Fleiri fréttir Heavy Industry Profits Uncertain 10.8.2006 11:39 Upplýsingabæklingur fyrir erlenda foreldra Menntasvið Reykjavíkurborgar hefur gefið út upplýsingabækling á átta tungumálum fyrir erlenda foreldra. Í bæklingnum er fjallað um Íslenska leikskóla og eins tvítyngi barna á leikskólastigi. 10.8.2006 11:34 Cate Blanchet Wows Iceland 10.8.2006 11:32 Hlutabréfavísitölur lækka vegna hryðjuverkaógnar Hryðjuverkaógnin í Bretlandi hefur áhrif á markaði víðsvegar um heiminn. Fram kemur á vef Glitnis að allar helstu hlutabréfavísitölur hafi lækkað og þá hlutabréf í evrópskum flugfélögum einna mest. 10.8.2006 11:28 Komið í veg fyrir sprengjutilræði í bandarískum flugvélum Bandarísk stjórnvöld segjast hafa komið í veg fyrir sprengjutilræði í þremur flugvélum bandarískra flugfélaga, United, American og Continental airlines. 10.8.2006 10:29 Kertafleyting á Tjörninni Kertum var fleytt á Tjörninni í Reykjavík í gærkvöldi til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki í Japan. 10.8.2006 09:57 Flugferðum frestað til Bretlands Vegna hryðjuverkarógnar í Bretlandi sem greint var frá fyrr í morgun hafa nokkur flugfélög frestað ferðum til Bretlands, þar á meðal Icelandair. Að sögn Guðjóns Argrímssonar, upplýsingafulltrúi Icelandair, er athugun með flug seinna í dag. 10.8.2006 09:50 Heimili rýmd vegna fellibyls Rúmlega fjögur hundruð þúsund íbúar á suðausturströnd Kína hafa verið fluttir frá heimilum sínum vegna fellibylsins Saomai sem talið er að skelli á meginlandinu í dag. 10.8.2006 08:58 Lögregla stjórnar ekki fréttafluttningi Stjórn Félags fréttamanna vill minna yfirstjórn löggæslumála á að lögreglan stjórnar ekki fréttaflutningi fjölmiðla með aðgerðum sínum. 10.8.2006 08:56 Fimm handteknir vegna fíkniefna Lögreglan í Kópavogi handtók fimm unga menn í tengslum við þrjú fíkniefnamál, sem komu upp við umferðareftirlit í bænum í gærkvöldi og í nótt. 10.8.2006 08:52 Erlendu göngumennirnir fundir Björgunarsveitarmaður ók óvænt fram á fjóra erlenda göngumenn á þjóðveginum i Landssveit seint í gærkvöldi, þegar hann var að halda til leiltar að þessum sömu mönnum við Heklu rætur. 10.8.2006 08:45 Þrjú þorp í Líbanon á valdi Ísraelshers Ísraelsher hefur náði í nótt þremur þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald. Hermenn eiga í hörðum átökum við Hizbollah-skæruliða á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um breytt orðalag ályktunar sem miðar að því að stilla til friðar í landinu. 10.8.2006 08:43 Ekkert heitt vatn Tugir þúsunda Reykvíkinga hafa ekki haft heitt vatn í húsum sínum síðan klukkan sjö í gærkvöldi , en því verður væntanlega hleypt aftur á kerfið klukkan átta. 10.8.2006 08:39 Líkamsárás við verslun 10-11 Lögreglan í Reykjavík handtók í gærkvöldi þrjá menn vegna líkamsárásar við verslun 10-11 á horni Barónstígs og Hverfisgötu. Átökin eru talin tengjast vélhjólaklúbbnum Fáfni og uppgjöri í undirheimunum. 10.8.2006 08:31 Ráðist á konu í nótt Ung kona er til aðhlynnningar á Slysadeild Landsspítalans eftir að ráðist var á hana í austurborginni um klukkan fjögur í nótt. Hún hlaut einhverja áverka. 10.8.2006 08:28 Yfirvofandi hryðjuverkaárás í Bretlandi Hættuástandi hefur verið lýst yfir í Bretlandi vegna njósna um að hryðjuverkaárás sé yfirvofandi þar í landi. 10.8.2006 08:21 Leikskólakennarar fást enn ekki til starfa á leikskólum Svo virðist sem betur gangi að ráða grunnskólakennara en leikskólakennara til starfa. Leikskólastjórinn á Maríuborg segir léleg laun fæla fólk frá og stendur frammi fyrir því að ráða yngra fólk inn á leikskólann. 10.8.2006 08:00 Íslendingur segir lögreglu í Ísrael hafa misþyrmt sér Qussay Odeh, Íslendingur af palestínskum ættum, var handtekinn þar sem hann var við mótmæli í Jerúsalem. Hann segir lögreglu hafa misþyrmt sér með barsmíðum og táragasi að ástæðulausu. 10.8.2006 07:45 Skorað á Siv í formanninn Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, skoraði í gær á Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins. 10.8.2006 07:45 Fleiri geðfatlaðir fá að búa einir Fleiri geðfötluðum verður gert kleift að búa einir innan tíðar, segir Þór Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu. Breytingarnar koma í kjölfar úttektar sem gerð var á högum einstaklinga sem búa á geðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH). Í henni kom í ljós að 54 einstaklingar sem þar búa gætu búið annars staðar. 10.8.2006 07:45 Ættum að standa okkur betur „Frekar á að leggja áherslu á gæði kennslu en magn hennar,“ segir Val Koromzay, sérfræðingur OECD sem í gær kynnti nýja skýrslu stofnunarinnar. Í henni er fjallað um efnahagsmál auk menntamála. Þar telja skýrsluhöfundar úrbóta þörf. 10.8.2006 07:45 Fjórar mörgæsir drepast í bílslysi Fjórar mörgæsir og nokkrir hitabeltisfiskar drápust þegar bíll sem flutti dýrin valt á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum á þriðjudag. Tuttugu og einni mörgæs var bjargað. Kolkrabbi sem var einnig í bílnum slapp ómeiddur. Þetta kemur fram á vef bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 10.8.2006 07:30 Eftirliti með olíu ábótavant Eftirlit Vegagerðarinnar með notkun litaðrar dísilolíu er ekki nægilegt og of auðvelt er að komast upp með að svindla á reglunum, að mati Jóns Magnúsar Pálssonar, formanns Landssambands vörubifreiðastjóra. 10.8.2006 07:30 Nýtti þrjá til að búa til einn Valur Sigurðsson, 25 ára, var í Héraðsdómi Suðurlands í gær dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundið, fyrir stuld á þremur bifreiðum. 10.8.2006 07:30 Varlega verði farið í skattabreytingar Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins telja að mörgu að hyggja áður en skattkerfinu verði breytt. Draumur Árna M. Mathiesen er að lækka tekjuskattinn meira. Spurningar um laun þurfa að beinast að fyrirtækjunum, segir Geir H. Haarde. 10.8.2006 07:30 Samstaðan enn sterk Þúsundir kvenna þrömmuðu um Suður-Afríku í gær í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að 20 þúsund konur hættu frelsi sínu í mótmælagöngu gegn aðskilnaðarstefnunni sem þá ríkti í landinu. 10.8.2006 07:15 Vill byggja upp víða um land Eldsneytissala Olíufélagið Atlantsolía hefur sótt um lóð til uppbyggingar á nýrri bensínstöð í Árborg. Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, segir það vilja meirihlutans að Atlantsolíu verði úthlutað lóð og nú sé unnið að því að finna hentugan stað. Atlantsolía rekur nú þegar átta stöðvar og er sú níunda í byggingu í Kópavogi. "Við erum stöðugt að skoða stækkunarmöguleika og viljum þjónusta okkar viðskiptavini þar sem þeir eru," segir Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Hann segir að þá sé verið að skoða byggingu stöðvar á Akureyri og á fleiri stöðum á landinu. 