Fleiri fréttir Fjölþjóðleg ráðstefna um sjávarútvegsmál og fiskeldi Í dag byrjaði fjölþjóðleg ráðstefna um sjávarútvegsmál og fiskeldi í Namibíu í Afríku. Ráðstefnan er haldin dagana 21.-24. ágúst á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. 21.8.2006 10:42 Forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Eistlands Forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde og eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttir hafa þegið boð, forsætisráðherra Eistlands um opinbera heimsókn til Eistlands dagana 21. - 23. ágúst. 21.8.2006 10:31 Vill að Menningarnótt verði færð á sunnudag Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, ætlar enn að hvetja til þess að hátíðarhöld á menningarnótt verði færð yfir á sunnudag, í stað laugardags. Þetta telur hann affarasælast til að koma í veg fyrir mikla unglingadrykkju í kjölfar listadagskrár menningarnætur. 21.8.2006 08:30 Kínverjinn á batavegi Kínverjinn sem ráðist var á, í vinnubúðum Impregilo við Kárahnjúka, er á batavegi og líklegt er að hann verði útskrifaður seinna í dag. 21.8.2006 08:15 Enn á gjörgæslu Maðurinn, sem slasaðist í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í gærnótt er enn á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn er alvarlega slasaður og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Maður á fimmtudgsaldri lést í slysinu en það varð með þeim hætti að hross hljóp í veg fyrir bíl sem ekið var í átt til Reykjavíkur. Við það missti ökumaður stjórn á bílnum sem kastaðist yfir á öfugan vegarhelming og lenti á öðrum bíl. 21.8.2006 08:00 Maður á fimmtugsaldri þungt haldinn Starfsmaður Impregilo við Kárahnjúkavirkjun varð fyrir alvarlegri líkamsárás á vinnusvæðinu í morgun. Hann var fluttur mikið slasaður með flugi til Reykjavíkur um klukkan ellefu. Samvkæmt upplýsingafulltrúa Impregilo virðist sem ráðist hafi verið á manninn í svefni með bareflum. Lokað hefur verið fyrir alla umferð úr starfsmannabúðum á meðan málið er í rannsókn lögreglu. Maðurinn, sem er kínverskur og á fimmtugsaldri, mun hafa misst mikið blóð og er hann með töluverða áverka á höfði.töluverða áverka á höfði. 20.8.2006 14:15 Fyrsti unginn í átta ár Starfsmenn dýragarðsins í Cincinnati í Bandaríkjunum fögnuðu á dögunum fæðingu fyrstu górillunnar þar í átta ár. Muke fæddi þar heilbrigða, karlkyns górillu og er það þriðja fæðing hennar. Muke er tuttugu og fjögurra ára en faðirinn, Jomo, er fimmtán ára og lánaður frá dýragarðinum í Toronto. Górillurnar í dýragarðinum í Cincinnatti hafa verið nokkuð duglegar við að eignast afkvæmi og höfðu tæplega fimmtíu fæðst þar fram til ársins 1998 en þá bættist ekkert í hópinn, þar til fyrir viku. 20.8.2006 11:51 Eldur í íbúðarhúsi í Hörðalandi Slökkviðliðið var kallað að íbúðarhúsi í götunni Hörðalandi á ellefta tímanum í morgun eftir að tilkynnt hafði verið um reykjaskynjara í gangi og að reykj legði út um glugga. Vitað var að ein kona var inn í húsinu og voru þrjár stöðvar ræstar út. Þegar komið var á vettvang var konan komin út af sjálfsdáðum. Í ljós kom að pottu hefði verið skilinn eftir á eldavél og var eldur því lítill en reykræsta þurfti húsið. 20.8.2006 10:42 Nítíu þúsund manns fylgdust með flugeldasýningunni Níutíuþúsund manns fylgdust með flugeldasýningunni við Hafnarbakkann í Reykjavík á menningarnótt. Ölvun var mikil í miðbænum og töluvert um ryskingar. Talið er að flestir hafi haldið heim á leið að flugeldasýningunni lokinni en að um fimmtán þúsund hafi orðið eftir í miðbænum. Övun var nokkuð mikil eða með svipuðum hætti og á síðasta ári. Mikið var um riskingar og höfðu sjúkraflutningamenn í nógu að snúast við að flytja fólk með skurði og skrámur á slysadeild. Engin slasaðist þó alvarlega. Mest var að gera hjá lögregunni á milli klukkan tólf og fjögur í nótt og voru áttatíu lögreglumenn á vakt þegar mest var. Varðstjóri lögreglunnar í Reykjavík þakkar mikilli löggæslu að engar alvarlegar árásir hafi orðið í nótt. Á áttunda og níunda tímanum í morgun var lögreglan að hriða upp þá síðustu sem höfðu sofnað hér og þar um bæinn sökum ölvunar. Þá flutti lögreglan tuttugu ungmenni í foreldrahúsið í Vonarstæti þangað sem forráðamenn voru fengnir til að sækja þau og fóru þau síðustu heim klukkan fimm í nótt. 20.8.2006 09:55 Lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi Maður á fimmtugsaldri lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi eftir að bifreið ók á hross sem hljóp yfir veginn um miðnætti í nótt. Einn var fluttur alvarlega slasaður og gekkst hann undir aðgerð í nótt. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu Landspítalans er hann í öndunarvél. 20.8.2006 09:47 Ekki búið að selja kvótann „Þetta er allt í stoppi núna,“ segir Óli Bjarni Ólason, útgerðarmaður í Grímsey, en hann vinnur að sölu aflaheimilda sinna sem eru um tólf hundruð þorskígildistonn. Málið er mjög stórt fyrir Grímseyinga þar sem aflaheimildir Óla nema fjörutíu prósentum allra aflaheimilda í eynni. 20.8.2006 07:15 Þéttir og bætir ríkisstjórnina Geir H. Haarde telur niðurstöðu landsfundar framsóknarmanna til þess fallna að þétta og bæta ríkisstjórnarsamstarfið. Hann segir þó ómögulegt að spá hvort verulegar áherslubreytingar fylgi nýrri forustu. „Ég tel fullvíst að við í Sjálfstæðisflokknum eigum áfram gott samstarf við ráðherra Framsóknarflokksins.“ 20.8.2006 06:00 Framkvæmdirnar njóta stuðnings Forsætisráðherra heimsótti virkjanasvæði Kárahnjúka í gær ásamt Ómari Ragnarssyni. Ráðherrann sá stóran hluta þess svæðis sem fer undir vatn í fyrsta sinn. 20.8.2006 05:15 Boðar samstöðu og sættir flokksmanna Jón Sigurðsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að jafna ágreining innan flokksins. Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður og Sæunn Stefánsdóttir var kosin ritari. 20.8.2006 03:30 Ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, lauk lofsorði á Halldór Ásgrímsson í ræðu á flokksþinginu í gær og þakkaði honum árangursrík störf fyrir land og þjóð. Siv Friðleifsdóttir segir stöðu sína innan flokksins hafa styrkst. 20.8.2006 03:15 Jón Sigurðsson er formaður Framsóknarflokksins Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,er nýr formaður Framsóknarflokksins. Þetta var tilkynnt á flokksþingi Framsóknar sem stendur sem hæst í Reykjavík. Hann hlaut rúm 54% atkvæða og hafði þar betur en andstæðingar hans Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Haukur Haraldsson. 19.8.2006 11:24 Guðni endurkjörinn Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, var endurkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem stendur nú sem hæst. Þar með lagði hann mótframbjóðanda sinn, Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra. Guðni fékk 60,91% atkvæða en Jónína 36,54%. 841 voru á kjörskrá, 718 greiddu atkvæði eða 85,4%. 19.8.2006 12:59 Nýjar upplýsingar um sjávardvöl laxsins Upplýsingar um sjávardvöl laxins, sem aldrei áður hafa fengist, skiluðu sér til Veiðimálastofnunar í vikunni þegar þrír laxar með rafeindamerki komu úr sjóferð sinni í Kiðafellsá í Kjós. 19.8.2006 19:00 Sæunn nýr ritari Framsóknarflokksins Sæunn Stefánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigis- og tryggingamálaráðherra, er nýr ritari Framsóknarflokksins en hún var kjörinn í það embætti á flokksþingi fyrir stundu. Sæunn hlaut afgerandi kosningu eða 75,43% atkvæða en mótframbjóðandi hennar, Haukur Logi Karlsson, hlaut 14,19% atkvæða. 19.8.2006 14:50 Mikill fjöldi í miðbænum Mikill fjöldi gesta er í miðbæ Reykjavíkur til berja dagskrárliði menningarnætur augum. Búið er að loka fjölda gatna, þar á meðal Laugarveginum en þar er komið heljarmikið tónlistarsvið þar sem hinir ýmsu hæfileikamenn troða upp í dag. Mælt er með því að þeir sem koma á einkabílum leiti sér að stæðum við Háskólann eða við Sæbraut. Hinn virðulegi farskjóti Menningarstrætó þykir einnig góður kostur en upplýsingar um ferðir hans má meðal annars nálgast á vefsíðunni menningarnott.is. 19.8.2006 13:44 Birkir Jón og Kristinn H. draga framboð til ritara til baka Framsóknarþingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson hafa báðir dregið framboð sitt til ritara Framsóknarflokksins til baka. Þeir hvetja kjósendur á flokksþingi til að velja Sæunni Stefánsdóttur í embætti ritara svo ein kona verði í framvarðarsveit flokksins. Eftir í kjöri eru því Sæunn og Haukur Logi Karlsson. 19.8.2006 13:28 Formannskjör í Framsóknarflokknum hafið Flokksþing Framsóknarflokksins stendur núna sem hæst og hófs formannskosning fyrir rúmum hálftíma síðan. Úrslit verða kynnt kl. 11:30 og verður sýnt beint frá því á NFS. 19.8.2006 10:56 Alvarlegt bílslys Einn slasaðist alvarlega í bílslysi í Vopnafirði í nótt og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu. 19.8.2006 10:01 Höfuðkúpu- og kjálkabeinsbrotnaði Maður höfuðkúpubrotnaði og var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild eftir að félagi hans réðst á hann í heimahúsi í Skerjafirði í gærkvöld. Hann komst þó fljótt til meðvitundar en er auk höfuðkúpubrotsins, kjálkabeinsnbrotinn og með brotinn augnbotn og augntóft. Ekki er ljóst hvað gerðist en að sögn lögreglu voru þrjú vitni að árásinni. 19.8.2006 09:42 Nú er mál að linni – nú stíg ég af sviðinu Halldór Ásgrímsson kvaddi flokkssystkini sín í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa gefið sér miklu meira en hann flokknum. Halldór var hylltur með löngu lófataki að ræðunni lokinni. 19.8.2006 00:01 Jón Baldvin hafnaði myndun vinstri stjórnar 1995 Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins hafnaði myndun vinstri stjórnar árið 1995 að sögn Halldórs Ásgrímssonar, fráfarandi formanns Framsóknarflokksins. 18.8.2006 22:28 Guðni skýtur á R-listann Frambjóðendur til varaformanns Framsóknarflokksins fóru vítt í ræðum sínum. Guðni sakaði samfylkingarmenn í R-listanum fyrir að hafa stolið heiðrinum af störfum Framsóknarmanna og skaut á Actavis í umræðu um hátt verðlag. Jónína Bjartmarz eignaði framsóknarmönnum það besta í ríkisstjórnarsamstarfinu og talaði fyrir verndun Íbúðalánasjóðs. 18.8.2006 22:15 Hugmynd um kláf upp á Gleiðarhjalla Fæðst hefur sú hugmynd á Ísafirði að byggja kláf upp á Gleiðarhjalla sem liggur fyrir ofan bæjinn. 18.8.2006 22:11 Vinstri stjórn afskrifuð 1995 Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, afskrifaði samstarf vinstri flokka í stjórn eftir alþingiskosningarnar 1995, og kaus heldur áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Af því varð ekki heldur myndaði Sjálfstæðisflokkurinn samsteypustjórn með Framsóknarflokknum. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. 18.8.2006 22:00 Grímur Atlason tók við embætti bæjarstjóra í Bolungarvík í gær Grímur Atlason, nýráðin bæjarstjóri í Bolungarvík tók formlega við embætti í gærkvöldi. 18.8.2006 21:53 Myndi valda stórtækri eyðileggingu Brysti Kárahnjúkastífla myndi flóðið úr Hálslóni eyðileggja allt sem á vegi þess yrði, á þriggja klukkustunda leið þess niður að strönd við Héraðsflóa. 18.8.2006 20:42 Nýr forstjóri 66° Norður Halldór G. Eyjólfsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Sjóklæðagerðarinnar – 66° Norður. Fyrirtækið er eitt elsta framleiðslufyrirtæki landsins, en það var stofnað árið 1926. Ársvelta fyrirtækisins er áætluð 1800 milljónir á árinu 2006. Halldór starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Sjóvá Almennum tryggingum hf. og þar áður sem framkvæmdastjóri hjá Kristjáni Guðmundssyni og deildarstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. 18.8.2006 20:15 Framsóknarkonur fagna framboðum Landssamband Framsóknarkvenna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er fagnað að konur bjóði sig fram í öll forystusæti Framsóknarflokksins. Á það er bent að þetta er í fyrsta sinn sem kona býður sig fram í formannssæti Framsóknarflokksins. 18.8.2006 20:00 Bíll í ljósum logum Bíll stendur í ljósum logum ofan Búrfellsvegar í Grímsnesi. Slökkvilið er komið á staðin og vinnur að því að slökkva eldinn. Ekki er vitað um eldsupptök. 18.8.2006 19:00 Vitni óskast Lögreglan í Keflavík óskar eftir að komast í samband við unga stúlku sem var ein af fyrstu vegfarendum sem komu að umferðarslysinu skammt utan við Sandgerði á miðvikudagskvöld, þar sem tveir menn létust. Einnig óskar lögreglan eftir að ná tali af fólki sem hugsanlega varð vitni að slysinu eða var komið á vettvang þess áður en lögregla og björgunarlið komu á slysstað. Fólk getur haft samband við lögregluna í Keflavík í síma 420 2400 eða fengið samband í gegnum Neyðarlínuna í síma 112. 18.8.2006 19:00 Hegningarhúsið stenst ekki undanþáguskilyrði Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er og hefur verið á undanþágu hjá heilbrigðisyfirvöldum í mörg ár. Ekki er hægt að fara að skilyrðum fyrir undanþágunni vegna yfirfullra fangelsa. Aðgerðir til að fjölga fangaplássum eru stopp vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fresta framkvæmdum. 18.8.2006 19:00 Menningarnótt verður hátíð smærri viðburða Menningarnótt í Reykjavík, sem haldin verður í ellefta sinn á laugardag, verður hátíð smærri viðburða. Engir stórtónleikar verða á hafnarbakkanum þetta árið en hins vegar verður flugeldasýningin í lok dagskrár stærri en nokkru sinni fyrr og að þessu sinni er skotið úr varðskipinu Ægi. 18.8.2006 19:00 Verðbólga 6,3% Verðbólga á Íslandi mældist 6,3% á tímabilinu júlí 2005 til júlí síðast liðinn. Á þessu tólf mánaða tímabili var verðbólga á Íslandi nærri fjórum prósentustigum hærri en meðaltalið á Evrópska efnahagssvæðinu, þar sem hún var að meðaltali 2,3 prósent á sama tímabili. 18.8.2006 18:45 Jafnt fylgi Samfylkingar og vinstri grænna Samfylking og Vinstri hreyfingin-grænt framboð eru nær jöfn að fylgi samkvæmt könnun Gallups. Könnunin var gerð til að kanna stuðning formannsefna Framsóknarflokksins en þar kemur fram fylgi flokkanna ef gengið væri til kosninga nú. 18.8.2006 18:30 Oftrú á samstarfinu við Bandaríkin voru mistök Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins segir mikið starf framundan í öryggis- og varnarmálum. Þar sem Bandaríkjamenn hafi ákveðið einhliða að fara með allt sitt lið og búnað frá Íslandi, þurfi Íslendingar að styrkja samband sitt við Evrópu. Sjálfstæðiflokkurinn hafi farið fremst þeirra sem hafa haft oftrú á samstarfinu við Bandaríkin og skynsamir menn á þeim bæ hljóti að sjá að nú þarf að skoða margt í nýju ljósi. 18.8.2006 18:12 Siv nýtur meiri stuðnings en Jón Siv Friðleifsdóttir nýtur mun meira fylgis en Jón Sigurðsson samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir stuðningsmenn Sivjar. Formannskjör fer fram á morgun. 18.8.2006 18:00 Lögregla lýsir eftir vitnum Lögreglan í Keflavík óskar eftir að komast í samband við unga stúlku sem var ein af fyrstu vegfarendum sem komu að umferðarslysinu skammt utan við Sandgerði á miðvikudagskvöld, þar sem tveir menn létust. Einnig óskar lögreglan eftir að ná tali af fólki sem hugsanlega varð vitni að slysinu eða var komið á vettvang þess áður en lögregla og björgunarlið komu á slysstað. Fólk getur haft samband við lögregluna í Keflavík í síma 420 2400 eða fengið samband í gegnum Neyðarlínuna í síma 112. 18.8.2006 16:57 Gefa meira en 20 milljónir Áheit á starfsmenn Glitnis sem hlaupa í Reykjarvíkurmaraþoninu eru komin yfir 20 miljónir. 502 starfsmenn bankans hafa skráð sig og hlaupa þeir til styrktar starfsemi yfir 50 góðgerðasamtaka. Heildarvegalengdin sem starfsmennirnir ætla að hlaupa er 4.354 kílómetrar, Glitnir greiðir 3000 krónur á hvern hlaupin kílómetra. 18.8.2006 16:15 Slaka á sérkröfum um öryggisleit Nokkuð hefur dregið úr viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar á alþjóðaflugvöllum. Í því ljósi hafa yfirvöld á Keflavíkurflugvelli ákveðið að minka þær sérkröfur um öryggisleit og leyfilegan handfarangur sem í gildi hafa verið. Farþegar eru samt sem áður hvattir til að mæta tímanlega fyrir flugferðir sínar. 18.8.2006 15:45 Meiri stuðningur við Siv en Jón Siv Friðleifsdóttir nýtur mikils stuðnings í samfélaginu til forystustarfa fyrir Framsóknarflokksins, eftir því sem stuðningsmenn hennar lesa út úr könnun sem þeir létu gera hjá Gallup. Spurt var um líkur á að Framsókn verði kosin miðað við formann. Áður hafa stuðningsmenn hennar látið gera könnun þar sem spurt var hvort meiri líkur væru á því að Siv eða Jón Sigurðsson myndi styrkja flokkinn. Alls svöruðu 348 manns en af þeim studdu 34% þeirra Siv til formennsku en 12% Jón Sigurðsson. 6,5% töldu að það hefði ekki áhrif hvort þeirra myndi leiða flokkinn og 46,9% sögðu að þeir myndu ekki kjósa Framsókn. Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi Framsóknar segir niðurstöðurnar staðfestingu á því sem stuðningsmenn Sivjar hafa haldið fram, það er að hún sé frambærilegust flokksmann sem formaður og mestar líkur séu á að hún nái að auka fylgið Framsóknar. 18.8.2006 14:37 Sjá næstu 50 fréttir
Fjölþjóðleg ráðstefna um sjávarútvegsmál og fiskeldi Í dag byrjaði fjölþjóðleg ráðstefna um sjávarútvegsmál og fiskeldi í Namibíu í Afríku. Ráðstefnan er haldin dagana 21.-24. ágúst á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. 21.8.2006 10:42
Forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Eistlands Forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde og eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttir hafa þegið boð, forsætisráðherra Eistlands um opinbera heimsókn til Eistlands dagana 21. - 23. ágúst. 21.8.2006 10:31
Vill að Menningarnótt verði færð á sunnudag Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, ætlar enn að hvetja til þess að hátíðarhöld á menningarnótt verði færð yfir á sunnudag, í stað laugardags. Þetta telur hann affarasælast til að koma í veg fyrir mikla unglingadrykkju í kjölfar listadagskrár menningarnætur. 21.8.2006 08:30
Kínverjinn á batavegi Kínverjinn sem ráðist var á, í vinnubúðum Impregilo við Kárahnjúka, er á batavegi og líklegt er að hann verði útskrifaður seinna í dag. 21.8.2006 08:15
Enn á gjörgæslu Maðurinn, sem slasaðist í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í gærnótt er enn á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn er alvarlega slasaður og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Maður á fimmtudgsaldri lést í slysinu en það varð með þeim hætti að hross hljóp í veg fyrir bíl sem ekið var í átt til Reykjavíkur. Við það missti ökumaður stjórn á bílnum sem kastaðist yfir á öfugan vegarhelming og lenti á öðrum bíl. 21.8.2006 08:00
Maður á fimmtugsaldri þungt haldinn Starfsmaður Impregilo við Kárahnjúkavirkjun varð fyrir alvarlegri líkamsárás á vinnusvæðinu í morgun. Hann var fluttur mikið slasaður með flugi til Reykjavíkur um klukkan ellefu. Samvkæmt upplýsingafulltrúa Impregilo virðist sem ráðist hafi verið á manninn í svefni með bareflum. Lokað hefur verið fyrir alla umferð úr starfsmannabúðum á meðan málið er í rannsókn lögreglu. Maðurinn, sem er kínverskur og á fimmtugsaldri, mun hafa misst mikið blóð og er hann með töluverða áverka á höfði.töluverða áverka á höfði. 20.8.2006 14:15
Fyrsti unginn í átta ár Starfsmenn dýragarðsins í Cincinnati í Bandaríkjunum fögnuðu á dögunum fæðingu fyrstu górillunnar þar í átta ár. Muke fæddi þar heilbrigða, karlkyns górillu og er það þriðja fæðing hennar. Muke er tuttugu og fjögurra ára en faðirinn, Jomo, er fimmtán ára og lánaður frá dýragarðinum í Toronto. Górillurnar í dýragarðinum í Cincinnatti hafa verið nokkuð duglegar við að eignast afkvæmi og höfðu tæplega fimmtíu fæðst þar fram til ársins 1998 en þá bættist ekkert í hópinn, þar til fyrir viku. 20.8.2006 11:51
Eldur í íbúðarhúsi í Hörðalandi Slökkviðliðið var kallað að íbúðarhúsi í götunni Hörðalandi á ellefta tímanum í morgun eftir að tilkynnt hafði verið um reykjaskynjara í gangi og að reykj legði út um glugga. Vitað var að ein kona var inn í húsinu og voru þrjár stöðvar ræstar út. Þegar komið var á vettvang var konan komin út af sjálfsdáðum. Í ljós kom að pottu hefði verið skilinn eftir á eldavél og var eldur því lítill en reykræsta þurfti húsið. 20.8.2006 10:42
Nítíu þúsund manns fylgdust með flugeldasýningunni Níutíuþúsund manns fylgdust með flugeldasýningunni við Hafnarbakkann í Reykjavík á menningarnótt. Ölvun var mikil í miðbænum og töluvert um ryskingar. Talið er að flestir hafi haldið heim á leið að flugeldasýningunni lokinni en að um fimmtán þúsund hafi orðið eftir í miðbænum. Övun var nokkuð mikil eða með svipuðum hætti og á síðasta ári. Mikið var um riskingar og höfðu sjúkraflutningamenn í nógu að snúast við að flytja fólk með skurði og skrámur á slysadeild. Engin slasaðist þó alvarlega. Mest var að gera hjá lögregunni á milli klukkan tólf og fjögur í nótt og voru áttatíu lögreglumenn á vakt þegar mest var. Varðstjóri lögreglunnar í Reykjavík þakkar mikilli löggæslu að engar alvarlegar árásir hafi orðið í nótt. Á áttunda og níunda tímanum í morgun var lögreglan að hriða upp þá síðustu sem höfðu sofnað hér og þar um bæinn sökum ölvunar. Þá flutti lögreglan tuttugu ungmenni í foreldrahúsið í Vonarstæti þangað sem forráðamenn voru fengnir til að sækja þau og fóru þau síðustu heim klukkan fimm í nótt. 20.8.2006 09:55
Lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi Maður á fimmtugsaldri lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi eftir að bifreið ók á hross sem hljóp yfir veginn um miðnætti í nótt. Einn var fluttur alvarlega slasaður og gekkst hann undir aðgerð í nótt. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu Landspítalans er hann í öndunarvél. 20.8.2006 09:47
Ekki búið að selja kvótann „Þetta er allt í stoppi núna,“ segir Óli Bjarni Ólason, útgerðarmaður í Grímsey, en hann vinnur að sölu aflaheimilda sinna sem eru um tólf hundruð þorskígildistonn. Málið er mjög stórt fyrir Grímseyinga þar sem aflaheimildir Óla nema fjörutíu prósentum allra aflaheimilda í eynni. 20.8.2006 07:15
Þéttir og bætir ríkisstjórnina Geir H. Haarde telur niðurstöðu landsfundar framsóknarmanna til þess fallna að þétta og bæta ríkisstjórnarsamstarfið. Hann segir þó ómögulegt að spá hvort verulegar áherslubreytingar fylgi nýrri forustu. „Ég tel fullvíst að við í Sjálfstæðisflokknum eigum áfram gott samstarf við ráðherra Framsóknarflokksins.“ 20.8.2006 06:00
Framkvæmdirnar njóta stuðnings Forsætisráðherra heimsótti virkjanasvæði Kárahnjúka í gær ásamt Ómari Ragnarssyni. Ráðherrann sá stóran hluta þess svæðis sem fer undir vatn í fyrsta sinn. 20.8.2006 05:15
Boðar samstöðu og sættir flokksmanna Jón Sigurðsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að jafna ágreining innan flokksins. Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður og Sæunn Stefánsdóttir var kosin ritari. 20.8.2006 03:30
Ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, lauk lofsorði á Halldór Ásgrímsson í ræðu á flokksþinginu í gær og þakkaði honum árangursrík störf fyrir land og þjóð. Siv Friðleifsdóttir segir stöðu sína innan flokksins hafa styrkst. 20.8.2006 03:15
Jón Sigurðsson er formaður Framsóknarflokksins Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,er nýr formaður Framsóknarflokksins. Þetta var tilkynnt á flokksþingi Framsóknar sem stendur sem hæst í Reykjavík. Hann hlaut rúm 54% atkvæða og hafði þar betur en andstæðingar hans Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Haukur Haraldsson. 19.8.2006 11:24
Guðni endurkjörinn Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, var endurkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem stendur nú sem hæst. Þar með lagði hann mótframbjóðanda sinn, Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra. Guðni fékk 60,91% atkvæða en Jónína 36,54%. 841 voru á kjörskrá, 718 greiddu atkvæði eða 85,4%. 19.8.2006 12:59
Nýjar upplýsingar um sjávardvöl laxsins Upplýsingar um sjávardvöl laxins, sem aldrei áður hafa fengist, skiluðu sér til Veiðimálastofnunar í vikunni þegar þrír laxar með rafeindamerki komu úr sjóferð sinni í Kiðafellsá í Kjós. 19.8.2006 19:00
Sæunn nýr ritari Framsóknarflokksins Sæunn Stefánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigis- og tryggingamálaráðherra, er nýr ritari Framsóknarflokksins en hún var kjörinn í það embætti á flokksþingi fyrir stundu. Sæunn hlaut afgerandi kosningu eða 75,43% atkvæða en mótframbjóðandi hennar, Haukur Logi Karlsson, hlaut 14,19% atkvæða. 19.8.2006 14:50
Mikill fjöldi í miðbænum Mikill fjöldi gesta er í miðbæ Reykjavíkur til berja dagskrárliði menningarnætur augum. Búið er að loka fjölda gatna, þar á meðal Laugarveginum en þar er komið heljarmikið tónlistarsvið þar sem hinir ýmsu hæfileikamenn troða upp í dag. Mælt er með því að þeir sem koma á einkabílum leiti sér að stæðum við Háskólann eða við Sæbraut. Hinn virðulegi farskjóti Menningarstrætó þykir einnig góður kostur en upplýsingar um ferðir hans má meðal annars nálgast á vefsíðunni menningarnott.is. 19.8.2006 13:44
Birkir Jón og Kristinn H. draga framboð til ritara til baka Framsóknarþingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson hafa báðir dregið framboð sitt til ritara Framsóknarflokksins til baka. Þeir hvetja kjósendur á flokksþingi til að velja Sæunni Stefánsdóttur í embætti ritara svo ein kona verði í framvarðarsveit flokksins. Eftir í kjöri eru því Sæunn og Haukur Logi Karlsson. 19.8.2006 13:28
Formannskjör í Framsóknarflokknum hafið Flokksþing Framsóknarflokksins stendur núna sem hæst og hófs formannskosning fyrir rúmum hálftíma síðan. Úrslit verða kynnt kl. 11:30 og verður sýnt beint frá því á NFS. 19.8.2006 10:56
Alvarlegt bílslys Einn slasaðist alvarlega í bílslysi í Vopnafirði í nótt og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu. 19.8.2006 10:01
Höfuðkúpu- og kjálkabeinsbrotnaði Maður höfuðkúpubrotnaði og var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild eftir að félagi hans réðst á hann í heimahúsi í Skerjafirði í gærkvöld. Hann komst þó fljótt til meðvitundar en er auk höfuðkúpubrotsins, kjálkabeinsnbrotinn og með brotinn augnbotn og augntóft. Ekki er ljóst hvað gerðist en að sögn lögreglu voru þrjú vitni að árásinni. 19.8.2006 09:42
Nú er mál að linni – nú stíg ég af sviðinu Halldór Ásgrímsson kvaddi flokkssystkini sín í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa gefið sér miklu meira en hann flokknum. Halldór var hylltur með löngu lófataki að ræðunni lokinni. 19.8.2006 00:01
Jón Baldvin hafnaði myndun vinstri stjórnar 1995 Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins hafnaði myndun vinstri stjórnar árið 1995 að sögn Halldórs Ásgrímssonar, fráfarandi formanns Framsóknarflokksins. 18.8.2006 22:28
Guðni skýtur á R-listann Frambjóðendur til varaformanns Framsóknarflokksins fóru vítt í ræðum sínum. Guðni sakaði samfylkingarmenn í R-listanum fyrir að hafa stolið heiðrinum af störfum Framsóknarmanna og skaut á Actavis í umræðu um hátt verðlag. Jónína Bjartmarz eignaði framsóknarmönnum það besta í ríkisstjórnarsamstarfinu og talaði fyrir verndun Íbúðalánasjóðs. 18.8.2006 22:15
Hugmynd um kláf upp á Gleiðarhjalla Fæðst hefur sú hugmynd á Ísafirði að byggja kláf upp á Gleiðarhjalla sem liggur fyrir ofan bæjinn. 18.8.2006 22:11
Vinstri stjórn afskrifuð 1995 Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, afskrifaði samstarf vinstri flokka í stjórn eftir alþingiskosningarnar 1995, og kaus heldur áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Af því varð ekki heldur myndaði Sjálfstæðisflokkurinn samsteypustjórn með Framsóknarflokknum. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. 18.8.2006 22:00
Grímur Atlason tók við embætti bæjarstjóra í Bolungarvík í gær Grímur Atlason, nýráðin bæjarstjóri í Bolungarvík tók formlega við embætti í gærkvöldi. 18.8.2006 21:53
Myndi valda stórtækri eyðileggingu Brysti Kárahnjúkastífla myndi flóðið úr Hálslóni eyðileggja allt sem á vegi þess yrði, á þriggja klukkustunda leið þess niður að strönd við Héraðsflóa. 18.8.2006 20:42
Nýr forstjóri 66° Norður Halldór G. Eyjólfsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Sjóklæðagerðarinnar – 66° Norður. Fyrirtækið er eitt elsta framleiðslufyrirtæki landsins, en það var stofnað árið 1926. Ársvelta fyrirtækisins er áætluð 1800 milljónir á árinu 2006. Halldór starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Sjóvá Almennum tryggingum hf. og þar áður sem framkvæmdastjóri hjá Kristjáni Guðmundssyni og deildarstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. 18.8.2006 20:15
Framsóknarkonur fagna framboðum Landssamband Framsóknarkvenna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er fagnað að konur bjóði sig fram í öll forystusæti Framsóknarflokksins. Á það er bent að þetta er í fyrsta sinn sem kona býður sig fram í formannssæti Framsóknarflokksins. 18.8.2006 20:00
Bíll í ljósum logum Bíll stendur í ljósum logum ofan Búrfellsvegar í Grímsnesi. Slökkvilið er komið á staðin og vinnur að því að slökkva eldinn. Ekki er vitað um eldsupptök. 18.8.2006 19:00
Vitni óskast Lögreglan í Keflavík óskar eftir að komast í samband við unga stúlku sem var ein af fyrstu vegfarendum sem komu að umferðarslysinu skammt utan við Sandgerði á miðvikudagskvöld, þar sem tveir menn létust. Einnig óskar lögreglan eftir að ná tali af fólki sem hugsanlega varð vitni að slysinu eða var komið á vettvang þess áður en lögregla og björgunarlið komu á slysstað. Fólk getur haft samband við lögregluna í Keflavík í síma 420 2400 eða fengið samband í gegnum Neyðarlínuna í síma 112. 18.8.2006 19:00
Hegningarhúsið stenst ekki undanþáguskilyrði Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er og hefur verið á undanþágu hjá heilbrigðisyfirvöldum í mörg ár. Ekki er hægt að fara að skilyrðum fyrir undanþágunni vegna yfirfullra fangelsa. Aðgerðir til að fjölga fangaplássum eru stopp vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fresta framkvæmdum. 18.8.2006 19:00
Menningarnótt verður hátíð smærri viðburða Menningarnótt í Reykjavík, sem haldin verður í ellefta sinn á laugardag, verður hátíð smærri viðburða. Engir stórtónleikar verða á hafnarbakkanum þetta árið en hins vegar verður flugeldasýningin í lok dagskrár stærri en nokkru sinni fyrr og að þessu sinni er skotið úr varðskipinu Ægi. 18.8.2006 19:00
Verðbólga 6,3% Verðbólga á Íslandi mældist 6,3% á tímabilinu júlí 2005 til júlí síðast liðinn. Á þessu tólf mánaða tímabili var verðbólga á Íslandi nærri fjórum prósentustigum hærri en meðaltalið á Evrópska efnahagssvæðinu, þar sem hún var að meðaltali 2,3 prósent á sama tímabili. 18.8.2006 18:45
Jafnt fylgi Samfylkingar og vinstri grænna Samfylking og Vinstri hreyfingin-grænt framboð eru nær jöfn að fylgi samkvæmt könnun Gallups. Könnunin var gerð til að kanna stuðning formannsefna Framsóknarflokksins en þar kemur fram fylgi flokkanna ef gengið væri til kosninga nú. 18.8.2006 18:30
Oftrú á samstarfinu við Bandaríkin voru mistök Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins segir mikið starf framundan í öryggis- og varnarmálum. Þar sem Bandaríkjamenn hafi ákveðið einhliða að fara með allt sitt lið og búnað frá Íslandi, þurfi Íslendingar að styrkja samband sitt við Evrópu. Sjálfstæðiflokkurinn hafi farið fremst þeirra sem hafa haft oftrú á samstarfinu við Bandaríkin og skynsamir menn á þeim bæ hljóti að sjá að nú þarf að skoða margt í nýju ljósi. 18.8.2006 18:12
Siv nýtur meiri stuðnings en Jón Siv Friðleifsdóttir nýtur mun meira fylgis en Jón Sigurðsson samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir stuðningsmenn Sivjar. Formannskjör fer fram á morgun. 18.8.2006 18:00
Lögregla lýsir eftir vitnum Lögreglan í Keflavík óskar eftir að komast í samband við unga stúlku sem var ein af fyrstu vegfarendum sem komu að umferðarslysinu skammt utan við Sandgerði á miðvikudagskvöld, þar sem tveir menn létust. Einnig óskar lögreglan eftir að ná tali af fólki sem hugsanlega varð vitni að slysinu eða var komið á vettvang þess áður en lögregla og björgunarlið komu á slysstað. Fólk getur haft samband við lögregluna í Keflavík í síma 420 2400 eða fengið samband í gegnum Neyðarlínuna í síma 112. 18.8.2006 16:57
Gefa meira en 20 milljónir Áheit á starfsmenn Glitnis sem hlaupa í Reykjarvíkurmaraþoninu eru komin yfir 20 miljónir. 502 starfsmenn bankans hafa skráð sig og hlaupa þeir til styrktar starfsemi yfir 50 góðgerðasamtaka. Heildarvegalengdin sem starfsmennirnir ætla að hlaupa er 4.354 kílómetrar, Glitnir greiðir 3000 krónur á hvern hlaupin kílómetra. 18.8.2006 16:15
Slaka á sérkröfum um öryggisleit Nokkuð hefur dregið úr viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar á alþjóðaflugvöllum. Í því ljósi hafa yfirvöld á Keflavíkurflugvelli ákveðið að minka þær sérkröfur um öryggisleit og leyfilegan handfarangur sem í gildi hafa verið. Farþegar eru samt sem áður hvattir til að mæta tímanlega fyrir flugferðir sínar. 18.8.2006 15:45
Meiri stuðningur við Siv en Jón Siv Friðleifsdóttir nýtur mikils stuðnings í samfélaginu til forystustarfa fyrir Framsóknarflokksins, eftir því sem stuðningsmenn hennar lesa út úr könnun sem þeir létu gera hjá Gallup. Spurt var um líkur á að Framsókn verði kosin miðað við formann. Áður hafa stuðningsmenn hennar látið gera könnun þar sem spurt var hvort meiri líkur væru á því að Siv eða Jón Sigurðsson myndi styrkja flokkinn. Alls svöruðu 348 manns en af þeim studdu 34% þeirra Siv til formennsku en 12% Jón Sigurðsson. 6,5% töldu að það hefði ekki áhrif hvort þeirra myndi leiða flokkinn og 46,9% sögðu að þeir myndu ekki kjósa Framsókn. Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi Framsóknar segir niðurstöðurnar staðfestingu á því sem stuðningsmenn Sivjar hafa haldið fram, það er að hún sé frambærilegust flokksmann sem formaður og mestar líkur séu á að hún nái að auka fylgið Framsóknar. 18.8.2006 14:37