Fleiri fréttir Horner: Vettel er fullur sjálfstrausts Christian Horner, yfirmaður Red Bull telur að Sebastian Vettel vaxi og þroskist með hverju mótinu sem hann keppir í. Vettel vann sitt annað Formúlu 1 mót á árinu í Malasíu í gær. 11.4.2011 13:53 Zlatan baðst afsökunar á rauða spjaldinu Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic baðst afsökunar á blaðamannfundi að hafa verið rekinn af leikvelli undir lok leiksins gegn Fiorentina í ítalska fótboltanum í gær. Zlatan, sem leikur með AC Milan, fékk sitt annað gula spjald rétt undir lok leiksins fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið innkast og sagði hann einhver vel valin orð við aðstoðardómarann. 11.4.2011 13:30 Clijsters gæti misst af risamóti eftir undarlegt óhapp í brúðkaupi Kim Clijsters frá Belgíu hefur á undanförnum misserum skipað sér á ný í fremstu röð i tennisíþróttinni eftir að hafa tekið sér frí vegna barneigna. Clijsters, sem er í öðru sæti heimslistans, sigraði á opna bandaríska meistaramótinu og ástralska meistaramótinu en það er óvíst að hún geti leikið á næsta risamóti – opna franska meistramótinu, vegna meiðsla sem hún varð fyrir í brúðkaupi hjá frænda sínum. 11.4.2011 13:00 Guðjón Skúlason er hættur hjá Keflavík Guðjón Skúlason er hættur sem þjálfari úrvalsdeildarlið s Keflavíku en liðið féll úr keppni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla gegn KR s.l. fimmtudag. Á heimasíðu Keflavíkur er greint frá því að Guðjón hafi tekið þessa ákvörðun á eigin forsendum og árangur liðsins á tímabilinu hafi verið ástæðan fyrir því að hann vildi ekki halda áfram með liðið. 11.4.2011 12:24 Masters: Rory McIlroy ætlar að koma sterkari til baka Norður-Írinn Roy McIlroy hefur eflaust átt erfitt með svefn í nótt eftir að hann klúðraði niður fjögurra högga forskoti sínu á lokadegi Mastersmótsins í golfi í gær. McIlroy lék á 80 höggum eða +8 en hann var samtals á -12 eftir þriðja keppnisdaginn og hann var efstur á mótinu í samtals 63 holur af alls 72. McIlroy bar sig vel í gær þrátt fyrir áfallið og hann lofar því að koma sterkari til baka. 11.4.2011 12:00 Fuller gæti fengið leikbann fyrir rifrildi við stuðningsmann Tottenham Richardo Fuller leikmaður Stoke og Vedran Corluka leikmaður Tottenham gætu átt yfir höfði sér leikbann eftir að þeir lentu í orðaskaki við stuðningsmenn á laugardaginn þegar Tottenham og Stoke áttust við á White Hart Lane í London. Fuller greip um hálsinn á einum stuðningsmanni Tottenham undir lok leiksins. 11.4.2011 11:45 Masters: Tiger var svekktur að hafa ekki nýtt tækifærið Tiger Woods sýndi á lokakeppnisdeginum á Mastersmótinu í gær að hann er á réttri leið eftir erfiða 18 mánuði á atvinnumótaröðinni. Woods blandaði sér í baráttuna um sigurinn með því að leika á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en bandaríski kylfingurinn var ósáttur við að hafa ekki nýtt tækifærið betur á síðari 9 holunum sem hann lék á pari eftir að hafa leikið fyrri 9 holurnar á 31 höggi. 11.4.2011 11:15 Tíu lið í ensku úrvalsdeildinni eru í eigu útlendinga Í gær bárust fregnir af því að Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke muni á næstunni eignast meirihluta í enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Kroenke hefur á undanförnum árum átt 29,9% hlut í félaginu og eftir að hann keypti 1% hlut til viðbótar myndast yfirtökuskylda á öðrum hlutabréfum. Nú er svo komið að helmingur liða í ensku úrvalsdeildinni eru í eigu erlendra aðila. Bandarískir auðjöfrar eru áberandi í þessum hópi en alls eru fimm úrvalsdeildarlið í eigu Bandaríkjamanna. 