Fleiri fréttir Óskarsverðlaunahafi baðst afsökunar á F-orðinu Óskarsverðlaunahafinn Melissa Leo baðst í dag afsökunar á því að hafa blótað þegar að hún tók við verðlaunum á Óskarnum í nótt. 28.2.2011 23:01 Hótaði fjölskyldu sinni með sjónvarpsfjarstýringu Útkallið sem lögreglumenn frá Nýfundnalandi fóru í á dögunum var heldur frábrugðið öðrum útköllum sem þeir hafa sinnt í gegnum tíðina. Þeir voru kallaðir að húsi í bænum St. John's á laugardaginn því þar væri maður sem væri að beita fjölskyldu sína ofbeldi. 28.2.2011 22:27 Gaddafi kannast ekki við mótmæli „Fólkið mitt elskar mig. Það myndi láta lífið til þess að vernda mig," sagði Muammar Gaddafi , forseti Líbíu, í samtali við Christiane Amanpour, fréttamann hjá bandarísku fréttastofunni ABC. Samkvæmt frásögn Amanpour af samtalinu á Twitter neitaði Gaddafi því jafnframt að mótmæli hefðu átt sér stað á götum Tripoli, höfuðborgar Líbíu. 28.2.2011 19:37 Vinsælastur á Facebook Eminem hefur tekið fram úr Lady Gaga sem vinsælasta núlifandi manneskjan á Facebook. Alls á rapparinn rúmlega 28 milljónir aðdáenda og hefur hann bætt yfir hálfri milljón aðdáenda við hópinn í hverri viku að undanförnu. Bilið á milli Eminem og Gaga nemur nú tíu þúsund aðdáendum. Í þriðja sæti á listanum er Barack Obamba, Bandaríkjaforseti. Eini tónlistarmaðurinn sem er vinsælli en Eminem á Facebook er poppkóngurinn sálugi, Michael Jackson, sem á 29 milljónir aðdáenda. Rapparinn varð fyrr í vikunni þriðji listamaður sögunnar til að ná eins milljarðs áhorfi á Youtube-síðunni. 28.2.2011 14:00 Mubarak bannað að fara úr landi Hosni Mubarak Egyptalandsforseta og fjölskyldu hans hefur verið bannað að yfirgefa landið. Ríkissaksóknarinn í Egyptalandi skýrði frá þessu í dag en Mubarak hefur hafst við í sumarhöll sinni í Sharm El Sheikh frá því hann sagði af sér þann ellefta febrúar síðastliðinn. 28.2.2011 11:43 Kúbustjórn hleypir fólki á internetið Ríkistjórn Kúbu ætlar að stuðla að því að almenningur komist á netið. Hingað til hafa bara forréttindahópar haft óheftan aðgang að internetinu. 28.2.2011 11:00 Verðlaunahafar á Óskarnum - listinn Breska myndin The King´s Speech sópaði að sér verðlaunum á Óskarsverðlaunahátíðinni. Hún var valin besta myndin, Colin Firth var valinn besti leikari í aðalhlutverki, leikstjórinn Tom Hooper var verðlaunaður auk þess sem handrit myndarinnar var valið besta upprunalega kvikmyndahandritið. Myndinn hafði verið spáð mikilli velgengni og komu verðlaunin því lítið á óvart. 28.2.2011 10:37 Í mál út af vitlausum lottótölum Bandarísk kona hefur krafið sjónvarpsstöð um 75 þúsund dali í skaðabætur eftir að hún komst að því að sjónvarpsstöðin tilkynnti um vitlausar lottótölur. 28.2.2011 09:21 Fíkniefnabarón handtekinn í Mexíkó Sérsveitir mexíkóska hersins hafa handtekið meintan fíniefnabarón í tengslum við morð á opinberum starfsmanni bandarísku utanríkisþjónustunnar. 28.2.2011 08:57 Síðasti eftirlifandi hermaðurinnn úr fyrri heimstyrjöldinni látinn Síðasti bandaríski hermaðurinn, sem tók þátt í fyrri heimstyrjöldinni, lést í gær, 110 ára gamall. 28.2.2011 08:47 17 létust í flugeldaslysi í Brasilíu Sautján manns létust í slysi í Brasilíu í gærkvöldi. Fólkið hafði tekið þátt í fögnuði í smábæ fyrir kjötkveðjuhátíðina sem verður haldin innan skamms. 