Fleiri fréttir Arsenal lagði Ajax Það var mikið um dýrðir í London í dag þegar Arsenal kvaddi goðsögnina Dennis Bergkamp í opnunarleik félagsins á nýja Emirates-leikvangnum. Gamlar hetjur sem leikið hafa með Arsenal og Ajax í gegn um tíðina leiddu þar saman hesta sína fyrir framan fullt hús áhorfenda, sem kvöddu Bergkamp og þökkuðu honum fyrir rúmlega áratugar þjónustu sína við félagið. 22.7.2006 20:15 Floyd Landis í vænlegri stöðu Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis hefur forystu fyrir síðasta keppnisdaginn í Frakklandshjólreiðunum eftir að hann kom þriðji í mark á 19. leiðinni í dag. Hann klæðist því gulu treyjunni á morgun, þegar hjólað verður inn í Parísarborg í lokaáfanga þessarar frægustu hjólreiðakeppni heims. 22.7.2006 19:00 Berbatov með tvö glæsimörk í sigri Tottenham Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov stimplaði rækilega inn í lið Tottenham Hotspur í dag þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í æfingaleik gegn Birmingham á útivelli. Tottenham stillti upp sókndjörfu liði í leiknum með þá Robbie Keane og Jermain Defoe í fremstu víglínu ásamt Berbatov, en það var Búlgarinn sem stal senunni með tveimur þrumuskotum í 2-0 sigri Lundúnaliðsins. 22.7.2006 18:30 Tiger Woods í forystu fyrir lokadaginn Bandaríski kylfingurinn Tiger Wodds hefur eins höggs forystu á opna breska meistaramótinu í golfi þegar keppni er að ljúka á þriðja degi. Woods lék á höggi undir pari í dag og og er því samtals á 13 höggum undir pari á mótinu. Höggi þar á eftir koma þeir Sergio Garcia, Chris DiMarco og Ernie Els. 22.7.2006 17:42 Tap fyrir Kaizer Chiefs í úrslitaleik Manchester United tapaði í dag úrslitaleiknum á æfingamótinu sem háð var í Höfðaborg í Suður-Afríku gegn heimamönnum í Kaizer Chiefs. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma, en heimamenn höfðu betur í vítakeppni þar sem markvörður liðsins innsiglaði sigurinn með því að skora sjálfur úr síðustu spyrnunni. 22.7.2006 17:32 Okkar bíður gríðarlega erfitt verkefni Steve Coppell, stjóri Íslendingaliðs Reading sem í vor vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni, segir að liðsins bíði gríðarlega erfitt verkefni á næstu leiktíð. Hann segist hafa nokkuð góða hugmynd um hvar liðið muni standa í úrvalsdeildinni, en bendir á að það muni taka sig um sex deildarleiki að sjá endanlega hvort núverandi hópur liðsins sé nógu sterkur til að halda sæti sínu í deildinni. 22.7.2006 17:15 Við munum veita Chelsea harða keppni Framherjinn Craig Bellamy sem nýverið gekk í raðir Liverpool, segist viss um að lið sitt hafi það sem til þarf til að veita Englandsmeisturum Chelsea verðuga samkeppni í titilbaráttunni næsta vetur. 22.7.2006 16:30 Newcastle lagði Lilleström Newcastle vann í dag nokkuð öruggan 3-0 útisigur á norska liðinu Lilleström í forkeppnni Evrópukeppni félagsliða í Noregi. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og því er Newcastle komið áfram í keppninni. Shola Ameobi skoraði tvö mörk fyrir Newcastle og Emre eitt. 22.7.2006 16:22 Ashley Cole á förum? Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, lét í það skína í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag að hugsanlega væri enski landsliðsbakvörðurinn Ashley Cole á leið frá félaginu. Cole lét stjórn Arsenal hafa það óþvegið í nýútkominni ævisögu sinni og talið er að grunnt sé á því góða milli hans og forráðamanna félagsins. Cole hefur lengi verið orðaður sterklega við Englandsmeistara Chelsea. 22.7.2006 15:36 Boðið að taka við Suður-Afríku Brasilíska þjálfaranum Carlos Alberto Parreira var á dögunum boðið að taka við landsliði Suður-Afríku, sem einmitt mun verða gestgjafi í næstu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu. Parreira sagði starfi sínu lausu sem þjálfari brasilíska landsliðsins á dögunum og segist upp með sér yfir áhuga Afríkumanna, en ætlar að taka sér tíma í að hugsa málið um nokkra hríð. 22.7.2006 15:30 Erum alveg að landa Duff Glenn Roader, stjóri Newcastle, segir félagið vera aðeins hársbreidd frá því að landa vængmanninum knáa Damien Duff frá Chelsea og búist er við því að hann skrifi undir samning á mánudaginn ef hann stenst læknisskoðun hjá félaginu. 