ekki á leið frá Newcastle Scott Parker er ekki á leið frá Newcastle og það tekur því ekki einu sinni að ræða þann möguleika. Þetta sagði Glenn Roeder, stjóri Newcastle, þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að hann og Nigel Reo-Cocker hjá West Ham myndu skipta um lið í janúar. 27.12.2006 15:00 Huddlestone endurnýjar við Tottenham Hinn gríðarlega efnilegi miðjumaður Tottenham, Tom Huddlestone, hefur skrifað undir nýjan fjögurra- og hálfs árs samning við Lundúnarliðið og þar með bundið enda á allar vangaveltur um að hann yfirgæfi herbúðir félagsins. Huddlestone hefur spilað mjög vel í vetur og fengið verðskuldaða athygli stóru liðana í Englandi. 27.12.2006 15:00 Capello vill losna við Cassano Vandræðagemlingurinn Antonio Cassano er að öllum líkindum á leið frá Real Madrid í janúar, að því er spænskir fjölmiðlar halda fram í gær. Hinn 24 ára gamli framherji er í algjörri ónáð hjá forráðamönnum félagsins sem vilja ólmir losna við hann. 27.12.2006 10:45 Jewell: Ronaldo er stórkostlegur Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, var fullur lotningar í garð Cristiano Ronaldo og lið hans Manchester United eftir leik liðanna í dag. Jewell sagði Ronaldo vera stórkostlegan leikmann og Man. Utd. vera lið sem spilar magnaða knattspyrnu. 26.12.2006 21:30 Benitez kennir Crouch ekki um tapið Rafael Benitez segir að hafi verið Brad Friedel að kenna – ekki Peter Crouch – að Liverpool fór ekki með þrjú stig af hólmi frá Ewood Park í Blackburn í dag. Crouch fékk þrjú úrvals skallafæri sem öll rötuðu beint á Friedel í marki Blackburn. 26.12.2006 20:30 Van Persie bjargaði Arsenal Arsenal komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildinnar nú í kvöld með því að bera sigurorð af Watford á útivelli, 1-2. Nýliðarnir létu leikmenn Arsenal heldur betur hafa fyrir hlutunum og það var ekki fyrr en sjö mínútum fyrir leikslok að Robin van Persie náði að skora sigurmark Arsenal. 26.12.2006 19:33 Scolari hættir eftir EM 2008 Luiz Felipe Scolari hefur tilkynnt að hann muni hætta sem þjálfari portúgalska landsliðsins í fótbolta um leið og lokakeppni Evrópumótsins er lokið. Evrópukeppnin fer fram sumarið 2008 í Austurríki og Sviss. 26.12.2006 18:30 Mourinho: Veit ekkert hvenær Terry snýr aftur Jose Mourinho, stjóri Chelsea, kvaðst í viðtali eftir jafnteflið gegn Reading í dag ekki hafa hugmynd um hvenær fyrirliðinn John Terry yrði leikfær. Jafnframt greindi Mourinho frá því að Terry þyrfti hugsanlega að fara í aðgerð til að fá bót meina sinna. 26.12.2006 17:45 Man. Utd. með fjögurrra stiga forystu Manchester United er komið með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins. Man. Utd. lagði Wigan örugglega af velli á heimavelli sínum, 3-1, en Chelsea náði aðeins jafntefli gegn Reading í dag. Liverpool beið í lægri hlut gegn Blackburn. 26.12.2006 16:59 Mourinho vill breyta landsleikjafyrirkomulagi Jose Mourinho hjá Chelsea hefur enn einu sinni tjáð sig um landsleikjamál í fótboltanum og nú heldur hann því fram að það sé algjörlega tilgangslaust að spila 15 leiki sem hafa þann eina tilgang að láta leikmenn lenda í meiðslum. 26.12.2006 16:15 Chelsea tapaði stigum á heimavelli Englandsmeistarar Chelsea náðu aðeins jafntefli gegn nýliðum Reading á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur urðu 2-2 og á Manchester United því alla möguleika á að ná fjögurra stiga forystu með því að sigra Wigan á heimavelli sínum í leik sem hefst kl. 15. 