Fleiri fréttir

Meðferð Ungverja á hælisleitendum talin ólögleg

Hælisleitendum sem hefur verið haldið á bráðabirgðasvæðum í Ungverjalandi gæti verið sleppt eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi slíkt varðhald ólöglegt í dag. Skipaði dómstóllinn ríkisstjórn Viktors Orban að semja nýjar reglur um hælisleitendur.

Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum

Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna.

Varar við myrkasta vetri sögunnar

Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni.

Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn

Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna.

Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans

Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum.

Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið

Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018.

Kórónuveiran mögulega komin til að vera

Svo gæti farið að nýja kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, sé komin til að vera. Þetta sagði einn af yfirmönnum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á blaðamannafundi í gærkvöldi.

Um 5% fólks á Spáni gætu hafa smitast af veirunni

Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar.

Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild

Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn.

Manafort færður í stofufangelsi

Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra forsetaframboðs Donald Trump, hefur verið færður í stofufangelsi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.

Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna

Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar.

Engin ný smit í Taílandi

Landið var það fyrsta utan Kína sem greindi nýju kórónuveiruna og eru yfirvöld þess að íhuga að draga úr takmörkunum á viðskiptalífinu og ferðafrelsi.

Fordómar koma niður á viðbrögðum við nýjum smitum

Á meðan yfirvöld Suður-Kóreu reyna að bregðast við nýjum smitum af Covid-19 sem tengjast skemmtistöðum í Seoul, hafa fordómar gegn samkynhneigðu fólki komið niður á baráttunni. Hótanir og áreiti hefur leitt til þess að fólk forðast að gangast próf.

Ótímabær opnun gæti leitt til óþarfa dauðsfalla

Einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sagði Bandaríkjaþingi í dag að verði takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar og óþarfa dauðsfalla. Fjöldi ríkja er byrjaðu að slaka á aðgerðum eða hafa það í hyggju, meðal annars að áeggjan Donalds Trump forseta.

Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl

Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið.

Lést vegna Covid-19 eftir hráka frá ókunnugum manni

Lögreglan í Bretlandi rannsakar nú dauðsfall starfsmanns sem vann í Victoria-lestarstöðinni í London. Hún lést í upphafi apríl vegna Covid-19, skömmu áður hafði maður sem sagðist vera sýktur af veirunni hrækt á hana og annan starfsmann.

Segir Obama hafa átt að halda kjafti

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði ekki átt að gagnrýna Donald Trump, núverandi forseta, fyrir viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og vegna inngripa hans í dómskerfi Bandaríkjanna.

Hyggjast skima alla borgar­búa í Wu­han

Borgaryfirvöld í Wuhan, þar sem kórónuveiran var fyrst staðfest, ætla að ráðast í gríðarlega umfangsmikla rannsókn á útbreiðslu veirunnar þar í borg.

113 ára kona jafnaði sig af Covid-19

Hin 113 ára gamla María Branyas er talin vera elsti einstaklingurinn sem hefur jafnað sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur.

Sjá næstu 50 fréttir