11.4.2011 10:45 Jose Enrique á leið til Liverpool samkvæmt Phil Thompson Phil Thompson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Liverpool gaf það út í viðtali við norska sjónvarpsstöð að hann hefði heyrt að Jose Enrique, leikmaður Newcastle myndi ganga í raðir Liverpool í sumar. 11.4.2011 10:15 Hamilton tapaði 2 stigum vegna refsingar Úrslitin í Formúlu 1 mótinu í Sepang brautinni í Malasíu í gær breyttust eftir að keppni lauk í gær, þar sem Lewis Hamilton og Fernando Alonso var refsað af dómurum mótsins eftir keppni. Tuttugu sekúndum var bætt við tíma þeirra og Hamilton féll niður um sæti vegna þess. Úr sjöunda í áttunda. 11.4.2011 10:09 Masters: Hver er Charl Schwartzel? Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom mörgum á óvart í gær þegar hann fagnaði sigri á Mastersmótinu í golfi en hinn 25 ára gamli kylfingur fékk fjóra fugla í röð á síðustu fjórum holunum og tryggði sér sigur á -14 samtals. 11.4.2011 09:45 Enski boltinn: Öll mörkin úr leikjum helgarinnar Að venju var mikið um að vera í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og spennan magnast fyrir lokakaflann. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru nú aðgengileg á sjónvarpshlutanum á visir.is en Manchester United er efst í deildinni með 69 stig eftir 2-0 sigur gegn Fulham um helgina og Arsenal kemur þar á eftir með 62 stig en á leik til góða á Man Utd. Einn leikur fer fram í kvöld þar sem að Liverpool tekur á móti Manchester City og hefst leikurinn kl.19.00. 11.4.2011 09:00 NBA: Meistaralið Lakers tapaði fimmta leiknum í röð Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær en deildarkeppninni fer senn að ljúka og verða síðustu leikirnir á miðvikudag. Úslitakeppnin er handan við hornið og liðin sem þangað eru komin keppast nú við að sýna andlegan styrk sinn á lokasprettinum. Chicago lagði Orlando á útivelli i gær 102-99, Miami átti ekki í vandræðum með Boston á heimavelli 100-77, og það vekur kannski mesta athygli að Oklahoma rúllaði meistaraliði Lakers upp á útivelli 120-106 – en þetta er fimmti tapleikur Lakers í röð. 11.4.2011 08:00 Teitur: Skrítið að fara í svona langt frí Stjarnan gerði sér lítið fyrir og sópaði Íslandsmeisturum Snæfells í frí á lokadegi síðasta mánaðar. Síðan þá hafa Teitur Örlygsson og lærisveinar hans fylgst með rimmu KR og Keflavíkur af hliðarlínunni og beðið eftir því að fá að spila á nýjan leik. Biðinni löngu er lokið því KR tekur á móti Stjörnunni klukkan 19.15 í kvöld í fyrsta leik liðanna um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. 11.4.2011 07:00 Guðný fór á kostum gegn Fram - myndir Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, er á góðri leið með að tryggja sínu liði Íslandsmeistaratitilinn í handbolta en hún hefur farið algjörlega á kostum í fyrstu leikjum úrslitaeinvígisins gegn Fram. 11.4.2011 06:00 Masters: Charl Schwartzel sigraði á ótrúlegum lokadegi Það er óhætt að segja að Mastersmótið 2011 fari í sögubækurnar fyrir einn mest spennandi lokahring sögunnar. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom öllum á óvart með því að landa sigri á þessu fyrsta risamóti ársins en hann hefur aldrei sigrað á PGA-móti á ferlinum. Lokarhringurinn var ótrúlegur en um tíma virtust 9-10 kylfingar eiga möguleika á því að klæðast græna jakkanum. 10.4.2011 22:50 Nú losar Sky sig við Rooney Vafasöm hegðun Wayne Rooney heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Coca-Cola hefur þegar sagt skilið við Rooney og nú hefur Sky-sjónvarpsstöðin gert slíkt hið sama. 10.4.2011 23:30 Milner reifst við umboðsmann Rooney James Milner, vængmaður Man. City, lenti í heiftarlegu rifrildi við Paul Stretford, umboðsmann Wayne Rooney, í þrítugsafmæli Gareth Barry á dögunum. 10.4.2011 22:45 Kroenke að eignast Arsenal Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke við það að ná yfirtökum í Arsenal. Kroenke er fyrir stærsti einstaki hluthafi félagsins. Kroenke á 29,9 prósent í félaginu og ef hann kaupir tæpt prósent í viðbót þá hefur myndast yfirtökuskylda. 10.4.2011 22:00 Lilleström gerði jafntefli við meistarana - aftur tap hjá Gautaborg Íslendingaliðið Lilleström gerði jafntefli, 4-4, í mögnuðum leik gegn Noregsmeisturum Rosenborg í kvöld. Lilleström náði 3-1 forskoti en tapaði því niður í 3-4. Liðið kom þó til baka og náði stigi að lokum. 10.4.2011 21:30 Spurs til í að greiða 30 milljónir punda fyrir Cavani Tottenham er sagt ætla að opna veskið í sumar og kaupa framherjann Edinson Cavani frá Napoli. Forráðamenn Spurs láta það hræða sig þó Napoli vilji fá 80 milljónir punda fyrir markamaskínuna. 10.4.2011 21:15 Mikilvægur útisigur hjá Milan AC Milan náði þriggja stiga forskoti í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið vann góðan útisigur á Fiorentina, 1-2. 10.4.2011 20:42 Man. City sagt vera að undirbúa risatilboð í Wilshere Ungstirnið Jack Wilshere hefur heldur betur slegið í gegn í ensku úrvalsdeildinni í vetur og enskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir leikmanninum. 10.4.2011 19:30 Vettel: Gæti ekki verið hamingjusamari Sebastian Vettel er kampakátur með árangurinn í öðru Formúlu 1 móti ársins, en hann vann sinn annan sigur í röð, þegar hann lauk keppni í fyrsta sæti á Sepang brautinni í dag. 10.4.2011 19:02 Stefán: Höfum ekki unnið eitt né neitt „Að sigra þennan leik var virkilega mikilvægt og við erum komnar í þægilega stöðu,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í dag. 10.4.2011 19:00 Einar: Lykilmenn þurfa að stíga upp Fram tapaði, 20-19, í dag gegn Val í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Staðan er því 2-0 í einvíginu og útlitið orðið virkilega dökkt fyrir Safamýrastúlkur. 10.4.2011 18:44 Jenný: Þetta er langt frá því að vera búið „Ég er ofboðslega fegin að hafa náð að landa þessu í lokin,“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir sigurinn í dag. Guðný gerði sér lítið fyrir og varði 28 skot í leiknum í dag. Valsstúlkur unnu leikinn 20-19 og leiða einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 2-0. 10.4.2011 18:32 Abramovich sagður íhuga að selja Torres Fregnir herma að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sjái nú þegar eftir því að hafa keypt spænska framherjann Fernando Torres á 50 milljónir punda og sé til í að selja hann aftur. 10.4.2011 18:00 Fjórar stelpur þreyttu frumraun sína í sænska boltanum Íslenskar knattspyrnukonur komu talsvert við sögu í sænsku úrvalsdeildinni í dag en boltinn byrjaði að rúlla þar um helgina. 10.4.2011 17:59 Valur kominn í 2-0 gegn Fram Kvennalið Vals er aðeins einum sigri frá því að verja Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta. Valur vann annan leik sinn í úrslitum gegn Fram, 19-20, í dag og leiðir einvígið, 2-0. 10.4.2011 17:32 Sverre og félagar náðu jafntefli gegn toppliðinu Sverre Andreas Jakobsson og félagar í þýska handboltaliðinu Grosswallstadt halda áfram að gera það gott á útivelli gegn bestu handboltaliðum Þýskalands. 10.4.2011 17:06 Gerrard verður ekki meira með á þessari leiktíð Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, þurfti að fara í aðra aðgerð á nára fyrir stuttu, en hann hefur verið að glíma við nárameiðslin í töluverðan tíma. 10.4.2011 16:30 Ragna Íslandsmeistari í áttunda sinn Ragna Ingólfsdóttir varð Íslandsmeistari í einliðaleik í badminton í áttunda sinn í dag. Ragna vann þá öruggan sigur á Tinnu Helgadóttur í úrslitaleik. 10.4.2011 15:57 Redknapp reyndi að krækja í Rio Ferdinand Harry Redknapp, framkvæmdarstjóri Tottenham, hefur nú viðurkennt að hann hafi reynt að semja við Rio Ferdinand, fyrirliða, Manchester United, síðastliðið sumar. Redknapp telur að liðinu skorti reynslu og leikmenn með leiðtogahæfileika. 10.4.2011 15:45 Magnús Ingi Íslandsmeistari í badminton Magnús Ingi Helgason varð í dag Íslandsmeistari í einliðaleik í badminton. Hann lagði Atla Jóhannesson í úrslitaleik, 2-1. 10.4.2011 14:53 Einar Jónsson: Stelpurnar eru klárar í slaginn Fram tekur í dag á móti Val í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn, en leikurinn fer fram kl 16:00 í Safamýrinni. Valur bar sigur úr býtum á föstudagskvöldið 24-20 og leiðir einvígið 1-0. Þetta er því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir Safamýrastúlkur. 10.4.2011 14:30 Bruce: Erum að nálgast fallsvæðið Steve Bruce, framkvæmdarstjóri Sunderland, viðurkennir það að lið hans sé að nálgast fallbaráttuna. Sunderland tapaði í gær fyrir West Bromwich Albion, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni. 10.4.2011 14:00 Luca Toni kom Juventus til bjargar gegn Genoa Juventus vann góðan sigur, 3-2, gegn Genoa í ítölsku A-deildinni í dag. Juventus hefur gengið nokkuð illa í vetur en liðið er í 7. sæti deildarinnar með 51 stig eftir sigurinn. Genoa er enn í 12. sætinu með 39 stig. 10.4.2011 13:16 Masters: Rástímar á lokadeginum Úrslitin á Mastersmótinu í golfi ráðast í dag og síðasta ráshópur fer af stað kl. 18.40 að íslenskum tíma. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er með fjögurra högga forskot en hann er samtals á 12 höggum undir pari en fjórir kylfingar eru jafnir á -8 í 2.-5. sæti. 10.4.2011 13:00 Collins tryggði Villa mikilvægan sigur Aston Villa vann gríðarlega mikilvægan sigur á Newcastle, 1-0, í dag og náði með sigrinum aðeins að rífa sig frá fallsvæðinu. 10.4.2011 12:46 Róbert flopp ársins samkvæmt handball-planet.com Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson fær þann vafasama heiður að vera valinn flopp ársins í handboltaheiminum samkvæmt úttekt handball-planet.com. Þetta er topp tíu listi yfir leikmenn sem fundu sig ekki hjá nýjum félögum í Evrópu. 10.4.2011 12:29 Vettel vann annan sigurinn í röð Sebastian Vettel hjá Red Bull vann sinn annan sigur inn í röð á árinu, með því að koma fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu á Sepang brautinni í Malasíu í dag. Hann varð á undan Jenson Button á McLaren, en Nick Heidfeld á Renault varð þriðji. Vettel vann einnig fyrsta mót ársins í Ástralíu. 10.4.2011 11:56 Bayern rak Van Gaal Þýska stórliðið FC Bayern rak í dag þjálfarann sinn, Louis Van Gaal. Hann er rekinn degi eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Nurnberg og staða liðsins á að ná Meistaradeildarsæti er ekki nógu góð. 10.4.2011 11:45 Arsenal sigraði Blackpool 3-1 - Lehmann stóð vaktina Arsenal vann í dag mikilvægan sigur, 3-1, gegn Blackpool í ensku úrvalsdeildinni. Jens Lehmann var í markinu hjá Arsenal en þessi margreyndi þýski markvörður samdi á ný við Arsenal fyrir stuttu. 10.4.2011 11:03 NBA: Spurs gefur ekkert eftir Topplið Vesturdeildar NBA, San Antonio Spurs, vann í nótt sinn fjórða leik er það lagði Utah Jazz sem hefur tapað tíu af síðustu ellefu leikjum sínum í NBA-deildinni. 10.4.2011 11:00 Sjá næstu 50 fréttir
Horner: Vettel er fullur sjálfstrausts Christian Horner, yfirmaður Red Bull telur að Sebastian Vettel vaxi og þroskist með hverju mótinu sem hann keppir í. Vettel vann sitt annað Formúlu 1 mót á árinu í Malasíu í gær. 11.4.2011 13:53
Zlatan baðst afsökunar á rauða spjaldinu Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic baðst afsökunar á blaðamannfundi að hafa verið rekinn af leikvelli undir lok leiksins gegn Fiorentina í ítalska fótboltanum í gær. Zlatan, sem leikur með AC Milan, fékk sitt annað gula spjald rétt undir lok leiksins fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið innkast og sagði hann einhver vel valin orð við aðstoðardómarann. 11.4.2011 13:30
Clijsters gæti misst af risamóti eftir undarlegt óhapp í brúðkaupi Kim Clijsters frá Belgíu hefur á undanförnum misserum skipað sér á ný í fremstu röð i tennisíþróttinni eftir að hafa tekið sér frí vegna barneigna. Clijsters, sem er í öðru sæti heimslistans, sigraði á opna bandaríska meistaramótinu og ástralska meistaramótinu en það er óvíst að hún geti leikið á næsta risamóti – opna franska meistramótinu, vegna meiðsla sem hún varð fyrir í brúðkaupi hjá frænda sínum. 11.4.2011 13:00
Guðjón Skúlason er hættur hjá Keflavík Guðjón Skúlason er hættur sem þjálfari úrvalsdeildarlið s Keflavíku en liðið féll úr keppni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla gegn KR s.l. fimmtudag. Á heimasíðu Keflavíkur er greint frá því að Guðjón hafi tekið þessa ákvörðun á eigin forsendum og árangur liðsins á tímabilinu hafi verið ástæðan fyrir því að hann vildi ekki halda áfram með liðið. 11.4.2011 12:24
Masters: Rory McIlroy ætlar að koma sterkari til baka Norður-Írinn Roy McIlroy hefur eflaust átt erfitt með svefn í nótt eftir að hann klúðraði niður fjögurra högga forskoti sínu á lokadegi Mastersmótsins í golfi í gær. McIlroy lék á 80 höggum eða +8 en hann var samtals á -12 eftir þriðja keppnisdaginn og hann var efstur á mótinu í samtals 63 holur af alls 72. McIlroy bar sig vel í gær þrátt fyrir áfallið og hann lofar því að koma sterkari til baka. 11.4.2011 12:00
Fuller gæti fengið leikbann fyrir rifrildi við stuðningsmann Tottenham Richardo Fuller leikmaður Stoke og Vedran Corluka leikmaður Tottenham gætu átt yfir höfði sér leikbann eftir að þeir lentu í orðaskaki við stuðningsmenn á laugardaginn þegar Tottenham og Stoke áttust við á White Hart Lane í London. Fuller greip um hálsinn á einum stuðningsmanni Tottenham undir lok leiksins. 11.4.2011 11:45
Masters: Tiger var svekktur að hafa ekki nýtt tækifærið Tiger Woods sýndi á lokakeppnisdeginum á Mastersmótinu í gær að hann er á réttri leið eftir erfiða 18 mánuði á atvinnumótaröðinni. Woods blandaði sér í baráttuna um sigurinn með því að leika á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en bandaríski kylfingurinn var ósáttur við að hafa ekki nýtt tækifærið betur á síðari 9 holunum sem hann lék á pari eftir að hafa leikið fyrri 9 holurnar á 31 höggi. 11.4.2011 11:15
Tíu lið í ensku úrvalsdeildinni eru í eigu útlendinga Í gær bárust fregnir af því að Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke muni á næstunni eignast meirihluta í enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Kroenke hefur á undanförnum árum átt 29,9% hlut í félaginu og eftir að hann keypti 1% hlut til viðbótar myndast yfirtökuskylda á öðrum hlutabréfum. Nú er svo komið að helmingur liða í ensku úrvalsdeildinni eru í eigu erlendra aðila. Bandarískir auðjöfrar eru áberandi í þessum hópi en alls eru fimm úrvalsdeildarlið í eigu Bandaríkjamanna. 11.4.2011 10:45
Jose Enrique á leið til Liverpool samkvæmt Phil Thompson Phil Thompson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Liverpool gaf það út í viðtali við norska sjónvarpsstöð að hann hefði heyrt að Jose Enrique, leikmaður Newcastle myndi ganga í raðir Liverpool í sumar. 11.4.2011 10:15
Hamilton tapaði 2 stigum vegna refsingar Úrslitin í Formúlu 1 mótinu í Sepang brautinni í Malasíu í gær breyttust eftir að keppni lauk í gær, þar sem Lewis Hamilton og Fernando Alonso var refsað af dómurum mótsins eftir keppni. Tuttugu sekúndum var bætt við tíma þeirra og Hamilton féll niður um sæti vegna þess. Úr sjöunda í áttunda. 11.4.2011 10:09
Masters: Hver er Charl Schwartzel? Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom mörgum á óvart í gær þegar hann fagnaði sigri á Mastersmótinu í golfi en hinn 25 ára gamli kylfingur fékk fjóra fugla í röð á síðustu fjórum holunum og tryggði sér sigur á -14 samtals. 11.4.2011 09:45
Enski boltinn: Öll mörkin úr leikjum helgarinnar Að venju var mikið um að vera í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og spennan magnast fyrir lokakaflann. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru nú aðgengileg á sjónvarpshlutanum á visir.is en Manchester United er efst í deildinni með 69 stig eftir 2-0 sigur gegn Fulham um helgina og Arsenal kemur þar á eftir með 62 stig en á leik til góða á Man Utd. Einn leikur fer fram í kvöld þar sem að Liverpool tekur á móti Manchester City og hefst leikurinn kl.19.00. 11.4.2011 09:00
NBA: Meistaralið Lakers tapaði fimmta leiknum í röð Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær en deildarkeppninni fer senn að ljúka og verða síðustu leikirnir á miðvikudag. Úslitakeppnin er handan við hornið og liðin sem þangað eru komin keppast nú við að sýna andlegan styrk sinn á lokasprettinum. Chicago lagði Orlando á útivelli i gær 102-99, Miami átti ekki í vandræðum með Boston á heimavelli 100-77, og það vekur kannski mesta athygli að Oklahoma rúllaði meistaraliði Lakers upp á útivelli 120-106 – en þetta er fimmti tapleikur Lakers í röð. 11.4.2011 08:00
Teitur: Skrítið að fara í svona langt frí Stjarnan gerði sér lítið fyrir og sópaði Íslandsmeisturum Snæfells í frí á lokadegi síðasta mánaðar. Síðan þá hafa Teitur Örlygsson og lærisveinar hans fylgst með rimmu KR og Keflavíkur af hliðarlínunni og beðið eftir því að fá að spila á nýjan leik. Biðinni löngu er lokið því KR tekur á móti Stjörnunni klukkan 19.15 í kvöld í fyrsta leik liðanna um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. 11.4.2011 07:00
Guðný fór á kostum gegn Fram - myndir Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, er á góðri leið með að tryggja sínu liði Íslandsmeistaratitilinn í handbolta en hún hefur farið algjörlega á kostum í fyrstu leikjum úrslitaeinvígisins gegn Fram. 11.4.2011 06:00
Masters: Charl Schwartzel sigraði á ótrúlegum lokadegi Það er óhætt að segja að Mastersmótið 2011 fari í sögubækurnar fyrir einn mest spennandi lokahring sögunnar. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom öllum á óvart með því að landa sigri á þessu fyrsta risamóti ársins en hann hefur aldrei sigrað á PGA-móti á ferlinum. Lokarhringurinn var ótrúlegur en um tíma virtust 9-10 kylfingar eiga möguleika á því að klæðast græna jakkanum. 10.4.2011 22:50
Nú losar Sky sig við Rooney Vafasöm hegðun Wayne Rooney heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Coca-Cola hefur þegar sagt skilið við Rooney og nú hefur Sky-sjónvarpsstöðin gert slíkt hið sama. 10.4.2011 23:30
Milner reifst við umboðsmann Rooney James Milner, vængmaður Man. City, lenti í heiftarlegu rifrildi við Paul Stretford, umboðsmann Wayne Rooney, í þrítugsafmæli Gareth Barry á dögunum. 10.4.2011 22:45
Kroenke að eignast Arsenal Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke við það að ná yfirtökum í Arsenal. Kroenke er fyrir stærsti einstaki hluthafi félagsins. Kroenke á 29,9 prósent í félaginu og ef hann kaupir tæpt prósent í viðbót þá hefur myndast yfirtökuskylda. 10.4.2011 22:00
Lilleström gerði jafntefli við meistarana - aftur tap hjá Gautaborg Íslendingaliðið Lilleström gerði jafntefli, 4-4, í mögnuðum leik gegn Noregsmeisturum Rosenborg í kvöld. Lilleström náði 3-1 forskoti en tapaði því niður í 3-4. Liðið kom þó til baka og náði stigi að lokum. 10.4.2011 21:30
Spurs til í að greiða 30 milljónir punda fyrir Cavani Tottenham er sagt ætla að opna veskið í sumar og kaupa framherjann Edinson Cavani frá Napoli. Forráðamenn Spurs láta það hræða sig þó Napoli vilji fá 80 milljónir punda fyrir markamaskínuna. 10.4.2011 21:15
Mikilvægur útisigur hjá Milan AC Milan náði þriggja stiga forskoti í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið vann góðan útisigur á Fiorentina, 1-2. 10.4.2011 20:42
Man. City sagt vera að undirbúa risatilboð í Wilshere Ungstirnið Jack Wilshere hefur heldur betur slegið í gegn í ensku úrvalsdeildinni í vetur og enskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir leikmanninum. 10.4.2011 19:30
Vettel: Gæti ekki verið hamingjusamari Sebastian Vettel er kampakátur með árangurinn í öðru Formúlu 1 móti ársins, en hann vann sinn annan sigur í röð, þegar hann lauk keppni í fyrsta sæti á Sepang brautinni í dag. 10.4.2011 19:02
Stefán: Höfum ekki unnið eitt né neitt „Að sigra þennan leik var virkilega mikilvægt og við erum komnar í þægilega stöðu,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í dag. 10.4.2011 19:00
Einar: Lykilmenn þurfa að stíga upp Fram tapaði, 20-19, í dag gegn Val í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Staðan er því 2-0 í einvíginu og útlitið orðið virkilega dökkt fyrir Safamýrastúlkur. 10.4.2011 18:44
Jenný: Þetta er langt frá því að vera búið „Ég er ofboðslega fegin að hafa náð að landa þessu í lokin,“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir sigurinn í dag. Guðný gerði sér lítið fyrir og varði 28 skot í leiknum í dag. Valsstúlkur unnu leikinn 20-19 og leiða einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 2-0. 10.4.2011 18:32
Abramovich sagður íhuga að selja Torres Fregnir herma að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sjái nú þegar eftir því að hafa keypt spænska framherjann Fernando Torres á 50 milljónir punda og sé til í að selja hann aftur. 10.4.2011 18:00
Fjórar stelpur þreyttu frumraun sína í sænska boltanum Íslenskar knattspyrnukonur komu talsvert við sögu í sænsku úrvalsdeildinni í dag en boltinn byrjaði að rúlla þar um helgina. 10.4.2011 17:59
Valur kominn í 2-0 gegn Fram Kvennalið Vals er aðeins einum sigri frá því að verja Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta. Valur vann annan leik sinn í úrslitum gegn Fram, 19-20, í dag og leiðir einvígið, 2-0. 10.4.2011 17:32
Sverre og félagar náðu jafntefli gegn toppliðinu Sverre Andreas Jakobsson og félagar í þýska handboltaliðinu Grosswallstadt halda áfram að gera það gott á útivelli gegn bestu handboltaliðum Þýskalands. 10.4.2011 17:06
Gerrard verður ekki meira með á þessari leiktíð Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, þurfti að fara í aðra aðgerð á nára fyrir stuttu, en hann hefur verið að glíma við nárameiðslin í töluverðan tíma. 10.4.2011 16:30
Ragna Íslandsmeistari í áttunda sinn Ragna Ingólfsdóttir varð Íslandsmeistari í einliðaleik í badminton í áttunda sinn í dag. Ragna vann þá öruggan sigur á Tinnu Helgadóttur í úrslitaleik. 10.4.2011 15:57
Redknapp reyndi að krækja í Rio Ferdinand Harry Redknapp, framkvæmdarstjóri Tottenham, hefur nú viðurkennt að hann hafi reynt að semja við Rio Ferdinand, fyrirliða, Manchester United, síðastliðið sumar. Redknapp telur að liðinu skorti reynslu og leikmenn með leiðtogahæfileika. 10.4.2011 15:45
Magnús Ingi Íslandsmeistari í badminton Magnús Ingi Helgason varð í dag Íslandsmeistari í einliðaleik í badminton. Hann lagði Atla Jóhannesson í úrslitaleik, 2-1. 10.4.2011 14:53
Einar Jónsson: Stelpurnar eru klárar í slaginn Fram tekur í dag á móti Val í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn, en leikurinn fer fram kl 16:00 í Safamýrinni. Valur bar sigur úr býtum á föstudagskvöldið 24-20 og leiðir einvígið 1-0. Þetta er því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir Safamýrastúlkur. 10.4.2011 14:30
Bruce: Erum að nálgast fallsvæðið Steve Bruce, framkvæmdarstjóri Sunderland, viðurkennir það að lið hans sé að nálgast fallbaráttuna. Sunderland tapaði í gær fyrir West Bromwich Albion, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni. 10.4.2011 14:00
Luca Toni kom Juventus til bjargar gegn Genoa Juventus vann góðan sigur, 3-2, gegn Genoa í ítölsku A-deildinni í dag. Juventus hefur gengið nokkuð illa í vetur en liðið er í 7. sæti deildarinnar með 51 stig eftir sigurinn. Genoa er enn í 12. sætinu með 39 stig. 10.4.2011 13:16
Masters: Rástímar á lokadeginum Úrslitin á Mastersmótinu í golfi ráðast í dag og síðasta ráshópur fer af stað kl. 18.40 að íslenskum tíma. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er með fjögurra högga forskot en hann er samtals á 12 höggum undir pari en fjórir kylfingar eru jafnir á -8 í 2.-5. sæti. 10.4.2011 13:00
Collins tryggði Villa mikilvægan sigur Aston Villa vann gríðarlega mikilvægan sigur á Newcastle, 1-0, í dag og náði með sigrinum aðeins að rífa sig frá fallsvæðinu. 10.4.2011 12:46
Róbert flopp ársins samkvæmt handball-planet.com Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson fær þann vafasama heiður að vera valinn flopp ársins í handboltaheiminum samkvæmt úttekt handball-planet.com. Þetta er topp tíu listi yfir leikmenn sem fundu sig ekki hjá nýjum félögum í Evrópu. 10.4.2011 12:29
Vettel vann annan sigurinn í röð Sebastian Vettel hjá Red Bull vann sinn annan sigur inn í röð á árinu, með því að koma fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu á Sepang brautinni í Malasíu í dag. Hann varð á undan Jenson Button á McLaren, en Nick Heidfeld á Renault varð þriðji. Vettel vann einnig fyrsta mót ársins í Ástralíu. 10.4.2011 11:56
Bayern rak Van Gaal Þýska stórliðið FC Bayern rak í dag þjálfarann sinn, Louis Van Gaal. Hann er rekinn degi eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Nurnberg og staða liðsins á að ná Meistaradeildarsæti er ekki nógu góð. 10.4.2011 11:45
Arsenal sigraði Blackpool 3-1 - Lehmann stóð vaktina Arsenal vann í dag mikilvægan sigur, 3-1, gegn Blackpool í ensku úrvalsdeildinni. Jens Lehmann var í markinu hjá Arsenal en þessi margreyndi þýski markvörður samdi á ný við Arsenal fyrir stuttu. 10.4.2011 11:03
NBA: Spurs gefur ekkert eftir Topplið Vesturdeildar NBA, San Antonio Spurs, vann í nótt sinn fjórða leik er það lagði Utah Jazz sem hefur tapað tíu af síðustu ellefu leikjum sínum í NBA-deildinni. 10.4.2011 11:00