28.2.2011 08:27 Bretar sigursælir á Óskarnum Bretar voru sigursælir á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Breska myndin Konungsræðan fékk fern Óskarsverðlaun. Þá hlaut Inside Job verðlaun sem besta heimildarmyndin. Hún fjallar í aðra röndina um efnahagshrunið á Íslandi. 28.2.2011 08:05 Þúsundir fastir á landamærum Túnis og Líbíu Þúsundir flóttamanna komast ekki yfir landamærin frá Líbíu til Túnis vegna síharðnandi átaka í Líbíu. Utanríkisráðherrar fjölda landa munu ræða ástandið í Genf í dag, á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28.2.2011 07:59 Tíu manns fórust í sprengjuárás Tíu manns létust og sautján særðust í tveimur sprengingum á leikvelli í bænum Kandahar í Afganistan í morgun. Almennir borgarar og lögreglumenn eru meðal hinna látnu. 27.2.2011 15:15 Fengu loks að koma með soninn heim Samkynhneigðir feður rúmlega tveggja ára drengs sem getinn var með staðgöngumóður í Úkraínu gátu loks komið heim til Belgíu með drenginn í dag, eftir rúmlega tveggja ára baráttu við skriffinsku í belgíska kerfinu. 27.2.2011 15:01 Nýjar upplýsingar um Önnu Frank birtar í bók Nokkur bréf eftir Önnu Frank og myndir af henni og fjölskyldu hennar, sem aldrei höfðu komið fyrir almenningssjónir, hafa nú verið birt. Bréfin og myndirnar þykja varpa nýju ljósi á líf Frank fjölskyldunnar í Amsterdam á meðan helförin stóð yfir. 27.2.2011 13:19 Hvetja aðildarríki til að frysta eignir Gaddafi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti að setja viðskiptabann með vopn á Líbýu í gærkvöldi og hvatti aðildarríki samtakanna til að frysta allar eignir Muhammars Gaddafi, fjögurra sona hans, dóttur og tíu helstu samstarfsmanna. 27.2.2011 12:30 Neita að yfirgefa torgið fyrr en forsetinn segir af sér Þúsundir manna hafa mótmælt á torgi fyrir framan háskólann í Sanaa höfurborg Jemen frá því í gær. Mótmælendur hafa slegið upp tjaldbúðum á torginu og neita að yfirgefa það fyrr en Ali Abdullah Saleh forseti landsins hefur sagt af sér. 26.2.2011 23:00 Þúsundir flýja Líbýu á hverjum degi Þúsundir manna halda áfram að flýja Líbýu á degi hverjum, landleiðina, loftleiðina og sjóleiðina. Mikill fjöldi flóttamanna hefur komið yfir landamærin til Egypalands. Hundruð manna bíða afgreiðslu á pappírum sínum í landamærabænum Salloum. 26.2.2011 22:00 Ógnarstjórn að enda komin Við getum varist hverri árás og við munum, ef þörf krefur, útvega þjóðinni vopn,“ sagði Múammar Gaddafí á Græna torginu í Trípolí í gær, hvergi banginn og fékk að launum hávær fagnaðaróp stuðningsmanna sinna. 26.2.2011 15:00 Pizzuát bjargaði lífi konu Jean Wilson hafði pantað sér pizzu á Domino's á hverjum einasta degi í þrjú ár og þegar hún hafði ekki hringt í þrjá daga fóru starfsmenn fyrirtækisins eðlilega að hafa áhyggjur af henni. 26.2.2011 14:04 Stjórnarflokkurinn bíður afhroð í kosningum Fine Gael, stærsti stjórnarandstöðuflokkur Írlands vann stórsigur í þingkosningum ef marka má útgönguspár. Samkvæmt þeim fékk flokkurinn 36% atkvæða og því nær öruggt að leiðtogi hans, Enda Kenny, verði næsti forsætisráðherra Írlands. 26.2.2011 10:30 Bannar viðskipti við Líbýu og frystir eignir Gaddafi Obama Bandaríkjaforseti hefur skrifað undir tilskipun sem bannar öll viðskipti við Líbýu og frystir eignir og innistæður Gaddafi og vina hans í Bandaríkjunum. 26.2.2011 09:44 Andvíg staðgöngumæðrun Miklu meiri og lengri umræðu er þörf áður en til greina kemur að heimila staðgöngumæðrun hér á landi. Þetta kemur fram í fjölda umsagna um þingsályktunartillögu um málið. 26.2.2011 08:30 Fimm drepnir á Degi reiðinnar Öryggissveitir í norðurhluta Íraks skutu til bana að minnsta kosti fimm mótmælendur í mótmælum á Degi reiðinnar sem efnt var til í landinu í gær. 26.2.2011 01:00 Hörð átök í höfuðborginni Liðsmenn Múammars Gaddafí héldu áfram að skjóta á fólk í höfuðborginni Trípolí í gær. Hörð átök voru bæði í borginni og nágrenni hennar. Talið er að þúsundir hafa látið lífið. 26.2.2011 00:30 Enginn finnst á lífi í rústunum Enn er að minnsta kosti 220 manna saknað í Christchurch á Nýja-Sjálandi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir borgina á þriðjudag. Staðfest er að 113 manns hafa látist. Sjötíu manns var bjargað úr rústum fyrsta sólarhringinn eftir skjálftann en eftir það hefur enginn fundist á lífi. 26.2.2011 00:00 Gaddafi ávarpar stuðningsmenn á Græna torginu Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, hélt ræðu á Græna torginu í Trípolí, höfuðborg landsins. Í ræðu sinni, sem fjölmenni hlustaði á, sagðist hann tilbúinn tilbúinn til þess að vopna stuðningsmenn sína. 25.2.2011 17:07 Mótmælt um öll Mið-Austurlönd í dag Að minnsta kosti fimm hafa fallið í Írak í dag þar sem þúsundir manna hafa hópast út á götur til þess að mótmæla bágum kjörum almennings í landinu. Höfuðborginni Bagdad hefur í raun verið lokað en yfirvöld hafa bannað alla umferð um miðbæinn og þúsundir hermanna eru á götum úti. 25.2.2011 15:19 Tískumógúllinn Galliano handtekinn í París Breski fatahönnuðurinn John Galliano var handtekinn í gærkvöldi í París, sakaður um árás og kynþáttaníð. Galliano, sem er yfirhönnuður hjá Dior tískuhúsinu, er sagður hafa setið við drykkju í Marais hverfinu þegar hann vatt sér allt í einu að pari sem sat á kaffihúsi og jós yfir það andgyðinglegum svívirðingum. 25.2.2011 15:06 Skáru fótinn af með svissneskum hníf Læknir þurfti að beita svissneskum vasahníf og sög til þess að fjarlæga fót af manni sem hafði fest sig í byggingu í Christchurch skjálftanum sem reið yfir á Nýja-Sjálandi fyrr í vikunni. Læknirinn Stuart Philip sagði eftir aðgerðina að tveir kostir hafi verið í stöðunni; að taka fótinn af manninnum eða skilja hann eftir til að deyja. 25.2.2011 12:30 Gaddafi reynir að lægja öldurnar með því að lofa launahækkunum Stjórnvöld í Líbýu lofa nú almenningi peningagreiðslum og launahækkunum í von um að róa uppreisnaröldu sem gengur yfir landið. Uppreisnin er runnin undan rifjum al Kaída segir Gaddafi einræðisherra. 25.2.2011 12:07 Fogh kallar saman sendifulltrúa Atlantshafsbandalagsins Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur kallað saman sendifulltrúa bandalagsins á neyðarfund til að ræða ástandið í Líbíu. Fundurinn verður haldinn í dag. Þar stendur til að ræða brottflutning þeirra Vesturlandabúa sem eru í landinu og mögulegar hernaðaraðgerðir til að fást við ástandið þar. 25.2.2011 09:25 Framleiðsla á þáttunum Two and a Half Men stöðvuð Búið er að stöðva framleiðslu á sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men þar sem Charlie Sheen leikur aðalhlutverkið. 25.2.2011 07:40 Kanadamenn notuðu Agent Orange við gróðureyðingu Stjórnvöld í Kanada hafa viðurkennt að sýsla í landinu hafi notað hið alræmda plöntueitur Agent Orange við að hreinsa runna meðfram vegum sínum á níunda áratug síðustu aldar. 25.2.2011 07:26 Geimferjan Discovery í sinni síðustu geimferð Bandaríska geimferjan Discovery er nú í sinni síðustu geimferð. Sú ferð markar jafnframt upphafið að endalokum geimferjuáætlunnar NASA sem staðið hefur yfir undanfarin 30 ár. 25.2.2011 07:22 Harðir bardagar í Líbýu í nótt Talið er að fjöldi látinna í átökunum í Líbýu undanfarna daga megi telja í þúsundum. Harðir bardagar geysuðu víða í landinu í nótt. 25.2.2011 07:17 Harðir bardagar í grennd við Trípolí Múammar Gaddafí segir að Osama bin Laden standi á bak við uppreisnina gegn sér í Líbíu. Ungt fólk sé platað með vímuefnum til þess að taka þátt í „eyðileggingu og skemmdarverkum“. 25.2.2011 00:00 Talinn hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bandaríkjunum Sádí arabískur ríkisborgari búsettur í Texas hefur verið handtekinn grunaður um að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás. Maðurinn sem er tvítugur, var handtekinn á miðvikudaginn en hann er sagður hafa keypt efni og tæki til sprengjugerðar. 24.2.2011 16:44 Stráksi fann nýtt gæludýr Ung móðir í smábæ í Brasilíu varð forvitin þegar hún sá að þriggja ára gamall sonur hennar var kominn á bakvið sófa í stofunni og hjalaði þar og skríkti. Hún kíkti á bakvið sófann og sá að drengurinn var að klappa á kollinn á fimm feta löngum krókódíl. 24.2.2011 12:21 Dómari fellst á framsal Assange til Svíþjóðar Breskur dómari hefur samþykkt framsal Julian Assange til Svíþjóðar vegna nauðgunarásakana á hendur honum. Assange hefur staðfastlega neitað ásökununum og hefur barist hart gegn því að verða framseldur til Svíþjóðar. Fyrir dómi fyrr í mánuðinum héldu lögmenn Assange því fram að evrópska handtökuskipunin eigi ekki við í þessu máli þar sem ekki sé búið að ákæra hann. Fastlega er búist við því að Assange áfrýji úrskurðinum. 24.2.2011 11:37 Gaddafi býr sig undir ragnarök Uppreisnarmenn í Libyu virðast hafa austurhluta landsins á sínu valdi og sækja nú inn í vesturhlutann. BBC fréttastofan segir að í borginni Benghazi standi fólk í biðröðum eftir að fá afhent skotvopn sem rænt hefur verið úr vopnabúrum lögreglu og hersins. 24.2.2011 11:26 Leysir ráðgátuna um hvarf Ameliu Earhart með DNA rannsókn á bréfi Dongya Yang, fornleifafræðingur við Simon Fraser háskólann, vonast nú til að geta fundið DNA úr flugkonunni frægu, Ameliu Earhart, og komist að því hvað varð um hana. Earhart, sem varð fyrst kvenna til að fljúga ein yfir Atlantshafið, hvarf árið 1937 þegar hún freistaðist til þess að verða fyrsta konan til að fljúga umhverfis jörðina. Hvarf Earhart hefur verið óleyst gáta og vonast Yang nú til að geta leyst málið með aðstoð vísindanna. 24.2.2011 10:28 Reynt að draga úr hundahaldi í Shanghai Borgaryfirvöld í kínversku borginni Shanghai hafa tilkynnt borgarbúum um nýja stefnu sem byggir þekktri stefnu stjórnvalda í landinu um aðeins eitt barn fyrir hver hjón. 24.2.2011 08:01 Fjórar borgir í Líbýu á valdi mótmælenda Mótmælendur í Líbýu hafa nú fjórar af borgum landsins á valdi sínu. Þar á meðal eru Benghazi, næststærsta borga landsins og hin sögufræga borg Tobruk. 24.2.2011 07:54 Sjá næstu 50 fréttir
Óskarsverðlaunahafi baðst afsökunar á F-orðinu Óskarsverðlaunahafinn Melissa Leo baðst í dag afsökunar á því að hafa blótað þegar að hún tók við verðlaunum á Óskarnum í nótt. 28.2.2011 23:01
Hótaði fjölskyldu sinni með sjónvarpsfjarstýringu Útkallið sem lögreglumenn frá Nýfundnalandi fóru í á dögunum var heldur frábrugðið öðrum útköllum sem þeir hafa sinnt í gegnum tíðina. Þeir voru kallaðir að húsi í bænum St. John's á laugardaginn því þar væri maður sem væri að beita fjölskyldu sína ofbeldi. 28.2.2011 22:27
Gaddafi kannast ekki við mótmæli „Fólkið mitt elskar mig. Það myndi láta lífið til þess að vernda mig," sagði Muammar Gaddafi , forseti Líbíu, í samtali við Christiane Amanpour, fréttamann hjá bandarísku fréttastofunni ABC. Samkvæmt frásögn Amanpour af samtalinu á Twitter neitaði Gaddafi því jafnframt að mótmæli hefðu átt sér stað á götum Tripoli, höfuðborgar Líbíu. 28.2.2011 19:37
Vinsælastur á Facebook Eminem hefur tekið fram úr Lady Gaga sem vinsælasta núlifandi manneskjan á Facebook. Alls á rapparinn rúmlega 28 milljónir aðdáenda og hefur hann bætt yfir hálfri milljón aðdáenda við hópinn í hverri viku að undanförnu. Bilið á milli Eminem og Gaga nemur nú tíu þúsund aðdáendum. Í þriðja sæti á listanum er Barack Obamba, Bandaríkjaforseti. Eini tónlistarmaðurinn sem er vinsælli en Eminem á Facebook er poppkóngurinn sálugi, Michael Jackson, sem á 29 milljónir aðdáenda. Rapparinn varð fyrr í vikunni þriðji listamaður sögunnar til að ná eins milljarðs áhorfi á Youtube-síðunni. 28.2.2011 14:00
Mubarak bannað að fara úr landi Hosni Mubarak Egyptalandsforseta og fjölskyldu hans hefur verið bannað að yfirgefa landið. Ríkissaksóknarinn í Egyptalandi skýrði frá þessu í dag en Mubarak hefur hafst við í sumarhöll sinni í Sharm El Sheikh frá því hann sagði af sér þann ellefta febrúar síðastliðinn. 28.2.2011 11:43
Kúbustjórn hleypir fólki á internetið Ríkistjórn Kúbu ætlar að stuðla að því að almenningur komist á netið. Hingað til hafa bara forréttindahópar haft óheftan aðgang að internetinu. 28.2.2011 11:00
Verðlaunahafar á Óskarnum - listinn Breska myndin The King´s Speech sópaði að sér verðlaunum á Óskarsverðlaunahátíðinni. Hún var valin besta myndin, Colin Firth var valinn besti leikari í aðalhlutverki, leikstjórinn Tom Hooper var verðlaunaður auk þess sem handrit myndarinnar var valið besta upprunalega kvikmyndahandritið. Myndinn hafði verið spáð mikilli velgengni og komu verðlaunin því lítið á óvart. 28.2.2011 10:37
Í mál út af vitlausum lottótölum Bandarísk kona hefur krafið sjónvarpsstöð um 75 þúsund dali í skaðabætur eftir að hún komst að því að sjónvarpsstöðin tilkynnti um vitlausar lottótölur. 28.2.2011 09:21
Fíkniefnabarón handtekinn í Mexíkó Sérsveitir mexíkóska hersins hafa handtekið meintan fíniefnabarón í tengslum við morð á opinberum starfsmanni bandarísku utanríkisþjónustunnar. 28.2.2011 08:57
Síðasti eftirlifandi hermaðurinnn úr fyrri heimstyrjöldinni látinn Síðasti bandaríski hermaðurinn, sem tók þátt í fyrri heimstyrjöldinni, lést í gær, 110 ára gamall. 28.2.2011 08:47
17 létust í flugeldaslysi í Brasilíu Sautján manns létust í slysi í Brasilíu í gærkvöldi. Fólkið hafði tekið þátt í fögnuði í smábæ fyrir kjötkveðjuhátíðina sem verður haldin innan skamms. 28.2.2011 08:27
Bretar sigursælir á Óskarnum Bretar voru sigursælir á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Breska myndin Konungsræðan fékk fern Óskarsverðlaun. Þá hlaut Inside Job verðlaun sem besta heimildarmyndin. Hún fjallar í aðra röndina um efnahagshrunið á Íslandi. 28.2.2011 08:05
Þúsundir fastir á landamærum Túnis og Líbíu Þúsundir flóttamanna komast ekki yfir landamærin frá Líbíu til Túnis vegna síharðnandi átaka í Líbíu. Utanríkisráðherrar fjölda landa munu ræða ástandið í Genf í dag, á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28.2.2011 07:59
Tíu manns fórust í sprengjuárás Tíu manns létust og sautján særðust í tveimur sprengingum á leikvelli í bænum Kandahar í Afganistan í morgun. Almennir borgarar og lögreglumenn eru meðal hinna látnu. 27.2.2011 15:15
Fengu loks að koma með soninn heim Samkynhneigðir feður rúmlega tveggja ára drengs sem getinn var með staðgöngumóður í Úkraínu gátu loks komið heim til Belgíu með drenginn í dag, eftir rúmlega tveggja ára baráttu við skriffinsku í belgíska kerfinu. 27.2.2011 15:01
Nýjar upplýsingar um Önnu Frank birtar í bók Nokkur bréf eftir Önnu Frank og myndir af henni og fjölskyldu hennar, sem aldrei höfðu komið fyrir almenningssjónir, hafa nú verið birt. Bréfin og myndirnar þykja varpa nýju ljósi á líf Frank fjölskyldunnar í Amsterdam á meðan helförin stóð yfir. 27.2.2011 13:19
Hvetja aðildarríki til að frysta eignir Gaddafi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti að setja viðskiptabann með vopn á Líbýu í gærkvöldi og hvatti aðildarríki samtakanna til að frysta allar eignir Muhammars Gaddafi, fjögurra sona hans, dóttur og tíu helstu samstarfsmanna. 27.2.2011 12:30
Neita að yfirgefa torgið fyrr en forsetinn segir af sér Þúsundir manna hafa mótmælt á torgi fyrir framan háskólann í Sanaa höfurborg Jemen frá því í gær. Mótmælendur hafa slegið upp tjaldbúðum á torginu og neita að yfirgefa það fyrr en Ali Abdullah Saleh forseti landsins hefur sagt af sér. 26.2.2011 23:00
Þúsundir flýja Líbýu á hverjum degi Þúsundir manna halda áfram að flýja Líbýu á degi hverjum, landleiðina, loftleiðina og sjóleiðina. Mikill fjöldi flóttamanna hefur komið yfir landamærin til Egypalands. Hundruð manna bíða afgreiðslu á pappírum sínum í landamærabænum Salloum. 26.2.2011 22:00
Ógnarstjórn að enda komin Við getum varist hverri árás og við munum, ef þörf krefur, útvega þjóðinni vopn,“ sagði Múammar Gaddafí á Græna torginu í Trípolí í gær, hvergi banginn og fékk að launum hávær fagnaðaróp stuðningsmanna sinna. 26.2.2011 15:00
Pizzuát bjargaði lífi konu Jean Wilson hafði pantað sér pizzu á Domino's á hverjum einasta degi í þrjú ár og þegar hún hafði ekki hringt í þrjá daga fóru starfsmenn fyrirtækisins eðlilega að hafa áhyggjur af henni. 26.2.2011 14:04
Stjórnarflokkurinn bíður afhroð í kosningum Fine Gael, stærsti stjórnarandstöðuflokkur Írlands vann stórsigur í þingkosningum ef marka má útgönguspár. Samkvæmt þeim fékk flokkurinn 36% atkvæða og því nær öruggt að leiðtogi hans, Enda Kenny, verði næsti forsætisráðherra Írlands. 26.2.2011 10:30
Bannar viðskipti við Líbýu og frystir eignir Gaddafi Obama Bandaríkjaforseti hefur skrifað undir tilskipun sem bannar öll viðskipti við Líbýu og frystir eignir og innistæður Gaddafi og vina hans í Bandaríkjunum. 26.2.2011 09:44
Andvíg staðgöngumæðrun Miklu meiri og lengri umræðu er þörf áður en til greina kemur að heimila staðgöngumæðrun hér á landi. Þetta kemur fram í fjölda umsagna um þingsályktunartillögu um málið. 26.2.2011 08:30
Fimm drepnir á Degi reiðinnar Öryggissveitir í norðurhluta Íraks skutu til bana að minnsta kosti fimm mótmælendur í mótmælum á Degi reiðinnar sem efnt var til í landinu í gær. 26.2.2011 01:00
Hörð átök í höfuðborginni Liðsmenn Múammars Gaddafí héldu áfram að skjóta á fólk í höfuðborginni Trípolí í gær. Hörð átök voru bæði í borginni og nágrenni hennar. Talið er að þúsundir hafa látið lífið. 26.2.2011 00:30
Enginn finnst á lífi í rústunum Enn er að minnsta kosti 220 manna saknað í Christchurch á Nýja-Sjálandi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir borgina á þriðjudag. Staðfest er að 113 manns hafa látist. Sjötíu manns var bjargað úr rústum fyrsta sólarhringinn eftir skjálftann en eftir það hefur enginn fundist á lífi. 26.2.2011 00:00
Gaddafi ávarpar stuðningsmenn á Græna torginu Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, hélt ræðu á Græna torginu í Trípolí, höfuðborg landsins. Í ræðu sinni, sem fjölmenni hlustaði á, sagðist hann tilbúinn tilbúinn til þess að vopna stuðningsmenn sína. 25.2.2011 17:07
Mótmælt um öll Mið-Austurlönd í dag Að minnsta kosti fimm hafa fallið í Írak í dag þar sem þúsundir manna hafa hópast út á götur til þess að mótmæla bágum kjörum almennings í landinu. Höfuðborginni Bagdad hefur í raun verið lokað en yfirvöld hafa bannað alla umferð um miðbæinn og þúsundir hermanna eru á götum úti. 25.2.2011 15:19
Tískumógúllinn Galliano handtekinn í París Breski fatahönnuðurinn John Galliano var handtekinn í gærkvöldi í París, sakaður um árás og kynþáttaníð. Galliano, sem er yfirhönnuður hjá Dior tískuhúsinu, er sagður hafa setið við drykkju í Marais hverfinu þegar hann vatt sér allt í einu að pari sem sat á kaffihúsi og jós yfir það andgyðinglegum svívirðingum. 25.2.2011 15:06
Skáru fótinn af með svissneskum hníf Læknir þurfti að beita svissneskum vasahníf og sög til þess að fjarlæga fót af manni sem hafði fest sig í byggingu í Christchurch skjálftanum sem reið yfir á Nýja-Sjálandi fyrr í vikunni. Læknirinn Stuart Philip sagði eftir aðgerðina að tveir kostir hafi verið í stöðunni; að taka fótinn af manninnum eða skilja hann eftir til að deyja. 25.2.2011 12:30
Gaddafi reynir að lægja öldurnar með því að lofa launahækkunum Stjórnvöld í Líbýu lofa nú almenningi peningagreiðslum og launahækkunum í von um að róa uppreisnaröldu sem gengur yfir landið. Uppreisnin er runnin undan rifjum al Kaída segir Gaddafi einræðisherra. 25.2.2011 12:07
Fogh kallar saman sendifulltrúa Atlantshafsbandalagsins Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur kallað saman sendifulltrúa bandalagsins á neyðarfund til að ræða ástandið í Líbíu. Fundurinn verður haldinn í dag. Þar stendur til að ræða brottflutning þeirra Vesturlandabúa sem eru í landinu og mögulegar hernaðaraðgerðir til að fást við ástandið þar. 25.2.2011 09:25
Framleiðsla á þáttunum Two and a Half Men stöðvuð Búið er að stöðva framleiðslu á sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men þar sem Charlie Sheen leikur aðalhlutverkið. 25.2.2011 07:40
Kanadamenn notuðu Agent Orange við gróðureyðingu Stjórnvöld í Kanada hafa viðurkennt að sýsla í landinu hafi notað hið alræmda plöntueitur Agent Orange við að hreinsa runna meðfram vegum sínum á níunda áratug síðustu aldar. 25.2.2011 07:26
Geimferjan Discovery í sinni síðustu geimferð Bandaríska geimferjan Discovery er nú í sinni síðustu geimferð. Sú ferð markar jafnframt upphafið að endalokum geimferjuáætlunnar NASA sem staðið hefur yfir undanfarin 30 ár. 25.2.2011 07:22
Harðir bardagar í Líbýu í nótt Talið er að fjöldi látinna í átökunum í Líbýu undanfarna daga megi telja í þúsundum. Harðir bardagar geysuðu víða í landinu í nótt. 25.2.2011 07:17
Harðir bardagar í grennd við Trípolí Múammar Gaddafí segir að Osama bin Laden standi á bak við uppreisnina gegn sér í Líbíu. Ungt fólk sé platað með vímuefnum til þess að taka þátt í „eyðileggingu og skemmdarverkum“. 25.2.2011 00:00
Talinn hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bandaríkjunum Sádí arabískur ríkisborgari búsettur í Texas hefur verið handtekinn grunaður um að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás. Maðurinn sem er tvítugur, var handtekinn á miðvikudaginn en hann er sagður hafa keypt efni og tæki til sprengjugerðar. 24.2.2011 16:44
Stráksi fann nýtt gæludýr Ung móðir í smábæ í Brasilíu varð forvitin þegar hún sá að þriggja ára gamall sonur hennar var kominn á bakvið sófa í stofunni og hjalaði þar og skríkti. Hún kíkti á bakvið sófann og sá að drengurinn var að klappa á kollinn á fimm feta löngum krókódíl. 24.2.2011 12:21
Dómari fellst á framsal Assange til Svíþjóðar Breskur dómari hefur samþykkt framsal Julian Assange til Svíþjóðar vegna nauðgunarásakana á hendur honum. Assange hefur staðfastlega neitað ásökununum og hefur barist hart gegn því að verða framseldur til Svíþjóðar. Fyrir dómi fyrr í mánuðinum héldu lögmenn Assange því fram að evrópska handtökuskipunin eigi ekki við í þessu máli þar sem ekki sé búið að ákæra hann. Fastlega er búist við því að Assange áfrýji úrskurðinum. 24.2.2011 11:37
Gaddafi býr sig undir ragnarök Uppreisnarmenn í Libyu virðast hafa austurhluta landsins á sínu valdi og sækja nú inn í vesturhlutann. BBC fréttastofan segir að í borginni Benghazi standi fólk í biðröðum eftir að fá afhent skotvopn sem rænt hefur verið úr vopnabúrum lögreglu og hersins. 24.2.2011 11:26
Leysir ráðgátuna um hvarf Ameliu Earhart með DNA rannsókn á bréfi Dongya Yang, fornleifafræðingur við Simon Fraser háskólann, vonast nú til að geta fundið DNA úr flugkonunni frægu, Ameliu Earhart, og komist að því hvað varð um hana. Earhart, sem varð fyrst kvenna til að fljúga ein yfir Atlantshafið, hvarf árið 1937 þegar hún freistaðist til þess að verða fyrsta konan til að fljúga umhverfis jörðina. Hvarf Earhart hefur verið óleyst gáta og vonast Yang nú til að geta leyst málið með aðstoð vísindanna. 24.2.2011 10:28
Reynt að draga úr hundahaldi í Shanghai Borgaryfirvöld í kínversku borginni Shanghai hafa tilkynnt borgarbúum um nýja stefnu sem byggir þekktri stefnu stjórnvalda í landinu um aðeins eitt barn fyrir hver hjón. 24.2.2011 08:01
Fjórar borgir í Líbýu á valdi mótmælenda Mótmælendur í Líbýu hafa nú fjórar af borgum landsins á valdi sínu. Þar á meðal eru Benghazi, næststærsta borga landsins og hin sögufræga borg Tobruk. 24.2.2011 07:54