22.7.2006 15:29 Del Horno skrifar undir hjá Valencia Spænski landsliðsmaðurinn Asier del Horno skrifaði í dag undir sex ára samning við Valencia í heimalandi sínu, en félagið keypti hann frá Englandsmeisturum Chelsea á dögunum. Talið er að kaupverðið sé tæpar fimm milljónir punda. 22.7.2006 15:26 Laporta gefur aftur kost á sér Joan Laporta ætlar að gefa aftur kost á sér sem forseti Evrópumeistara Barcelona, en á stjórnarfundi á föstudag var ákveðið að boða til forsetakosninga hjá félaginu eftir að í ljós kom að kjörtímabil Laporta væri úti þó hann hefði í raun aðeins setið í þrjú ár í valdastóli. Laporta segist gefa kost á sér í áframhaldandi embætti því hann beri hagsmuni félagsins í brjósti. 22.7.2006 15:00 Ég er kominn til Real Madrid til að vinna Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro segist ekki skilja hvernig standi á því að stórlið Real Madrid hafi ekki unnið titil í þrjú ár, en segist staðráðinn í að gera sitt til að breyta því á næstu leiktíð. Cannavara gekki í raðir spænska liðsins frá Juventus á dögunum og leikur nú undir stjórn gamla stjóra síns frá því hjá Juventus, Fabio Capello. 22.7.2006 14:17 Ísland í fjórða sæti á NM Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði í dag 1-0 fyrir Svíum í leik um þriðja sætið á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu. Íslenska liðið hafnaði því í fjórða sæti á mótinu. Bandaríkin og Þýskaland mætast í úrslitaleik mótsins og er hann þegar hafinn. 22.7.2006 14:14 Faldo Series til Íslands Golfklúbbur Reykjavíkur hefur undirritað samning við golfgoðsögnina Nick Faldo um að Ísland verði fyrsta landið utan Bretlands sem heldur mót í Faldo Series-mótaröðinni og mun það fara fram á Korpuvelli dagana 7-9 ágúst. Hér er um að ræða unglingamót og fyrirhugað er að mótið verði haldið víðar í Evrópu á næstunni. Þetta kemur fram á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur. 22.7.2006 14:07 Birgir Leifur frábær í dag Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er að leika frábærlega á áskorendamótinu í Austurríki og í dag lauk hann þriðja hringnum á mótinu á 64 höggum eða 6 höggum undir pari. Birgir er því samtals á 10 höggum undir pari á mótinu og er á meðal allra efstu manna. 22.7.2006 13:49 Tilbúinn að taka áhættu á Anelka Harry Redknapp segist vera tilbúinn að taka áhættuna á því að kaupa franska framherjan Nicolas Anelka frá tyrkneska liðinu Fenerbahce, þó leikmaðurinn hafi mjög slæmt orð á sér fyrir að vera vandræðagemlingur. 22.7.2006 13:38 Neitar að hafa talað illa um Chelsea Sir Alex Ferguson hefur séð ástæðu til að leiðrétta frétt sem birtist í blaði í Suður-Afríku, þar sem því var haldið fram að Ferguson hefði sagt að Chelsea væri að ganga að knattspyrnunni dauðri. Ferguson var sakaður um að láta þessi orð falla í kvöldverðarboði í Höfðaborg þar sem Manchester United hefur verið við æfingar að undanförnu. 22.7.2006 13:19 Curbishley hefur ekki áhuga á Villa Alan Curbishley, sem nýverið lét af störfum hjá Charlton eftir 15 ára störf, segist ekki hafa áhuga á að taka við liði Aston Villa. Curbishley segir að til greina hefði komið að taka við enska landsliðinu á sínum tíma, en úr því ekkert varð úr því hefur hann ákveðið að taka sér frí í það minnsta fram á vorið. 22.7.2006 13:15 Riggott semur við Boro Varnarmaðurinn Chris Riggott hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough um fjögur ár. Riggott er 25 ára gamall miðvörður sem festi sig í sessi í byrjunarliði liðsins á síðustu leiktíð og hefur nú bundist félaginu til ársins 2010. 21.7.2006 21:00 Fernandes ekki á leið til Portsmouth strax Nú er útlit fyrir að ekki verði af fyrirhuguðum kaupum enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth á portúgalska miðjumanninum Manuel Fernandes á næstunni eftir að leikmanninum tókst ekki að komast klakklaust í gegn um læknisskoðun. Talsmenn Portsmouth segja að málið sé komið í salt í það minnsta næsta mánuðinn, en þá verði málið tekið upp að nýju. 21.7.2006 19:43 Shawn Kemp handtekinn enn á ný Fyrrum stjörnuleikmaðurinn Shawn Kemp var handtekinn af lögreglu í Houston í dag eftir að lögreglumaður stöðvaði hann fyrir að aka um á númerslausum bíl. Við nánari athugun fannst sterk lykt af eiturlyfjum í bílnum og í ljós komu nokkur grömm af marijúana sem Kemp hafði falin í fórum sínum. 