10.8.2006 07:15 Laun í álveri yfir meðallagi Tveir grunnskólakennarar starfa nú hjá Alcoa Fjarðaáli, samkvæmt upplýsingum Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa í Fjarðabyggð. Erna segir það mikla einföldun að kenna álverinu um kennaraskort á Egilsstöðum eins og Róbert Gunnarsson, skólastjóri Egilsstaðaskóla, gerði í viðtali við Fréttablaðið í gær. 10.8.2006 07:15 Óvissa ríkjandi um hagkvæmni stóriðju Yfirmaður efnahagsdeildar OECD segir viðskiptaleynd raforkusölusamninga hér þýða að ekki sé vitað hvort stóriðja sé þjóðhagslega hagkvæm. Hvatt er til þess að fresta frekari framkvæmdum þar til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. 10.8.2006 07:15 Deila um tilboð til íslenskra stjórnvalda Bandaríkjamenn hafa lagt fram varnaráætlun sem ekki hefur enn náðst samkomulag um. Geir H. Haarde og Össur Skarphéðinsson deila um hvort Bandaríkjamenn hafi boðist til að greiða 2,5 milljarða fyrir umsjón með fasteignum. 10.8.2006 07:15 Ísraelar áforma stóraukinn landhernað Þjóðaröryggisráð Ísraels samþykkti í gær áform hersins um að sækja allt að þrjátíu kílómetra inn í Líbanon. Alþjóðasamfélagið reynir áfram að koma á vopnahléi. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna birtist óvænt í Beirút. 10.8.2006 07:00 Arabar yfirgefi Haifa í Ísrael Sjeik Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, bað alla ísraelska araba um að yfirgefa hafnarborgina Haifa í Ísrael, svo herskár armur samtakanna gæti hert árásirnar á borgina án þess að úthella blóði múslima. 10.8.2006 07:00 Tugir trúða safnast saman Ellefta alþjóðlega trúðahátíðin hófst í Bakken-skemmtigarðinum fyrir utan Kaupmannahöfn í gær og hafa tugir trúða safnast þar saman í tilefni hátíðarhaldanna. 10.8.2006 07:00 Skapar mikla slysahættu Tvívegis var ekið á hæðarslár við gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í fyrradag. Ekki urðu slys á fólki, en lögregla segir að með sama framhaldi sé aðeins tímaspursmál hvenær illa fari. 10.8.2006 07:00 Telur piltinn í hættu í fangelsi Hæstiréttur stytti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir nítján ára pilti sem stakk föður sinn í síðuna með hnífi aðfaranótt 17. júní. Einn dómaranna skilaði sératkvæði í málinu og telur piltinn í hættu í fangelsi. 10.8.2006 07:00 Brýtur gegn jafnræðisreglu Heilbrigðiseftirlit Austurlands brýtur gegn jafnræðisreglu stjórnsýslulaga með því að krefja Impregilo um hærra tímagjald fyrir eftirlit með starfsemi fyrirtækisins, samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar sem starfar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. 10.8.2006 07:00 Gyðingar reiðir Norski rithöfundurinn Jostein Gaarder sætir mikilli gagnrýni í heimalandi sínu fyrir grein sem hann skrifaði í Aftenposten á laugardag. Í greininni segir hann Ísrael hafa misst lögmæti sitt sem ríki sakir óheflaðs hernaðar. Norskir gyðingar gagnrýna greinina harðlega og kalla hana versta texta síðan Adolf Hitler skrifaði Mein Kampf. Gaarder gerði stólpagrín að þeirri hugmynd að guð hafi „valið ákveðna þjóð sem uppáhald, gefið henni kjánalegar steintöflur“. 10.8.2006 06:45 Myndavélum og veski stolið 10.8.2006 06:45 Hinsegin dagar hefjast í dag „Sú þjóðareining sem hér ríkir um þennan dag er mjög óvenjulegt og fallegt fyrirbæri. Íslendingar mæta til göngu, sama í hvaða stétt þeir eru eða hver kynhneigð þeirra er,“ segir Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga, sem hefjast formlega í dag og standa yfir til sunnudags. 10.8.2006 06:45 Vilja sækja orkuríkari gufu Undirbúningur vegna djúpborunar á Kröflusvæðinu stendur nú yfir. Á næstu vikum fer fram útboð á efni til borunarinnar. Samkvæmt Birni Stefánssyni, deildarstjóra virkjanadeildar hjá Landsvirkjun, er vonast til að boranir geti hafist í lok næsta árs eða byrjun ársins 2008. Holan er um fimm kílómetra djúp en hefðbundnar háhitaholur eru milli tveggja og þriggja kílómetra djúpar. 10.8.2006 06:45 Geldur fyrir stríðsstuðning Joe Lieberman, öldungadeildarþingmaður demókrata í þrjú kjörtímabil, náði ekki kosningu í forkjöri Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í gær. Hann verður því ekki þingframbjóðandi flokksins í Connecticut-ríki fyrir nóvemberkosningarnar, heldur þarf að bjóða fram í eigin nafni. Fyrir einungis þremur árum var Lieberman varaforsetaefni flokksins. 10.8.2006 06:30 Eiturefni sendu tvo á slysadeild Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir að eiturgufur mynduðust í nýbyggingu Ikea í Garðabæ í gær. Að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins mun hafa verið unnið með akrýlgrunna og þeim blandað í röngum hlutföllum með fyrrgreindum afleiðingum. 10.8.2006 06:30 Fartölvur 10.8.2006 06:15 Stangveiði á Húna II Á miðvikudagskvöldum í ágúst verður boðið upp á sögusiglingar frá Torfunefsbryggju á Akureyri. Siglt verður með Húna II í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri en alls sigldu um 300 farþegar með bátnum um verslunarmannahelgina. 10.8.2006 06:15 Hyggst mæta í Yasukuni-hof Forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, sagði í gær að hann vildi standa við loforð sitt um að biðjast fyrir í Yasukuni-hofinu hinn 15. ágúst, daginn sem Japanar gáfust upp árið 1945. 10.8.2006 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Upplýsingabæklingur fyrir erlenda foreldra Menntasvið Reykjavíkurborgar hefur gefið út upplýsingabækling á átta tungumálum fyrir erlenda foreldra. Í bæklingnum er fjallað um Íslenska leikskóla og eins tvítyngi barna á leikskólastigi. 10.8.2006 11:34
Hlutabréfavísitölur lækka vegna hryðjuverkaógnar Hryðjuverkaógnin í Bretlandi hefur áhrif á markaði víðsvegar um heiminn. Fram kemur á vef Glitnis að allar helstu hlutabréfavísitölur hafi lækkað og þá hlutabréf í evrópskum flugfélögum einna mest. 10.8.2006 11:28
Komið í veg fyrir sprengjutilræði í bandarískum flugvélum Bandarísk stjórnvöld segjast hafa komið í veg fyrir sprengjutilræði í þremur flugvélum bandarískra flugfélaga, United, American og Continental airlines. 10.8.2006 10:29
Kertafleyting á Tjörninni Kertum var fleytt á Tjörninni í Reykjavík í gærkvöldi til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki í Japan. 10.8.2006 09:57
Flugferðum frestað til Bretlands Vegna hryðjuverkarógnar í Bretlandi sem greint var frá fyrr í morgun hafa nokkur flugfélög frestað ferðum til Bretlands, þar á meðal Icelandair. Að sögn Guðjóns Argrímssonar, upplýsingafulltrúi Icelandair, er athugun með flug seinna í dag. 10.8.2006 09:50
Heimili rýmd vegna fellibyls Rúmlega fjögur hundruð þúsund íbúar á suðausturströnd Kína hafa verið fluttir frá heimilum sínum vegna fellibylsins Saomai sem talið er að skelli á meginlandinu í dag. 10.8.2006 08:58
Lögregla stjórnar ekki fréttafluttningi Stjórn Félags fréttamanna vill minna yfirstjórn löggæslumála á að lögreglan stjórnar ekki fréttaflutningi fjölmiðla með aðgerðum sínum. 10.8.2006 08:56
Fimm handteknir vegna fíkniefna Lögreglan í Kópavogi handtók fimm unga menn í tengslum við þrjú fíkniefnamál, sem komu upp við umferðareftirlit í bænum í gærkvöldi og í nótt. 10.8.2006 08:52
Erlendu göngumennirnir fundir Björgunarsveitarmaður ók óvænt fram á fjóra erlenda göngumenn á þjóðveginum i Landssveit seint í gærkvöldi, þegar hann var að halda til leiltar að þessum sömu mönnum við Heklu rætur. 10.8.2006 08:45
Þrjú þorp í Líbanon á valdi Ísraelshers Ísraelsher hefur náði í nótt þremur þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald. Hermenn eiga í hörðum átökum við Hizbollah-skæruliða á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um breytt orðalag ályktunar sem miðar að því að stilla til friðar í landinu. 10.8.2006 08:43
Ekkert heitt vatn Tugir þúsunda Reykvíkinga hafa ekki haft heitt vatn í húsum sínum síðan klukkan sjö í gærkvöldi , en því verður væntanlega hleypt aftur á kerfið klukkan átta. 10.8.2006 08:39
Líkamsárás við verslun 10-11 Lögreglan í Reykjavík handtók í gærkvöldi þrjá menn vegna líkamsárásar við verslun 10-11 á horni Barónstígs og Hverfisgötu. Átökin eru talin tengjast vélhjólaklúbbnum Fáfni og uppgjöri í undirheimunum. 10.8.2006 08:31
Ráðist á konu í nótt Ung kona er til aðhlynnningar á Slysadeild Landsspítalans eftir að ráðist var á hana í austurborginni um klukkan fjögur í nótt. Hún hlaut einhverja áverka. 10.8.2006 08:28
Yfirvofandi hryðjuverkaárás í Bretlandi Hættuástandi hefur verið lýst yfir í Bretlandi vegna njósna um að hryðjuverkaárás sé yfirvofandi þar í landi. 10.8.2006 08:21
Leikskólakennarar fást enn ekki til starfa á leikskólum Svo virðist sem betur gangi að ráða grunnskólakennara en leikskólakennara til starfa. Leikskólastjórinn á Maríuborg segir léleg laun fæla fólk frá og stendur frammi fyrir því að ráða yngra fólk inn á leikskólann. 10.8.2006 08:00
Íslendingur segir lögreglu í Ísrael hafa misþyrmt sér Qussay Odeh, Íslendingur af palestínskum ættum, var handtekinn þar sem hann var við mótmæli í Jerúsalem. Hann segir lögreglu hafa misþyrmt sér með barsmíðum og táragasi að ástæðulausu. 10.8.2006 07:45
Skorað á Siv í formanninn Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, skoraði í gær á Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins. 10.8.2006 07:45
Fleiri geðfatlaðir fá að búa einir Fleiri geðfötluðum verður gert kleift að búa einir innan tíðar, segir Þór Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu. Breytingarnar koma í kjölfar úttektar sem gerð var á högum einstaklinga sem búa á geðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH). Í henni kom í ljós að 54 einstaklingar sem þar búa gætu búið annars staðar. 10.8.2006 07:45
Ættum að standa okkur betur „Frekar á að leggja áherslu á gæði kennslu en magn hennar,“ segir Val Koromzay, sérfræðingur OECD sem í gær kynnti nýja skýrslu stofnunarinnar. Í henni er fjallað um efnahagsmál auk menntamála. Þar telja skýrsluhöfundar úrbóta þörf. 10.8.2006 07:45
Fjórar mörgæsir drepast í bílslysi Fjórar mörgæsir og nokkrir hitabeltisfiskar drápust þegar bíll sem flutti dýrin valt á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum á þriðjudag. Tuttugu og einni mörgæs var bjargað. Kolkrabbi sem var einnig í bílnum slapp ómeiddur. Þetta kemur fram á vef bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 10.8.2006 07:30
Eftirliti með olíu ábótavant Eftirlit Vegagerðarinnar með notkun litaðrar dísilolíu er ekki nægilegt og of auðvelt er að komast upp með að svindla á reglunum, að mati Jóns Magnúsar Pálssonar, formanns Landssambands vörubifreiðastjóra. 10.8.2006 07:30
Nýtti þrjá til að búa til einn Valur Sigurðsson, 25 ára, var í Héraðsdómi Suðurlands í gær dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundið, fyrir stuld á þremur bifreiðum. 10.8.2006 07:30
Varlega verði farið í skattabreytingar Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins telja að mörgu að hyggja áður en skattkerfinu verði breytt. Draumur Árna M. Mathiesen er að lækka tekjuskattinn meira. Spurningar um laun þurfa að beinast að fyrirtækjunum, segir Geir H. Haarde. 10.8.2006 07:30
Samstaðan enn sterk Þúsundir kvenna þrömmuðu um Suður-Afríku í gær í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að 20 þúsund konur hættu frelsi sínu í mótmælagöngu gegn aðskilnaðarstefnunni sem þá ríkti í landinu. 10.8.2006 07:15
Vill byggja upp víða um land Eldsneytissala Olíufélagið Atlantsolía hefur sótt um lóð til uppbyggingar á nýrri bensínstöð í Árborg. Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, segir það vilja meirihlutans að Atlantsolíu verði úthlutað lóð og nú sé unnið að því að finna hentugan stað. Atlantsolía rekur nú þegar átta stöðvar og er sú níunda í byggingu í Kópavogi. "Við erum stöðugt að skoða stækkunarmöguleika og viljum þjónusta okkar viðskiptavini þar sem þeir eru," segir Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Hann segir að þá sé verið að skoða byggingu stöðvar á Akureyri og á fleiri stöðum á landinu. 10.8.2006 07:15
Laun í álveri yfir meðallagi Tveir grunnskólakennarar starfa nú hjá Alcoa Fjarðaáli, samkvæmt upplýsingum Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa í Fjarðabyggð. Erna segir það mikla einföldun að kenna álverinu um kennaraskort á Egilsstöðum eins og Róbert Gunnarsson, skólastjóri Egilsstaðaskóla, gerði í viðtali við Fréttablaðið í gær. 10.8.2006 07:15
Óvissa ríkjandi um hagkvæmni stóriðju Yfirmaður efnahagsdeildar OECD segir viðskiptaleynd raforkusölusamninga hér þýða að ekki sé vitað hvort stóriðja sé þjóðhagslega hagkvæm. Hvatt er til þess að fresta frekari framkvæmdum þar til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. 10.8.2006 07:15
Deila um tilboð til íslenskra stjórnvalda Bandaríkjamenn hafa lagt fram varnaráætlun sem ekki hefur enn náðst samkomulag um. Geir H. Haarde og Össur Skarphéðinsson deila um hvort Bandaríkjamenn hafi boðist til að greiða 2,5 milljarða fyrir umsjón með fasteignum. 10.8.2006 07:15
Ísraelar áforma stóraukinn landhernað Þjóðaröryggisráð Ísraels samþykkti í gær áform hersins um að sækja allt að þrjátíu kílómetra inn í Líbanon. Alþjóðasamfélagið reynir áfram að koma á vopnahléi. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna birtist óvænt í Beirút. 10.8.2006 07:00
Arabar yfirgefi Haifa í Ísrael Sjeik Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, bað alla ísraelska araba um að yfirgefa hafnarborgina Haifa í Ísrael, svo herskár armur samtakanna gæti hert árásirnar á borgina án þess að úthella blóði múslima. 10.8.2006 07:00
Tugir trúða safnast saman Ellefta alþjóðlega trúðahátíðin hófst í Bakken-skemmtigarðinum fyrir utan Kaupmannahöfn í gær og hafa tugir trúða safnast þar saman í tilefni hátíðarhaldanna. 10.8.2006 07:00
Skapar mikla slysahættu Tvívegis var ekið á hæðarslár við gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í fyrradag. Ekki urðu slys á fólki, en lögregla segir að með sama framhaldi sé aðeins tímaspursmál hvenær illa fari. 10.8.2006 07:00
Telur piltinn í hættu í fangelsi Hæstiréttur stytti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir nítján ára pilti sem stakk föður sinn í síðuna með hnífi aðfaranótt 17. júní. Einn dómaranna skilaði sératkvæði í málinu og telur piltinn í hættu í fangelsi. 10.8.2006 07:00
Brýtur gegn jafnræðisreglu Heilbrigðiseftirlit Austurlands brýtur gegn jafnræðisreglu stjórnsýslulaga með því að krefja Impregilo um hærra tímagjald fyrir eftirlit með starfsemi fyrirtækisins, samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar sem starfar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. 10.8.2006 07:00
Gyðingar reiðir Norski rithöfundurinn Jostein Gaarder sætir mikilli gagnrýni í heimalandi sínu fyrir grein sem hann skrifaði í Aftenposten á laugardag. Í greininni segir hann Ísrael hafa misst lögmæti sitt sem ríki sakir óheflaðs hernaðar. Norskir gyðingar gagnrýna greinina harðlega og kalla hana versta texta síðan Adolf Hitler skrifaði Mein Kampf. Gaarder gerði stólpagrín að þeirri hugmynd að guð hafi „valið ákveðna þjóð sem uppáhald, gefið henni kjánalegar steintöflur“. 10.8.2006 06:45
Hinsegin dagar hefjast í dag „Sú þjóðareining sem hér ríkir um þennan dag er mjög óvenjulegt og fallegt fyrirbæri. Íslendingar mæta til göngu, sama í hvaða stétt þeir eru eða hver kynhneigð þeirra er,“ segir Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga, sem hefjast formlega í dag og standa yfir til sunnudags. 10.8.2006 06:45
Vilja sækja orkuríkari gufu Undirbúningur vegna djúpborunar á Kröflusvæðinu stendur nú yfir. Á næstu vikum fer fram útboð á efni til borunarinnar. Samkvæmt Birni Stefánssyni, deildarstjóra virkjanadeildar hjá Landsvirkjun, er vonast til að boranir geti hafist í lok næsta árs eða byrjun ársins 2008. Holan er um fimm kílómetra djúp en hefðbundnar háhitaholur eru milli tveggja og þriggja kílómetra djúpar. 10.8.2006 06:45
Geldur fyrir stríðsstuðning Joe Lieberman, öldungadeildarþingmaður demókrata í þrjú kjörtímabil, náði ekki kosningu í forkjöri Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í gær. Hann verður því ekki þingframbjóðandi flokksins í Connecticut-ríki fyrir nóvemberkosningarnar, heldur þarf að bjóða fram í eigin nafni. Fyrir einungis þremur árum var Lieberman varaforsetaefni flokksins. 10.8.2006 06:30
Eiturefni sendu tvo á slysadeild Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir að eiturgufur mynduðust í nýbyggingu Ikea í Garðabæ í gær. Að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins mun hafa verið unnið með akrýlgrunna og þeim blandað í röngum hlutföllum með fyrrgreindum afleiðingum. 10.8.2006 06:30
Stangveiði á Húna II Á miðvikudagskvöldum í ágúst verður boðið upp á sögusiglingar frá Torfunefsbryggju á Akureyri. Siglt verður með Húna II í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri en alls sigldu um 300 farþegar með bátnum um verslunarmannahelgina. 10.8.2006 06:15
Hyggst mæta í Yasukuni-hof Forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, sagði í gær að hann vildi standa við loforð sitt um að biðjast fyrir í Yasukuni-hofinu hinn 15. ágúst, daginn sem Japanar gáfust upp árið 1945. 10.8.2006 06:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent