Fleiri fréttir

Rúði um 15 þúsund ær yfir veturinn

Einn snjallasti rúningsmaður landsins rúði um fimmtán þúsund ær síðasta vetur og ætlar gera enn betur í vetur þegar hann ferðast á milli bæja og rýir fyrir bændur. Hann er að rýja að meðaltal 300 kindur á dag.

Banda­ríkja­menn segja Rússa brjóta al­þjóða­lög

Bandaríkjamenn mótmæla þeim skilyrðum sem Rússar setja fyrir siglingum skipa norður fyrir Rússland og segja þau brot á alþjóðalögum. Þá hafi þeir áhyggjur af áhuga Kínverja á Norðurslóðum vegna almennrar framgöngu þeirra á alþjóðasviðinu.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Svo getur farið að mönnunarkrísa á Landspítala leiði til þess að almenningur þurfi að búa við sóttvarnatakmarkanir á ný að sögn forstjóra Landspítalans. Staðan er mjög tvísýn á sjúkrahúsinu. Rætt verður við forstjóra Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ís­lendingar nýta nánast allan þorskinn

Ný athugun Sjávarklasans á nýtingu á þorskafurðum hérlendis sýnir fram á að Íslendingar beri af öðrum sjávarútvegsþjóðum í þeim efnum og að nýtingin sé um níutíu prósent.

Trump safnar enn fúlgum fjár á grunni lyga

Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að birta færslur á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Honum hefur einni verið bannað að nota sjóði Save America, pólitískrar aðgerðarnefndar hans, til að fjármagna annað forsetaframboð.

Varar við mikilli hættu í vetur

Á síðustu árum hefur reglulega verið hamrað á mikilvægi þess að nota hjálm við hjólreiðar. Hjólreiðamenn virðast nota hjálm í auknum mæli en nýtt og jafnvel stærra vandamál hefur nú skotið upp kollinum; rafhlaupahjól.

Fjöl­margir lagt leið sína í Þor­láks­höfn

Mikill fjöldi hefur lagt leið sína niður í fjöru við Þorlákshöfn í dag en hval rak þar á land í vikunni. Bæjarstjóri gleðst yfir áhuga fólks en reiknað er með því að farga hvalnum á þriðjudaginn.

Talsvert um að fyrirtæki hafi frestað árshátíðum fram yfir áramót

Dagmar Haraldsdóttir, formaður Samtaka viðburðarfyrirtækja, segir að flest stærri fyrirtæki hafi frestað árshátíðum sínum fram yfir áramót. Engu að síður sé stór skemmtanahelgi fram undan og það sé sérstakt fagnaðarefni að sjá að flestir setji það sem skilyrði að fólk taki hraðpróf - enda sé forsenda fyrir því að fá að halda samkvæmi að smit séu í lágmarki. 

Slegist um nýjar íbúðarlóðir á Hellu

Hella er að verða einn vinsælasti staðurinn á Suðurlandi til að búa á því rúmlega eitt hundrað lóðarumsóknir bárust um sautján lóðir, sem var úthlutað í vikunni. Í nokkrum tilfellum vorum fjórtán umsóknir um sömu lóðina.

Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból

Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir.

Níutíu og sex greindust í gær: Árshátíð ríkislögreglustjóra aflýst

Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og faraldurinn er stöðugt á uppleið að sögn yfirlögregluþjóns. Árshátíð embættis ríkislögreglustjóra átti að vera haldin í kvöld, en henni hefur verið aflýst í ljósi stöðunnar. Staðan er þung á Selfossi.

Hvað er COP26?

Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi.

Uppselt í fjölmargar sólarlandaferðir

Mikil aðsókn er í ferðir til sólarlanda um jólin. Þar standa hæst ferðir til áfangastaðanna Tenerife, Kanarí og Alicante. Uppselt er í fjölmargar skipulagðar ferðir yfir hátíðarnar.

Undir­búa heim­siglinguna frá Rotter­dam

Landhelgisgæslan fékk formlega afhent nýja varðskipið Freyju á fimmtudaginn. Áhöfn skipsins vinnur nú að því að undirbúa heimsiglinguna frá Rotterdam, þar sem skipið var í slipp.

Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar

Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu.

Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar.

Kia EV6 Bíll ársins í Þýskalandi

Hinn nýi rafbíll Kia EV6 hefur verið valinn Bíll ársins 2022 í Premium flokki í Þýskalandi. Verðlaunin þykja ein þau eftirsóknarverðustu í bílaheiminum. Kia EV6 hafði betur í baráttu við Volkswagen ID4, Audi Q4 e-tron, Skoda Enyaq og Hyundai Ioniq 5 í Úrvalsflokknum.

Heimila bólu­setningu ungra barna í Banda­ríkjunum

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku.

Elísa­betu drottningu ráð­lagt að hvíla sig

Læknar Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningu hafa ráðlagt henni að taka tveggja vikna frí frá opinberum skyldum sínum. Drottningin lætur þó ekki skipa sér fyrir og mun hún halda auðveldari störfum áfram.

Níu greinst með veiruna eftir við­burða­hrað­­próf í vikunni

Stór skemmtanahelgi virðist framundan þrátt fyrir mikla uppsveiflu í faraldrinum þar sem aldrei hafa fleiri mætt í hraðpróf vegna viðburða hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en í dag. Um sexleytið höfðu 2300 mætt í hraðpróf, þar af langstærstur hluti í viðburðapróf. Fyrir daginn í dag höfðu 2342 komið í viðburðahraðpróf í vikunni, þar af greindust níu með kórónuveiruna.

Jóla­bjórsins beðið í skugga aukins fjölda smitaðra

Í dag er J-dag, dagurinn sem unnendur jólabjórs bíða í ofvæni eftir á ári hverju. Jólabjórinn frá Tuborg er nefnilega ekki seldur fyrr en að kvöldi J-dags. Jólabjórþyrstir létu uppsveiflu kórónuveirufaraldursins ekki stöðva sig og krár bæjarins iða af lífi.

Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar

Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. 

Týnda Fram­­sóknar­at­­kvæðið kom á ó­­vart

Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda.

Þúsundir íbúða í pípunum í Reykjavík

Á næstu tíu árum verða byggðar um eða yfir tíu þúsund íbúðir í Reykjavík og tuttugu og fimm þúsund á næstu tveimur áratugum sem þýðir að fjöldi íbúða í borginni tvöfaldist á þeim tíma. Þá verði tuttugu og fjórum milljörðum varið í uppbyggingu innviða í tengslum við fjölgun íbúða.

Kórónu­veiran í sókn í Evrópu

Kórónuveirutilfellum og dauðsföllum á heimsvísu fjölgar nú á ný í fyrsta sinn í tvo mánuði. Fjölgunina má að mestu rekja til nýrrar bylgju í Evrópu.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stór skemmtanahelgi virðist fram undan þrátt fyrir mikla uppsveiflu í faraldrinum þar sem aldrei hafa fleiri mætt í hraðpróf vegna viðburða en í dag.Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum og verðum í beinni útsendingu frá sýnatökustað og frá miðbænum - þar sem allt iðar af lífi

Far­sótta­nefnd hefur á­hyggjur af fjölda smitaðra

Farsóttanefnd Landspítala hefur áhyggjur af fjölda smita í samfélaginu og þeim fjölda innlagna sem óhjákvæmilega leiðir af því. Því hafa breyttar reglur tekið á Landspítalanum, meðal annars hvað varðar heimsóknir.

Sparkaði af krafti í brjóstkassa sambýliskonu sinnar

Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist að fyrrverandi sambýliskonu sinni og sparkað af afli í brjóstkassa hennar. Landsréttur þyngdi dóminn yfir manninum í héraði hvar hann hlaut þriggja mánaða dóm fyrir sparkið.

Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi

Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast.

Sjá næstu 50 fréttir