Fleiri fréttir Þýski kappaksturinn í hættu? Enn berast fréttir af því úr Formúlu 1 að illa gangi að reka braut í mótinu og nú er það Hockenheim-brautin í Þýskalandi sem er sögð standa verulega höllum fæti fjárhagslega. 28.12.2005 17:45 Nash íþróttamaður ársins í Kanada Leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var í gær kjörinn íþróttamaður ársins í Kanada með fádæma yfirburðum. Nash var kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar á liðnu vori og var fyrsti Kanadamaðurinn til að hljóta þann heiður. Íshokkí er að sjálfssögðu langvinsælasta íþróttagreinin í Kanada, en þetta er engu að síður í annað sinn sem Nash hlýtur þessi verðlaun. 28.12.2005 17:15 Farinn aftur heim Framherjinn skæði Giovane Elber frá Brasilíu, sem gerði garðinn frægan hjá Bayern Munchen á sínum tíma, hefur snúið aftur til heimalandsins og er búinn að skrifa undir samning við Cruzeiro í Belo Horizonte. Elber var síðast hjá Gladbach í Þýskalandi, en rifti samningi sínum við félagið á dögunum. Hann er 33 ára gamall og vann fjóra titla í Þýskalandi og einn Evróputitil með liðinu. 28.12.2005 17:15 Abdur-Rahim kjálkabrotinn Framherjinn Shareef Abdur-Rahim hjá Sacramento Kings verður frá keppni í nokkrar vikur eftir að hafa kjálkabrotnað í leik gegn Portland Trailblazers á mánudagskvöldið. Rahim hélt áfram að spila eftir að hafa fengið högg í andlitið frá Bonzi Wells hjá Portland, en röntgenmyndataka í dag leiddi í ljós að hann er brotinn. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Sacramento, sem hefur gegnið illa í vetur. 28.12.2005 16:52 Leikmenn styðja fyrirhugaða yfirtöku Leikmenn Aston Villa styðja yfirvofandi yfirtöku írskra fjárfesta í félaginu, sem gæti gengið í gegn á næstu dögum og segja hana að öllum líkindum verða félaginu til góðs í framtíðinni. Michael Neville, sem er í forsvari fyrir fjárfesta þessa, er sjálfur mikill aðdáandi Aston Villa og segist ætla að koma liðinu í Meistaradeildina innan þriggja ára. 28.12.2005 16:45 Er í hjartaaðgerð Knattspyrnugoðsögnin Alfredo di Stefano sem fékk hjartaslag á jólunum, er nú í aðgerð sem ætlað er að bjarga lífi hans á sjúkrahúsi í Valencia á Spáni. Aðgerðin tekur sjö klukkustundir, en ekki var hægt að framkvæma hana fyrr en í dag því beðið var eftir að ástand hans yrði nógu stöðugt. Di Stefano er 79 ára gamall og er heiðursforseti Real Madrid. 28.12.2005 16:15 Leik Bolton og Middlesbrough frestað Leik Bolton og Middlesbrough sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað vegna þess að völlurinn er frosinn og því ómögulegt að spila á honum. Annars er heil umferð á dagskrá í kvöld, þar sem grannaslagur Everton og Liverpool verður einn áhugaverðasti leikurinn. 28.12.2005 15:49 Ætlar ekki að kaupa Fowler Nigel Worthington hafði skýr svör þegar hann var inntur eftir því hvort Norwich væri að kaupa Robbie Fowler frá Manchester City í janúar. Fowler hafði sést í nágrenni leikvallar félagsins og því fóru sögusagnir á kreik um að hann væri á leið í fyrstu deildina. 28.12.2005 15:43 Moyes ögrar leikmönnum sínum David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur ögrað leikmönnum sínum til að sýna hvað í þeim býr í grannaslagnum við Liverpool í kvöld. Everton hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum með fjórum mörkum gegn engu og nú þykir Moyes nóg komið af slíku. 28.12.2005 15:27 Á sér draum um að stýra Manchester United Ítalski knattspyrnustjórinn Fabio Capello sem gert hefur bæði Juventus og Real Madrid að meisturum á Ítalíu og Spáni, segir að hann eigi sér draum um að stýra Manchester United einn daginn í framtíðinni. 28.12.2005 14:51 Houston gat ekki án McGrady verið Houston Rockets tapaði enn einum leiknum á heimavelli sínum í nótt, þegar liðið lá gegn Utah Jazz 82-74. Ekki bætti úr skák að besti leikmaður liðsins, Tracy McGrady, þurfti að yfirgefa leikvöllinn í hálfleik til að keyra á fæðingardeildina, þar sem kona hans eignaðist barn. Lið Houston var yfir þegar hann fór, en leikur liðsins hrundi eftir það og leikurinn tapaðist. 