Fleiri fréttir

Mourinho: Quaresma var efstur á óskalistanum

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Inter, er himinlifandi með að hafa gengið frá kaupunum á portúgalska vængmanninum Ricardo Quaresma frá Porto. Mourinho segir að Quaresma hafi verið efstur á óskalista sínum.

Bandaríska Ryder-liðið tilbúið

Paul Azinger, fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins, hefur valið þá Chad Campbell, Steve Stricker, Hunter Mahan og JB Holmes í liðið.

Leikmenn keyptir fyrir 75 milljarða

Félögin í ensku úrvalsdeildinni settu nýtt met í sumar þegar keyptir voru leikmenn fyrir 75 milljarða króna. Þetta er um 5 milljörðum hærri tala en verslað var fyrir í síðasta glugga.

Býður City 20 milljarða í Ronaldo í janúar?

Sulaiman Al-Fahim, eigandi Manchester City, segir ekkert því til fyrirstöðu að félagið geri grönnum sínum í Manchester United stjarnfræðilegt kauptilboð í Cristiano Ronaldo í janúar.

Keegan hættur hjá Newcastle

Kevin Keegan hefur hætt störfum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle eftir aðeins rúmlega hálft ár í starfi.

Theodór Elmar út - Jónas Guðni inn

Nokkur skörð verða höggvin í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Norðmönnum og Skotum og nú er ljóst að Theodór Elmar Bjarnason getur ekki gefið kost á sér vegna meiðsla.

Þrír leikmenn detta úr hópi Skota

Þrír leikmenn hafa dregið sig úr landsliðshópi Skota fyrir leikina gegn Makedóníu og Íslandi í undankeppni HM dagana 6. og 10. september.

Larsson ber fyrirliðabandið í 100. leiknum

Framherjinn Henrik Larsson mun verða fyrirliði sænska landsliðsins þegar það sækir Albani heim í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á laugardaginn. Þetta verður 100. landsleikur þessa frábæra markaskorara.

Nesta að hætta?

Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því í dag að svo gæti farið að ítalski miðvörðurinn Alessandro Nesta hjá AC Milan muni leggja skóna á hilluna í lok leiktíðar.

Ajax neitaði risatilboðum í Huntelaar

Forráðamenn hollenska knattspyrnufélagsins Ajax hafa staðfest að þeir hafi neitað tveimur risatilboðum í framherjann Klaas-Jan Huntelaar fyrir lokun félagaskiptagluggans í gær.

Guðmundur Steinarsson í landsliðið

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið Guðmund Steinarsson úr Keflavík í hóp sinn fyrir leikina gegn Norðmönnum og Skotum í undankeppni HM og kemur hann inn í stað Ólafs Inga Skúlasonar sem er meiddur.

Miðasala hafin á leik Íslendinga og Dana

Nú er hægt að nálgast miða á landsleik Íslendinga og Dana í körfubolta sem fram fer í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 10. september. Þar gefst íslenskum íþróttaáhugamönnum tækifæri til að sjá frábæran tvíhöfða, því leikurinn hefst strax á eftir leik Íslendinga og Skota í undankeppni HM í knattspyrnu.

Arsenal reyndi að næla í Alonso á síðustu stundu

Breska blaðið Independent greinir frá því í dag að Arsenal hafi gert 14 milljón punda tilboð í spænska landsliðsmiðjumanninn Xabi Alonso hjá Liverpool á síðustu stundu fyrir lokun félagaskiptagluggans í gær.

Riise skrifaði stuðningsmönnum Liverpool

Norðmaðurinn John Arne Riise hefur ritað stuðningsmönnum Liverpool opið bréf sem birtist á heimasíðu félagsins. Þar þakkar varnarmaðurinn "bestu stuðningsmönnum í heimi" fyrir stuðninginn í þau sjö ár sem hann spilaði með Liverpool.

Ramos ósáttur við félagaskiptagluggann

Juande Ramos, stjóri Tottenham, segir að félagaskiptaglugginn á Englandi ætti að lokast fyrir byrjun keppnistímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir hann hafa truflandi áhrif á lið og leikmenn í deildinni.

Keegan valtur í sessi hjá Newcastle?

Kevin Keegan mætti ekki til að stýra æfingu Newcastle í morgun eftir fund með stjórn félagsins í gær. Breskir fjölmiðlar gera því skóna að hann sé valtur í sessi hjá félaginu.

Öll félagaskiptin á Englandi í sumar

Mikið fjör var á leikmannamarkaðnum á Englandi í gærkvöld áður en félagaskiptaglugginn lokaði. Vísir hefur tekið saman öll viðskipti sumarsins hjá hverju liði fyrir sig í úrvalsdeildinni.

"Jarðýtan" ætlar að trompa Abramovich

Dr Sulaiman Al-Fahim, eigandi Manchester City, ætlar að láta verkin tala þegar kemur að því að koma félaginu í fremstu röð í framtíðinni.

Everton gaf metfé fyrir belgískan landsliðsmann

Everton gekk í gærkvöld frá kaupum á miðjumanninum Marouane Fellaini fyrir 15 milljónir punda sem er metfé fyrir félagið. Fellaini þessi er tvítugur belgískur landsliðsmaður og skrifaði hann undir fimm ára samning.

Berbatov orðinn leikmaður Manchester United

Heimasíða Tottenham hefur staðfest að félagið hafi selt búlgarska sóknarmanninn Dimitar Berbatov til Manchester United. Kaupverðið er 30,75 milljónir punda.

Xisco til Newcastle

Sóknarmaðurinn Francisco Jiménez Tejada, betur þekktur sem Xisco, hefur skrifað undir fimm ára samning við Newcastle. Xisco er 22 ára en hann er fyrrum U21 landsliðsmaður Spánar.

City vann baráttuna við Chelsea um Robinho

Manchester City kom heldur betur úr óvæntri átt og keypti brasilíska sóknarmanninn Robinho rétt fyrir lokun félagaskiptagluggans. Kaupverðið er í kringum 32,5 milljónir punda.

Eyjólfur með sigurmark

Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark sænska liðsins GAIS sem vann Gautaborg 1-0 í sænska boltanum í kvöld. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með Gautaborg en Hjálmar Jónsson var á bekknum.

Higginbotham til Stoke

Varnarmaðurinn Danny Higginbotham er genginn í raðir Stoke City frá Sunderland. Þessi 29 ára leikmaður kom til Sunderland frá Stoke fyrir síðasta tímabil en gerði þar stutt stopp.

KR-ingar í úrslitin eftir sigur í vítaspyrnukeppni

KR-ingar komust í kvöld í úrslitaleik VISA-bikarsins með því að leggja Breiðablik að velli eftir vítaspyrnukeppni. KR-ingar unnu 4-1 í vítakeppninni en Blikar misnotuðu fyrstu tvær spyrnur sínar í henni.

Tvöfaldur sigur hjá Keili

Hlynur Geir Hjartarson og Ásta Birna Magnúsdóttir, bæði úr Keili, urðu í dag Íslandsmeistarar í holukeppni. Leikið var á Korpúlfsstaðavelli.

Kerlon til liðs við Chievo

Ein athyglisverðustu leikmannakaup dagsins eru kaup ítalska liðsins Chievo á hinum brasilíska Kerlon. Þessi tvítugi sóknarmaður er frægur fyrir boltatækni sína og þá sérstaklega fyrir hæfileika sinn í að hlaupa með boltann á hausnum.

Riera kominn til Liverpool

Albert Riera er formlega orðinn leikmaður Liverpool en þessi vinstri kantmaður hefur skrifað undir samning til fjögurra ára. Kaupverðið er talið um átta milljónir punda en Riera kemur frá Espanyol.

Ryan Donk til WBA

West Bromwich Albion hefur fengið hollenska varnarmanninn Ryan Donk lánaðan frá AZ Alkmaar út tímabilið. Donk er 22 ára og hefur honum oft verið líkt við Jaap Stam sem gerði garðinn frægan hjá Manchester United.

Berbatov í viðræðum við Manchester United

Dimitar Berbatov er í þessum skrifuðu orðum í viðræðum við Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United. Þetta er samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar.

Torres frá í tvær til þrjár vikur

Liverpool hefur staðfest að sóknarmaðurinn Fernando Torres verði frá í tvær til þrjár vikur vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut gegn Aston Villa í gær.

Voronin lánaður til Þýskalands

Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Voronin hefur verið lánaður frá Liverpool til þýska liðsins Herthu Berlín. Lánssamningurinn er út tímabilið.

Steve Finnan til Espanyol

Írski bakvörðurinn Steve Finnan er farinn frá Liverpool en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við Espanyol. Finnan er 32 ára en hann hefur leikið með Liverpool síðan 2003.

Viktor Unnar í utandeildina

Sóknarmaðurinn Viktor Unnar Illugason hefur verið lánaður frá Reading til enska utandeildarliðsins Eastbourne Borough í einn mánuð. Viktor er 18 ára gamall.

Drogba spilar í kvöld

Framherjinn Didier Drogba mun í kvöld spila sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar hann verður í varaliði Chelsea sem mætir Arsenal í kvöld.

Ronaldinho er stórkostlegur

Forráðamenn AC Milan héldu ekki vatni yfir frumraun Brasilíumannsins Ronaldinho með liðinu um helgina þrátt fyrir að Milan tapaði opnunarleik sínum í A-deildinni.

Saha til Everton

Everton hefur gengið frá tveggja ára samningi við franska framherjann Louis Saha hjá Manchester United. Saha hefur aldrei náð sér almennilega á strik síðan hann gekk í raðir United árið 2004, en hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða.

Portsmouth fær varnarmann

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur gengið frá lánssamningi við varnarmanninn Nadir Belhadj frá franska liðinu Lens. Hann er 26 ára gamall og kemur frá Alsír.

Sir Alex tippar á Skota

Sir Alex Ferguson segist hafa góða trú á því að skoska landsliðið komist upp úr riðli sínum í undankeppni HM 2010 þar sem liðið leikur með íslenska landsliðinu.

Liverpool semur við ungan Brassa

Liverpool hefur gengið frá samningi við framherjann Vitor Flora sem er 18 ára gamall og kemur frá Brasilíu. Hann var með lausa samninga hjá liði Botafogo en er með ítalskt vegabréf og þarf því ekki að verða sér út um atvinnuleyfi.

Ferreira í viðræðum við West Ham

Bakvörðurinn Paulo Ferreira hjá Chelsea er í viðræðum við West Ham með möguleg félagaskipti í huga samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar. Ferreira er 29 ára og hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea að undanförnu.

City með tilboð í Berbatov?

Nú er farið að hitna í kolunum á leikmannamarkaðnum á Englandi, en félagaskiptaglugginn lokar um miðnætti í kvöld. Heimildir Sky fréttastofunnar herma að Manchester City hafi óvænt gert yfir 30 milljón punda kauptilboð í Dimitar Berbatov hjá Tottenham, en hann hefur verið orðaður við Manchester United í margar vikur.

Real hefur ekki unnið á Riazor síðan 1991

Segja má að leiktíðin á Spáni hafi byrjað hörmulega fyrir stórveldin Barcelona og Real Madrid. Barcelona tapaði opnunarleik sínum í deildinni gegn Numancia á útivelli í gær 1-0 og ekki gekk betur hjá erkifjendum þeirra, meisturum Real Madrid.

Læsti forsetann inni á klósetti

Þær undarlegu fréttir bárust úr herbúðum ítalska liðsins Juventus á dögunum að forseti félagsins hefði óvart lokast inni á klósetti í meira en eina klukkustund.

Sjá næstu 50 fréttir