Fleiri fréttir

Mótmælt af krafti á fyrsta degi

Evrópuþingið kom saman í fyrsta sinn frá kosningum. Þrjá katalónska þingmenn vantaði og lögðu hundruð Katalóna leið sína til Strassborgar að mótmæla meðferð á þeim. Bretar buðu upp á sín eigin mótmæli.

Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli

Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs.

SÞ segja þörf á rannsókn

Það er mikilvægt að varpa ljósi á dauða venesúelska sjóherskafteinsins Rafaels Acosta, sem lést í haldi venesúelskrar lögreglu á laugardag, og draga hina ábyrgu í málinu fyrir dóm.

Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB

Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna.

Atvinnuhvalveiðar Japana hafnar

Kvóti upp á 227 hvali hefur verið gefinn út fyrir þetta tímabil. Veiðarnar fara fram í efnahagslögsögu Japans.

Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker

Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Sjá næstu 50 fréttir