Fleiri fréttir

Euan Blair á sjúkrahúsi

Euan Blair, elsti sonur Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, var lagður inn á sjúkrahús vegna kvilla í maga í gær. Euan var í sumarfríi þegar hann veiktist, staddur á eynni Barbados í Karíbahafi ásamt fjölskyldu sinni.

Kanna rennsli úr göngunum

Starfsmenn Náttúrustofu Austurlands vinna nú rannsókn á áhrifum aukins vatnsrennslis úr göngunum við Kárahnjúka á Glúmsstaðadalsá. Mælingar á mengun eiga sér enn stað og er búist við að niðurstaðan liggi fyrir eftir mánuð.

Eiturefnamóttaka í ljósum logum

Eldur braust út í eiturefnamóttöku Sorpu í Gufunesi í gær. Sprengingar urðu í húsinu og allt tiltækt slökkvilið var kallað út. Reykkafarar á staðnum segja mikla óvissu fylgja því að fara inn í eld við aðstæður eins og sköpuðust í gær.

Of margir friðargæsluliðar

Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti því yfir í gær að 15.000 friðargæsluliðar væru allt of margir fyrir Suður-Líbanon, en verið er að setja saman þann her manna samkvæmt samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt er 15.000 manna her Líbanons á svæðinu.

Óttast um starfsgrein sína

Bændur óttast um starfsgrein sína ef tollar verða afnumdir á innfluttum landbúnaðarafurðum og eru ekki tilbúnir til að takast á við hugsanlega samkeppni, að sögn Þórarins G. Sverrissonar, formanns stéttarfélagsins Öldunnar á Sauðárkróki.

Lægsta tilboðið hjá Elísabetu

Tryggingafélagið Elísa­bet býður upp á lægsta og Sjóvá hæsta ársiðgjald fyrir lögboðna ábyrgðartryggingu ökutækis, slysatryggingu ökumanns og eiganda og framrúðutryggingu ef marka má verðkönnun sem ASÍ lét gera hjá sex tryggingafélögum í ágúst.

Flóttamenn í haldi í Taílandi

Taílenska lögreglan handtók á þriðjudag 175 norðurkóreska flóttamenn sem komið höfðu ólöglega til Taílands. Fólkinu verður þó ekki gert að snúa aftur heim, en enn er óljóst hvort það fái að vera áfram í Taílandi.

Margir hafa misst heimili sín

Rúmlega 200.000 manns frá norður- og austurhluta Srí Lanka hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átaka Tamílatígra og stjórnarhersins. Þetta er haft eftir stjórnanda ­Matvæla­áætlunar Sameinuðu þjóðanna, Jeff Taft-Dick, en hann óttast að fjöldi flóttamannanna tvöfaldist fyrir árslok.

Sjö tímarit til nýrra eigenda

Íslendingasagnaútgáfan gekk í gær frá kaupum á öllum tímaritum Tímaritaútgáfunnar Fróða ehf. Kaupverðið er trúnaðarmál og ganga kaupin í gegnum mánaðamótin.

Fjórir ákærðir

Fjórir ungir menn hafa verið ákærðir í Kaupmannahöfn vegna samsæris um að fremja hryðjuverk á ótilgreindum stað í Evrópu. Mennirnir eru á aldrinum sautján ára til tvítugs og allir múslimar.

Kennsl borin á stúlkuna

DNA próf hafa sannað að stúlkan sem fannst fyrr í þessari viku í Austurríki er Natascha Kampusch, stúlka sem hvarf fyrir átta árum síðan, þá tíu ára gömul. Maðurinn sem grunaður er um að hafa haft hana í haldi fyrirfór sér örfáum klukkustundum eftir að lögregla skarst í málið.

Eiður Smári alltaf á Sýn

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér áframhaldandi sýningarrétt á spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Stöðin mun einnig sýna beint frá leikjum í spænsku bikarkeppninni.

Lögbundið eftirlit aukið

131 fyrirtæki hefur sótt um leyfi til að reka ferðaskrifstofur en það er Ferðamálastofa sem veitir leyfin. 107 umsóknir hafa fengið jákvæða afgreiðslu og 81 leyfi hefur verið gefið út.

Ísrael sakað um stríðsglæpi

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sakað ríkisstjórn Ísraels um að hafa framið stríðsglæpi í nýloknu stríði við Hizbollah-samtökin í Líbanon. Segja talsmenn samtakanna að Ísraelsstjórn hafi brotið alþjóðalög þegar hún lét her sinn eyðileggja brýr, vegi og heimili almennings. Tala látinna óbreyttra borgara, víðtækar skemmdir og yfirlýsingar yfirmanna hersins "bendi til þess að eyðileggingin hafi verið vísvitandi og hluti af hernaðaráætlun".

Aukið öryggi með söluvernd

Söluvernd er ný trygging sem Vátryggingafélag Íslands er að setja á markað. Hún bætir almennt fjártjón seljanda fasteignar vegna skaðabótakrafna sem fram kunna að koma af hálfu kaupanda vegna galla á fasteigninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vátryggingafélaginu.

Um fimmtungs nafnávöxtun

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV), næst stærsti lífeyrissjóðurinn, og Gildi, sá þriðji stærsti, skiluðu um tuttugu prósenta nafnávöxtun á fyrri hluta ársins. Ávöxtun LV var þó heldur hærri.

DNA-próf til staðfestingar

Lögreglan í Austurríki hefur staðfest að unglingsstúlkan, sem fannst á reiki í garði nærri Vín í fyrradag, sé í raun Natascha Kampusch sem var rænt fyrir átta árum. Niðurstöður úr DNA-prófi hafa leitt það í ljós.

Dómkirkjan í Sánkti Pétursborg skemmist í eldi

Töluverðar skemmdir urðu á þaki dómkirkjunnar í Sánkti Pétursborg í Rússlandi þegar eldur kviknaði í henni í dag. Þakhvelfing kirkjunnar hrundi en við það þustu klekar af stað til að bjarga verðmætum helgimyndum.

ESB leggur til helming friðargæsluliðs

Evrópusambandsríkin leggja til helming hermanna í fimmtán þúsund manna friðargæslulið sem verður sent til Líbanons á vegum Sameinuðu þjóðanna. Jafn stórt lið líbanskra hermanna verður þar fyrir.

Landlæknir á leið til Malaví

Hjónin Sigurður Guðmundsson landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, leggja í ferð til Afríkuríkisins Malaví á næstu vikum til að stýra uppbyggingu heilbrigðisþjónustu þar í landi. Landlæknir segir hjálpar þörf enda ungbarnadauði mikill í landinu og fæstir Malavar lifi fram yfir 36 ára afmælisdag sinn.

Gassprenging í sama rými og 6-7 tonn af þynni

Gassprenging varð í eiturefnamóttöku Sorpu í Gufunesi síðdegis í dag. Við það kviknaði eldur og allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðiðsins kallað á vettvang. Að sögn slökkviliðs voru 6-7 tonn af þynni í því rými þar sem sprengingin varð og eiturefni í næsta rými. Eldur kviknaði í þaki stöðvarinnar, húsbúnaði og lyftara.

Þremur mönnum bjargað

Þremur mönnum var bjargað þegar bátur þeirra sökk vestur af Snæfellsnesi í kvöld. TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, og björgunarskipið Björg frá Rifi voru send á vettvang. Þeim var bjargað um borð í skemmtibát sem var í nágrenninu.

Sprengingar í efnamóttöku Sorpu

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli vegna sprengingar í efnamóttöku Sorpu í Gufunesi. Búið er að loka svæðinu, en töluverðan reyk leggur frá svæðinu. Allir starfsmenn efnamóttöku Sorpu komust út heilu og á höldnu eftir sprengingarnar urðu. Slökkviliðið er að störfum og verið er að kanna ástandið. Lögreglan telur ekki ástæðu til að rýma íbúðarbyggð í Grafarvogi. Slökkviðliðið telur að búið sé að slökkva eldinn en eftir skoða svæðið með eiturefnamælum til að ganga úr skugga um að engin eiturefni séu á svæðinu. Ekki er búið að útloka sprengihættu.

Beinhákarlar úti við Gróttu

Hópur kafara dýfði sér í sjóinn við hlið sex beinhákarla með gapandi ginið rétt utan við Gróttu í gær. Hákarlarnir eru þó ekki jafn hættulegir og þeir eru ógnvekjandi því þeir eru grænmetisætur.

Strætó fellir ferðir niður

Akstur strætó bs. á tíu mínútna fresti er liðin tíð. Framkvæmdastjóri Stætó bs. segir niðurskurðinn óhjákvæmilegan.

Staðfest með DNA-rannsóknum

Lögreglan í Austurríki hefur staðfest að unglingsstúlkan sem fannst á reiki í garði nærri Vín í fyrradag sé í raun Natascha Kampusch sem var rænt fyrir átta árum.

Iðnaðarnefnd verður kölluð saman

Birkir J. Jónsson, formaður Iðnaðarnefndar Alþingis, hyggst kalla nefndina saman í næstu viku til að fjalla um nýfram konmar upplýsingar varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar, þar sem jarðfræðilegar aðstæður á svæðinu virðast ekki vera jafn traustar og fyrri upplýsingar til Alþingis höfðu gefið til kynna.

Óvanalegt tilboð

Norska lögreglan fékk óvanalegt tilboð á dögunum, frá manni sem situr inni fyrir umfangsmikla ránstilraun þar sem einn lögreglumaður lét lífið. Fanginn bauð þeim að vísa þeim á felustað tveggja frægustu málverka norskra málara, meðal annars ópsins eftir Munch.

Utanríkisráðherrar ESB á neyðarfundi vegna friðargæslu

Mikill þrýstingur er á utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna sem funda í dag til að ræða hver eigi að leggja til friðargæsluliðs í Líbanon. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætlar að tilkynna síðar í dag hvaða þjóð muni leiða friðargæsluna.

Sjá næstu 50 fréttir