26.12.2006 14:55 Jewell: Væntum mikils af Heskey Paul Jewell, stjóri Wigan, vill að framherjinn Emile Heskey bjóði upp á sömu frammistöðu gegn Man. Utd. á Old Trafford í dag eins og hann gerði gegn Chelsea á Þorláksmessu. Þá skoraði Heskey tvö mörk og lék sinn besta leik í langan tíma. 26.12.2006 14:30 Adebayor: Ég myndi spila frítt fyrir Arsenal Emanual Adebayor, framherjinn stóri og stæðilegi hjá Arsenal, kveðst svo ánægður í herbúðum liðsins að hann væri reiðubúinn að spila án þess að þiggja laun fyrir. Adebayor hefur unnið hug og hjörtu stuðningsmanna liðsins, að sögn stjórans Arsene Wenger, sem er hæstaánægður með frammistöðu pilts. 26.12.2006 13:30 Ferguson ánægður með breiddina Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., kveðst mjög ánægður með þá breidd sem leikmannahópur liðs síns býr yfir þessa stundina. Einhverjar efasemdir hafa verið uppi um möguleika Ferguson ef einhverjir af hans mikilvægustu leikmönnum myndu lenda í meiðslum, en stjórinn segir sjálfur að hægt sé að leysa alla af hólmi. 26.12.2006 12:45 Hughes hræddur við Bellamy Mark Hughes, stjóri Blackburn, er dauðhræddur við framherjann Craig Bellamy hjá Liverpool, fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hughes þekkir vel til styrkleika Bellamy, en hann lék með Blackburn á síðustu leiktíð áður en hann var keyptur af Rafa Benitez í sumar. 26.12.2006 12:15 Cahill snýr aftur sem betri leikmaður Það styttist óðum í endurkomu Tim Cahill, stjörnuleikmanns Everton, sem hefur verið frá vegna hnémeiðsla í næstum tvo mánuði. Búist er við því að Cahill byrji að spila að nýju í janúar, og segist hann ætla að snúa til baka sem betri leikmaður en áður. 25.12.2006 21:30 Hahnemann: Allt er mögulegt Marcus Hahnemann, markvörður Reading, segir að nýliðarnir ætli sér að koma á óvart í heimsókn sinni til Stamford Bridge á morgun. Reading sækir þá meistara Chelsea heim, en þar hefur liðið ekki enn tapað undir stjórn Jose Mourinho, og nokkrum dögum síðar heimsækir Reading Old Trafford. 25.12.2006 20:30 Baulið gerir Ronaldo bara betri Baulið sem Cristiano Ronaldo þarf að þola í útileikjum Manchester United gerir hann aðeins að betri leikmanni. Þetta er álit Edwin van der Saar, markvarðar og samherja Ronaldo hjá Man. Utd. 25.12.2006 18:30 Adriano þakkar samherjum sínum Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano tileinkaði liðsfélögum sínum hjá Inter markið sem hann skoraði gegn Atalanta á laugardag. Markið var hans fyrsta í átta mánuði fyrir félagið, en Adriano hefur verið í mikilli lægð á þessu ári eftir frábært tímabil í fyrra. 25.12.2006 17:45 Redknapp ekki stressaður yfir leikmannamálum Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, segist ekki hafa sett niður neinn óskalista af leikmönnum sem hann vill fá til síns liðs í janúar, en að hann muni ábyggilega fá einhverja leikmenn til að styrkja liðið. Redknapp segir markmið félagsins hafa breyst eftir gott gengi það sem af er leiktíð. 25.12.2006 17:15 Orðastríð Mourinho og Ferguson heldur áfram Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur varað kollega sinn hjá Manchester United, Sir Alex Ferguson, við því að meistararnir verði mun sterkari á síðari hluta keppnistímabilsins en þeir hafi verið á þeim fyrri. Enn fremur segir Mourinho Man. Utd. hafa verið heppna því ”allt hafi gengið upp hjá þeim.” 25.12.2006 14:30 Aston Villa vill fá Defoe Samkvæmt fregnum frá Englandi í morgun er Aston Villa að undirbúa 12 milljón punda tilboð í Jermain Defoe, framherja Tottenham, um leið og leikmannaglugginn opnar í byrjun janúar. 