28.12.2005 14:15 Áfrýja rauða spjaldi Bowyer Forráðamenn Newcastle hafa ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem Lee Bowyer fékk um jólin þegar liðið sótti Liverpool heim. Bowyer var sakaður um að hafa brotið mjög gróflega á Xabi Alonso hjá Liverpool, en á fimmtudag kemur í ljós hvort áfrýjunin verður tekin til greina. Bowyer verður í banni í leik Newcastle og Charlton í kvöld. 28.12.2005 13:30 Biðst afsökunar á hrokanum Jose Mourinho greindi frá því í samtali við karlablaðið FHM á dögunum að hann hefði ekki ætlað sér að hljóma hrokafullur þegar hann lýsti því yfir að hann væri "sá sérstaki" þegar hann tók við liði Chelsea á sínum tíma. 28.12.2005 13:26 440 hafnfirskir íþróttamenn unnið til Íslandsmeistaratitla á árinu Alls hafa 440 hafnfirskir íþróttamenn unnið til Íslandsmeistaratitla á árinu í 20 greinum, átta hópar hafa unnið Bikarmeistaratitla og fjórir einstaklingar hafa orðið Norðurlandameistarar. Íþróttamaður Hafnarfjarðar 2005 verður krýndur í dag á viðurkenningarhátíð sem haldin verður í íþróttahúsinu við Strandgötu. 28.12.2005 09:27 Kiel lagði Gummersbach Kiel lagði Gummersbach í stórleik kvöldsins í þýska handboltanum 34-32. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarson fjögur. Þá burstaði Flensburg lið Delitzsch 32-22, en leik Hamburg og Wetzlar er enn ekki lokið. 27.12.2005 19:49 Gummersbach undir gegn Kiel Nú er kominn hálfleikur í stórleik Gummersbach og Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Kiel hefur tveggja marka forystu í hálfleik 16-14. Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað tvö mörk fyrir Gummersbach, annað úr víti og Róbert Gunnarsson línumaður hefur sömuleiðis skorað tvö mörk. 27.12.2005 18:54 Á í tungumálaerfiðleikum Harry Redknapp greindi frá því í samtali við BBC í dag að hann ætti í stökustu vandræðum með að ná til ákveðinna leikmanna í liði sínu vegna tungumálaerfiðleika. Hann segir þessa leikmenn hafa mjög takmarkað vald á enskri tungu. 27.12.2005 18:45 Gerir lítið úr áhuga Barcelona Franski framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal segist ekkert vera að hugsa um yfirlýstan áhuga spænsku meistaranna í Barcelona á því að fá sig til liðs við sig og segist aðeins vera að hugsa um leikina við Real Madrid í Meistaradeildinni. 27.12.2005 17:45 Colemann vill myndavélar á vellina Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, vill að farið verði að styðjast við myndavélar í dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni, eftir að mörg vafaatvik litu dagsins ljós í umferðinni á annan í jólum. 27.12.2005 17:15 Ron Artest sveik mig Körfuboltagoðsögnin Larry Bird, sem gegnir embætti forseta Indiana Pacers, hefur nú fyrst tjáð sig opinberlega um uppátæki Ron Artest á dögunum, þegar hann fór fram á að verða skipt frá félaginu og lagði þar með grunninn að því að eyðileggja tímabilið fyrir liðinu líkt og í fyrra. 27.12.2005 17:00 Íhugar að taka skóna fram að nýju Argentínski knattspyrnusnillingurinn Diego Maradona íhugar nú að taka fram skóna að nýju og leika fyrir fjórðudeildarliðið Excursionistas í heimalandi sínu. Maradona er 45 ára gamall og spilaði sinn síðasta leik sem atvinnumaður árið 1997. "Það væri gaman að prófa að spila í neðri deildunum, þar sem pressan er ekki of mikil," sagði Maradona. 27.12.2005 16:41 Shaq í súmóglímu Pat Riley, forseti og þjálfari Miami Heat, íhugar nú alvarlega að ráða til sín súmóglímumenn til að kljást við tröllið Shaquille O´Neal á æfingum, því honum þykir rétt að búa O´Neal betur undir þau slagsmál sem hann lendir í daglega í NBA deildinni. 27.12.2005 15:30 Vongóður um að Pires verði áfram Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist vonast til að löngum samningaviðræðum við franska miðvallarleikmanninn Robert Pires fari nú að ljúka og segist vonast til að hann undirriti nýjan samning við félagið í næsta mánuði. Samningur Pires rennur út í sumar, en hann hefur verið tregur til að framlengja til þessa. 27.12.2005 15:15 Steven Taylor frá í þrjá mánuði Newcastle hefur orðið fyrir miklu áfalli eftir að í ljós kom að varnarmaðurinn Steven Taylor þarf að fara í uppskurð á öxl eftir að gömul meiðsli tóku sig upp að nýju í leik Newcastle og Liverpool í gær. Talið er að U-21 árs landsliðsmaðurinn enski verði því frá í allt að þrjá mánuði í kjölfarið. 27.12.2005 14:45 Vanmetur ekki Everton Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að hans menn muni alls ekki vanmeta granna sína í Everton þegar liðin mætast á Goodison Park á morgun, en liðin tvö í Bítlaborginni eru á gjörólíkum stað í deildinni. Benitez bendir þó á að staða liðanna í deildinni hafi ekkert að segja þegar í leikinn er komið. 27.12.2005 14:30 Liðið er búið að jafna sig á Meistaradeildinni Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að liðið sé búið að jafna sig eftir áfallið að detta út úr Meistaradeild Evrópu og er mjög ánægður með hvernig leikmenn hans hafa brugðist við því í deildinni að undanförnu. 27.12.2005 14:15 Espanyol að landa Pandiani Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Espanyol sé að leggja lokahönd á að ganga frá kaupum á framherjanum Walter Pandiani frá Birmingham. Talið er að Birmingham sé búið að samþykkja tilboð í Pandiani upp á eina milljón punda og að leikmaðurinn muni skrifa undir tveggja og hálfs árs samning við spænska félagið fljótlega. 27.12.2005 13:49 Sjötti sigur Cleveland í röð Cleveland Cavaliers vann sinn sjötta leik í röð í NBA deildinni í nótt þegar liðið hafði betur gegn Chicago Bulls á heimavelli sínum 102-91. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland, en Tyson Chandler, Andres Nocioni og Chris Duhon skoruðu allir 15 stig fyrir Chicago, sem er í miklum vandræðum þessa dagana. 27.12.2005 13:30 Fer frá Barcelona í sumar Sænski markaskorarinn Henrik Larsson hefur gefið það út að hann muni fara frá Barcelona í sumar eftir að hafa snúist hugur í samningaviðræðum við félagið. Larsson segir að hugur hans stefni heim á leið. 27.12.2005 13:00 Gagnrýnir stuðningsmenn Steven Gerrard var ekki ánægður með móttökurnar sem Michael Owen fékk frá nokkrum stuðningsmönnum Liverpool í leik liðsins gegn Newcastle í gær, þar sem Owen lék sinn fyrsta leik á Anfield síðan hann fór frá félaginu á sínum tíma. 27.12.2005 12:39 Curbishley ósáttur við dómara Alan Curbishley, stjóri Charlton, hafði um lítið annað en dómara leiksins að tala eftir tapið gegn Arsenal í dag. "Steve Bennet er héðan úr hverfinu og það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða. Kannski er hann fyrir vikið of grimmur við okkur til að dæma leiki með okkur, hann var svo sannarlega ekki á okkar bandi í dag, svo mikið er víst," sagði Curbishley fúll. 26.12.2005 19:30 Aston Villa burstaði Everton Aston Villa tók lánlaust lið Everton í bakaríið á heimavelli sínum Villa Park í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag 4-0. Milan Baros kom Villa yfir í fyrri hálfleik, en í þeim síðari opnaði fyrir allar flóðgáttir hjá Everton og Villa bætti við þremur mörkum frá Mark Delaney, Juan Pablo Angel og Baros skoraði loks sitt annað mark. 26.12.2005 19:12 Jóhannes Karl skoraði fyrir Leicester Heil umferð var leikin í ensku 1. deildinni í dag. Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Leicester sem gerði jafntefli við Milwall í dag og þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í liði Reading sem vann góðan útisigur á Wolves og hélt sínu striki í toppbaráttunni. Stoke City þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir Burnley á útivelli. 26.12.2005 18:45 Einar Hólmgeirsson í stuði Nokkrir leikir fóru fram í þýska handboltanum í dag. Einar Hólmgeirsson skoraði 9 mörk fyrir Grosswallstadt og Alexander Petersson 7 þegar liðið lagði Lemgo 33-29. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 2 mörk fyrir Lemgo. Magdeburg sigraði Minden 31-27, þar sem Sigfús Sigurðsson skoraði 3 mörk og Arnór Atlason 1, en Snorri Steinn Guðjónsson gat ekki leikið með Minden vegna meiðsla. 26.12.2005 18:36 Nadal meiddur Spænski tenniskappinn Rafael Nadal verður ekki með í fyrstu keppnum ársins eftir að fótameiðsli hans tóku sig upp að nýju og hafa læknar sem meðhöndla hinn 19 ára gamla tennisleikara nú ráðlagt honum að spila ekki fyrr en í fyrsta lagi á opna ástralska mótinu þann 15. janúar næstkomandi. 26.12.2005 18:30 Aston Villa yfir gegn Everton Aston Villa leiðir 1-0 í hálfleik gegn Everton á Villa Park í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var Milan Baros sem skoraði mark Aston Villa á 35. mínútu, en bæði þessi lið þurfa mjög nauðsynlega á stigum að halda í dag. 26.12.2005 18:15 Ætlar að skora 100 mörk fyrir Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen segir að hann hafi sett stefnu á að skora 100 mörk fyrir Chelse á ferlinum, en tekur þó fram að hann sé í raun meira fyrir það að skapa færi fyrir aðra en að skora þau sjálfur og segist kunna ágætlega við að spila á miðjunni. 26.12.2005 17:45 Cole var frábær í dag Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hældi Joe Cole á hvert reipi í dag eftir að landsliðsmaðurinn enski lagði upp sigurmark Chelsea gegn Fulham í 3-2 sigri liðsins. 26.12.2005 17:30 Fýluferð Owen á Anfield Michael Owen sótti ekki gull í greipar fyrrum félaga sinna í Liverpool á Anfield í dag, þegar Liverpool skellti Newcastle 2-0. Steven Gerrard skoraði fyrra mark Liverpool, en síðara markið var skráð sem sjálfsmark Shay Given markvarðar Newcastle. Manchester United vann auðveldan sigur á West Brom 3-0 og Wigan sigraði Manchester City í miklum markaleik. 26.12.2005 16:56 Gummersbach - Kiel í beinni Það verður enginn smá leikur í beinni útsendingu á Sýn á morgun þegar Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og félagar í Gummersbach taka á móti stórliði Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Gummersbach gekk um helgina frá samningi við tvo nýja leikmenn til að styrkja sig í toppbaráttunni en þetta eru skyttan Denis Zacharov og markvörðurinn Nandor Fazekas. 26.12.2005 16:30 Roy Keane fékk höfðinglegar móttökur Miðjumaðurinn Roy Keane fékk höfðinglegar móttökur þegar hann var kynntur formlega sem nýr leikmaður Glasgow Celtic á Parkhead í dag. Það var kannski þessvegna sem þurfti að fresta leik liðsins gegn Livingston um nokkrar mínútur vegna rafmagnsleysis. 26.12.2005 16:19 Toyota hefur áhuga á Raikkönen Þýska blaðið Bild greinir frá því um helgina að lið Toyota vinni nú hörðum höndum að því að lokka finnska ökuþórinn Kimi Raikkönen til liðs við sig þegar samningi hans við McLaren lýkur eftir næsta tímabil. Toyota er sagt hafa boðið honum 25 milljón evrur í árslaun gegn því að hann geri samning við liðið, en metnaður Toyota að komast á toppinn í Formúlu 1 er mikill. 26.12.2005 16:15 Liverpool 2-0 yfir gegn Newcastle Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur yfir 2-0 gegn Newcastle á Anfield. Steven Gerrard og Peter Crouch skoruðu mörk Liverpool. Manchester United hefur sömuleiðis 2-0 forystu gegn West Brom, með mörkum frá Paul Scholes og Rio Ferdinand. 26.12.2005 15:50 Crespo tryggði Chelsea sigur Argentínski framherjinn Hernan Crespo tryggði Chelsea 3-2 sigur á Fulham með marki á 74. mínútu í dag, en áður hafði Heiðar Helguson jafnað leikinn úr vítaspyrnu. Tottenham sigraði Birmingham 2-0 með mörkum frá Robbie Keane úr víti og Jermain Defoe bætti við síðara markinu á lokamínútunni. Þá vann Arsenal 1-0 útisigur á Charlton með marki frá Jose Antonio Reyes í fyrri hálfleik. 26.12.2005 15:02 Ætlar ekki að hætta Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína í þjálfarastólnum og segist ætla að halda áfram að stýra liðinu þangað til liðið nær að rétta úr kútnum. 26.12.2005 14:30 Sjá næstu 50 fréttir
Þýski kappaksturinn í hættu? Enn berast fréttir af því úr Formúlu 1 að illa gangi að reka braut í mótinu og nú er það Hockenheim-brautin í Þýskalandi sem er sögð standa verulega höllum fæti fjárhagslega. 28.12.2005 17:45
Nash íþróttamaður ársins í Kanada Leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var í gær kjörinn íþróttamaður ársins í Kanada með fádæma yfirburðum. Nash var kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar á liðnu vori og var fyrsti Kanadamaðurinn til að hljóta þann heiður. Íshokkí er að sjálfssögðu langvinsælasta íþróttagreinin í Kanada, en þetta er engu að síður í annað sinn sem Nash hlýtur þessi verðlaun. 28.12.2005 17:15
Farinn aftur heim Framherjinn skæði Giovane Elber frá Brasilíu, sem gerði garðinn frægan hjá Bayern Munchen á sínum tíma, hefur snúið aftur til heimalandsins og er búinn að skrifa undir samning við Cruzeiro í Belo Horizonte. Elber var síðast hjá Gladbach í Þýskalandi, en rifti samningi sínum við félagið á dögunum. Hann er 33 ára gamall og vann fjóra titla í Þýskalandi og einn Evróputitil með liðinu. 28.12.2005 17:15
Abdur-Rahim kjálkabrotinn Framherjinn Shareef Abdur-Rahim hjá Sacramento Kings verður frá keppni í nokkrar vikur eftir að hafa kjálkabrotnað í leik gegn Portland Trailblazers á mánudagskvöldið. Rahim hélt áfram að spila eftir að hafa fengið högg í andlitið frá Bonzi Wells hjá Portland, en röntgenmyndataka í dag leiddi í ljós að hann er brotinn. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Sacramento, sem hefur gegnið illa í vetur. 28.12.2005 16:52
Leikmenn styðja fyrirhugaða yfirtöku Leikmenn Aston Villa styðja yfirvofandi yfirtöku írskra fjárfesta í félaginu, sem gæti gengið í gegn á næstu dögum og segja hana að öllum líkindum verða félaginu til góðs í framtíðinni. Michael Neville, sem er í forsvari fyrir fjárfesta þessa, er sjálfur mikill aðdáandi Aston Villa og segist ætla að koma liðinu í Meistaradeildina innan þriggja ára. 28.12.2005 16:45
Er í hjartaaðgerð Knattspyrnugoðsögnin Alfredo di Stefano sem fékk hjartaslag á jólunum, er nú í aðgerð sem ætlað er að bjarga lífi hans á sjúkrahúsi í Valencia á Spáni. Aðgerðin tekur sjö klukkustundir, en ekki var hægt að framkvæma hana fyrr en í dag því beðið var eftir að ástand hans yrði nógu stöðugt. Di Stefano er 79 ára gamall og er heiðursforseti Real Madrid. 28.12.2005 16:15
Leik Bolton og Middlesbrough frestað Leik Bolton og Middlesbrough sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað vegna þess að völlurinn er frosinn og því ómögulegt að spila á honum. Annars er heil umferð á dagskrá í kvöld, þar sem grannaslagur Everton og Liverpool verður einn áhugaverðasti leikurinn. 28.12.2005 15:49
Ætlar ekki að kaupa Fowler Nigel Worthington hafði skýr svör þegar hann var inntur eftir því hvort Norwich væri að kaupa Robbie Fowler frá Manchester City í janúar. Fowler hafði sést í nágrenni leikvallar félagsins og því fóru sögusagnir á kreik um að hann væri á leið í fyrstu deildina. 28.12.2005 15:43
Moyes ögrar leikmönnum sínum David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur ögrað leikmönnum sínum til að sýna hvað í þeim býr í grannaslagnum við Liverpool í kvöld. Everton hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum með fjórum mörkum gegn engu og nú þykir Moyes nóg komið af slíku. 28.12.2005 15:27
Á sér draum um að stýra Manchester United Ítalski knattspyrnustjórinn Fabio Capello sem gert hefur bæði Juventus og Real Madrid að meisturum á Ítalíu og Spáni, segir að hann eigi sér draum um að stýra Manchester United einn daginn í framtíðinni. 28.12.2005 14:51
Houston gat ekki án McGrady verið Houston Rockets tapaði enn einum leiknum á heimavelli sínum í nótt, þegar liðið lá gegn Utah Jazz 82-74. Ekki bætti úr skák að besti leikmaður liðsins, Tracy McGrady, þurfti að yfirgefa leikvöllinn í hálfleik til að keyra á fæðingardeildina, þar sem kona hans eignaðist barn. Lið Houston var yfir þegar hann fór, en leikur liðsins hrundi eftir það og leikurinn tapaðist. 28.12.2005 14:15
Áfrýja rauða spjaldi Bowyer Forráðamenn Newcastle hafa ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem Lee Bowyer fékk um jólin þegar liðið sótti Liverpool heim. Bowyer var sakaður um að hafa brotið mjög gróflega á Xabi Alonso hjá Liverpool, en á fimmtudag kemur í ljós hvort áfrýjunin verður tekin til greina. Bowyer verður í banni í leik Newcastle og Charlton í kvöld. 28.12.2005 13:30
Biðst afsökunar á hrokanum Jose Mourinho greindi frá því í samtali við karlablaðið FHM á dögunum að hann hefði ekki ætlað sér að hljóma hrokafullur þegar hann lýsti því yfir að hann væri "sá sérstaki" þegar hann tók við liði Chelsea á sínum tíma. 28.12.2005 13:26
440 hafnfirskir íþróttamenn unnið til Íslandsmeistaratitla á árinu Alls hafa 440 hafnfirskir íþróttamenn unnið til Íslandsmeistaratitla á árinu í 20 greinum, átta hópar hafa unnið Bikarmeistaratitla og fjórir einstaklingar hafa orðið Norðurlandameistarar. Íþróttamaður Hafnarfjarðar 2005 verður krýndur í dag á viðurkenningarhátíð sem haldin verður í íþróttahúsinu við Strandgötu. 28.12.2005 09:27
Kiel lagði Gummersbach Kiel lagði Gummersbach í stórleik kvöldsins í þýska handboltanum 34-32. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarson fjögur. Þá burstaði Flensburg lið Delitzsch 32-22, en leik Hamburg og Wetzlar er enn ekki lokið. 27.12.2005 19:49
Gummersbach undir gegn Kiel Nú er kominn hálfleikur í stórleik Gummersbach og Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Kiel hefur tveggja marka forystu í hálfleik 16-14. Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað tvö mörk fyrir Gummersbach, annað úr víti og Róbert Gunnarsson línumaður hefur sömuleiðis skorað tvö mörk. 27.12.2005 18:54
Á í tungumálaerfiðleikum Harry Redknapp greindi frá því í samtali við BBC í dag að hann ætti í stökustu vandræðum með að ná til ákveðinna leikmanna í liði sínu vegna tungumálaerfiðleika. Hann segir þessa leikmenn hafa mjög takmarkað vald á enskri tungu. 27.12.2005 18:45
Gerir lítið úr áhuga Barcelona Franski framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal segist ekkert vera að hugsa um yfirlýstan áhuga spænsku meistaranna í Barcelona á því að fá sig til liðs við sig og segist aðeins vera að hugsa um leikina við Real Madrid í Meistaradeildinni. 27.12.2005 17:45
Colemann vill myndavélar á vellina Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, vill að farið verði að styðjast við myndavélar í dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni, eftir að mörg vafaatvik litu dagsins ljós í umferðinni á annan í jólum. 27.12.2005 17:15
Ron Artest sveik mig Körfuboltagoðsögnin Larry Bird, sem gegnir embætti forseta Indiana Pacers, hefur nú fyrst tjáð sig opinberlega um uppátæki Ron Artest á dögunum, þegar hann fór fram á að verða skipt frá félaginu og lagði þar með grunninn að því að eyðileggja tímabilið fyrir liðinu líkt og í fyrra. 27.12.2005 17:00
Íhugar að taka skóna fram að nýju Argentínski knattspyrnusnillingurinn Diego Maradona íhugar nú að taka fram skóna að nýju og leika fyrir fjórðudeildarliðið Excursionistas í heimalandi sínu. Maradona er 45 ára gamall og spilaði sinn síðasta leik sem atvinnumaður árið 1997. "Það væri gaman að prófa að spila í neðri deildunum, þar sem pressan er ekki of mikil," sagði Maradona. 27.12.2005 16:41
Shaq í súmóglímu Pat Riley, forseti og þjálfari Miami Heat, íhugar nú alvarlega að ráða til sín súmóglímumenn til að kljást við tröllið Shaquille O´Neal á æfingum, því honum þykir rétt að búa O´Neal betur undir þau slagsmál sem hann lendir í daglega í NBA deildinni. 27.12.2005 15:30
Vongóður um að Pires verði áfram Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist vonast til að löngum samningaviðræðum við franska miðvallarleikmanninn Robert Pires fari nú að ljúka og segist vonast til að hann undirriti nýjan samning við félagið í næsta mánuði. Samningur Pires rennur út í sumar, en hann hefur verið tregur til að framlengja til þessa. 27.12.2005 15:15
Steven Taylor frá í þrjá mánuði Newcastle hefur orðið fyrir miklu áfalli eftir að í ljós kom að varnarmaðurinn Steven Taylor þarf að fara í uppskurð á öxl eftir að gömul meiðsli tóku sig upp að nýju í leik Newcastle og Liverpool í gær. Talið er að U-21 árs landsliðsmaðurinn enski verði því frá í allt að þrjá mánuði í kjölfarið. 27.12.2005 14:45
Vanmetur ekki Everton Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að hans menn muni alls ekki vanmeta granna sína í Everton þegar liðin mætast á Goodison Park á morgun, en liðin tvö í Bítlaborginni eru á gjörólíkum stað í deildinni. Benitez bendir þó á að staða liðanna í deildinni hafi ekkert að segja þegar í leikinn er komið. 27.12.2005 14:30
Liðið er búið að jafna sig á Meistaradeildinni Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að liðið sé búið að jafna sig eftir áfallið að detta út úr Meistaradeild Evrópu og er mjög ánægður með hvernig leikmenn hans hafa brugðist við því í deildinni að undanförnu. 27.12.2005 14:15
Espanyol að landa Pandiani Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Espanyol sé að leggja lokahönd á að ganga frá kaupum á framherjanum Walter Pandiani frá Birmingham. Talið er að Birmingham sé búið að samþykkja tilboð í Pandiani upp á eina milljón punda og að leikmaðurinn muni skrifa undir tveggja og hálfs árs samning við spænska félagið fljótlega. 27.12.2005 13:49
Sjötti sigur Cleveland í röð Cleveland Cavaliers vann sinn sjötta leik í röð í NBA deildinni í nótt þegar liðið hafði betur gegn Chicago Bulls á heimavelli sínum 102-91. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland, en Tyson Chandler, Andres Nocioni og Chris Duhon skoruðu allir 15 stig fyrir Chicago, sem er í miklum vandræðum þessa dagana. 27.12.2005 13:30
Fer frá Barcelona í sumar Sænski markaskorarinn Henrik Larsson hefur gefið það út að hann muni fara frá Barcelona í sumar eftir að hafa snúist hugur í samningaviðræðum við félagið. Larsson segir að hugur hans stefni heim á leið. 27.12.2005 13:00
Gagnrýnir stuðningsmenn Steven Gerrard var ekki ánægður með móttökurnar sem Michael Owen fékk frá nokkrum stuðningsmönnum Liverpool í leik liðsins gegn Newcastle í gær, þar sem Owen lék sinn fyrsta leik á Anfield síðan hann fór frá félaginu á sínum tíma. 27.12.2005 12:39
Curbishley ósáttur við dómara Alan Curbishley, stjóri Charlton, hafði um lítið annað en dómara leiksins að tala eftir tapið gegn Arsenal í dag. "Steve Bennet er héðan úr hverfinu og það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða. Kannski er hann fyrir vikið of grimmur við okkur til að dæma leiki með okkur, hann var svo sannarlega ekki á okkar bandi í dag, svo mikið er víst," sagði Curbishley fúll. 26.12.2005 19:30
Aston Villa burstaði Everton Aston Villa tók lánlaust lið Everton í bakaríið á heimavelli sínum Villa Park í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag 4-0. Milan Baros kom Villa yfir í fyrri hálfleik, en í þeim síðari opnaði fyrir allar flóðgáttir hjá Everton og Villa bætti við þremur mörkum frá Mark Delaney, Juan Pablo Angel og Baros skoraði loks sitt annað mark. 26.12.2005 19:12
Jóhannes Karl skoraði fyrir Leicester Heil umferð var leikin í ensku 1. deildinni í dag. Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Leicester sem gerði jafntefli við Milwall í dag og þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í liði Reading sem vann góðan útisigur á Wolves og hélt sínu striki í toppbaráttunni. Stoke City þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir Burnley á útivelli. 26.12.2005 18:45
Einar Hólmgeirsson í stuði Nokkrir leikir fóru fram í þýska handboltanum í dag. Einar Hólmgeirsson skoraði 9 mörk fyrir Grosswallstadt og Alexander Petersson 7 þegar liðið lagði Lemgo 33-29. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 2 mörk fyrir Lemgo. Magdeburg sigraði Minden 31-27, þar sem Sigfús Sigurðsson skoraði 3 mörk og Arnór Atlason 1, en Snorri Steinn Guðjónsson gat ekki leikið með Minden vegna meiðsla. 26.12.2005 18:36
Nadal meiddur Spænski tenniskappinn Rafael Nadal verður ekki með í fyrstu keppnum ársins eftir að fótameiðsli hans tóku sig upp að nýju og hafa læknar sem meðhöndla hinn 19 ára gamla tennisleikara nú ráðlagt honum að spila ekki fyrr en í fyrsta lagi á opna ástralska mótinu þann 15. janúar næstkomandi. 26.12.2005 18:30
Aston Villa yfir gegn Everton Aston Villa leiðir 1-0 í hálfleik gegn Everton á Villa Park í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var Milan Baros sem skoraði mark Aston Villa á 35. mínútu, en bæði þessi lið þurfa mjög nauðsynlega á stigum að halda í dag. 26.12.2005 18:15
Ætlar að skora 100 mörk fyrir Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen segir að hann hafi sett stefnu á að skora 100 mörk fyrir Chelse á ferlinum, en tekur þó fram að hann sé í raun meira fyrir það að skapa færi fyrir aðra en að skora þau sjálfur og segist kunna ágætlega við að spila á miðjunni. 26.12.2005 17:45
Cole var frábær í dag Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hældi Joe Cole á hvert reipi í dag eftir að landsliðsmaðurinn enski lagði upp sigurmark Chelsea gegn Fulham í 3-2 sigri liðsins. 26.12.2005 17:30
Fýluferð Owen á Anfield Michael Owen sótti ekki gull í greipar fyrrum félaga sinna í Liverpool á Anfield í dag, þegar Liverpool skellti Newcastle 2-0. Steven Gerrard skoraði fyrra mark Liverpool, en síðara markið var skráð sem sjálfsmark Shay Given markvarðar Newcastle. Manchester United vann auðveldan sigur á West Brom 3-0 og Wigan sigraði Manchester City í miklum markaleik. 26.12.2005 16:56
Gummersbach - Kiel í beinni Það verður enginn smá leikur í beinni útsendingu á Sýn á morgun þegar Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og félagar í Gummersbach taka á móti stórliði Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Gummersbach gekk um helgina frá samningi við tvo nýja leikmenn til að styrkja sig í toppbaráttunni en þetta eru skyttan Denis Zacharov og markvörðurinn Nandor Fazekas. 26.12.2005 16:30
Roy Keane fékk höfðinglegar móttökur Miðjumaðurinn Roy Keane fékk höfðinglegar móttökur þegar hann var kynntur formlega sem nýr leikmaður Glasgow Celtic á Parkhead í dag. Það var kannski þessvegna sem þurfti að fresta leik liðsins gegn Livingston um nokkrar mínútur vegna rafmagnsleysis. 26.12.2005 16:19
Toyota hefur áhuga á Raikkönen Þýska blaðið Bild greinir frá því um helgina að lið Toyota vinni nú hörðum höndum að því að lokka finnska ökuþórinn Kimi Raikkönen til liðs við sig þegar samningi hans við McLaren lýkur eftir næsta tímabil. Toyota er sagt hafa boðið honum 25 milljón evrur í árslaun gegn því að hann geri samning við liðið, en metnaður Toyota að komast á toppinn í Formúlu 1 er mikill. 26.12.2005 16:15
Liverpool 2-0 yfir gegn Newcastle Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur yfir 2-0 gegn Newcastle á Anfield. Steven Gerrard og Peter Crouch skoruðu mörk Liverpool. Manchester United hefur sömuleiðis 2-0 forystu gegn West Brom, með mörkum frá Paul Scholes og Rio Ferdinand. 26.12.2005 15:50
Crespo tryggði Chelsea sigur Argentínski framherjinn Hernan Crespo tryggði Chelsea 3-2 sigur á Fulham með marki á 74. mínútu í dag, en áður hafði Heiðar Helguson jafnað leikinn úr vítaspyrnu. Tottenham sigraði Birmingham 2-0 með mörkum frá Robbie Keane úr víti og Jermain Defoe bætti við síðara markinu á lokamínútunni. Þá vann Arsenal 1-0 útisigur á Charlton með marki frá Jose Antonio Reyes í fyrri hálfleik. 26.12.2005 15:02
Ætlar ekki að hætta Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína í þjálfarastólnum og segist ætla að halda áfram að stýra liðinu þangað til liðið nær að rétta úr kútnum. 26.12.2005 14:30
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn