Fleiri fréttir Heimili Peter Crouch lagt í rúst Hinn leggjalangi framherji Liverpool, Peter Crouch, varð fyrir því óláni í vikunni að brotist var inn á heimili hans á meðan hann var að skora tvö mörk fyrir Liverpool gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Fjölda verðmætra muna og bifreið á að hafa verið stolið af heimili hans og það sem eftir stóð var rifið, brotið og bramlað. 30.9.2006 23:06 Shevchenko átti aldrei fara til Chelsea Kakha Kaladze, félagi Andriy Shevchenko hjá AC Milan til sex ára, segir að Úkraínumaðurinn hafi gert stór mistök þegar hann ákvað að ganga í raðir Englandsmeistara Chelsea. 30.9.2006 23:00 Skammar Mido fyrir ummæli sín Martin Jol var ekki par hrifinn af ummælum framherja síns Mido í dag, en í samtali við bresku slúðurblöðin sagði Egyptinn að Sol Campbell væri auðveldasti andstæðingur sem hann hefði mætt á knattspyrnuvellinum. Þessi ummæli framherjans hafa eflaust vakið gleði stuðningsmanna Tottenham, en Jol hefur aðrar hugmyndir um upphitun fyrir leik Tottenham og Portsmouth á morgun. 30.9.2006 22:30 Eiður Smári stal senunni í sigri Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen gaf þjálfara sínum Frank Rijkaard góðan sigur í afmælisgjöf í dag þegar hann var í fyrsta skipti í byrjunarliði Barcelona í spænsku deildinni. Eiður skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Barcelona vann sigur á þrjóskum Böskunum í Athletic Bilbao 3-1 á útivelli eftir að vera manni fleiri í 70 mínútur. 30.9.2006 22:00 Barcelona í vandræðum - Eiður í sviðsljósinu Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona eru í bullandi vandræðum gegn Athletic Bilbao í leik sem sýndur er beint á Sýn, en meistararnir eru undir þegar flautað hefur verið til leikhlés. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona og var fljótur að koma sér í sviðsljósið í leiknum. 30.9.2006 20:44 Sigurganga Juventus heldur áfram David Trezeguet skoraði tvö mörk annan leikinn í röð fyrir lið Juventus þegar það vann 2-0 sigur á Piacenza í dag og er því aðeins með fjögur stig í mínus í deildinni og er því 15 stigum á eftir efsta liði deildarinnar Brescia, sem gerði jafntefli í dag. Trezeguet skoraði líka tvö mörk um síðustu helgi í 4-0 sigri á Modena, en það var gamla kempan Alessandro Del Piero sem lagði upp bæði mörk Frakkans í dag. 30.9.2006 20:39 Eiður Smári í byrjunarliði Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona í dag þegar liðið sækir Baskana í Athletic Bilbao heim í spænska boltanum. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst nú klukkan 20. Eiður er í framlínunni ástamt Leo Messi og er þetta fyrsti alvöru leikur Eiðs í byrjunarliði Katalóníuliðsins. 30.9.2006 19:57 Bilbao - Barcelona í beinni Nú er að hefjast leikur Athletic Bilbao og Barcelona í spænska boltanum og er hann sýndur beint á Sýn klukkan 20. Eins og flestir vita verður Barcelona án síns helsta markaskorara í kvöld þar sem Samuel Eto´o er meiddur og því ætti að vera meiri möguleiki á að sjá okkar mann Eið Smára Guðjohnsen etja kappi við Baskana í kvöld. 30.9.2006 19:50 Wolfsburg skellti meisturunum Það urðu heldur betur óvænt úrslit í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar lærisveinar Klaus Augenthaler í Wolfsburg skelltu meisturum Bayern Munchen 1-0. Wolfsburg var í botnsæti deildarinnar fyrir leikinn en fyrsta mark Mike Hanke í sjö mánuði tryggði heimamönnum sigurinn. Þetta var aðeins þriðji sigur Wolfsburg í síðustu 23 leikjum, en þessi sigur hefur væntanlega keypt Augenthaler einhvern gálgafrest í starfi sínu. 30.9.2006 19:40 Loksins sigur hjá Sheffield United Nýliðar Sheffield United unnu í dag sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar liðið vann verðskuldaðan sigur á lærisveinum Gareth Southgate í Middlesbrough á heimavelli sínum. Það var fyrirliðinn Phil Jagielka sem skoraði sigurmark United í uppbótartíma með þrumuskoti, en þetta var fyrsti sigur liðsin í úrvalsdeildinni síðan í apríl árið 1994. 30.9.2006 19:29 Sýndi stuðningsmönnum Everton beran bossann Joey Barton hjá Manchester City á yfir höfði sér lögreglurannsókn eftir að hann leysti niður um sig buxurnar og flassaði stuðningsmenn Everton eftir að liðin gerðu jafntefli á Goodison Park í dag. Barton er sjálfur frá Liverpool og á sér sögu í viðskiptum sínum við stuðningsmenn Everton. Hann á nú örugglega yfir höfði sér leikbann fyrir þessa glórulausu framkomu. 30.9.2006 18:39 Keflvíkingar bikarmeistarar Keflvíkingar eru bikarmeistarar árið 2006 eftir frækinn 2-0 sigur á KR-ingum á Laugardalsvelli í úrslitaleik. Guðjón Antoníusson og Baldur Sigurðsson skoruðu mörk Keflvíkinga í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir að KR-ingar hafi lagað leik sinn í þeim síðari, var sigur Keflvíkinga fyllilega verðskuldaður. Þetta er fjórði bikarmeistaratitill félagsins og annar á þremur árum. 30.9.2006 18:30 Markið hans Van Persie var stórkostlegt Arsene Wenger var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í dag þegar Arsenal náði að leggja Charlton 2-1 á útivelli eftir að hafa lent undir 1-0. Það var Robin Van Persie sem stal senunni og skoraði bæði mörk Arsenal og það síðara er þegar skráð sem eitt af mörkum tímabilsins. 30.9.2006 18:09 Jafntefli var mjög ósanngjörn niðurstaða Jose Mourinho var hundfúll í dag eftir að hans menn í Chelsea náðu aðeins jafntefli við Aston Villa á heimavelli sínum, en meistararnir fóru illa með fjölmörg færi sín í leiknum. Stjóri Villa var að vonum ánægðari með niðurstöðuna. 30.9.2006 17:56 Arsenal lagði Charlton Arsenal vann góðan 2-1 útisigur á Charlton í ensku úrvalsdeildinni í dag, en leikjunum þremur sem hófust klukkan 14 er nú lokið. Darren Bent kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik, en hollenski landsliðsmaðurinn Robin van Persie skoraði tvívegis sitt hvoru megin við hálfleikinn og það nægði Arsenal. 30.9.2006 16:12 Baráttan skilaði okkur sigri Sam Allardyce var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Liverpool í dag, en Bolton átti ekki mikið fleiri skot á markið en þau tvö sem rötuðu í netið og færðu liðinu 2-0 sigur. Allardyce sagði sigurinn afrakstur blóðugrar baráttu sinna manna. 30.9.2006 14:59 Enn skorar Drogba Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum þremur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Didier Drogba heldur áfram að skora grimmt fyrir Chelsea og kom liðinu yfir á þriðju mínútu gegn Aston Villa, en gestirnir náðu að jafna leikinn á síðustu mínútu fyrri hálfleiks með marki frá Gabriel Agbonlahor. 30.9.2006 14:51 Keflvíkingar yfir í hálfleik Keflvíkingar hafa góða 2-0 forystu gegn KR þegar flautað hefur verið til leikhlés í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Keflvíkingar hafa ráðið ferðinni í fyrri hálfleik og verðskulda fyllilega forystu sína. Guðjón Antoníusson og Baldur Sigurðsson skoruðu mörk Suðurnesjamanna og komu þau bæði eftir hornspyrnur. KR-inga bíður því gríðarleg vinna í síðari hálfleiknum ef þeir ætla sér að ná einhverju út úr leiknum. 30.9.2006 14:44 2-0 fyrir Keflavík Keflvíkingar eru komnir í 2-0 gegn KR-ingum í úrslitaleik Visa bikarsins á Laugardalsvelli og aftur kom mark eftir hornspyrnu. Að þessu sinni var það Baldur Sigurðsson sem skoraði og aðeins nokkrum augnablikum síðar fengu Keflvíkingar dauðafæri en náðu ekki að nýta sér það. 30.9.2006 14:29 Keflvíkingar komnir yfir Keflvíkingar hafa náð 1-0 forystu gegn KR-ingum í úrslitaleik Visa bikarsins á Laugardalsvelli. Það var Guðjón Antoníusson sem skoraði markið með skalla eftir að Kenneth Gustavsson hafði framlengt boltann inn á teiginn eftir hornspyrnu. Þar stóg Guðjón einn og yfirgefinn á markteignum og skallaði fram hjá Kristjáni Finnbogasyni. Keflvíkingar hafa ráðið ferðinni fyrstu 25 mínútur leiksins og verðskulda forystu sína. 30.9.2006 14:20 Keflvíkingar byrja betur Nú eru liðnar um 15 mínútur af úrslitaleik KR og Keflavíkur í Visa bikarnum í knattspyrnu. Staðan er enn jöfn 0-0, en það eru Keflvíkingar sem ráða ferðinni fyrstu mínúturnar og hafa verið mun líklegri til afreka en þeir röndóttu. Keflvíkingar pressa ofarlega á vellinum og reyna án afláts að sækja, á meðan Reykjavíkurliðið lætur sér nægja að sitja til baka. 30.9.2006 13:50 Bolton lagði Liverpool Bolton gerði sér lítið fyrir og lagði Liverpool 2-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gary Speed kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik og Ivan Campo tryggði Bolton sigurinn með laglegu skallamarki í upphafi síðari hálfleiksins. Þetta var þriðji tapleikur Liverpool í röð á útivelli, liðið hefur aðeins krækt í eitt stig á útivöllum það sem af er leiktíðinni. 30.9.2006 13:41 Krefst sönnunargagna í árásum á ensku knattspyrnuna Brian Barwick vill að það sé á tæru að ef menn ætli sér að leggja fram gögn sem sýna eigi fram á spillingu í ensku knattspyrnunni, verði þeir að leggja fram gögn til að sanna mál sitt svo hægt sé að greina staðreyndir frá áróðri. 29.9.2006 21:15 Srnicek kominn aftur til Newcastle Hinn gamalreyndi tékkneski markvörður Pavel Srnicek hefur gert samning við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle og verður varamarkvörður liðsins fram í janúar. Srnicek er öllum hnútum kunnugur á St James Park, en hann varði mark liðsins í sjö ár í upphafi síðasta áratugar. Hann er 38 ára gamall og spilaði síðast með liði í Portúgal. 29.9.2006 18:00 Hendrie lánaður til Stoke Miðjumaðurinn Lee Hendrie hjá Aston Villa hefur nú verið lánaður til 1. deildarliðs Stoke City. Hendrie var á árum áður fastamaður í liði Villa, en hefur aðeins einu sinni komið inn sem varamaður á þessari leiktíð. Honum verður nú ætlað að hressa upp á miðjuspilið hjá Tony Pulis og félögum í Stoke, sem hafa aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum í deildinni. 29.9.2006 14:00 Silvestre nýjasta nafnið á meiðslalistanum Franski landsliðsmaðurinn Mikael Silvestre hjá Manchester United verður frá keppni í allt að sex vikur eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í ristinni. Hann varð fyrir þessum meiðslum í leiknum gegn Arsenal á dögunum, en þessi 29 ára gamli varnarmaður hefur verið fastamaður í liði United í fjölda ára. Meiðsli hans eru af sömu tegund og þau sem hrjáð hafa menn á borð við Michael Owen og Wayne Rooney svo einhverjir séu nefndir. 29.9.2006 13:13 Sleppur við lögregluákæru Varnarmaðurinn Ben Thatcher hjá Manchester City sleppur með skrekkinn við lögregluákæru eftir líkamsárás sína á Pedro Mendes, leikmann Portsmout, í leik liðanna fyrir nokkrum vikum. Mendes óskaði eftir því á sínum tíma að farið yrði með málið innan knattspyrnuhreyfingarinnar og það er talið hafa orðið til þess að lögregluyfirvöld hafa nú ákveðið að blanda sér ekki í málið. 29.9.2006 13:06 Ráðstefna Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands og KSÍ Ráðstefna í tengslum við úrslitaleik VISA-bikars karla Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) í samvinnu við Knattspyrnusamband Íslands heldur sína árlegu ráðstefnu í tengslum við VISA-bikarúrslitaleik karla þann 30. september næstkomandi. 29.9.2006 10:30 Tim Borowski meiddur Þýski landsliðsmaðurinn Tim Borowski hjá Werder Bremen verður frá keppni í tvær til þrjár vikur að sögn lækna félagsins eftir að hann meiddist á fæti í leiknum gegn Barcelona í gærkvöldi. Þetta þýðir að Borowski mun missa af leik Þjóðverja og Georgíu í byrjun næsta mánaðar - sem og næsta leik Bremen í Evrópukeppninni. 28.9.2006 22:15 Kominn með HM húðflúr Varnarmaðurinn umdeildi Marco Materazzi hjá Inter Milan er búinn að fá sér enn eitt húðflúrið og er það minnisvarði um sigur Ítala á HM í sumar. Materazzi komst þar eins og allir vita í heimsfréttirnar með því að verða fyrir reiðum skalla Zinedine Zidane, en ítalski varnarmaðurinn skoraði líka mark Ítala í leiknum dramatíska. 28.9.2006 19:32 Inter, eruð þið geðveikir? Ítölsku blöðin vönduðu stjörnum prýddu liði Inter Milan ekki kveðjurnar á síðum sínum í dag eftir að liðið tapaði 2-0 fyrir Bayern Munchen á heimavelli í Meistaradeildinni. Þeim Zlatan Ibrahimovic og Fabio Grosso var báðum vikið af leikvelli í gærkvöldi og það nýtti þýska liðið sér vel, en Inter hefur ekki fengið eitt einasta stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum í B-riðli. 28.9.2006 18:57 Margrét Lára með fjögur mörk í stórsigri á Portúgal Íslenska kvennalandsliðið lauk keppni með stæl í undankeppni HM 2007 í kvöld þegar liðið rótburstaði Portúgala 6-0 ytra, þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir íslenska liðið og Katrín Jónsdóttir tvö. Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti í riðli sínum á eftir Svíum og Tékkum en þegar var ljóst að liðið kæmist ekki á HM. 28.9.2006 18:42 Mæta liði frá Litla-Hrauni í kvöld Knattspyrnuliðið KF Nörd fær sitt erfiðasta verkefni til þessa í kvöld þegar liðið mætir knattspyrnuúrvali fanga á Litla-Hrauni í vikulegum raunveruleikaþætti á Sýn. Þátturinn hefst klukkan 21:15 og forvitnilegt verður að sjá hvernig Njörðunum vegnar gegn glæpamönnunum innan girðingar. 28.9.2006 17:30 Ísland hefur yfir í hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur 2-0 forystu þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign sinni við Portúgala ytra í lokaleik sínum í riðlinum í undankeppni HM 2007. Katrín Jónsdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 eftir aðeins 9 mínútur og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði annað markið eftir 22 mínútur. 28.9.2006 16:54 Kona tekur við forsetaembætti hjá Bilbao Spænska knattspyrnufélagið Athletic Club Bilbao hefur nú í fyrsta sinn ráðið konu sem forseta. Sú heitir Ana Urkijo og tekur hún við embættinu tímabundið eftir að Fernando Lamikiz sagði af sér. Urkijo er 51 árs gömul og gegndi áður embætti varaforseta félagsins, en hún tók formelga við starfinu eftir stjórnarfund í dag. 28.9.2006 15:57 ÍA vill halda Arnari og Bjarka Stjórn meistaraflokks ÍA hefur farið þess á leit við þá Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni að þeir verði áfram í röðum félagsins eftir að ljóst varð að Guðjón Þórðarson tæki við starfi þeirra sem þjálfari félagsins í Landsbankadeildinni. Þetta kemur fram á vefnum Skessuhorni í dag. 28.9.2006 15:04 Dein vill halda Wenger í 10 ár til viðbótar Í dag eru liðin tíu ár síðan franski knattspyrnustjórinn Arsene Wenger tók við enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal og hefur stjórnarformaður félagsins gefið það út í tilefni dagsins að Wenger sé æviráðinn hjá félaginu ef hann óskar þess og vonast til að halda honum í að minnsta kosti áratug í viðbót. 28.9.2006 14:12 Eto´o verður frá í allt að þrjá mánuði Illur grunur lækna Evrópumeistara Barcelona frá í gærkvöldi hefur nú verið staðfestur eftir að framherjinn Samuel Eto´o fór í myndatöku í dag og í ljós kom að hann verður frá í allt að þrjá mánuði vegna hnémeiðsla. Eto´o meiddist í leik Werder Bremen og Barcelona í gær, en meiðsli hans gætu þó þýtt að tækifærum Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Katalóníuliðinu ætti eftir að fjölga til muna. 28.9.2006 14:01 Ásgeir Elíasson að taka við ÍR Ásgeir Elíasson verður að öllu óbreyttu tilkynntur sem næsti þjálfari 2. deildarliðs ÍR á morgun. Heimildir NFS herma að stutt sé í að samningar náist milli Ásgeirs og Breiðhyltinga, en Ásgeir var látinn fara frá Fram á dögunum og við starfi hans þar tók Ólafur Þórðarson. 28.9.2006 13:46 Guðjón Þórðarson tekur við liði ÍA Guðjón Þórðarson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍA um að taka við þjálfun liðsins í Landsbankadeildinni. Það hefur lengi legið í loftinu að Guðjón sneri aftur á fornar slóðir, en Fréttablaðið birti fyrst fréttir þessa efnis í fyrir um tveimur vikum. 28.9.2006 13:25 Naismith frá keppni í sex vikur Skoski landsliðsmaðurinn Gary Naysmith hjá enska úrvalsdeildarliðinu Everton verður frá keppni í að minnsta kosti sex vikur eftir að hafa tognað á hné í leik gegn Newcastle um síðustu helgi. Þetta þýðir að Naysmith mun missa af landsleikjum Skota gegn Frökkum og Úkraínumönnum í næsta mánuði og snýr væntanlega ekki aftur í lið Everton fyrr en undir lok nóvember að mati lækna félagsins. 27.9.2006 23:00 Hughes ætlar Blackburn í riðlakeppnina Mark Hughes, stjóri Blackburn, segir ekkert annað koma til greina en að koma liði sínu í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða en Blackburn mætir Salzburg á heimavelli í síðari viðureign liðanna í forkeppninni annað kvöld. Fyrri leikurinn fór 2-2 þar sem enska liðið fékk á sig jöfnunarmark í blálokin. 27.9.2006 22:30 Eto´o verður frá í 2-3 mánuði Evrópumeistarar Barcelona hafa orðið fyrir miklu áfalli en skæðasti framherji liðsins, Kamerúninn Samuel Eto´o, meiddist á hné í leiknum gegn Werder Bremen í Meistaradeildinni í kvöld og segist læknir liðsins halda að hann verði frá keppni í tvo til þrjá mánuði fyrir vikið. 27.9.2006 22:05 Mark Crouch var stórkostlegt Rafa Benitez var ánægður með leik sinna manna í Liverpool í 3-2 sigrinum á Galatasaray í kvöld, þrátt fyrir að gestirnir frá Tyrklandi hafi gert sig líklega til að jafna leikinn eftir að hafa lent undir 3-0. Benitez sá ástæðu til að hrósa hinum leggjalanga Peter Crouch fyrir tilburði sína á vellinum, enda skoraði sá eftirminnilegt mark með hjólhestaspyrnu fyrir framan Kop stúkuna frægu. 27.9.2006 21:41 Drogba er funheitur Jose Mourinho var skiljanlega í skýjunum yfir framherja sínum Didier Drogba eftir leikinn við Levski Sofia í Meistaradeildinni í kvöld, en Fílstrendingurinn sterki skoraði þrennu í 3-1 sigri Chelsea í Búlgaríu. 27.9.2006 21:21 Sjá næstu 50 fréttir
Heimili Peter Crouch lagt í rúst Hinn leggjalangi framherji Liverpool, Peter Crouch, varð fyrir því óláni í vikunni að brotist var inn á heimili hans á meðan hann var að skora tvö mörk fyrir Liverpool gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Fjölda verðmætra muna og bifreið á að hafa verið stolið af heimili hans og það sem eftir stóð var rifið, brotið og bramlað. 30.9.2006 23:06
Shevchenko átti aldrei fara til Chelsea Kakha Kaladze, félagi Andriy Shevchenko hjá AC Milan til sex ára, segir að Úkraínumaðurinn hafi gert stór mistök þegar hann ákvað að ganga í raðir Englandsmeistara Chelsea. 30.9.2006 23:00
Skammar Mido fyrir ummæli sín Martin Jol var ekki par hrifinn af ummælum framherja síns Mido í dag, en í samtali við bresku slúðurblöðin sagði Egyptinn að Sol Campbell væri auðveldasti andstæðingur sem hann hefði mætt á knattspyrnuvellinum. Þessi ummæli framherjans hafa eflaust vakið gleði stuðningsmanna Tottenham, en Jol hefur aðrar hugmyndir um upphitun fyrir leik Tottenham og Portsmouth á morgun. 30.9.2006 22:30
Eiður Smári stal senunni í sigri Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen gaf þjálfara sínum Frank Rijkaard góðan sigur í afmælisgjöf í dag þegar hann var í fyrsta skipti í byrjunarliði Barcelona í spænsku deildinni. Eiður skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Barcelona vann sigur á þrjóskum Böskunum í Athletic Bilbao 3-1 á útivelli eftir að vera manni fleiri í 70 mínútur. 30.9.2006 22:00
Barcelona í vandræðum - Eiður í sviðsljósinu Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona eru í bullandi vandræðum gegn Athletic Bilbao í leik sem sýndur er beint á Sýn, en meistararnir eru undir þegar flautað hefur verið til leikhlés. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona og var fljótur að koma sér í sviðsljósið í leiknum. 30.9.2006 20:44
Sigurganga Juventus heldur áfram David Trezeguet skoraði tvö mörk annan leikinn í röð fyrir lið Juventus þegar það vann 2-0 sigur á Piacenza í dag og er því aðeins með fjögur stig í mínus í deildinni og er því 15 stigum á eftir efsta liði deildarinnar Brescia, sem gerði jafntefli í dag. Trezeguet skoraði líka tvö mörk um síðustu helgi í 4-0 sigri á Modena, en það var gamla kempan Alessandro Del Piero sem lagði upp bæði mörk Frakkans í dag. 30.9.2006 20:39
Eiður Smári í byrjunarliði Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona í dag þegar liðið sækir Baskana í Athletic Bilbao heim í spænska boltanum. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst nú klukkan 20. Eiður er í framlínunni ástamt Leo Messi og er þetta fyrsti alvöru leikur Eiðs í byrjunarliði Katalóníuliðsins. 30.9.2006 19:57
Bilbao - Barcelona í beinni Nú er að hefjast leikur Athletic Bilbao og Barcelona í spænska boltanum og er hann sýndur beint á Sýn klukkan 20. Eins og flestir vita verður Barcelona án síns helsta markaskorara í kvöld þar sem Samuel Eto´o er meiddur og því ætti að vera meiri möguleiki á að sjá okkar mann Eið Smára Guðjohnsen etja kappi við Baskana í kvöld. 30.9.2006 19:50
Wolfsburg skellti meisturunum Það urðu heldur betur óvænt úrslit í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar lærisveinar Klaus Augenthaler í Wolfsburg skelltu meisturum Bayern Munchen 1-0. Wolfsburg var í botnsæti deildarinnar fyrir leikinn en fyrsta mark Mike Hanke í sjö mánuði tryggði heimamönnum sigurinn. Þetta var aðeins þriðji sigur Wolfsburg í síðustu 23 leikjum, en þessi sigur hefur væntanlega keypt Augenthaler einhvern gálgafrest í starfi sínu. 30.9.2006 19:40
Loksins sigur hjá Sheffield United Nýliðar Sheffield United unnu í dag sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar liðið vann verðskuldaðan sigur á lærisveinum Gareth Southgate í Middlesbrough á heimavelli sínum. Það var fyrirliðinn Phil Jagielka sem skoraði sigurmark United í uppbótartíma með þrumuskoti, en þetta var fyrsti sigur liðsin í úrvalsdeildinni síðan í apríl árið 1994. 30.9.2006 19:29
Sýndi stuðningsmönnum Everton beran bossann Joey Barton hjá Manchester City á yfir höfði sér lögreglurannsókn eftir að hann leysti niður um sig buxurnar og flassaði stuðningsmenn Everton eftir að liðin gerðu jafntefli á Goodison Park í dag. Barton er sjálfur frá Liverpool og á sér sögu í viðskiptum sínum við stuðningsmenn Everton. Hann á nú örugglega yfir höfði sér leikbann fyrir þessa glórulausu framkomu. 30.9.2006 18:39
Keflvíkingar bikarmeistarar Keflvíkingar eru bikarmeistarar árið 2006 eftir frækinn 2-0 sigur á KR-ingum á Laugardalsvelli í úrslitaleik. Guðjón Antoníusson og Baldur Sigurðsson skoruðu mörk Keflvíkinga í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir að KR-ingar hafi lagað leik sinn í þeim síðari, var sigur Keflvíkinga fyllilega verðskuldaður. Þetta er fjórði bikarmeistaratitill félagsins og annar á þremur árum. 30.9.2006 18:30
Markið hans Van Persie var stórkostlegt Arsene Wenger var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í dag þegar Arsenal náði að leggja Charlton 2-1 á útivelli eftir að hafa lent undir 1-0. Það var Robin Van Persie sem stal senunni og skoraði bæði mörk Arsenal og það síðara er þegar skráð sem eitt af mörkum tímabilsins. 30.9.2006 18:09
Jafntefli var mjög ósanngjörn niðurstaða Jose Mourinho var hundfúll í dag eftir að hans menn í Chelsea náðu aðeins jafntefli við Aston Villa á heimavelli sínum, en meistararnir fóru illa með fjölmörg færi sín í leiknum. Stjóri Villa var að vonum ánægðari með niðurstöðuna. 30.9.2006 17:56
Arsenal lagði Charlton Arsenal vann góðan 2-1 útisigur á Charlton í ensku úrvalsdeildinni í dag, en leikjunum þremur sem hófust klukkan 14 er nú lokið. Darren Bent kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik, en hollenski landsliðsmaðurinn Robin van Persie skoraði tvívegis sitt hvoru megin við hálfleikinn og það nægði Arsenal. 30.9.2006 16:12
Baráttan skilaði okkur sigri Sam Allardyce var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Liverpool í dag, en Bolton átti ekki mikið fleiri skot á markið en þau tvö sem rötuðu í netið og færðu liðinu 2-0 sigur. Allardyce sagði sigurinn afrakstur blóðugrar baráttu sinna manna. 30.9.2006 14:59
Enn skorar Drogba Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum þremur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Didier Drogba heldur áfram að skora grimmt fyrir Chelsea og kom liðinu yfir á þriðju mínútu gegn Aston Villa, en gestirnir náðu að jafna leikinn á síðustu mínútu fyrri hálfleiks með marki frá Gabriel Agbonlahor. 30.9.2006 14:51
Keflvíkingar yfir í hálfleik Keflvíkingar hafa góða 2-0 forystu gegn KR þegar flautað hefur verið til leikhlés í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Keflvíkingar hafa ráðið ferðinni í fyrri hálfleik og verðskulda fyllilega forystu sína. Guðjón Antoníusson og Baldur Sigurðsson skoruðu mörk Suðurnesjamanna og komu þau bæði eftir hornspyrnur. KR-inga bíður því gríðarleg vinna í síðari hálfleiknum ef þeir ætla sér að ná einhverju út úr leiknum. 30.9.2006 14:44
2-0 fyrir Keflavík Keflvíkingar eru komnir í 2-0 gegn KR-ingum í úrslitaleik Visa bikarsins á Laugardalsvelli og aftur kom mark eftir hornspyrnu. Að þessu sinni var það Baldur Sigurðsson sem skoraði og aðeins nokkrum augnablikum síðar fengu Keflvíkingar dauðafæri en náðu ekki að nýta sér það. 30.9.2006 14:29
Keflvíkingar komnir yfir Keflvíkingar hafa náð 1-0 forystu gegn KR-ingum í úrslitaleik Visa bikarsins á Laugardalsvelli. Það var Guðjón Antoníusson sem skoraði markið með skalla eftir að Kenneth Gustavsson hafði framlengt boltann inn á teiginn eftir hornspyrnu. Þar stóg Guðjón einn og yfirgefinn á markteignum og skallaði fram hjá Kristjáni Finnbogasyni. Keflvíkingar hafa ráðið ferðinni fyrstu 25 mínútur leiksins og verðskulda forystu sína. 30.9.2006 14:20
Keflvíkingar byrja betur Nú eru liðnar um 15 mínútur af úrslitaleik KR og Keflavíkur í Visa bikarnum í knattspyrnu. Staðan er enn jöfn 0-0, en það eru Keflvíkingar sem ráða ferðinni fyrstu mínúturnar og hafa verið mun líklegri til afreka en þeir röndóttu. Keflvíkingar pressa ofarlega á vellinum og reyna án afláts að sækja, á meðan Reykjavíkurliðið lætur sér nægja að sitja til baka. 30.9.2006 13:50
Bolton lagði Liverpool Bolton gerði sér lítið fyrir og lagði Liverpool 2-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gary Speed kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik og Ivan Campo tryggði Bolton sigurinn með laglegu skallamarki í upphafi síðari hálfleiksins. Þetta var þriðji tapleikur Liverpool í röð á útivelli, liðið hefur aðeins krækt í eitt stig á útivöllum það sem af er leiktíðinni. 30.9.2006 13:41
Krefst sönnunargagna í árásum á ensku knattspyrnuna Brian Barwick vill að það sé á tæru að ef menn ætli sér að leggja fram gögn sem sýna eigi fram á spillingu í ensku knattspyrnunni, verði þeir að leggja fram gögn til að sanna mál sitt svo hægt sé að greina staðreyndir frá áróðri. 29.9.2006 21:15
Srnicek kominn aftur til Newcastle Hinn gamalreyndi tékkneski markvörður Pavel Srnicek hefur gert samning við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle og verður varamarkvörður liðsins fram í janúar. Srnicek er öllum hnútum kunnugur á St James Park, en hann varði mark liðsins í sjö ár í upphafi síðasta áratugar. Hann er 38 ára gamall og spilaði síðast með liði í Portúgal. 29.9.2006 18:00
Hendrie lánaður til Stoke Miðjumaðurinn Lee Hendrie hjá Aston Villa hefur nú verið lánaður til 1. deildarliðs Stoke City. Hendrie var á árum áður fastamaður í liði Villa, en hefur aðeins einu sinni komið inn sem varamaður á þessari leiktíð. Honum verður nú ætlað að hressa upp á miðjuspilið hjá Tony Pulis og félögum í Stoke, sem hafa aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum í deildinni. 29.9.2006 14:00
Silvestre nýjasta nafnið á meiðslalistanum Franski landsliðsmaðurinn Mikael Silvestre hjá Manchester United verður frá keppni í allt að sex vikur eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í ristinni. Hann varð fyrir þessum meiðslum í leiknum gegn Arsenal á dögunum, en þessi 29 ára gamli varnarmaður hefur verið fastamaður í liði United í fjölda ára. Meiðsli hans eru af sömu tegund og þau sem hrjáð hafa menn á borð við Michael Owen og Wayne Rooney svo einhverjir séu nefndir. 29.9.2006 13:13
Sleppur við lögregluákæru Varnarmaðurinn Ben Thatcher hjá Manchester City sleppur með skrekkinn við lögregluákæru eftir líkamsárás sína á Pedro Mendes, leikmann Portsmout, í leik liðanna fyrir nokkrum vikum. Mendes óskaði eftir því á sínum tíma að farið yrði með málið innan knattspyrnuhreyfingarinnar og það er talið hafa orðið til þess að lögregluyfirvöld hafa nú ákveðið að blanda sér ekki í málið. 29.9.2006 13:06
Ráðstefna Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands og KSÍ Ráðstefna í tengslum við úrslitaleik VISA-bikars karla Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) í samvinnu við Knattspyrnusamband Íslands heldur sína árlegu ráðstefnu í tengslum við VISA-bikarúrslitaleik karla þann 30. september næstkomandi. 29.9.2006 10:30
Tim Borowski meiddur Þýski landsliðsmaðurinn Tim Borowski hjá Werder Bremen verður frá keppni í tvær til þrjár vikur að sögn lækna félagsins eftir að hann meiddist á fæti í leiknum gegn Barcelona í gærkvöldi. Þetta þýðir að Borowski mun missa af leik Þjóðverja og Georgíu í byrjun næsta mánaðar - sem og næsta leik Bremen í Evrópukeppninni. 28.9.2006 22:15
Kominn með HM húðflúr Varnarmaðurinn umdeildi Marco Materazzi hjá Inter Milan er búinn að fá sér enn eitt húðflúrið og er það minnisvarði um sigur Ítala á HM í sumar. Materazzi komst þar eins og allir vita í heimsfréttirnar með því að verða fyrir reiðum skalla Zinedine Zidane, en ítalski varnarmaðurinn skoraði líka mark Ítala í leiknum dramatíska. 28.9.2006 19:32
Inter, eruð þið geðveikir? Ítölsku blöðin vönduðu stjörnum prýddu liði Inter Milan ekki kveðjurnar á síðum sínum í dag eftir að liðið tapaði 2-0 fyrir Bayern Munchen á heimavelli í Meistaradeildinni. Þeim Zlatan Ibrahimovic og Fabio Grosso var báðum vikið af leikvelli í gærkvöldi og það nýtti þýska liðið sér vel, en Inter hefur ekki fengið eitt einasta stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum í B-riðli. 28.9.2006 18:57
Margrét Lára með fjögur mörk í stórsigri á Portúgal Íslenska kvennalandsliðið lauk keppni með stæl í undankeppni HM 2007 í kvöld þegar liðið rótburstaði Portúgala 6-0 ytra, þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir íslenska liðið og Katrín Jónsdóttir tvö. Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti í riðli sínum á eftir Svíum og Tékkum en þegar var ljóst að liðið kæmist ekki á HM. 28.9.2006 18:42
Mæta liði frá Litla-Hrauni í kvöld Knattspyrnuliðið KF Nörd fær sitt erfiðasta verkefni til þessa í kvöld þegar liðið mætir knattspyrnuúrvali fanga á Litla-Hrauni í vikulegum raunveruleikaþætti á Sýn. Þátturinn hefst klukkan 21:15 og forvitnilegt verður að sjá hvernig Njörðunum vegnar gegn glæpamönnunum innan girðingar. 28.9.2006 17:30
Ísland hefur yfir í hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur 2-0 forystu þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign sinni við Portúgala ytra í lokaleik sínum í riðlinum í undankeppni HM 2007. Katrín Jónsdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 eftir aðeins 9 mínútur og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði annað markið eftir 22 mínútur. 28.9.2006 16:54
Kona tekur við forsetaembætti hjá Bilbao Spænska knattspyrnufélagið Athletic Club Bilbao hefur nú í fyrsta sinn ráðið konu sem forseta. Sú heitir Ana Urkijo og tekur hún við embættinu tímabundið eftir að Fernando Lamikiz sagði af sér. Urkijo er 51 árs gömul og gegndi áður embætti varaforseta félagsins, en hún tók formelga við starfinu eftir stjórnarfund í dag. 28.9.2006 15:57
ÍA vill halda Arnari og Bjarka Stjórn meistaraflokks ÍA hefur farið þess á leit við þá Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni að þeir verði áfram í röðum félagsins eftir að ljóst varð að Guðjón Þórðarson tæki við starfi þeirra sem þjálfari félagsins í Landsbankadeildinni. Þetta kemur fram á vefnum Skessuhorni í dag. 28.9.2006 15:04
Dein vill halda Wenger í 10 ár til viðbótar Í dag eru liðin tíu ár síðan franski knattspyrnustjórinn Arsene Wenger tók við enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal og hefur stjórnarformaður félagsins gefið það út í tilefni dagsins að Wenger sé æviráðinn hjá félaginu ef hann óskar þess og vonast til að halda honum í að minnsta kosti áratug í viðbót. 28.9.2006 14:12
Eto´o verður frá í allt að þrjá mánuði Illur grunur lækna Evrópumeistara Barcelona frá í gærkvöldi hefur nú verið staðfestur eftir að framherjinn Samuel Eto´o fór í myndatöku í dag og í ljós kom að hann verður frá í allt að þrjá mánuði vegna hnémeiðsla. Eto´o meiddist í leik Werder Bremen og Barcelona í gær, en meiðsli hans gætu þó þýtt að tækifærum Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Katalóníuliðinu ætti eftir að fjölga til muna. 28.9.2006 14:01
Ásgeir Elíasson að taka við ÍR Ásgeir Elíasson verður að öllu óbreyttu tilkynntur sem næsti þjálfari 2. deildarliðs ÍR á morgun. Heimildir NFS herma að stutt sé í að samningar náist milli Ásgeirs og Breiðhyltinga, en Ásgeir var látinn fara frá Fram á dögunum og við starfi hans þar tók Ólafur Þórðarson. 28.9.2006 13:46
Guðjón Þórðarson tekur við liði ÍA Guðjón Þórðarson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍA um að taka við þjálfun liðsins í Landsbankadeildinni. Það hefur lengi legið í loftinu að Guðjón sneri aftur á fornar slóðir, en Fréttablaðið birti fyrst fréttir þessa efnis í fyrir um tveimur vikum. 28.9.2006 13:25
Naismith frá keppni í sex vikur Skoski landsliðsmaðurinn Gary Naysmith hjá enska úrvalsdeildarliðinu Everton verður frá keppni í að minnsta kosti sex vikur eftir að hafa tognað á hné í leik gegn Newcastle um síðustu helgi. Þetta þýðir að Naysmith mun missa af landsleikjum Skota gegn Frökkum og Úkraínumönnum í næsta mánuði og snýr væntanlega ekki aftur í lið Everton fyrr en undir lok nóvember að mati lækna félagsins. 27.9.2006 23:00
Hughes ætlar Blackburn í riðlakeppnina Mark Hughes, stjóri Blackburn, segir ekkert annað koma til greina en að koma liði sínu í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða en Blackburn mætir Salzburg á heimavelli í síðari viðureign liðanna í forkeppninni annað kvöld. Fyrri leikurinn fór 2-2 þar sem enska liðið fékk á sig jöfnunarmark í blálokin. 27.9.2006 22:30
Eto´o verður frá í 2-3 mánuði Evrópumeistarar Barcelona hafa orðið fyrir miklu áfalli en skæðasti framherji liðsins, Kamerúninn Samuel Eto´o, meiddist á hné í leiknum gegn Werder Bremen í Meistaradeildinni í kvöld og segist læknir liðsins halda að hann verði frá keppni í tvo til þrjá mánuði fyrir vikið. 27.9.2006 22:05
Mark Crouch var stórkostlegt Rafa Benitez var ánægður með leik sinna manna í Liverpool í 3-2 sigrinum á Galatasaray í kvöld, þrátt fyrir að gestirnir frá Tyrklandi hafi gert sig líklega til að jafna leikinn eftir að hafa lent undir 3-0. Benitez sá ástæðu til að hrósa hinum leggjalanga Peter Crouch fyrir tilburði sína á vellinum, enda skoraði sá eftirminnilegt mark með hjólhestaspyrnu fyrir framan Kop stúkuna frægu. 27.9.2006 21:41
Drogba er funheitur Jose Mourinho var skiljanlega í skýjunum yfir framherja sínum Didier Drogba eftir leikinn við Levski Sofia í Meistaradeildinni í kvöld, en Fílstrendingurinn sterki skoraði þrennu í 3-1 sigri Chelsea í Búlgaríu. 27.9.2006 21:21