21.7.2006 19:26 Duff á leið til Newcastle Írski vængmaðurinn Damien Duff er nú að gangast undir læknisskoðun hjá úrvalsdeildarliði Newcastle og hefur samþykkt kaup og kjör hjá félaginu. Málið hefur þróast hratt í dag, en fyrir skömmu þótti víst að hann væri á leið til Tottenham. 21.7.2006 18:36 Bergkamp kveður á morgun Það verður mikið um dýrðir á nýja Emirates-leikvanginum í London á morgun þegar Arsenal vígir völlinn með sérstökum kveðjuleik fyrir Hollendinginn Dennis Bergkamp sem leikið hefur með liðinu í 11 ár. Arsenal mætir þar hollenska liðinu Ajax og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 16. 21.7.2006 16:20 Del Horno til Valencia Chelsea hefur samþykkt að selja spænska landsliðsmanninn Asier del Horno til Valencia og er leikmaðurinn nú kominn til heimalandsins þar sem hann er að ganga frá samningi. Del Horno spilaði 25 leiki fyrir Chelsea á síðustu leiktíð, en missti af lokum tímabilsins og HM vegna meiðsla. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverðið að svo stöddu. 21.7.2006 16:13 Ullrich rekinn frá T-Mobile Hjólreiðaliðið T-Mobile ákvað í dag að rifta samningi við fyrrum Tour de France meistarann Jan Ullrich eftir að hann flæktist í viðamikla rannsókn á lyfjamisnotkun á dögunum. Ullrich segist á heimasíðu sinni vera afar óhress með þessa niðurstöðu og segir málið í höndum lögfræðinga sinna. 21.7.2006 15:06 Frábær sigur á Evrópumeisturunum Íslenska U-18 landsliðið vann í gærkvöld frábæran sigur á Evrópumeisturum Frakka á Evrópumótinu sem fram fer í Grikklandi 73-61. Sigur liðsins er einhver sá óvæntasti í langan tíma, en dugði íslenska liðinu þó ekki til áframhaldandi þáttöku og vermdi það að lokum neðsta sætið í riðli sínum. Hörður Hreiðarsson skoraði 17 stig fyrir íslenska liðið, Brynjar Björnsson 16 og þeir Þröstur Jóhannsson og Hörður Vilhjálmsson 15 hvor. 21.7.2006 15:01 Newcastle á höttunum eftir Duff Breska pressan greinir frá því í dag að úrvalsdeildarlið Newcastle sé nú á höttunum eftir írska vængmanninum Damien Duff hjá Chelsea, en hann var á dögunum orðaður verið Tottenham. Því er haldið fram að Newcastle muni gera 10 milljón punda tilboð í hann á næstu dögum, en liðið undirbýr sig nú fyrir síðari Evrópuleik sinn við norska liðið Lilleström. 21.7.2006 14:53 Zambrotta og Thuram til Barcelona Evrópumeistarar Barcelona hafa gefið það út að félagið sé búið að ná samningi við þá Gianluca Zambrotta og Lilian Thuram frá ítalska liðinu Juventus. Zambrotta er 29 ára og hefur skrifað undir fjögurra ára samning og Thuram, sem er 34 ára, hefur skrifað undir tveggja ára samning. Samanlagt kaupverð þeirra er sagt vera um 19 milljónir evra. 21.7.2006 14:36 Woods í stuði Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er í miklu stuði á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag og jafnaði kappinn vallarmetið þegar hann lék á 65 höggum í dag, eða 7 undir pari. Hann hefur sem stendur þriggja högga forystu á næsta mann á mótinu sem er Chris DiMarco. 21.7.2006 14:29 Á von á Nistelrooy á æfingu á mánudag Sir Alex Ferguson er ekkert að æsa sig yfir máli Ruud Van Nistelrooy og segist búast við því að framherjinn mæti á æfingu hjá félaginu á mánudag. Ferguson undirstrikar að fyrsta boð Real Madrid hafi ekki verið nógu hátt og ef annað betra komi ekki, muni United fegið halda honum áfram í herbúðum sínum. 21.7.2006 13:56 Refsing Materazzi setur slæmt fordæmi Giacinto Faccetti, forseti Inter Milan, telur að leikbannið og sektin sem Marco Materazzi leikmaður liðsins fékk fyrir að storka Zinedine Zidane í úrslitaleiknum á HM, geti átt eftir að setja slæmt fordæmi í knattspyrnunni í nánustu framtíð og gæti orðið til þess að hleypa af stað aragrúa erfiðra klögunarmála. 21.7.2006 13:44 McCarthy tekur við Wolves Mick McCarthy, fyrrum knattspyrnustjóri Sunderland, var í dag ráðinn stjóri 1. deildarliðsins Wolves. McCarthy tekur þar við stjórntaumunum af Glenn Hoddle sem hætti fyrir þremur vikum. Hann var þar áður landsliðsþjálfari Íra í fjölda ára. 21.7.2006 13:41 McDowell í forystu Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell hefur óvænt forystu eftir fyrsta keppnisdag á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Hoylake-vellinum í Liverpool. McDowell lék á 66 höggum í dag, eða 6 höggum undir pari og er höggi á undan meistara ársins í fyrra Tiger Woods og tveimur Bretum sem koma þar á eftir. 20.7.2006 22:01 Spila um bronsið á NM Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Svíum í leik um bronsverðlaunin á opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu um helgina. Það verða Bandaríkin og Þýskaland sem mætast í úrslitaleik, eftir að bandaríska liðið lagði heimamenn Norðmenn 4-0 í kvöld og hafnaði því fyrir ofan íslenska liðið á markamun. 20.7.2006 21:39 Vill fá tækifæri hjá Ferguson Framherjinn ungi Guiseppe Rossi hjá Manchester United hefur farið þess á leit við Sir Alex Ferguson að fá tækifæri með aðalliði félagsins næsta vetur, en þó er ekki loku fyrir það skotið að hann verði lánaður í nokkra mánuði. 20.7.2006 18:45 Forsetakosningar framundan hjá Barcelona Boðað hefur verið til fundar hjá stjórn Evrópumeistara Barcelona á morgun, þar sem ákveðið verður hvenær forsetakosningar verða haldnar hjá félaginu. Joan Laporta hefur gegnt embætti forseta síðan 2003 og hefur skilað frábærum árangri, en er engu að síður gríðarlega umdeildur. Hann hefur skilað tveimur meistaratitlum og einum Evróputitli í hús, en hefur þótt harður húsbóndi. 20.7.2006 18:00 Duff er ekki ómissandi Jose Mourinho segist eiga gott sambandi við írska vængmanninn Damien Duff sem á dögunum var orðaður við grannaliðið Tottenham í London. Mourinho segir Duff vera góðan leikmann og góðan náunga, en bendir á að þó hann geti vel hugsað sér að halda honum í leikmannahópi sínum, sé hann ekki ómissandi. 20.7.2006 17:30 Bayern að undirbúa tilboð? Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa enn ekki sagt sitt síðasta orð í máli Ruud Van Nistelrooy og nú berast þær fregnir frá Englandi að Bayern hafi í hyggju að bjóða enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves auk peningaupphæðar til að landa hollenska framherjanum. 20.7.2006 17:21 Ætlum að kaupa þrjá leikmenn í viðbót Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, segir að félagið hafi lagt upp með að kaupa fimm leikmenn í sumar og því sé félagið enn á höttunum eftir þremur leikmönnum. Capello segir að aðaláherslan hafi verið lögð á að ná í varnarmann og miðjumann og sú þörf hafi þegar verið leyst með þeim Fabio Cannavaro og Emerson. 20.7.2006 16:22 Del Piero og Nedved áfram hjá Juve? Ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro del Piero hefur þegar gefið það út að hann ætli sér ekki að yfirgefa herbúðir Juventus þrátt fyrir að liðið hafi á dögunum verið fellt í B-deildina með 30 stig í mínus. Hann segir að tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved ætli að gera slíkt hið sama, en Nedved hefur verið orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham á liðnum dögum. 20.7.2006 16:19 Vonast til að landa Zambrotta og Thuram Evrópumeistarar Barcelona halda því fram í dag að samningaviðræður gangi vel við forráðamenn Juventus um að kaupa varnarmennina Lilian Thuram og Gianluca Zambrotta. Því er haldið fram að kaupin gætu farið fram í upphafi næstu viku og að Zambrotta muni kosta 13,5 milljónir punda og Thuram 3,5 milljónir punda. 20.7.2006 16:15 Stórsigur á Dönum Íslenska kvennalandsliðið U-21 árs vann í dag stórsigur á Dönum 6-1 í leik liðanna á Norðurlandamótinu sem stendur yfir í Noregi um þessar mundir. Íslenska liðið hefur því náð forystu í riðli sínum, en lið Bandaríkjanna getur jafnað íslenska liðið að stigum með sigri á heimamönnum í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu í leiknum í dag. 20.7.2006 16:09 Emirates leikvangurinn opnaður í dag Nýr heimavöllur Arsenal, Emirates-völlurinn, var opnaður almenningi í fyrsta sinn í dag og fyrsti leikurinn sem spilaður verður á vellinum fer fram á laugardag. Það verður kveðjuleikur Dennis Bergkamp þar sem Arsenal tekur á móti Ajax frá Amsterdam og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 16. 20.7.2006 15:03 Sjá næstu 50 fréttir
Arsenal lagði Ajax Það var mikið um dýrðir í London í dag þegar Arsenal kvaddi goðsögnina Dennis Bergkamp í opnunarleik félagsins á nýja Emirates-leikvangnum. Gamlar hetjur sem leikið hafa með Arsenal og Ajax í gegn um tíðina leiddu þar saman hesta sína fyrir framan fullt hús áhorfenda, sem kvöddu Bergkamp og þökkuðu honum fyrir rúmlega áratugar þjónustu sína við félagið. 22.7.2006 20:15
Floyd Landis í vænlegri stöðu Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis hefur forystu fyrir síðasta keppnisdaginn í Frakklandshjólreiðunum eftir að hann kom þriðji í mark á 19. leiðinni í dag. Hann klæðist því gulu treyjunni á morgun, þegar hjólað verður inn í Parísarborg í lokaáfanga þessarar frægustu hjólreiðakeppni heims. 22.7.2006 19:00
Berbatov með tvö glæsimörk í sigri Tottenham Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov stimplaði rækilega inn í lið Tottenham Hotspur í dag þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í æfingaleik gegn Birmingham á útivelli. Tottenham stillti upp sókndjörfu liði í leiknum með þá Robbie Keane og Jermain Defoe í fremstu víglínu ásamt Berbatov, en það var Búlgarinn sem stal senunni með tveimur þrumuskotum í 2-0 sigri Lundúnaliðsins. 22.7.2006 18:30
Tiger Woods í forystu fyrir lokadaginn Bandaríski kylfingurinn Tiger Wodds hefur eins höggs forystu á opna breska meistaramótinu í golfi þegar keppni er að ljúka á þriðja degi. Woods lék á höggi undir pari í dag og og er því samtals á 13 höggum undir pari á mótinu. Höggi þar á eftir koma þeir Sergio Garcia, Chris DiMarco og Ernie Els. 22.7.2006 17:42
Tap fyrir Kaizer Chiefs í úrslitaleik Manchester United tapaði í dag úrslitaleiknum á æfingamótinu sem háð var í Höfðaborg í Suður-Afríku gegn heimamönnum í Kaizer Chiefs. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma, en heimamenn höfðu betur í vítakeppni þar sem markvörður liðsins innsiglaði sigurinn með því að skora sjálfur úr síðustu spyrnunni. 22.7.2006 17:32
Okkar bíður gríðarlega erfitt verkefni Steve Coppell, stjóri Íslendingaliðs Reading sem í vor vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni, segir að liðsins bíði gríðarlega erfitt verkefni á næstu leiktíð. Hann segist hafa nokkuð góða hugmynd um hvar liðið muni standa í úrvalsdeildinni, en bendir á að það muni taka sig um sex deildarleiki að sjá endanlega hvort núverandi hópur liðsins sé nógu sterkur til að halda sæti sínu í deildinni. 22.7.2006 17:15
Við munum veita Chelsea harða keppni Framherjinn Craig Bellamy sem nýverið gekk í raðir Liverpool, segist viss um að lið sitt hafi það sem til þarf til að veita Englandsmeisturum Chelsea verðuga samkeppni í titilbaráttunni næsta vetur. 22.7.2006 16:30
Newcastle lagði Lilleström Newcastle vann í dag nokkuð öruggan 3-0 útisigur á norska liðinu Lilleström í forkeppnni Evrópukeppni félagsliða í Noregi. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og því er Newcastle komið áfram í keppninni. Shola Ameobi skoraði tvö mörk fyrir Newcastle og Emre eitt. 22.7.2006 16:22
Ashley Cole á förum? Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, lét í það skína í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag að hugsanlega væri enski landsliðsbakvörðurinn Ashley Cole á leið frá félaginu. Cole lét stjórn Arsenal hafa það óþvegið í nýútkominni ævisögu sinni og talið er að grunnt sé á því góða milli hans og forráðamanna félagsins. Cole hefur lengi verið orðaður sterklega við Englandsmeistara Chelsea. 22.7.2006 15:36
Boðið að taka við Suður-Afríku Brasilíska þjálfaranum Carlos Alberto Parreira var á dögunum boðið að taka við landsliði Suður-Afríku, sem einmitt mun verða gestgjafi í næstu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu. Parreira sagði starfi sínu lausu sem þjálfari brasilíska landsliðsins á dögunum og segist upp með sér yfir áhuga Afríkumanna, en ætlar að taka sér tíma í að hugsa málið um nokkra hríð. 22.7.2006 15:30
Erum alveg að landa Duff Glenn Roader, stjóri Newcastle, segir félagið vera aðeins hársbreidd frá því að landa vængmanninum knáa Damien Duff frá Chelsea og búist er við því að hann skrifi undir samning á mánudaginn ef hann stenst læknisskoðun hjá félaginu. 22.7.2006 15:29
Del Horno skrifar undir hjá Valencia Spænski landsliðsmaðurinn Asier del Horno skrifaði í dag undir sex ára samning við Valencia í heimalandi sínu, en félagið keypti hann frá Englandsmeisturum Chelsea á dögunum. Talið er að kaupverðið sé tæpar fimm milljónir punda. 22.7.2006 15:26
Laporta gefur aftur kost á sér Joan Laporta ætlar að gefa aftur kost á sér sem forseti Evrópumeistara Barcelona, en á stjórnarfundi á föstudag var ákveðið að boða til forsetakosninga hjá félaginu eftir að í ljós kom að kjörtímabil Laporta væri úti þó hann hefði í raun aðeins setið í þrjú ár í valdastóli. Laporta segist gefa kost á sér í áframhaldandi embætti því hann beri hagsmuni félagsins í brjósti. 22.7.2006 15:00
Ég er kominn til Real Madrid til að vinna Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro segist ekki skilja hvernig standi á því að stórlið Real Madrid hafi ekki unnið titil í þrjú ár, en segist staðráðinn í að gera sitt til að breyta því á næstu leiktíð. Cannavara gekki í raðir spænska liðsins frá Juventus á dögunum og leikur nú undir stjórn gamla stjóra síns frá því hjá Juventus, Fabio Capello. 22.7.2006 14:17
Ísland í fjórða sæti á NM Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði í dag 1-0 fyrir Svíum í leik um þriðja sætið á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu. Íslenska liðið hafnaði því í fjórða sæti á mótinu. Bandaríkin og Þýskaland mætast í úrslitaleik mótsins og er hann þegar hafinn. 22.7.2006 14:14
Faldo Series til Íslands Golfklúbbur Reykjavíkur hefur undirritað samning við golfgoðsögnina Nick Faldo um að Ísland verði fyrsta landið utan Bretlands sem heldur mót í Faldo Series-mótaröðinni og mun það fara fram á Korpuvelli dagana 7-9 ágúst. Hér er um að ræða unglingamót og fyrirhugað er að mótið verði haldið víðar í Evrópu á næstunni. Þetta kemur fram á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur. 22.7.2006 14:07
Birgir Leifur frábær í dag Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er að leika frábærlega á áskorendamótinu í Austurríki og í dag lauk hann þriðja hringnum á mótinu á 64 höggum eða 6 höggum undir pari. Birgir er því samtals á 10 höggum undir pari á mótinu og er á meðal allra efstu manna. 22.7.2006 13:49
Tilbúinn að taka áhættu á Anelka Harry Redknapp segist vera tilbúinn að taka áhættuna á því að kaupa franska framherjan Nicolas Anelka frá tyrkneska liðinu Fenerbahce, þó leikmaðurinn hafi mjög slæmt orð á sér fyrir að vera vandræðagemlingur. 22.7.2006 13:38
Neitar að hafa talað illa um Chelsea Sir Alex Ferguson hefur séð ástæðu til að leiðrétta frétt sem birtist í blaði í Suður-Afríku, þar sem því var haldið fram að Ferguson hefði sagt að Chelsea væri að ganga að knattspyrnunni dauðri. Ferguson var sakaður um að láta þessi orð falla í kvöldverðarboði í Höfðaborg þar sem Manchester United hefur verið við æfingar að undanförnu. 22.7.2006 13:19
Curbishley hefur ekki áhuga á Villa Alan Curbishley, sem nýverið lét af störfum hjá Charlton eftir 15 ára störf, segist ekki hafa áhuga á að taka við liði Aston Villa. Curbishley segir að til greina hefði komið að taka við enska landsliðinu á sínum tíma, en úr því ekkert varð úr því hefur hann ákveðið að taka sér frí í það minnsta fram á vorið. 22.7.2006 13:15
Riggott semur við Boro Varnarmaðurinn Chris Riggott hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough um fjögur ár. Riggott er 25 ára gamall miðvörður sem festi sig í sessi í byrjunarliði liðsins á síðustu leiktíð og hefur nú bundist félaginu til ársins 2010. 21.7.2006 21:00
Fernandes ekki á leið til Portsmouth strax Nú er útlit fyrir að ekki verði af fyrirhuguðum kaupum enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth á portúgalska miðjumanninum Manuel Fernandes á næstunni eftir að leikmanninum tókst ekki að komast klakklaust í gegn um læknisskoðun. Talsmenn Portsmouth segja að málið sé komið í salt í það minnsta næsta mánuðinn, en þá verði málið tekið upp að nýju. 21.7.2006 19:43
Shawn Kemp handtekinn enn á ný Fyrrum stjörnuleikmaðurinn Shawn Kemp var handtekinn af lögreglu í Houston í dag eftir að lögreglumaður stöðvaði hann fyrir að aka um á númerslausum bíl. Við nánari athugun fannst sterk lykt af eiturlyfjum í bílnum og í ljós komu nokkur grömm af marijúana sem Kemp hafði falin í fórum sínum. 21.7.2006 19:26
Duff á leið til Newcastle Írski vængmaðurinn Damien Duff er nú að gangast undir læknisskoðun hjá úrvalsdeildarliði Newcastle og hefur samþykkt kaup og kjör hjá félaginu. Málið hefur þróast hratt í dag, en fyrir skömmu þótti víst að hann væri á leið til Tottenham. 21.7.2006 18:36
Bergkamp kveður á morgun Það verður mikið um dýrðir á nýja Emirates-leikvanginum í London á morgun þegar Arsenal vígir völlinn með sérstökum kveðjuleik fyrir Hollendinginn Dennis Bergkamp sem leikið hefur með liðinu í 11 ár. Arsenal mætir þar hollenska liðinu Ajax og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 16. 21.7.2006 16:20
Del Horno til Valencia Chelsea hefur samþykkt að selja spænska landsliðsmanninn Asier del Horno til Valencia og er leikmaðurinn nú kominn til heimalandsins þar sem hann er að ganga frá samningi. Del Horno spilaði 25 leiki fyrir Chelsea á síðustu leiktíð, en missti af lokum tímabilsins og HM vegna meiðsla. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverðið að svo stöddu. 21.7.2006 16:13
Ullrich rekinn frá T-Mobile Hjólreiðaliðið T-Mobile ákvað í dag að rifta samningi við fyrrum Tour de France meistarann Jan Ullrich eftir að hann flæktist í viðamikla rannsókn á lyfjamisnotkun á dögunum. Ullrich segist á heimasíðu sinni vera afar óhress með þessa niðurstöðu og segir málið í höndum lögfræðinga sinna. 21.7.2006 15:06
Frábær sigur á Evrópumeisturunum Íslenska U-18 landsliðið vann í gærkvöld frábæran sigur á Evrópumeisturum Frakka á Evrópumótinu sem fram fer í Grikklandi 73-61. Sigur liðsins er einhver sá óvæntasti í langan tíma, en dugði íslenska liðinu þó ekki til áframhaldandi þáttöku og vermdi það að lokum neðsta sætið í riðli sínum. Hörður Hreiðarsson skoraði 17 stig fyrir íslenska liðið, Brynjar Björnsson 16 og þeir Þröstur Jóhannsson og Hörður Vilhjálmsson 15 hvor. 21.7.2006 15:01
Newcastle á höttunum eftir Duff Breska pressan greinir frá því í dag að úrvalsdeildarlið Newcastle sé nú á höttunum eftir írska vængmanninum Damien Duff hjá Chelsea, en hann var á dögunum orðaður verið Tottenham. Því er haldið fram að Newcastle muni gera 10 milljón punda tilboð í hann á næstu dögum, en liðið undirbýr sig nú fyrir síðari Evrópuleik sinn við norska liðið Lilleström. 21.7.2006 14:53
Zambrotta og Thuram til Barcelona Evrópumeistarar Barcelona hafa gefið það út að félagið sé búið að ná samningi við þá Gianluca Zambrotta og Lilian Thuram frá ítalska liðinu Juventus. Zambrotta er 29 ára og hefur skrifað undir fjögurra ára samning og Thuram, sem er 34 ára, hefur skrifað undir tveggja ára samning. Samanlagt kaupverð þeirra er sagt vera um 19 milljónir evra. 21.7.2006 14:36
Woods í stuði Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er í miklu stuði á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag og jafnaði kappinn vallarmetið þegar hann lék á 65 höggum í dag, eða 7 undir pari. Hann hefur sem stendur þriggja högga forystu á næsta mann á mótinu sem er Chris DiMarco. 21.7.2006 14:29
Á von á Nistelrooy á æfingu á mánudag Sir Alex Ferguson er ekkert að æsa sig yfir máli Ruud Van Nistelrooy og segist búast við því að framherjinn mæti á æfingu hjá félaginu á mánudag. Ferguson undirstrikar að fyrsta boð Real Madrid hafi ekki verið nógu hátt og ef annað betra komi ekki, muni United fegið halda honum áfram í herbúðum sínum. 21.7.2006 13:56
Refsing Materazzi setur slæmt fordæmi Giacinto Faccetti, forseti Inter Milan, telur að leikbannið og sektin sem Marco Materazzi leikmaður liðsins fékk fyrir að storka Zinedine Zidane í úrslitaleiknum á HM, geti átt eftir að setja slæmt fordæmi í knattspyrnunni í nánustu framtíð og gæti orðið til þess að hleypa af stað aragrúa erfiðra klögunarmála. 21.7.2006 13:44
McCarthy tekur við Wolves Mick McCarthy, fyrrum knattspyrnustjóri Sunderland, var í dag ráðinn stjóri 1. deildarliðsins Wolves. McCarthy tekur þar við stjórntaumunum af Glenn Hoddle sem hætti fyrir þremur vikum. Hann var þar áður landsliðsþjálfari Íra í fjölda ára. 21.7.2006 13:41
