Fleiri fréttir

Real vann nauman sigur

Real Madrid vann gríðarlega mikilvægan sigur á Espanyol í spænska boltanum í kvöld þar sem Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmark liðsins. Real náði að hanga á sigrinum þó það missti Fabio Cannavaro af velli með rautt spjald eftir 54 mínútur. Sevilla er í efsta sæti deildarinnar með 34 stig, Barcelona hefur 33 og á leik til góða og Real Madrid hefur 32 stig.

Njarðvík og Keflavík halda sínu striki

Það er að verða ansi þröngt á þingi á toppnum í Iceland Express deild karla í körfubolta, en í dag komst Njarðvík upp að hlið Skallagríms, Snæfells og KR á toppi deildarinnar með sigri á botnliði Hauka 104-99. Keflvíkingar geta komist upp að hlið toppliðanna með sigri í leiknum sem liðið á til góða en liðið lagði granna sína í Grindavík í dag 90-86.

Flensburg og Kiel efst

Viggó Sigurðsson stýrði liði Flensburg í toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar lið hans lagði Magdeburg á útivelli 34-29. Þetta var næst síðasti leikur liðsins undir stjórn Viggós en síðasti leikur hans með liðið verður sýndur beint á Sýn á Þorláksmessu.

Sigurganga Hauka stöðvuð í Keflavík

Íslandsmeistarar Hauka í körfubolta töpuðu sínum fyrsta leik í IE deild kvenna í körfubolta í dag þegar liðið lá fyrir Keflavík 92-85. Keflvíkingar eru því komnir á topp deildarinnar en Haukaliðið á leik til góða.

Verðum að klára færin okkar

Sir Alex Ferguson sagði sína menn í Manchester United hafa farið illa með færi sín enn eina ferðina í dag og sagði það helstu ástæðuna fyrir tapinu gegn West Ham. Hann vill þó ekki meina að Chelsea sé komið í vænlega stöðu til að hirða af þeim toppsætið í deildinni.

Sjálfstraustið lykillinn að sigri

Jose Mourinho segir að sjálfstraust leikmanna sinna hafi verið það sem gerði útslagið í mögnuðum sigri Chelsea á Everton í dag þar sem liðið lenti tvívegis undir á útvelli áður en það tryggði sér 3-2 sigur með glæsimarki Didier Drogba.

Espanyol - Real Madrid í beinni á Sýn

Leikur Espanyol og Real Madrid er nú hafinn í beinni lýsingu Arnars Björnssonar á Sýn, en þar á undan var leikur Recreativo og Sevilla í beinni og það voru gestirnir sem höfðu auðveldan sigur 4-1. Þá er enn eftir leikur Getafe og Atletico í spænska boltanum og svo verður leikur úr NFL í beinni auk Tiger Woods mótsins í golfi.

West Ham lagði Manchester United

Alan Curbishley knattspyrnustjóri átti sannkallaða draumabyrjun með liði West Ham í dag þegar hann stýrði liðinu til 1-0 sigurs á toppliði Manchester United í lokaleik dagsins í enska boltanum. Það var Nigel Reo-Coker, fyrirliði West Ham, sem skoraði sigurmark liðsins á 75. mínútu og því er forskot Man Utd aðeins tvö stig á toppnum eftir sigur Chelsea á Everton í dag.

Ernie Els sigraði í Suður-Afríku

Heimamaðurinn Ernie Els sigraði glæsilega á SA Airways mótinu í Suður-Afríku í dag en mótið var liður í evrópsku mótaröðinni. Els lék frábært golf á lokasprettinum og hafði betur gegn landa sínum Trevor Immelman. Els lauk keppni á 24 höggum undir pari en Immelman var þremur höggum þar á eftir.

Norðmenn Evrópumeistarar

Kvennalið Noregs varði í dag Evrópumeistaratitil sinn í handknattleik kvenna þegar liðið sigraði Rússa í úrslitaleik mótsins 27-24 eftir að hafa leitt í hálfleik 16-12. Frakkar hirtu þriðja sætið með sigri á Þjóðverjum í bronsleiknum 29-25.

Loksins útisigur hjá Tottenham

Tottenham vann í dag sinn fyrsta útisigur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar liðið skellti Manchester City 2-1 á útivelli. Ungu mennirnir Calum Davenport og Tom Huddlestone komu Tottenham yfir í leiknum en Joey Barton minnkaði muninn fyrir City. Heimamenn áttu síðari háfleikinn og hefðu með öllu átt að fá vítaspyrnu undir lokin, en höfðu ekki heppnina með sér.

Chelsea lagði Everton

Englandsmeistarar Chelsea lentu tvisvar undir í leik sínum við Everton á útivelli í dag en náðu samt að hirða öll stigin og vinna 3-2 og halda því enn í við topplið Manchester United. Mikel Arteta og Joseph Yobo skoruðu mörk West Ham, en þeir Frank Lampard og Michael Ballack jöfnuðu fyrir Chelsea áður en Didier Drogba skoraði sigurmarkið með þrumuskoti skömmu fyrir leikslok.

Jafnt í grannaslagnum í Glasgow

Erkifjendurnir Glasgow Rangers og Glasgow Celtic gerðu í dag 1-1 jafntefli í skosku deildinni og hefur Celtic því enn 14 stiga forskot á toppi deildarinnar. Thomas Gravesen kom Celtic yfir á 38. mínútu í dag, en heimamenn í Rangers höfnuðu með marki Brahim Hemdani aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok.

Everton leiðir gegn Chelsea

Everton leiðir 1-0 gegn Englandsmeisturum Chelsea þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna á Goodison Park. Mikel Arteta skoraði mark Everton úr víti þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Síðar í dag eigast svo við Manchester City og Tottenham og þá tekur West Ham á móti Man Utd.

Phoenix jafnaði félagsmet

Phoenix Suns vann í nótt 14. leikinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið skellti Sacramento 105-98 á útivelli. Á sama tíma tapaði Philadelphia 11. leiknum í röð í tapi gegn San Antonio 103-98, en eins og áður kom fram hér á vísi logaði leikur New York og Denver í slagsmálum áður en gestirnir sigruðu 123-100.

Curbishley fær tíma og peninga

Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, hefur lýst því yfir að Alan Curbishley knattspyrnustjóri muni fá allan þann tíma og fjármuni sem hann þarf til að koma West Ham á réttan kjöl í vetur.

Barcelona tapaði úrslitaleiknum

Barcelona tapaði í morgun 1-0 fyrir brasilíska liðinu Internacional í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í Japan. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli undir lokin. HM titill félagsliða er því enn eini titillinn sem katalónska félagið hefur ekki náð að krækja í til þessa.

Birgir Leifur lauk keppni á pari

Birgir Leifur Hafþórsson lauk keppni á SA Airlines mótinu í golfi í morgun á sléttu pari. Hann lék lokahring sinn á mótinu á þremur höggum yfir pari og endaði í 82. sæti á mótinu sem var partur af Evrópumótaröðinni og verður það að teljast mjög góður árangur á þessu sterka móti.

Madison Square Garden logaði í slagsmálum

Leikur New York Knicks og Denver Nuggets í NBA deildinni í nótt breyttist úr körfuboltaleik í hnefaleikakeppni á lokamínútunum. Tíu leikmönnum var vísað úr húsi og á stigahæsti leikmaður deildarinnar Carmelo Anthony líklega yfir höfði sér langt keppnisbann fyrir lúalegt hnefahögg.

Leikmennirnir græða mest

Sam Allardyce, stjóri Bolton, segir að auknar tekjur félaganna í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili í kjölfar nýrra sjónvarpssamninga muni nær eingöngu renna í vasa leikmanna.

Curbishley ætlar sækja til sigurs á morgun

Alan Curbishley, nýráðinn knattspyrnustjóri West Ham, segist aðeins hafa eitt markmið í huga þegar hann stýrir liðinu í fyrsta skipti gegn Mancehster United í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hann ætlar að sækja þrjú stig.

Miami - Memphis í beinni í kvöld

Meistarar Miami Heat taka á móti Memphis Grizzlies í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni í kvöld klukkan hálf eitt. Bæði lið hafa átt mjög erfitt uppdráttar það sem af er vetri, en Dwyane Wade hjá Miami og Pau Gasol hjá Memphis snúa aftur eftir meiðsli í kvöld og því má eiga von á skemmtilegum leik.

Ekström sigraði í Race of Champions

Sænski ökuþórinn Mattias Ekström kom mjög á óvart í dag þegar hann vann sigur á heimamanninum Sebastien Loeb í úrslitum í Race of Champions fyrir framan 60.000 áhorfendur á Stade de France í París.

Lélegasti hálfleikur undir minni stjórn

Paul Jewell, stjóri Wigan, sagði að fyrri hálfleikurinn í dag hefði verið lélegasti hálfleikur sem lið hans hafi spilað síðan hann tók við stjórn þess fyrir fjórum árum. Wigan tapaði á heimavelli fyrir lærisveinum Neil Warnock í Sheffield United, en þar á bæ voru menn að vonum kátari með niðurstöðuna.

Íþróttaveislan á Sýn heldur áfram alla helgina

Það er búið að vera mikið fjör á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag og halda beinar útsendingar áfram langt fram á kvöld. Nú stendur Race of Champions sem hæst og klukkan 20:50 verður leikur Zaragoza og Valencia í spænska boltanum í beinni. Þá er rétt að minna á golfmót Tiger Woods í beinni klukkan 20 á Sýn Extra.

Bolton lagði Aston Villa

Bolton vann mikilvægan 1-0 útisigur á Aston Villa í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag og lyfti sér með sigrinum í 5. sæti deildarinnar. Það var gamla kempan Gary Speed sem skoraði sigurmark Bolton úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Bolton er í fimmta sæti með 30 stig en Aston Villa er enn í því áttunda með 25 stig.

Ótrúlegt að vera á topp fjögur

Harry Redknapp gat ekki verið annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í Portsmough í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Arsenal á útivelli. Hann hrósaði sínum mönnum í hástert og sagði það ótrúlegt að liðið væri á meðal fjögurra efstu liðanna í deildinni.

Wenger óhress með fyrsta mark Portsmouth

Arsene Wenger fékk ekki að standa á hliðarlínunni í síðari hálfleik í dag þegar hans menn í Arsenal náðu aðeins 2-2 jafntefli gegn spræku liði Portsmouth. Wenger þótti fyrsta mark Portsmouth ansi blóðugt en hrósaði leikmönnum sínum fyrir að ná að jafna leikinn.

Valur lagði HK

Valur lagði HK 25-22 í uppgjöri liðanna á toppi DHL deildarinnar í handbolta í dag eftir að Valsmenn höfðu yfir 14-10 í hálfleik. Markús Máni Michaelsson skoraði 8 mörk fyrir Val og Davíð Höskuldsson og Arnór Gunnarsson skoruðu 5 hvor. Valdimar Þórsson skoraði 8 mörk fyrir HK og Ragnar Hjaltested 6 mörk

Schalke á toppinn

Schalke komst í dag á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Bielefeld 1-0 á útivelli með marki frá varamanninum Zlatan Bajramovic og Bayern Munchen burstaði Mainz 4-0 með mörkum frá Hasan Salihamidzic, Roy Makaay, Claudio Pizarro og Bastian Schweinsteiger. Bremen á leik til góða gegn Wolfsburg á morgun.

Cannavaro maður ársins hjá World Soccer

Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins af breska tímaritinu World Soccer. Cannavaro er aðeins annar varnarmaðurinn sem hlýtur þessi verðlaun á þeim aldarfjórðungi sem þau hafa verið veitt, en áður hafði landi hans Paolo fengið þau árið 1994. Cannavaro fékk þrisvar sinnum fleiri atkvæði en næstu menn, þeir Thierry Henry og Samuel Eto´o.

Arsenal og Portsmouth skildu jöfn

Arsenal og Portsmouth skildu jöfn 2-2 í hörkuleik á Emirates vellinum í dag þar sem heimamenn lentu tveimur mörkum undir. Noe Pamarot kom Portsmouth yfir með skalla undir lok fyrri hálfleiks og Matt Taylor kom gestunum í 2-0 í upphafi þess síðari. Gilberto og Adebayor jöfnuðu metin svo með 2 mínútna millibili eftir klukkutíma leik. Freddie Ljungberg þurfti að fara meiddur af velli hjá Arsenal.

Shevchenko er kjölturakki konu sinnar

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, virðist vera búinn að missa allt álit á félaga sínum og fyrrum leikmanni Andriy Shevchenko hjá Chelsea. Berlusconi segir framherjann vera eins og kjölturakka í höndum konu sinnar.

Valur yfir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í DHL deild karla í handbolta, en þetta eru síðustu leikirnir fyrir jólafrí. Valsmenn hafa yfir 14-10 gegn HK í toppslag liðanna í Laugardalshöll. Markús Máni Michaelsson hefur skorað 4 mörk fyrir Val og Davíð Höskuldsson og Ingvar Árnason 3 hvor, en Valdimar Þórsson 5 og Ragnar Hjaltested 4 fyrir HK.

Stankovic knattspyrnumaður ársins

Miðjumaðurinn sterki Dejan Stankovic hjá Inter Milan hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Serbíu, en hann er fyrsti leikmaðurinn sem hlýtur þessi verðlaun eftir að Serbía og Svartfjallaland skiptust upp.

Vantar allt sjálfstraust í liðið

Les Reed, stjóri Charlton í ensku úrvalsdeildinni, segir að lið sitt vanti allt sjálfstraust eftir hörmulegt gengi það sem af er vetri og segir að mikil meiðsli í herbúðum þess hjálpi ekki til. Liðið tapaði 3-0 fyrir Liverpool á heimavelli í dag og er í vondum málum á fallsvæðinu.

Portsmouth yfir gegn Arsenal

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Portsmouth hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Arsenal þar sem varnarmaðurinn Noe Pamarot skoraði mark gestanna. Reading hefur yfir 1-0 gegn Blackburn og þá er Sheffield United yfir 1-0 gegn Wigan á útivelli. Stöðuna í leikjunum má skoða á Boltavaktinni.

Liverpool vann Charlton

Ófarir Hermanns Hreiðarssonar og félaga í Charlton halda áfram í ensku úrvalsdeildinni en í dag lá liðið 3-0 á heimavelli fyrir Liverpool eftir 5-1 tap í síðasta leik sínum. Xabi Alonso kom Liverpool yfir með marki úr vítaspyrnu strax í byrjun leiks og þeir Craig Bellamy og Steven Gerrard bættu við tveimur mörkum á lokamínútunum.

Newcastle sigraði í Intertoto bikarnum

Enska knattspyrnuliðið Newcastle er Intertoto meistari þetta árið eftir að ljóst varð að liðið komst lengst liðanna fimm sem fóru í UEFA keppnina. Liðið fær afhentan bikar fyrir næsta leik sinn í UEFA keppninni þann 22. febrúar og er þetta fyrsti bikarinn sem Newcastle vinnur í 1969.

13 sigrar í röð hjá Phoenix

Phoenix Suns hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NBA deildinni í nótt þegar liðið lagði Golden State á heimavelli 105-101 og vann þar sinn 13. leik í röð. Amare Stoudemire skroaði 25 stig fyrir Phoenix og Boris Diaw náði fyrstu þrennu sinni í vetur með 21 stigi, 14 fráköstum og 10 stoðsendingum. Monta Ellis skoraði 24 stig fyrir Golden State.

Birgir Leifur í þremur undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram að spila vel á SA Airlines mótinu í golfi í Portl Elizabeth í Suður-Afríku, en hann lauk þriðja hringnum í morgun á 70 höggum eða tveimur undir pari. Hann er því á samtals þremur höggum undir pari á mótinu og er í kring um 57. sæti í mótinu.

Auðvelt hjá Gummersbach

Gummersbach skellti sér í kvöld í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með auðveldum útisigri á Balingen 34-26. Guðjón Valur sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach, Róbert Gunnarsson 5 og Guðlaugur Arnarsson 1 mark.

United fær leikheimild fyrir Fangzhou

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur nú loks fengið leikheimild fyrir kínverska landsliðsmanninn Dong Fangzhou, en hann skrifaði undir samning við félagið í janúar árið 2004. Fangzhou hefur verið í láni hjá belgíska liðinu Antwerpen en hinn 21 árs gamli framherji fær nú loksins tækifæri til að sanna sig á Englandi í janúar.

Skallagrímur á toppinn

Skallagrímsmenn komust í kvöld upp að hlið Snæfells og KR á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta með sigri á grönnum sínum í Snæfelli í uppgjöri vesturlandsliðanna í Borgarnesi 83-77. KR vann auðveldan sigur á Tindastól 109-89, Hamar lagði Fjölni á útivelli 88-83 og Þór Þorlákshöfn lagði ÍR 82-78.

Rúrik á leið til Valencia?

Knattspyrnumaðurin Rúrik Gíslason sem enska úrvalsdeildarliðið Charlton keypti frá HK í fyrra er hugsanlega á leið til Valencia á Spáni þar sem honum er ætlað að fara beint inn í aðallið félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir