Fleiri fréttir

WBA kaupir sænskan varnarmann

Enska úrvalsdeildarfélagið West Brom hefur fest kaup á sænska varnarmanninum Jonas Olsson frá hollenska liðinu NEC Nijmegen fyrir 800 þúsund pund.

Félagaskiptaglugginn lokast í kvöld

Félagaskiptaglugginn í Evrópuknattspyrnunni lokast seint í kvöld og því má eiga von á því að eitthvað spennandi muni gerast á leikmannamörkuðunum, ekki síst á Englandi.

Quaresma til Inter

Ítalíumeistarar Inter Milan hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í vetur, en liðið hefur loksins gengið frá kaupum á portúgalska landsliðsmanninum Ricardo Quaresma.

Pavlyuchenko samdi til fimm ára

Rússneski framherjinn Roman Pavlyuchenko gekk í dag formlega í raðir Tottenham á Englandi fyrir 14 milljónir punda og skrifaði undir fimm ára samning. Hann er 26 ára gamall og kemur frá Spartak í Moskvu. Pavlyuchenko vann sér það helst til frægðar að skora tvívegis fyrir Rússa í landsleik gegn Englendingum fyrir ári síðan.

Heiðar orðaður við Norwich

Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson hjá Bolton er í dag orðaður við lið Norwich í ensku B-deildinni. Breska blaðið Evening Standard greinir frá því í dag að Heiðar verði lánaður frá Bolton út leiktíðina, en sagt er að Charlton og Ipswich séu einnig á höttunum eftir honum.

Þolinmæðin skilaði stigum

Keflavík náði fimm stiga forystu á toppi Landsbankadeildar karla með því að leggja Grindavík, 3-0, á heimavelli sínum. Grindvíkingar voru komnir til Keflavíkur til að verja stigið og sýndi Keflavík mikla þolinmæði sem skilaði að lokum sigrinum.

Botnliðin leika Valsmenn grátt

„Þetta er alveg grátlegt. Það er eins og töfluröðin taki okkur alveg úr sambandi. Skagamenn komu hingað til að spila fyrir stoltið í dag og börðust meira og uppskáru eftir því,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, eftir að liðið tapaði fyrir ÍA á heimavelli sínum í gær.

HK-ingar hleyptu meiri spennu í botnbaráttuna

HK vann í gær sannfærandi 4-0 sigur á Þrótti og vann þar með sinn þriðja sigur í röð. Liðið hefur fengið tvöfalt fleiri stig í síðustu fjórum leikjum liðsins en í öllum hinum fjórtán leikjum sumarsins. Fyrir vikið er liðið nú aðeins einu stigi frá Fylki sem er í tíunda sæti deildarinnar.

Tómas hetja Fjölnismanna

Það vantaði ekki dramatíkina í undanúrslitaleik Fylkis og Fjölnis í VISA-bikar karla í gær. Flest benti til þess að grípa þyrfti til framlengingar þegar Fjölnismaðurinn Tómas Leifsson skoraði sigurmarkið þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Bullard valinn en Owen ekki

Jimmy Bullard var í dag valinn í enska landsliðið sem mætir Andorra og Króatíu í undankeppni HM 2010.

Real Madrid tapaði líka

Spánarmeistarar Real Madrid töpuðu í dag sínum fyrsta leik á tímabilinu í spænska boltanum - rétt eins og Barcelona.

Barcelona tapaði fyrsta leiknum

Vertíðin hefst ekki vel hjá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Barcelona. Hans menn töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu fyrir Numancia á útivelli, 1-0.

Markalaust á Villa Park

Aston Villa og Liverpool gerðu í dag markalaust jafnatefli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Fjölnir í úrslit bikarsins

Fjölnismenn tryggðu sér í dag sæti í úrslitum bikarkeppni karla eftir sigur á Fylki í undanúrslitum.

Aftur vann City 3-0

Manchester City vann í dag sinn annan leik í röð í ensku úrvalsdeildinni með markatölunni 3-0. Í þetta sinn gegn Sunderland.