McDowell í forystu Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell hefur óvænt forystu eftir fyrsta keppnisdag á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Hoylake-vellinum í Liverpool. McDowell lék á 66 höggum í dag, eða 6 höggum undir pari og er höggi á undan meistara ársins í fyrra Tiger Woods og tveimur Bretum sem koma þar á eftir. 20.7.2006 22:01
Spila um bronsið á NM Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Svíum í leik um bronsverðlaunin á opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu um helgina. Það verða Bandaríkin og Þýskaland sem mætast í úrslitaleik, eftir að bandaríska liðið lagði heimamenn Norðmenn 4-0 í kvöld og hafnaði því fyrir ofan íslenska liðið á markamun. 20.7.2006 21:39
Vill fá tækifæri hjá Ferguson Framherjinn ungi Guiseppe Rossi hjá Manchester United hefur farið þess á leit við Sir Alex Ferguson að fá tækifæri með aðalliði félagsins næsta vetur, en þó er ekki loku fyrir það skotið að hann verði lánaður í nokkra mánuði. 20.7.2006 18:45
Forsetakosningar framundan hjá Barcelona Boðað hefur verið til fundar hjá stjórn Evrópumeistara Barcelona á morgun, þar sem ákveðið verður hvenær forsetakosningar verða haldnar hjá félaginu. Joan Laporta hefur gegnt embætti forseta síðan 2003 og hefur skilað frábærum árangri, en er engu að síður gríðarlega umdeildur. Hann hefur skilað tveimur meistaratitlum og einum Evróputitli í hús, en hefur þótt harður húsbóndi. 20.7.2006 18:00
Duff er ekki ómissandi Jose Mourinho segist eiga gott sambandi við írska vængmanninn Damien Duff sem á dögunum var orðaður við grannaliðið Tottenham í London. Mourinho segir Duff vera góðan leikmann og góðan náunga, en bendir á að þó hann geti vel hugsað sér að halda honum í leikmannahópi sínum, sé hann ekki ómissandi. 20.7.2006 17:30
Bayern að undirbúa tilboð? Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa enn ekki sagt sitt síðasta orð í máli Ruud Van Nistelrooy og nú berast þær fregnir frá Englandi að Bayern hafi í hyggju að bjóða enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves auk peningaupphæðar til að landa hollenska framherjanum. 20.7.2006 17:21
Ætlum að kaupa þrjá leikmenn í viðbót Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, segir að félagið hafi lagt upp með að kaupa fimm leikmenn í sumar og því sé félagið enn á höttunum eftir þremur leikmönnum. Capello segir að aðaláherslan hafi verið lögð á að ná í varnarmann og miðjumann og sú þörf hafi þegar verið leyst með þeim Fabio Cannavaro og Emerson. 20.7.2006 16:22
Del Piero og Nedved áfram hjá Juve? Ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro del Piero hefur þegar gefið það út að hann ætli sér ekki að yfirgefa herbúðir Juventus þrátt fyrir að liðið hafi á dögunum verið fellt í B-deildina með 30 stig í mínus. Hann segir að tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved ætli að gera slíkt hið sama, en Nedved hefur verið orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham á liðnum dögum. 20.7.2006 16:19
Vonast til að landa Zambrotta og Thuram Evrópumeistarar Barcelona halda því fram í dag að samningaviðræður gangi vel við forráðamenn Juventus um að kaupa varnarmennina Lilian Thuram og Gianluca Zambrotta. Því er haldið fram að kaupin gætu farið fram í upphafi næstu viku og að Zambrotta muni kosta 13,5 milljónir punda og Thuram 3,5 milljónir punda. 20.7.2006 16:15
Stórsigur á Dönum Íslenska kvennalandsliðið U-21 árs vann í dag stórsigur á Dönum 6-1 í leik liðanna á Norðurlandamótinu sem stendur yfir í Noregi um þessar mundir. Íslenska liðið hefur því náð forystu í riðli sínum, en lið Bandaríkjanna getur jafnað íslenska liðið að stigum með sigri á heimamönnum í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu í leiknum í dag. 20.7.2006 16:09
Emirates leikvangurinn opnaður í dag Nýr heimavöllur Arsenal, Emirates-völlurinn, var opnaður almenningi í fyrsta sinn í dag og fyrsti leikurinn sem spilaður verður á vellinum fer fram á laugardag. Það verður kveðjuleikur Dennis Bergkamp þar sem Arsenal tekur á móti Ajax frá Amsterdam og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 16. 20.7.2006 15:03
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti