Fleiri fréttir Danadrottning fengi ekki lendingarleyfi í Reykjavík Verði utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld við áskorun borgaryfirvalda um að stöðva umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll útilokar það komur erlendra fyrirmenna og umsvif vegna erlends samstarfs vegna öryggismála á vellinum. 21.12.2010 06:00 Miklu minna framboð af fíkniefnum „Það er miklu minna af ólöglegum fíkniefnum í umferð hér á landi eftir hrun,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. 21.12.2010 06:00 Skeljungur gefst upp á mótbyr í Hrútafirði „Það er með þungum huga sem ég rita þér þetta bréf.“ Þannig hefst bréf forstjóra Skeljungs, Einars Arnar Ólafssonar, til íbúa í Bæjarhreppi varðandi áform félagsins um byggingu söluskála í Hrútafirði. 21.12.2010 06:00 Besta tunglmyrkvamyndin Samkeppni Fréttablaðið og Vísir efna til samkeppni um bestu myndina af tunglmyrkvanum sem verður í dag frá 7.40 til 8.54. 21.12.2010 06:00 Vill að hreinsað verði til í ákærunni Ógrynni af nýjum upplýsingum hefur komið fram í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, við rannsókn lögreglu og hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) frá því að FME ákvað að hætta fyrri rannsókn sinni á málinu vorið 2009. 21.12.2010 06:00 13 ára rithöfundur gefur út tvær bækur „Það var svolítið erfitt að læra á þessi forrit en mjög gaman,“ segir Adrian Sölvi Ingimundarson, þrettán ára rithöfundur. Adrian er búinn að skrifa, myndskreyta og brjóta um tvær barnabækur sem eru komnar í sölu. Hann lærði á Adobe Photoshop og InDesign frá grunni og setti bækurnar sjálfur upp með þeim forritum. 21.12.2010 06:00 Seðlabankinn mælir með evrutengingu „Við höfum alltaf litið svo á að það þurfi að endurmeta peningastefnuna í kjölfar hrunsins. Skýrsla Seðlabankans er innlegg í þá vinnu,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. 21.12.2010 05:45 Fær ekki fleiri dagvistarrými Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur hafnað ósk Kópavogsbæjar um fjölgun dagvistarrýma. Ráðuneytið bendir á að vegna erfiðrar fjárhagsstöðu ríkissjóðs hafi á árunum 2009 og 2010 þurft að fækka öldrunarrýmum og lækka fjárveitingar til öldrunarmála. Í fjárlögum næsta árs séu engar fjárveitingar til að fjölga dagvistarrýmum. 21.12.2010 05:30 Ásatrúarmenn halda jól í dag Ásatrúarmenn halda jól í dag og fagna því að sól fer hækkandi á lofti. Af þessu tilefni fer sólstöðuhátíð Ásatrúarfélagsins fram við Nauthólsvík í dag klukkan 18. Gengið verður með kyndla inn í rjóðrið þar sem stytta Sveinbjörns Beinteinssonar stendur og fer athöfnin þar fram. 21.12.2010 05:00 Friðarganga á Þorláksmessu Friðarganga verður gengin niður Laugaveginn í 31. sinn á Þorláksmessu. Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur fyrir blysförinni sem fyrr. 21.12.2010 04:30 Skila ekki upplýsingum á réttum tíma Tæpur helmingur þeirra sem buðu fram í forvali eða prófkjöri stjórnmálasamtaka vegna borgar- og sveitarstjórnarkosninga í vor hefur skilað upplýsingum um kostnað við framboð sitt. 21.12.2010 04:30 Bara Hafnfirðingar fá frítt í strætó Allir Hafnfirðingar yfir 67 ára aldri munu áfram eiga kost á að fá frímiða í strætisvagna þrátt fyrir boðaða hækkun aldursviðmiða Strætó bs. 21.12.2010 04:00 Facebook mikilvæg fyrir frambjóðendur Stjórnlagaþing Vandræði hefðbundinna fjölmiðla við að fjalla um þann mikla fjölda fólks sem bauð sig fram til stjórnlagaþings þýddu að frambjóðendurnir urðu að leita annarra leiða til að kynna sig. Samkvæmt nýrri rannsókn notuðu þeir einna helst netið til að reyna að kynna sig fyrir kjósendum. 21.12.2010 03:00 Sveitarfélögin taka yfir málefni fatlaðra Lög um flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga voru samþykkt á laugardag – lokastarfsdegi Alþingis fyrir jól. 21.12.2010 02:30 HÍ vill takmarkaðri aðgang Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur boðað Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, á fund sinn eftir áramót til að ræða fyrirhugaðar aðgangstakmarkanir að skólanum. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. 21.12.2010 02:00 Tamimi verður ekki Tamímí Mannanafnanefnd hefur hafnað ósk um hægt verði að breyta rithætti ættarnafnsins Tamimi í Tamímí. 21.12.2010 01:30 Geðlæknar skila mati á sakhæfi Gunnars Rúnars morgun Á morgun kemur í ljós hvort þinghaldi verði lokað í máli Gunnars Rúnars Sigurþórssonar sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Helgasyni að bana í ágúst síðasliðnum. Tveir geðlæknar munu einnig skila inn yfirmati á geðrannsókn, þar sem Gunnar Rúnar er metinn ósakhæfur. 20.12.2010 19:00 Enginn hvati til þess að fara út á vinnumarkað Enginn hvati er fyrir einstæða móður á örorkubótum með langveik börn að fara út á vinnumarkaðinn, samkvæmt útreikningum fréttastofu. Hún er ívið betur sett fjárhagslega en móðir langveikra barna á meðallaunum á vinnumarkaði. Öryrkjum hefur fjölgað um hátt í sextíu prósent á síðustu 10 árum, langt umfram fjölgun þjóðarinnar. 20.12.2010 18:45 Leggja til strangar hömlur á skógrækt Strangar takmarkanir verða settar á skógrækt og jafnvel bann, samkvæmt drögum að nýjum náttúruverndarlögum sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarmenn bregðast hart við og segja öfgasjónarmið ráða för. 20.12.2010 18:36 Leikskólagjöld hækka um áramótin Breytingar verða á gjaldskrá leikskóla Reykjavíkur frá og með 1. janúar 2011. Við breytinguna hækkar fæðis- og námsgjald í 4-8 stundir um 5,35%. Gjöld umfram átta stunda vistun hækka ekki. 20.12.2010 17:56 Stemma stigu við misnotkun ofvirknislyfja Frumgreining ADHD (ofvirkni og athyglisbrests) hjá fullorðnum verður undir yfirumsjón geðsviðs Landspítala, hert verður á tilkynningarskyldu til landlæknis og teknar upp breyttar reglur um lyfjaskírteini samkvæmt tillögum vinnuhóps um leiðir til að sporna við misnotkun metýlfenidatslyfja. 20.12.2010 17:00 Tæp 9% ekki með jólatré á heimilinu Fleiri verða með gervijólatré á heimilinu þessi jólin en lifandi jólatré, þó munurinn sé ekki mikill. Samkvæmt nýrri könnun MMR 48,6% verða landsmanna með gervitré en 41,6% með lifandi tré. Alls verða því 91,2 prósent með jólatré þessi jólin en 8,8 verða ekki með neitt jólatré á heimilinu. 20.12.2010 16:16 350 ökumenn stöðvaðir - fjórir ölvaðir Um þrjú hundruð og fimmtíu ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. 20.12.2010 15:31 Tunglmyrkvinn: Ljósmyndasamkeppni Vísis og Fréttablaðsins Fréttablaðið og Vísir efna til samkeppni um bestu myndina af tunglmyrkvanum, sem verður í fyrramálið kl. 7.40-8.54. Í fyrstu verðlaun er glæsileg Sony NEX myndavél og leikhúsmiðar í 2. og 3. verðlaun. 20.12.2010 15:02 Júlíus Vífill safnaði mestu fyrir prófkjörið Júlíus Vífill Ingvarsson, fékk tæpar tvær milljónir króna í styrki frá einstaklingum og fyrirtækjum fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar. Júlíus Vífill fékk 300 þúsund krónur frá Lýsi, 250 þúsund frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur og 200 þúsund frá Iceland Excursions Allrahanda. Þá fékk hann styrki frá Steypustáli, Mata, John Lindsay, Gómi, Lindberg, HB Granda, Olíuverslun Íslands og Brimi. Hann fékk einnig bein fjárframlög frá tveimur einstaklingum. 20.12.2010 14:46 Síðasti dagur til þess að sækja um aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Síðasti dagur til að sækja um jólaaðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík er á morgun þriðjudaginn 21 desember og lýkur skráningu kl. 14.00. Vinsamlegast hringið í síma 892-9603. 20.12.2010 17:51 Fengu ljósaperur til að lýsa bágstöddum Fjölskylduhjálpin fékk á dögunum afhentar ljósaperur að verðmæti um hálf milljón króna. Það var Jón Árni Jóhannsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem afhenti Ásgerði Jónu Flosadóttur forstöðukonu Fjölskylduhjálparinnar perurnar. 20.12.2010 22:47 Vingaðist við Vísi í morgun og fékk farsíma að gjöf Það var endurskoðandinn Jóhann Óskar Haraldsson sem sigraði í vinaleik Vísis í dag. Hann fær splunkunýjan N8 síma sem kemur að góðum notum að hans sögn enda sjálfur með gamlan Nokia síma. 20.12.2010 20:51 Nábítar, böðlar og illir andar höfðu betur í Hæstarétti Lýsing hf. er ekki heimilt að taka járnabeygjuvél úr vörslu Nábíta, böðla og Illra anda ehf., með beinni aðfaragerð samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar Íslands sem staðfesti þar úrskurð Héraðsdóms Reykjaness. 20.12.2010 17:20 Fann stolnu dekkin á Barnalandi Fjórum hjólbörðum var stolið á Selfossi á dögunum. Eigandinn sá þá síðan auglýsta á Barnalandi og lét lögreglu undir eins vita. Í tilkynningu segir að þegar í stað hafi verðið gerðar ráðstafanir til að komast að því hver væri með hjólbarðana. „Leitað var til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um aðstoð við það verk sem leiddi til þess að hjólbarðarnir fundust,“ segir einnig en einn maður var handtekinn í tengslum við málið. Sá gaf þá skýringu að hann hefði fundið hjólbarðana á víðavangi. 20.12.2010 14:40 Ribbaldar á Selfossi höfðu framið annað rán nokkru áður Lögreglan á Selfossi hefur lagt mikla vinnu í rannsókn á ránsmálinu frá þarsíðustu helgi þegar þrír menn réðust inn á heimili í bænum og ógnuðu íbúum með hnífum. Við rannsókn málsins hefur komið fram að tveir þeirra höfðu framið annað rán í bænum nokkrum dögum áður, en sá sem fyrir því varð þorði ekki að kæra málið til lögreglu. Vonir standa til að rannsókn ljúki á næstu dögum og málið þá sent ákæruvaldi til frekari ákvörðunar. 20.12.2010 14:28 Meirihluti frambjóðenda á eftir að skila kostnaðarupplýsingum Ríkisendurskoðun hefur birt yfirlit um skil frambjóðenda sem tóku þátt í prófkjöri vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor á kostnaðarupplýsingum til stofnunarinnar. Af samtals 442 frambjóðendum sem tóku þátt í prófkjöri eða forvali innan stjórnmálasamtaka í aðdraganda kosninganna hafa aðeins 215 skilað upplýsingum um kostnað sinn til Ríkisendurskoðunar. 20.12.2010 14:25 Húshitun mun ódýrari á Íslandi en á Norðurlöndunum Íslendingar búa að miklum mun ódýrari húshitun en nágrannar okkar á hinum Norðurlöndunum. Ef miðað er við meðaltals orkuþörf fyrir 135 fermetra einbýlishús í Reykjavík greiðir slíkt heimili rúmlega 85 þúsund krónur á ári fyrir húshitun og heitt kranavatn. Í höfuðborgum hinna Norðurlandanna væri reikningurinn fyrir sömu orkunotkun á bilinu 260 til 530 þúsund krónur, eða 306-623% hærri en í Reykjavík. 20.12.2010 14:03 Sendibíll fór nokkrar veltur Bílvelta varð í Skagafirði um klukkan tíu í morgun þegar sendibíll valt nokkrar veltur skammt frá brúnni yfir Vesturós. Á fréttavefnum Feyki segir að ökumaður hafi verið einn í bílnum og slapp hann án teljandi meiðsla en var engu að síður fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki. Feykir hefur eftir lögreglu að á svæðinu sé mikil hálka og því brýnt að keyra varlega. 20.12.2010 13:45 Ísbjarnarhrekkur veldur uppnámi í Skagafirði Vinnustaðahrekkur um borð í togaranum Málmey varð til þess að í Skagafirðinum fóru menn að svipast eftir ísbjörnum. Á Facebook síðu skipstjórans sagði í nótt að þeir hefðu siglt fram á ísbjarnafjölskyldu, þrjú dýr, sem stefndu beint á Skagann. 20.12.2010 13:41 „Börnum undir tíu ára aldri er hættara við drukknun“ Á hverju ári lenda um fimm til sex börn í lífshættu þar sem þau eru næstum því drukknuð. Þar er átt við börn sem eru það hætt komin að þau þurfa að fara á sjúkrahús eftir nærdrukknun, eru hætt að anda eða þau hafa fengið hjarta- og öndunarstopp. Hingað til hafa börn átta ára og eldri mátt fara ein í sund en um áramótin verða aldurstakmörkin hækkuð í tíu ár. 20.12.2010 13:40 Bilun hjá Mílu á Suð-austurlandi Bilun hefur komið upp í stofnkerfi Mílu á Suð-austurlandi nánar tiltekið við Smyrarbjargará, á leiðinni milli Fagurhólsmýrar og Hafnar. Í tilkynningu frá Mílu segir að um slit á ljósleiðara sé að ræða og að viðgerðamenn séu á leiðinni á staðinn. 20.12.2010 13:15 Ásatrúarmenn halda jólin á morgun Á morgun halda ásatrúarmenn jól og fagna því að sól fer hækkandi á lofti. Af þessu tilefni verður sólstöðuhátíð haldin í Reykjavík á lóð ásatrúarfélagsins við Nauthólsvík í Öskjuhlíð kl. 18 og ætla menn að safnast saman á bílastæðinu korteri fyrr. 20.12.2010 13:12 Varaþingmaður Þráins hefði kosið gegn fjárlagafrumvarpinu Varaþingmaður Þráins Bertelssonar segist hafa greitt atkvæði gegn fjárlagafrumvarpinu ef hún hefði átt sæti á þingi, en frumvarpið var samþykkt með einum þingmanni í síðustu viku. Hún segist ekki styðja ríkisstjórnina. 20.12.2010 12:15 Lést í umferðarslysi á Snorrabraut Karlmaðurinn sem lést þegar ekið var á hann á horni Bergþórugötu og Snorrabrautar á laugardag, hét Hörður Ingvaldsson, fæddur 12.október árið 1960. Hörður lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. 20.12.2010 12:14 Tugur heimila uppvís að tryggingasvindli Um tugur heimila á suðvesturhorninu hafa á þessu hausti orðið uppvís að því að svíkja bætur út úr Tryggingastofnun. Svikin komust upp eftir að lögregla mætti heim til fólks. 20.12.2010 12:03 Sérfræðingar rannsaka brunann hjá Alcoa Aðilar frá Brunamálastofnun er á leið austur til þess að rannsaka hvað olli sprengingu í spennistöð álvers Alcoa á Reyðarfirði á laugardag. Einnig er von á erlendum sérfræðingum í dag eða á morgun. Ljóst er að rannsókn mun taka nokkra mánuði. 20.12.2010 11:57 Slegist á Akranesi um helgina Talsverðar róstur fylgdu skemmtanahaldi á Akranesi um síðustu helgi að sögn lögreglu og þurfti að hafa afskipti af mönnum sem var orðið heitt í hamsi. 20.12.2010 11:07 Heilaspunaleikur á Facebook Höfundar borðspilsins Heilaspuni, sem sló í gegn fyrir síðustu jól, eru að undirbúa Facebook-leikjaútgáfu af spilinu. Leikurinn verður til að byrja með aðeins á ensku og er ætlaður fyrir hinn gríðarstóra Facebook-markað. 20.12.2010 11:00 Addi Fannar í ráðinn í Hörpu Arngrímur Fannar Haraldsson, betur þekktur sem Addi Fannar í Skítamóral, hefur verið ráðinn verkefnastjóri tónlistarviðburða í Hörpu með rafmagnaða tónlist sem sérsvið. 20.12.2010 10:55 Sjá næstu 50 fréttir
Danadrottning fengi ekki lendingarleyfi í Reykjavík Verði utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld við áskorun borgaryfirvalda um að stöðva umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll útilokar það komur erlendra fyrirmenna og umsvif vegna erlends samstarfs vegna öryggismála á vellinum. 21.12.2010 06:00
Miklu minna framboð af fíkniefnum „Það er miklu minna af ólöglegum fíkniefnum í umferð hér á landi eftir hrun,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. 21.12.2010 06:00
Skeljungur gefst upp á mótbyr í Hrútafirði „Það er með þungum huga sem ég rita þér þetta bréf.“ Þannig hefst bréf forstjóra Skeljungs, Einars Arnar Ólafssonar, til íbúa í Bæjarhreppi varðandi áform félagsins um byggingu söluskála í Hrútafirði. 21.12.2010 06:00
Besta tunglmyrkvamyndin Samkeppni Fréttablaðið og Vísir efna til samkeppni um bestu myndina af tunglmyrkvanum sem verður í dag frá 7.40 til 8.54. 21.12.2010 06:00
Vill að hreinsað verði til í ákærunni Ógrynni af nýjum upplýsingum hefur komið fram í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, við rannsókn lögreglu og hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) frá því að FME ákvað að hætta fyrri rannsókn sinni á málinu vorið 2009. 21.12.2010 06:00
13 ára rithöfundur gefur út tvær bækur „Það var svolítið erfitt að læra á þessi forrit en mjög gaman,“ segir Adrian Sölvi Ingimundarson, þrettán ára rithöfundur. Adrian er búinn að skrifa, myndskreyta og brjóta um tvær barnabækur sem eru komnar í sölu. Hann lærði á Adobe Photoshop og InDesign frá grunni og setti bækurnar sjálfur upp með þeim forritum. 21.12.2010 06:00
Seðlabankinn mælir með evrutengingu „Við höfum alltaf litið svo á að það þurfi að endurmeta peningastefnuna í kjölfar hrunsins. Skýrsla Seðlabankans er innlegg í þá vinnu,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. 21.12.2010 05:45
Fær ekki fleiri dagvistarrými Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur hafnað ósk Kópavogsbæjar um fjölgun dagvistarrýma. Ráðuneytið bendir á að vegna erfiðrar fjárhagsstöðu ríkissjóðs hafi á árunum 2009 og 2010 þurft að fækka öldrunarrýmum og lækka fjárveitingar til öldrunarmála. Í fjárlögum næsta árs séu engar fjárveitingar til að fjölga dagvistarrýmum. 21.12.2010 05:30
Ásatrúarmenn halda jól í dag Ásatrúarmenn halda jól í dag og fagna því að sól fer hækkandi á lofti. Af þessu tilefni fer sólstöðuhátíð Ásatrúarfélagsins fram við Nauthólsvík í dag klukkan 18. Gengið verður með kyndla inn í rjóðrið þar sem stytta Sveinbjörns Beinteinssonar stendur og fer athöfnin þar fram. 21.12.2010 05:00
Friðarganga á Þorláksmessu Friðarganga verður gengin niður Laugaveginn í 31. sinn á Þorláksmessu. Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur fyrir blysförinni sem fyrr. 21.12.2010 04:30
Skila ekki upplýsingum á réttum tíma Tæpur helmingur þeirra sem buðu fram í forvali eða prófkjöri stjórnmálasamtaka vegna borgar- og sveitarstjórnarkosninga í vor hefur skilað upplýsingum um kostnað við framboð sitt. 21.12.2010 04:30
Bara Hafnfirðingar fá frítt í strætó Allir Hafnfirðingar yfir 67 ára aldri munu áfram eiga kost á að fá frímiða í strætisvagna þrátt fyrir boðaða hækkun aldursviðmiða Strætó bs. 21.12.2010 04:00
Facebook mikilvæg fyrir frambjóðendur Stjórnlagaþing Vandræði hefðbundinna fjölmiðla við að fjalla um þann mikla fjölda fólks sem bauð sig fram til stjórnlagaþings þýddu að frambjóðendurnir urðu að leita annarra leiða til að kynna sig. Samkvæmt nýrri rannsókn notuðu þeir einna helst netið til að reyna að kynna sig fyrir kjósendum. 21.12.2010 03:00
Sveitarfélögin taka yfir málefni fatlaðra Lög um flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga voru samþykkt á laugardag – lokastarfsdegi Alþingis fyrir jól. 21.12.2010 02:30
HÍ vill takmarkaðri aðgang Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur boðað Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, á fund sinn eftir áramót til að ræða fyrirhugaðar aðgangstakmarkanir að skólanum. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. 21.12.2010 02:00
Tamimi verður ekki Tamímí Mannanafnanefnd hefur hafnað ósk um hægt verði að breyta rithætti ættarnafnsins Tamimi í Tamímí. 21.12.2010 01:30
Geðlæknar skila mati á sakhæfi Gunnars Rúnars morgun Á morgun kemur í ljós hvort þinghaldi verði lokað í máli Gunnars Rúnars Sigurþórssonar sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Helgasyni að bana í ágúst síðasliðnum. Tveir geðlæknar munu einnig skila inn yfirmati á geðrannsókn, þar sem Gunnar Rúnar er metinn ósakhæfur. 20.12.2010 19:00
Enginn hvati til þess að fara út á vinnumarkað Enginn hvati er fyrir einstæða móður á örorkubótum með langveik börn að fara út á vinnumarkaðinn, samkvæmt útreikningum fréttastofu. Hún er ívið betur sett fjárhagslega en móðir langveikra barna á meðallaunum á vinnumarkaði. Öryrkjum hefur fjölgað um hátt í sextíu prósent á síðustu 10 árum, langt umfram fjölgun þjóðarinnar. 20.12.2010 18:45
Leggja til strangar hömlur á skógrækt Strangar takmarkanir verða settar á skógrækt og jafnvel bann, samkvæmt drögum að nýjum náttúruverndarlögum sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarmenn bregðast hart við og segja öfgasjónarmið ráða för. 20.12.2010 18:36
Leikskólagjöld hækka um áramótin Breytingar verða á gjaldskrá leikskóla Reykjavíkur frá og með 1. janúar 2011. Við breytinguna hækkar fæðis- og námsgjald í 4-8 stundir um 5,35%. Gjöld umfram átta stunda vistun hækka ekki. 20.12.2010 17:56
Stemma stigu við misnotkun ofvirknislyfja Frumgreining ADHD (ofvirkni og athyglisbrests) hjá fullorðnum verður undir yfirumsjón geðsviðs Landspítala, hert verður á tilkynningarskyldu til landlæknis og teknar upp breyttar reglur um lyfjaskírteini samkvæmt tillögum vinnuhóps um leiðir til að sporna við misnotkun metýlfenidatslyfja. 20.12.2010 17:00
Tæp 9% ekki með jólatré á heimilinu Fleiri verða með gervijólatré á heimilinu þessi jólin en lifandi jólatré, þó munurinn sé ekki mikill. Samkvæmt nýrri könnun MMR 48,6% verða landsmanna með gervitré en 41,6% með lifandi tré. Alls verða því 91,2 prósent með jólatré þessi jólin en 8,8 verða ekki með neitt jólatré á heimilinu. 20.12.2010 16:16
350 ökumenn stöðvaðir - fjórir ölvaðir Um þrjú hundruð og fimmtíu ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. 20.12.2010 15:31
Tunglmyrkvinn: Ljósmyndasamkeppni Vísis og Fréttablaðsins Fréttablaðið og Vísir efna til samkeppni um bestu myndina af tunglmyrkvanum, sem verður í fyrramálið kl. 7.40-8.54. Í fyrstu verðlaun er glæsileg Sony NEX myndavél og leikhúsmiðar í 2. og 3. verðlaun. 20.12.2010 15:02
Júlíus Vífill safnaði mestu fyrir prófkjörið Júlíus Vífill Ingvarsson, fékk tæpar tvær milljónir króna í styrki frá einstaklingum og fyrirtækjum fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar. Júlíus Vífill fékk 300 þúsund krónur frá Lýsi, 250 þúsund frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur og 200 þúsund frá Iceland Excursions Allrahanda. Þá fékk hann styrki frá Steypustáli, Mata, John Lindsay, Gómi, Lindberg, HB Granda, Olíuverslun Íslands og Brimi. Hann fékk einnig bein fjárframlög frá tveimur einstaklingum. 20.12.2010 14:46
Síðasti dagur til þess að sækja um aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Síðasti dagur til að sækja um jólaaðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík er á morgun þriðjudaginn 21 desember og lýkur skráningu kl. 14.00. Vinsamlegast hringið í síma 892-9603. 20.12.2010 17:51
Fengu ljósaperur til að lýsa bágstöddum Fjölskylduhjálpin fékk á dögunum afhentar ljósaperur að verðmæti um hálf milljón króna. Það var Jón Árni Jóhannsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem afhenti Ásgerði Jónu Flosadóttur forstöðukonu Fjölskylduhjálparinnar perurnar. 20.12.2010 22:47
Vingaðist við Vísi í morgun og fékk farsíma að gjöf Það var endurskoðandinn Jóhann Óskar Haraldsson sem sigraði í vinaleik Vísis í dag. Hann fær splunkunýjan N8 síma sem kemur að góðum notum að hans sögn enda sjálfur með gamlan Nokia síma. 20.12.2010 20:51
Nábítar, böðlar og illir andar höfðu betur í Hæstarétti Lýsing hf. er ekki heimilt að taka járnabeygjuvél úr vörslu Nábíta, böðla og Illra anda ehf., með beinni aðfaragerð samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar Íslands sem staðfesti þar úrskurð Héraðsdóms Reykjaness. 20.12.2010 17:20
Fann stolnu dekkin á Barnalandi Fjórum hjólbörðum var stolið á Selfossi á dögunum. Eigandinn sá þá síðan auglýsta á Barnalandi og lét lögreglu undir eins vita. Í tilkynningu segir að þegar í stað hafi verðið gerðar ráðstafanir til að komast að því hver væri með hjólbarðana. „Leitað var til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um aðstoð við það verk sem leiddi til þess að hjólbarðarnir fundust,“ segir einnig en einn maður var handtekinn í tengslum við málið. Sá gaf þá skýringu að hann hefði fundið hjólbarðana á víðavangi. 20.12.2010 14:40
Ribbaldar á Selfossi höfðu framið annað rán nokkru áður Lögreglan á Selfossi hefur lagt mikla vinnu í rannsókn á ránsmálinu frá þarsíðustu helgi þegar þrír menn réðust inn á heimili í bænum og ógnuðu íbúum með hnífum. Við rannsókn málsins hefur komið fram að tveir þeirra höfðu framið annað rán í bænum nokkrum dögum áður, en sá sem fyrir því varð þorði ekki að kæra málið til lögreglu. Vonir standa til að rannsókn ljúki á næstu dögum og málið þá sent ákæruvaldi til frekari ákvörðunar. 20.12.2010 14:28
Meirihluti frambjóðenda á eftir að skila kostnaðarupplýsingum Ríkisendurskoðun hefur birt yfirlit um skil frambjóðenda sem tóku þátt í prófkjöri vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor á kostnaðarupplýsingum til stofnunarinnar. Af samtals 442 frambjóðendum sem tóku þátt í prófkjöri eða forvali innan stjórnmálasamtaka í aðdraganda kosninganna hafa aðeins 215 skilað upplýsingum um kostnað sinn til Ríkisendurskoðunar. 20.12.2010 14:25
Húshitun mun ódýrari á Íslandi en á Norðurlöndunum Íslendingar búa að miklum mun ódýrari húshitun en nágrannar okkar á hinum Norðurlöndunum. Ef miðað er við meðaltals orkuþörf fyrir 135 fermetra einbýlishús í Reykjavík greiðir slíkt heimili rúmlega 85 þúsund krónur á ári fyrir húshitun og heitt kranavatn. Í höfuðborgum hinna Norðurlandanna væri reikningurinn fyrir sömu orkunotkun á bilinu 260 til 530 þúsund krónur, eða 306-623% hærri en í Reykjavík. 20.12.2010 14:03
Sendibíll fór nokkrar veltur Bílvelta varð í Skagafirði um klukkan tíu í morgun þegar sendibíll valt nokkrar veltur skammt frá brúnni yfir Vesturós. Á fréttavefnum Feyki segir að ökumaður hafi verið einn í bílnum og slapp hann án teljandi meiðsla en var engu að síður fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki. Feykir hefur eftir lögreglu að á svæðinu sé mikil hálka og því brýnt að keyra varlega. 20.12.2010 13:45
Ísbjarnarhrekkur veldur uppnámi í Skagafirði Vinnustaðahrekkur um borð í togaranum Málmey varð til þess að í Skagafirðinum fóru menn að svipast eftir ísbjörnum. Á Facebook síðu skipstjórans sagði í nótt að þeir hefðu siglt fram á ísbjarnafjölskyldu, þrjú dýr, sem stefndu beint á Skagann. 20.12.2010 13:41
„Börnum undir tíu ára aldri er hættara við drukknun“ Á hverju ári lenda um fimm til sex börn í lífshættu þar sem þau eru næstum því drukknuð. Þar er átt við börn sem eru það hætt komin að þau þurfa að fara á sjúkrahús eftir nærdrukknun, eru hætt að anda eða þau hafa fengið hjarta- og öndunarstopp. Hingað til hafa börn átta ára og eldri mátt fara ein í sund en um áramótin verða aldurstakmörkin hækkuð í tíu ár. 20.12.2010 13:40
Bilun hjá Mílu á Suð-austurlandi Bilun hefur komið upp í stofnkerfi Mílu á Suð-austurlandi nánar tiltekið við Smyrarbjargará, á leiðinni milli Fagurhólsmýrar og Hafnar. Í tilkynningu frá Mílu segir að um slit á ljósleiðara sé að ræða og að viðgerðamenn séu á leiðinni á staðinn. 20.12.2010 13:15
Ásatrúarmenn halda jólin á morgun Á morgun halda ásatrúarmenn jól og fagna því að sól fer hækkandi á lofti. Af þessu tilefni verður sólstöðuhátíð haldin í Reykjavík á lóð ásatrúarfélagsins við Nauthólsvík í Öskjuhlíð kl. 18 og ætla menn að safnast saman á bílastæðinu korteri fyrr. 20.12.2010 13:12
Varaþingmaður Þráins hefði kosið gegn fjárlagafrumvarpinu Varaþingmaður Þráins Bertelssonar segist hafa greitt atkvæði gegn fjárlagafrumvarpinu ef hún hefði átt sæti á þingi, en frumvarpið var samþykkt með einum þingmanni í síðustu viku. Hún segist ekki styðja ríkisstjórnina. 20.12.2010 12:15
Lést í umferðarslysi á Snorrabraut Karlmaðurinn sem lést þegar ekið var á hann á horni Bergþórugötu og Snorrabrautar á laugardag, hét Hörður Ingvaldsson, fæddur 12.október árið 1960. Hörður lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. 20.12.2010 12:14
Tugur heimila uppvís að tryggingasvindli Um tugur heimila á suðvesturhorninu hafa á þessu hausti orðið uppvís að því að svíkja bætur út úr Tryggingastofnun. Svikin komust upp eftir að lögregla mætti heim til fólks. 20.12.2010 12:03
Sérfræðingar rannsaka brunann hjá Alcoa Aðilar frá Brunamálastofnun er á leið austur til þess að rannsaka hvað olli sprengingu í spennistöð álvers Alcoa á Reyðarfirði á laugardag. Einnig er von á erlendum sérfræðingum í dag eða á morgun. Ljóst er að rannsókn mun taka nokkra mánuði. 20.12.2010 11:57
Slegist á Akranesi um helgina Talsverðar róstur fylgdu skemmtanahaldi á Akranesi um síðustu helgi að sögn lögreglu og þurfti að hafa afskipti af mönnum sem var orðið heitt í hamsi. 20.12.2010 11:07
Heilaspunaleikur á Facebook Höfundar borðspilsins Heilaspuni, sem sló í gegn fyrir síðustu jól, eru að undirbúa Facebook-leikjaútgáfu af spilinu. Leikurinn verður til að byrja með aðeins á ensku og er ætlaður fyrir hinn gríðarstóra Facebook-markað. 20.12.2010 11:00
Addi Fannar í ráðinn í Hörpu Arngrímur Fannar Haraldsson, betur þekktur sem Addi Fannar í Skítamóral, hefur verið ráðinn verkefnastjóri tónlistarviðburða í Hörpu með rafmagnaða tónlist sem sérsvið. 20.12.2010 10:55