25.12.2006 13:54 Pardew tekur við Charlton Alan Pardew hefur verið ráðinn þjálfari Charlton í ensku úrvalsdeildinni og tekur hann við starfi Les Reed, sem var sagt upp síðdegis á aðfangadag. Pardew er þriðji knattspyrnustjórinn hjá Charlton á þessari leiktíð. 25.12.2006 13:24 Benitez ánægður með Gerrard á miðjunni Rafael Benitez, stjóri Liverpool, gaf sterklega í skyn í viðtali við enska dagblaðið The Mirror fyrir helgi að hann hyggist nota fyrirliða sinn Steven Gerrard á miðjunni, en ekki hægri kantinum eins og hann gerði framan af tímabilinu. Gerrard hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum frá því að hann fór á miðja miðjuna. 25.12.2006 12:30 Ferguson: Það má ekki hlusta á Mourinho Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, skaut léttum skotum að kollega sínum hjá Chelsea, Jose Mourinho, eftir sigurinn gegn Aston Villa í fyrradag og sagði stöðuna í deildinni sanna að ekki mætti taka mark á ummælum Portúgalans. Mourinho hafði áður sagt að Chelsea yrði í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar jólin gengju í garð. 25.12.2006 10:00 Abramovich ætlar að minnka við leikmannakaup Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich segir í viðtali við hið virta dagblað The Observer í Bretlandi að hann hyggist draga úr fjárveitingum til leikmannakaupa hjá félaginu á næstunni og leggja traust sitt á ungu leikmennina hjá félaginu. Rússinn kemur víða við í viðtalinu og greinir einnig frá sambandi sínu við Jose Mourinho. 24.12.2006 20:00 Wenger: Við spiluðum magnaðan fótbolta Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var virkilega ánægður með frammistöðu sinna manna í 6-2 sigurleiknum á Blackburn í gær. Wenger sagði að áhorfendum á Emirates-leikvanginum hefði verið skemmt. 24.12.2006 18:00 Jólasveinninn hlýtur að halda með Chelsea Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, þakkaði jólasveininum fyrir sigurinn á Wigan í gærkvöldi. Portúgalski stjórinn sagði lið sitt ekki hafa átt skilið að hirða öll stigin þrjú. Arjen Robben skoraði sigurmarkið í 3-2 sigri á 93. mínútu leiksins. 24.12.2006 15:45 Benitez ánægður með Bellamy Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, fannst lið sitt eiga sigurinn skilinn gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool sigraði 2-0 þrátt fyrir að hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Benitez hrósaði Craig Bellamy sérstaklega. 24.12.2006 13:45 Inter jafnaði metið Inter Milan jafnaði í gær met í ítölsku A-deildinni í fótbolta þegar liðið vann sinn 11 sigur í röð. Þá lagði liðið Atalanta af velli, 2-1, en Roma náði samskonar sigurgöngu á síðustu leiktíð. Inter er langefst á Ítalíu þegar farið er í jólafrí, eða með sjö stiga forystu. 24.12.2006 12:30 Robben tryggði Chelsea sigur Enn einu sinni tryggði Chelsea sér sigur í ensku úrvalsdeildinni á elleftu stundu og gegn Wigan í dag var það Hollendingurinn Arjen Robben sem reyndist hetjan. Hann skoraði þriðja og síðasta markið í 3-2 sigri Chelsea þegar þrjár mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. 23.12.2006 19:11 Kewell á erfitt Harry Kewell, ástralski miðjumaðurinn hjá Liverpool, hefur viðurkennt að eilíf meiðsli geri tilveruna afar erfiða og að hann hafi í nokkurn tíma átt mjög erfitt. Kewell er á hægum batavegi eftir aðgerð á fæti og er ekki sérlega bjartsýnn upp á framhaldið að gera. 23.12.2006 18:45 Wycombe dróst á móti Englandsmeisturunum Spútniklið enska deildabikarsins í ár, Wycombe Wanderes, mætir Chelsea í undanúrslitum keppninnar, en dregið var í dag. Tottenham mætir sigurvegaranum í viðureign Liverpool og Arsenal. 23.12.2006 18:00 Leikmenn í Englandi í jólaskapi Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru komnir í jólaskap, ef eitthvað má lesa úr öllum þeim fjölda marka sem leit dagsins ljós í umferð dagsins. Engar breytingar urðu í toppslag deildarinnar þar sem öll helstu liðin unnu leiki sína. 23.12.2006 16:57 Wenger: Walcott verður landsliðsmaður Arsene Wenger, stjóri Arsenal, spáir því að árið 2007 eigi eftir að verða Theo Walcott, 17 ára leikmanni liðsins, einstaklega gæfuríkt. Wenger gengur svo langt að spá Walcott landsliðssæti á árinu. 23.12.2006 16:30 Drogba: Essien er ótrúlegur Michael Essien hefur átt einn stærsta þáttinn í velgengni Chelesa það sem af er leiktíð, að sögn Didier Drogba, framherja liðsins. Drogba ausar lofi yfir Essien og segir hann jafn mikilvægan liðinu og John Terry og Frank Lampard. 23.12.2006 15:45 Ferguson ánægður með Saha Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, telur að Louis Saha hafi fyllt skarðið sem Ruud van Nistelrooy skildi eftir í framlínu liðsins í sumar og gott betur. Saha hefur skorað átta mörk í þeim 15 leikjum sem hann hefur byrjað inn á í ár. 23.12.2006 14:45 Inter fær ekki aðstoð frá dómurum Roberto Mancini, þjálfari Inter á Ítalíu, hlær að öllum samsæriskenningum þess efnis að leikmenn liðsins njóti friðhelgi hjá dómurum deildarinnar. Nokkur umræða hefur verið á Ítalíu þess efnis að Inter sé í náðinni hjá hinum ýmsu dómurum, einhverra hluta vegna. 23.12.2006 14:00 Cisse lætur vita af sér Djibril Cisse, franski sóknarmaðurinn sem er í láni hjá Marseille frá Liverpool, hefur jafnað sig eftir fótbrot og er strax byrjaður að minna á sig. Í gærkvöldi skoraði hann sigurmark Marseille í 2-1 sigri á St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsta mark Cisse á tímabilinu. 23.12.2006 12:16 Curbishley: Við erum ekki áhugavert félag Alan Curbishley, sem Eggert Magnússon réð sem knattspyrnustjóra West Ham fyrir skemmstu, óttast að félagið muni eiga erfitt með að sannfæra leikmenn um að ganga til liðs við það þegar leikmannamarkaðurinn opnar að nýju í janúar, vegna slakrar spilamennsku liðsins í ár. 22.12.2006 21:30 Sjá næstu 50 fréttir
Tottenham vill fá Upson Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, mun hafa beint spjótum sínum að Matthew Upson, varnarmanni Birmingham, eftir að ljóst væri að hann fengi ekki Curtis Davies frá WBA þegar leikmannaglugginn opnast að nýju í janúar. 27.12.2006 18:30
Terry fer til sérfræðings í Frakklandi John Terry, fyrirliði Chelsea, er á leið til Frakklands þar sem hann mun hitta sérfræðing í bakmeiðslum. Terry hefur misst af síðustu fjórum leikjum ensku meistaranna vegna meiðslanna og hefur vörn liðsins verið sem hriplekt gatasigti í þeim leikjum. 27.12.2006 17:45
Curbishley segir falldrauginn viðvarandi Alan Curbishley, sem Eggert Magnússon fékk til að stýra skútu West Ham fyrir skemmstu, segir að það verði erfitt fyrir félagið að losna úr greipum botnbaráttunnar í ensku úrvalsdeildinni miðað við frammistöðuna sem liðið sýndi gegn Portsmouth í gær. West Ham er í 18. sæti deildarinnar og í fallsæti. 27.12.2006 17:00
Forráðamenn Real bíða ekki lengur David Beckham hefur frest fram á gamlárskvöld til að svara nýju samningstilboði frá Real Madrid, ellegar verði hann seldur frá félaginu í janúar. Þessu er haldið fram í spænskum fjölmiðlum í morgun. 27.12.2006 16:15
Samuel Eto´o: Ekkert mun stöðva mig Nú styttist óðum í endurkomu Samuel Eto'o hjá Barcelona og eins og áður er ekkert skort á sjálfstrausti hjá framherjanum. Hann segir í nýlegu viðtali að hann að ekkert muni stoppa sig eftir að hann hefur leik að nýju og að markakóngstitilinn á Spáni sé ekki ómögulegt markmið fyrir sig. 27.12.2006 15:30
Parker ekki á leið frá Newcastle Scott Parker er ekki á leið frá Newcastle og það tekur því ekki einu sinni að ræða þann möguleika. Þetta sagði Glenn Roeder, stjóri Newcastle, þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að hann og Nigel Reo-Cocker hjá West Ham myndu skipta um lið í janúar. 27.12.2006 15:00
Huddlestone endurnýjar við Tottenham Hinn gríðarlega efnilegi miðjumaður Tottenham, Tom Huddlestone, hefur skrifað undir nýjan fjögurra- og hálfs árs samning við Lundúnarliðið og þar með bundið enda á allar vangaveltur um að hann yfirgæfi herbúðir félagsins. Huddlestone hefur spilað mjög vel í vetur og fengið verðskuldaða athygli stóru liðana í Englandi. 27.12.2006 15:00
Capello vill losna við Cassano Vandræðagemlingurinn Antonio Cassano er að öllum líkindum á leið frá Real Madrid í janúar, að því er spænskir fjölmiðlar halda fram í gær. Hinn 24 ára gamli framherji er í algjörri ónáð hjá forráðamönnum félagsins sem vilja ólmir losna við hann. 27.12.2006 10:45
Jewell: Ronaldo er stórkostlegur Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, var fullur lotningar í garð Cristiano Ronaldo og lið hans Manchester United eftir leik liðanna í dag. Jewell sagði Ronaldo vera stórkostlegan leikmann og Man. Utd. vera lið sem spilar magnaða knattspyrnu. 26.12.2006 21:30
Benitez kennir Crouch ekki um tapið Rafael Benitez segir að hafi verið Brad Friedel að kenna – ekki Peter Crouch – að Liverpool fór ekki með þrjú stig af hólmi frá Ewood Park í Blackburn í dag. Crouch fékk þrjú úrvals skallafæri sem öll rötuðu beint á Friedel í marki Blackburn. 26.12.2006 20:30
Van Persie bjargaði Arsenal Arsenal komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildinnar nú í kvöld með því að bera sigurorð af Watford á útivelli, 1-2. Nýliðarnir létu leikmenn Arsenal heldur betur hafa fyrir hlutunum og það var ekki fyrr en sjö mínútum fyrir leikslok að Robin van Persie náði að skora sigurmark Arsenal. 26.12.2006 19:33
Scolari hættir eftir EM 2008 Luiz Felipe Scolari hefur tilkynnt að hann muni hætta sem þjálfari portúgalska landsliðsins í fótbolta um leið og lokakeppni Evrópumótsins er lokið. Evrópukeppnin fer fram sumarið 2008 í Austurríki og Sviss. 26.12.2006 18:30
Mourinho: Veit ekkert hvenær Terry snýr aftur Jose Mourinho, stjóri Chelsea, kvaðst í viðtali eftir jafnteflið gegn Reading í dag ekki hafa hugmynd um hvenær fyrirliðinn John Terry yrði leikfær. Jafnframt greindi Mourinho frá því að Terry þyrfti hugsanlega að fara í aðgerð til að fá bót meina sinna. 26.12.2006 17:45
Man. Utd. með fjögurrra stiga forystu Manchester United er komið með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins. Man. Utd. lagði Wigan örugglega af velli á heimavelli sínum, 3-1, en Chelsea náði aðeins jafntefli gegn Reading í dag. Liverpool beið í lægri hlut gegn Blackburn. 26.12.2006 16:59
Mourinho vill breyta landsleikjafyrirkomulagi Jose Mourinho hjá Chelsea hefur enn einu sinni tjáð sig um landsleikjamál í fótboltanum og nú heldur hann því fram að það sé algjörlega tilgangslaust að spila 15 leiki sem hafa þann eina tilgang að láta leikmenn lenda í meiðslum. 26.12.2006 16:15
Chelsea tapaði stigum á heimavelli Englandsmeistarar Chelsea náðu aðeins jafntefli gegn nýliðum Reading á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur urðu 2-2 og á Manchester United því alla möguleika á að ná fjögurra stiga forystu með því að sigra Wigan á heimavelli sínum í leik sem hefst kl. 15. 26.12.2006 14:55
Jewell: Væntum mikils af Heskey Paul Jewell, stjóri Wigan, vill að framherjinn Emile Heskey bjóði upp á sömu frammistöðu gegn Man. Utd. á Old Trafford í dag eins og hann gerði gegn Chelsea á Þorláksmessu. Þá skoraði Heskey tvö mörk og lék sinn besta leik í langan tíma. 26.12.2006 14:30
Adebayor: Ég myndi spila frítt fyrir Arsenal Emanual Adebayor, framherjinn stóri og stæðilegi hjá Arsenal, kveðst svo ánægður í herbúðum liðsins að hann væri reiðubúinn að spila án þess að þiggja laun fyrir. Adebayor hefur unnið hug og hjörtu stuðningsmanna liðsins, að sögn stjórans Arsene Wenger, sem er hæstaánægður með frammistöðu pilts. 26.12.2006 13:30
Ferguson ánægður með breiddina Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., kveðst mjög ánægður með þá breidd sem leikmannahópur liðs síns býr yfir þessa stundina. Einhverjar efasemdir hafa verið uppi um möguleika Ferguson ef einhverjir af hans mikilvægustu leikmönnum myndu lenda í meiðslum, en stjórinn segir sjálfur að hægt sé að leysa alla af hólmi. 26.12.2006 12:45
Hughes hræddur við Bellamy Mark Hughes, stjóri Blackburn, er dauðhræddur við framherjann Craig Bellamy hjá Liverpool, fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hughes þekkir vel til styrkleika Bellamy, en hann lék með Blackburn á síðustu leiktíð áður en hann var keyptur af Rafa Benitez í sumar. 26.12.2006 12:15
Cahill snýr aftur sem betri leikmaður Það styttist óðum í endurkomu Tim Cahill, stjörnuleikmanns Everton, sem hefur verið frá vegna hnémeiðsla í næstum tvo mánuði. Búist er við því að Cahill byrji að spila að nýju í janúar, og segist hann ætla að snúa til baka sem betri leikmaður en áður. 25.12.2006 21:30
Hahnemann: Allt er mögulegt Marcus Hahnemann, markvörður Reading, segir að nýliðarnir ætli sér að koma á óvart í heimsókn sinni til Stamford Bridge á morgun. Reading sækir þá meistara Chelsea heim, en þar hefur liðið ekki enn tapað undir stjórn Jose Mourinho, og nokkrum dögum síðar heimsækir Reading Old Trafford. 25.12.2006 20:30
Baulið gerir Ronaldo bara betri Baulið sem Cristiano Ronaldo þarf að þola í útileikjum Manchester United gerir hann aðeins að betri leikmanni. Þetta er álit Edwin van der Saar, markvarðar og samherja Ronaldo hjá Man. Utd. 25.12.2006 18:30
Adriano þakkar samherjum sínum Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano tileinkaði liðsfélögum sínum hjá Inter markið sem hann skoraði gegn Atalanta á laugardag. Markið var hans fyrsta í átta mánuði fyrir félagið, en Adriano hefur verið í mikilli lægð á þessu ári eftir frábært tímabil í fyrra. 25.12.2006 17:45
Redknapp ekki stressaður yfir leikmannamálum Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, segist ekki hafa sett niður neinn óskalista af leikmönnum sem hann vill fá til síns liðs í janúar, en að hann muni ábyggilega fá einhverja leikmenn til að styrkja liðið. Redknapp segir markmið félagsins hafa breyst eftir gott gengi það sem af er leiktíð. 25.12.2006 17:15
Orðastríð Mourinho og Ferguson heldur áfram Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur varað kollega sinn hjá Manchester United, Sir Alex Ferguson, við því að meistararnir verði mun sterkari á síðari hluta keppnistímabilsins en þeir hafi verið á þeim fyrri. Enn fremur segir Mourinho Man. Utd. hafa verið heppna því ”allt hafi gengið upp hjá þeim.” 25.12.2006 14:30
Aston Villa vill fá Defoe Samkvæmt fregnum frá Englandi í morgun er Aston Villa að undirbúa 12 milljón punda tilboð í Jermain Defoe, framherja Tottenham, um leið og leikmannaglugginn opnar í byrjun janúar. 25.12.2006 13:54
Pardew tekur við Charlton Alan Pardew hefur verið ráðinn þjálfari Charlton í ensku úrvalsdeildinni og tekur hann við starfi Les Reed, sem var sagt upp síðdegis á aðfangadag. Pardew er þriðji knattspyrnustjórinn hjá Charlton á þessari leiktíð. 25.12.2006 13:24
Benitez ánægður með Gerrard á miðjunni Rafael Benitez, stjóri Liverpool, gaf sterklega í skyn í viðtali við enska dagblaðið The Mirror fyrir helgi að hann hyggist nota fyrirliða sinn Steven Gerrard á miðjunni, en ekki hægri kantinum eins og hann gerði framan af tímabilinu. Gerrard hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum frá því að hann fór á miðja miðjuna. 25.12.2006 12:30
Ferguson: Það má ekki hlusta á Mourinho Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, skaut léttum skotum að kollega sínum hjá Chelsea, Jose Mourinho, eftir sigurinn gegn Aston Villa í fyrradag og sagði stöðuna í deildinni sanna að ekki mætti taka mark á ummælum Portúgalans. Mourinho hafði áður sagt að Chelsea yrði í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar jólin gengju í garð. 25.12.2006 10:00
Abramovich ætlar að minnka við leikmannakaup Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich segir í viðtali við hið virta dagblað The Observer í Bretlandi að hann hyggist draga úr fjárveitingum til leikmannakaupa hjá félaginu á næstunni og leggja traust sitt á ungu leikmennina hjá félaginu. Rússinn kemur víða við í viðtalinu og greinir einnig frá sambandi sínu við Jose Mourinho. 24.12.2006 20:00
Wenger: Við spiluðum magnaðan fótbolta Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var virkilega ánægður með frammistöðu sinna manna í 6-2 sigurleiknum á Blackburn í gær. Wenger sagði að áhorfendum á Emirates-leikvanginum hefði verið skemmt. 24.12.2006 18:00
Jólasveinninn hlýtur að halda með Chelsea Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, þakkaði jólasveininum fyrir sigurinn á Wigan í gærkvöldi. Portúgalski stjórinn sagði lið sitt ekki hafa átt skilið að hirða öll stigin þrjú. Arjen Robben skoraði sigurmarkið í 3-2 sigri á 93. mínútu leiksins. 24.12.2006 15:45
Benitez ánægður með Bellamy Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, fannst lið sitt eiga sigurinn skilinn gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool sigraði 2-0 þrátt fyrir að hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Benitez hrósaði Craig Bellamy sérstaklega. 24.12.2006 13:45
Inter jafnaði metið Inter Milan jafnaði í gær met í ítölsku A-deildinni í fótbolta þegar liðið vann sinn 11 sigur í röð. Þá lagði liðið Atalanta af velli, 2-1, en Roma náði samskonar sigurgöngu á síðustu leiktíð. Inter er langefst á Ítalíu þegar farið er í jólafrí, eða með sjö stiga forystu. 24.12.2006 12:30
Robben tryggði Chelsea sigur Enn einu sinni tryggði Chelsea sér sigur í ensku úrvalsdeildinni á elleftu stundu og gegn Wigan í dag var það Hollendingurinn Arjen Robben sem reyndist hetjan. Hann skoraði þriðja og síðasta markið í 3-2 sigri Chelsea þegar þrjár mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. 23.12.2006 19:11
Kewell á erfitt Harry Kewell, ástralski miðjumaðurinn hjá Liverpool, hefur viðurkennt að eilíf meiðsli geri tilveruna afar erfiða og að hann hafi í nokkurn tíma átt mjög erfitt. Kewell er á hægum batavegi eftir aðgerð á fæti og er ekki sérlega bjartsýnn upp á framhaldið að gera. 23.12.2006 18:45
Wycombe dróst á móti Englandsmeisturunum Spútniklið enska deildabikarsins í ár, Wycombe Wanderes, mætir Chelsea í undanúrslitum keppninnar, en dregið var í dag. Tottenham mætir sigurvegaranum í viðureign Liverpool og Arsenal. 23.12.2006 18:00
Leikmenn í Englandi í jólaskapi Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru komnir í jólaskap, ef eitthvað má lesa úr öllum þeim fjölda marka sem leit dagsins ljós í umferð dagsins. Engar breytingar urðu í toppslag deildarinnar þar sem öll helstu liðin unnu leiki sína. 23.12.2006 16:57
Wenger: Walcott verður landsliðsmaður Arsene Wenger, stjóri Arsenal, spáir því að árið 2007 eigi eftir að verða Theo Walcott, 17 ára leikmanni liðsins, einstaklega gæfuríkt. Wenger gengur svo langt að spá Walcott landsliðssæti á árinu. 23.12.2006 16:30
Drogba: Essien er ótrúlegur Michael Essien hefur átt einn stærsta þáttinn í velgengni Chelesa það sem af er leiktíð, að sögn Didier Drogba, framherja liðsins. Drogba ausar lofi yfir Essien og segir hann jafn mikilvægan liðinu og John Terry og Frank Lampard. 23.12.2006 15:45
Ferguson ánægður með Saha Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, telur að Louis Saha hafi fyllt skarðið sem Ruud van Nistelrooy skildi eftir í framlínu liðsins í sumar og gott betur. Saha hefur skorað átta mörk í þeim 15 leikjum sem hann hefur byrjað inn á í ár. 23.12.2006 14:45
Inter fær ekki aðstoð frá dómurum Roberto Mancini, þjálfari Inter á Ítalíu, hlær að öllum samsæriskenningum þess efnis að leikmenn liðsins njóti friðhelgi hjá dómurum deildarinnar. Nokkur umræða hefur verið á Ítalíu þess efnis að Inter sé í náðinni hjá hinum ýmsu dómurum, einhverra hluta vegna. 23.12.2006 14:00
Cisse lætur vita af sér Djibril Cisse, franski sóknarmaðurinn sem er í láni hjá Marseille frá Liverpool, hefur jafnað sig eftir fótbrot og er strax byrjaður að minna á sig. Í gærkvöldi skoraði hann sigurmark Marseille í 2-1 sigri á St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsta mark Cisse á tímabilinu. 23.12.2006 12:16
Curbishley: Við erum ekki áhugavert félag Alan Curbishley, sem Eggert Magnússon réð sem knattspyrnustjóra West Ham fyrir skemmstu, óttast að félagið muni eiga erfitt með að sannfæra leikmenn um að ganga til liðs við það þegar leikmannamarkaðurinn opnar að nýju í janúar, vegna slakrar spilamennsku liðsins í ár. 22.12.2006 21:30