Fleiri fréttir

Langur dagur í Karphúsinu: „Ekki búið fyrr en þetta er búið“

Gert er ráð fyrir löngum degi í Karphúsinu en Starfsgreinasambandið mætir aftur að samningaborðinu í dag eftir maraþonfund í gær. Formaður SGS segir markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðarmót. Ríkissáttasemjari segir að tekin verði ákvörðun í dag um hvort VR verði einnig boðað á fundinn.

Fjögur ár fyrir að nauðga eigin­­konu sinni

Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, nauðgun, líkamsárásir, eignaspjöll og akstur undir áhrifum. Þá þarf maðurinn að greiða eiginkonu sinni tvær og hálfa milljón króna í skaðabætur. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kjaramál, salan á hlutum ríkisins í Íslandsbanka og rétturinn til að gleymast á internetinu verða á meðal þess sem tekið er fyrir í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Lands­réttur stað­festir lög­mæti smá­lána­starf­semi

,,Það sem við vissum allan tímann og fullyrtum var rétt. Smálán veitt af dönsku fyrirtæki heyrðu undir dönsk lög og voru lögleg allan tímann á Íslandi eins og annarsstaðar í Evrópu,“ segir Haukur Örn Birgisson lögmaður smálánafyrirtækisins eCommerce. Þann 18. nóvember síðastliðinn staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í ágúst síðastliðnum þar sem úrskurður Neytendastofu um meint ólögmæti smálána var felldur úr gildi.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Hart barist í hakkavélinni við Bakhmut

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins hétu því í gær að Úkraína fengi á endanum inngöngu í bandalagið og að frekari hernaðaraðstoð yrði send til Úkraínumanna. Því var einnig lofað að bandalagið myndi aðstoða Úkraínumenn við uppbyggingu að stríðinu loknu.

Margir spenntir en aðrir varkárir eftir að Mauna Loa vaknaði

Mikið sjónarspil blasir við á Hawaii þar sem hraun streymir úr stærsta virka eldfjalli heims. Gos hófst í Mauna Loa eldfjallinu aðfaranótt mánudags í fyrsta sinn í fjörutíu ár og Íslendingar kannast eflaust vel við appelsínugula bjarmann og bjarta hraunsprunguna í líkingu við það sem þar má nú sjá. 

Ó­trú­legar niður­stöður á augna­bliki

Ótrúlegar framfarir hafa orðið á texta- og myndgreiningarforritum síðustu misseri, að sögn sérfræðings í gervigreind. Forritin, sem mörg eru opin öllum, eru farin að geta framkallað magnaðar niðurstöður á skömmum tíma. En þau leysa þó ekki mennska listamenn af hólmi í bráð.

Fyrrverandi forseti Kína látinn

Jiang Zemin, fyrrverandi forseti Kína og leiðtogi Kommúnistaflokksins, er látinn, 96 ára að aldri. Hann komst til valda eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði meðal annars umsjón með því þegar Kínverjar tóku aftur við Hong Kong úr höndum Breta.

Eldur kom upp í íbúð í Garða­bæ

Eldur kom upp í íbúð í Garðabæ í gær. Einn íbúi var inni í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en hann komst út af sjálfsdáðum. 

Bein út­sending: Hvatningar­verð­laun jafn­réttis­mála

Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent fyrir kynjajafnrétti á morgunfundi Samtaka atvinnulífsins og Háskóla Íslands um jafnréttismál sem hefst klukkan 08.30. Einnig verður Jafnréttissprotinn veittur vegna framtaks með tilliti til fjölmenningar, fötlunar og annarra brýnna viðfangsefna jafnréttismála.

Leiðtogi öfgasamtaka fundinn sekur um uppreisnaráróður

Stewart Rhodes stofnandi öfgasamtakanna bandarísku Oath Keepers hefur verið fundinn sekur um uppreisn gegn ríkinu þegar hann og hans menn reyndu að koma í veg fyrir að Joe Biden forseti gæti tekið við völdum í Hvíta húsinu þann 6. janúar 2021.

Nýtt lyf við alzheimers-sjúkdómnum lofar góðu

Rannsóknir hafa leitt í ljós að mótefnalyfið lecanemab hjálpar líkamanum við að hreinsa burtu uppsöfnuð niðurbrotsefni prótínsins APP (e. amyloid beta A4 precursor protein) úr heilavef.

Ákærður fyrir að brjóta kynferðislega á konu með andlega fötlun

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot með því að hafa ítrekað haft samræði eða önnur kynferðismök við konu sem glímdi við andlega fötlun. Talið er að konan hafi hvorki getað spornað við verknaðnum vegna andlegrar fötlunar og né skilið þýðingu hans.

Pyntingar á pyntingar ofan

Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti.

Fundum lokið hjá ríkissáttasemjara

Samningafundum Samtaka atvinnulífsins (SA) með fulltrúum VR, Starfsgreinasambandsins (SGS) og Landssambands íslenskra verslunarmanna lauk á ellefta tímanum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samninganefndir þeirra hafa fundað frá klukkan tíu í morgun en upphaflega stóð til að ljúka fundi klukkan 18. 

Centrum Medyczne Orkuhúsið podnosi ceny

Od 1 grudnia znacznie wzrosną ceny operacji oraz zabiegów wykonywanych przez Centrum Medyczne Orkuhúsið. Powodem tego jest brak porozumienia między specjalistami a Islandzkim Zakładem Ubezpieczeń (Sjúkratrygginga Íslands).

Eiginleikum og ímynd íslenska hestins ógnað fyrir hagsmuni Ísteka

Dýraverndarsamtökin AWF/TSB, sem stóðu að gerð margumtalaðrar heimildarmyndar um blóðmerahald á Íslandi, segja hneyksli að fyrirtækið sem kaupir merablóð af bændum og hagnast á framleiðslunni sé nú í fyrsta sinn að greina frá frávikum við blóðtökuna.

Hefja mestu upp­byggingu í mið­bæ Hafnar­fjarðar í ára­tugi

Fyrsta skóflustunga að mestu uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi var tekin í dag en reiturinn er þar sem Hafnarfjarðarbíó og Kaupfélag Hafnarfjarðar voru áður. Til stendur að reisa níu þúsund fermetra blandað íbúða- og verslunarhúsnæði á svæðinu auk hótels og bókasafns. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í um 21 ár og er markmiðið að tengja saman Fjarðargötu og Strandgötu. 

Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist.

Vill ekki að kirkju­heim­sóknir leggist af

Þingkona Sjálfstæðisflokksins segir kirkjuna ekki senda góð skilaboð nú í aðdraganda jólanna, en sumir söfnuðir á höfuðborgarsvæðinu hafa skrúfað fyrir heimsóknir barna á skólatíma þessa aðventuna. 

Að­gerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaða­mótin

Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun.

Al­gjör­lega úti­lokað að samningar náist fyrir mánaða­mót

„Ég held að það sé algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót, ekki nema menn sem eru í samningaviðræðum fyrir hönd vinnandi fólks geri mistök, hraði ferlinu of mikið og gangi að einhverju sem er að okkar viti væri algjörlega óásættanlegt.“

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtímakjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist

„Brota­þolar horfa upp á ger­endur sína ganga um göturnar eins og ekkert hafi í skorist“

„Markmið laga um fullnustu refsinga er að refsing fari fram með öruggum og skilvirkum hætti svo sérstök og almenn varnaðaráhrif refsinga séu virk en varla er hægt að búast við að svo sé þegar fangar geta ekki hafið afplánun og brotaþolar horfa upp á gerendur sína ganga um göturnar eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar í sérstakri umræðu á Alþingi í dag. Spurði hún Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra út í stöðuna í fangelsismálum og sagði óhætt að fullyrða að neyðarástand ríki í þeim málaflokki.

Einn fluttur á sjúkrahús vegna potts á hellu

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst á þriðja tímanum í dag tilkynning um reyk frá íbúð í Garðabæ. Tilkynningunni fylgdi að minnst einn var inn í íbúðinni og var slökkvilið frá fjórum stöðvum sent í útkallið.

Kröfðust sex hundruð milljóna en fá ekki krónu

Forsvarsmenn tveggja eignarhaldsfélaga utan um fólksflutninga á Austurlandi fá ekki krónu frá Sambandi sveitarfélagi á Austurlandi. Félögin tvö höfðu krafið sambandið um tæpar 600 milljónir króna í skaðabætur lögbanns sem sett var á akstur þeirra á milli Hafnar og Egilsstaða.

Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars.

Fjölskylda borgarstjóra ákærð fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl

Áttræður eiginmaður borgarstjórans í Marbella á Spáni og stjúpsonur hennar, hafa verið ákærðir fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Spáni til Norðurlanda, peningaþvætti og skattsvik. Þá er borgarstjórinn sökuð um að hafa viðað að sér umtalsverðum auðæfum með vafasömum hætti í krafti embættisins.

Mót­mæla því að Kóral­rifið verði sett á hættu­lista

Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær.

Falsa ásakanir gegn eigin njósnara

Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag.

Stefnir í að nóvember kveðji með trompi og 15 stigum fyrir norðan

Óvanalega hlýjum nóvembermánuði mun að öllum líkindum ljúka með trompi en á morgun er spáð að hiti fari upp í 15 stig á Norðurlandi. Þangað til í gær hafði hiti einhvers staðar á landinu náð átta stigum alla daga mánaðarins. Um mánaðamótin kemur síðan í ljós hvort nýtt nóvemberhitamet frá 1956 verður slegið á Akureyri.

Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót

Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar.

Segir borgina í for­ystu en lána­stofnanir virðist draga lappirnar

Oddiviti Framsóknar í borginni segir sjaldan eða aldrei annað eins lóðaframboð hafa verið í boði þar og nú. Hann hafnar með öllu gagnrýni Samtaka iðnaðarins um að borgin dragi lappirnar í málinu. Hins vegar sé áhyggjuefni að lánastofnanir virðist tregari en áður til að lána til byggingarframkvæmda.

Sjá næstu 50 fréttir