Enn tapar Sundsvall

Sundsvall tapaði í dag fyrir toppliði Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, 3-0.

Rangers hafði betur gegn Celtic

Fyrsti „Old Firm“-leikur tímabilsins í skosku úrvalsdeildinni fór fram í dag þar sem Rangers vann 4-2 sigur á Celtic.

Tottenham náði stigi á Brúnni

Tottenham vann í dag sitt fyrsta stig í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er liðið náði jafntefli, 1-1, gegn Chelsea á Stamford Bridge í dag.

AGF steinlá á heimavelli

AGF tapaði í dag, 3-0, fyrir Nordsjælland á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Owen boðinn betri samningur

Newcastle hefur boðið Michael Owen nýjan og betri samning sem myndi einnig framlengja veru hans hjá félaginu um þrjú ár.

Langflestir spá Kiel sigri

Sextán af átján þjálfurum liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta spá því að Kiel muni standa uppi sem sigurvegari í deildinni, fimmta árið í röð.

Spænski og ítalski boltinn af stað

Í gær hófst keppni í bæði spænsku og ítölsku úrvalsdeildunum í knattspyrnu og er Jose Mourinho þegar búinn að tapa sínum fyrstu stigum með Inter.

Efstu keppendur enn með

Íslandsmótið í holukeppni hófst á Korpúlfsstaðavelli í gær en fresta varð keppni á föstudaginn vegna veðurs.

Pavlyuchenko kominn til Tottenham

Rússneski framherjinn Roman Pavlyuchenko hefur gengið til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham frá Spartak Moskvu.

Ísland tapaði í Hollandi

Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði fyrir Hollandi í dag, 81-70, í B-deild Evrópukeppninnar.

Auðvelt hjá Arsenal

Arsenal vann í dag 3-0 sigur á Newcastle á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Robin van Persie skoraði tvö fyrstu mörk liðsins og Denilson það þriðja.

Leiknir enn í harðri fallbaráttu

Leikni tókst ekki að vinna þau þrjú stig sem liðinu stóð til boða í dag en liðið tapaði fyrir KA á heimavelli, 3-2.

ÍR meistari í 2. deildinni

ÍR tryggði sér í dag meistaratitilinn í 2. deild karla með því að gera jafntefli við Tindastól á Sauðárkróki.

ÍR og GRV í góðum málum

ÍR og GRV eru á góðri leið með að tryggja sér sæti í Landsbankadeild kvenna að ári en liðin höfðu betur í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna í dag.

Hoffenheim tapaði fyrsta leiknum

1899 Hoffenheim tapaði í dag sínum fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni en nýliðarnir voru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga fyrir leiki dagsins.

Sandefjord í góðum málum

Sandefjord vann í dag sinn fimmta leik í röð í norsku B-deildinni í knattspyrnu og eru á góðri leið með að komast upp í norsku úrvalsdeildina.

Sigur og titill í fyrsta leik Alfreðs með Kiel

Alfreð Gíslason stýrði sínum mönnum í Kiel til sigurs í sínum fyrsta alvöru leik sem þjálfari liðsins. Liðið vann fimm marka sigur á Hamburg, 33-28, í leik um þýska Supercup-bikarinn.

Eggert spilaði í sigri Hearts

Eggert Gunnþór Jónsson lék í dag allan leikinn fyrir Hearts sem vann 2-1 útisigur á Hamilton í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Valur svo gott sem orðið Íslandsmeistari

Valur vann í dag 5-1 sigur á Fylki í Árbænum í næstsíðustu umferð Landsbankadeildar kvenna og er þar með svo gott sem búið að tryggja sér sigur í deildinni.

Reading skoraði fjögur

Íslendingaliðið Reading kom sér upp í sjötta sæti ensku B-deildarinnar í dag með 4-2 sigri á Crystal Palace.

Stjarnan enn í góðum séns

Stjörnunni tókst í dag að minnka forskot Selfyssinga sem er í öðru sæti 1. deildar karla niður í tvö stig þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni.

Sjá næstu 50 fréttir