Fleiri fréttir

Aðeins brýnustu skurðaðgerðirnar framkvæmdar

Skurðaðgerðum hefur fækkað verulega á Landspítalanum vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins eru nú gerðar brýnustu aðgerðirnar og er viðbúið að biðlistar verði orðnir langir þegar starfsemi spítalans kemst aftur í eðlilegt horf.

Bændur loka búum sínum

Íslenskir bændur eru farnir að loka búum sínum og vilja alls ekki utanaðkomandi heimsóknir vegna ástandsins í landinu.

Flestum flugferðum aflýst og sárafáir ferðamenn að koma

Sárafáir ferðamenn koma til landsins þessa dagana og segir ferðamálastjóri fjölda þeirra sem fara um Leifsstöð vera allt niður í fjórðung af því sem áður var. Hann vonar að landsmönnum sem ferðast innanlands fjölgi í sumar.

Tólf á Landspítalanum með COVID-19

Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild.

Djúp lægð nálgast landið

Búast má við suðvestanátt og kólnandi veðri í dag, víða verður strekkingsvindur og éljagangur þegar kemur fram á daginn en léttir til austanlands í kvöld.

Farþegarýmum strætisvagna verður skipt upp

Ákveðið hefur verið að farþegarýmum í strætisvögnum höfuðborgarsvæðið verði skipt upp í tvennt. Sá háttur verður hafður á að borði verður strengdur fyrir fremsta hluta vagnanna til þess að aðskilja svæði bílstjóra vagnsins og svæði farþega.

Fær ekki að hitta eiginkonu sína til sextíu ára

„Enginn getur komið í staðinn fyrir ástvin“, segir maður sem hefur ekki fengið að hitta eiginkonu sína í nærri hálfan mánuð vegna heimsóknarbanns á hjúkrunarheimilum. Þau hjónin hafa verið saman í sextíu ár og segir hann aðskilnaðinn síðustu vikur hafa tekið verulega á.

Tveir þingmenn Viðreisnar í sóttkví

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður flokksins eru báðar farnar í sóttkví vegna kórónuveirunnar.

Flugvél hlekktist á við nauðlendingu á Þingvallavatni

Engan sakaði þegar lítilli flugvél hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í gærkvöldi. Nefhjól vélarinnar brotnaði við lendinguna en flugmaðurinn ákvað að lenda á ísnum vegna vélarbilunar.

Skipverjarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni

Sýni hafa verið tekin af sjö af þeim 17 skipverjum á togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255 sem höfðu glímt við veikindi. Togarinn kom að landi í Vestmannaeyjum seint í gærkvöldi en tuttugu voru um borð í skipinu en þrír voru sagðir mikið veikir.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hræðilegt ástand á Ítalíu vegna kórónuveirunnar og 20 milljarða króna efnahagsaðgerðir sem samþykktar voru á Alþingi í dag eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Sjá næstu 50 fréttir