Fleiri fréttir Bæjaryfirvöld í Eyjum vilja ekki að samið verði við Landsflug Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum vilja ekki undir neinum kringumstæðum að heilbrigðisráðuneytið semji aftur við Landsflug um sjúkraflug, ef ástæða þykir til að bjóða flugið út á ný. 13.7.2006 12:46 2000 nemendur Vinnuskólans gengu fylktu liði Yfir tvö þúsund nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur gengu sem leið lá frá Örfirisey út í Nauthólsvík í morgun í tilefni þess að í dag fer fram miðsumarsmót vinnuskólans. Ætlunin var m.a. að koma við í Ráðhúsinu þar sem heilsa átti upp á borgarstjórann í Reykjavík, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. 13.7.2006 11:50 Reykjanesbær frestar framkvæmdum Reykjanesbær hefur brugðist við tilmælum ríkisstjórnarinnar um aðhald í framkvæmdum með því að ákveða að fresta framkvæmdum fyrir röskar sex hundruð milljónir króna í átta mánuði. 13.7.2006 11:49 Afgreiðslustúlka ólöglega vöktuð Afgreiðslustúlku á veitingastað í Reykjavík var sagt upp störfum þegar upp komst um laumureykingar hennar, afskiptaleysi af áfengisneyslu vinkvenna sinna og ítrekað hnupl, með falinni myndavél inn á staðnum. 13.7.2006 11:16 Getur átt von á dauðarefsingu Réttarhöld hófust í gær yfir unga manninum sem ákærður er fyrir að hafa myrt hina tvítugu Ashley Turner á Keflavíkurflugvelli í fyrra. Hann gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu verði hann fundinn sekur. 13.7.2006 11:12 Evrópusambandið með áætlun um lækkun reikigjalda farsíma Evrópusambandið hefur kynnt áætlun sem miðar að því að lækka reikigjöld fyrir notkun farsíma erlendis um allt að 70 prósent. 13.7.2006 11:11 Pokasjóður ÁTVR veitir Umhverfisstofnun styrk Í Umhverfisráðuneytinu, í dag kl. 13:30, mun Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra taka við framlagi, frá pokasjóði ÁTVR, til framkvæmda við gerð göngustígar við Gullfoss. 13.7.2006 10:53 Ljósleiðari hjá Og Vodafone í sundur Mikilvægur ljósleiðari hjá Og Vodafone rofnaði um níuleytið í morgun og veldur það truflunum á fjarskiptakerfi fyrirtækisins. Geta notendur fastlínu, GSM og ADSL þar af leiðandi búist við miklum truflunum á meðan þjónustan er flutt eftir megni á varaleiðir. Ekki er vitað hvenær viðgerðum lýkur. 13.7.2006 10:30 Reykjanesbær frestar framkvæmdum Reykjanesbær hefur ákveðið að fresta framkvæmdum í bænum sem hljóða upp á rúmar 650 milljónir króna. 13.7.2006 10:08 Atlantsolía opnar bensínstöð Atlantsolía ætlar í dag klukkan tvö að opna nýja bensínstöð á lóð FH við Kaplakrika. Í tilefni af opnuninni verður, tímabundið hægt að næla sér þar í ódýrasta bensín landsins. 13.7.2006 09:55 Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum Næstkomandi föstudag verður Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum haldið í Glaðheimum í Kópavogi. Vel á fjórða hundrað skráninga eru komnar í hús og munu nokkrir fyrrum Íslandsmeistarar, fyrri ára, freista þess að verja titla sína. 13.7.2006 09:46 Umhverfis- og fegrunarátak "Taktu upp hanskann fyrir Reykjavík" er yfirskrift nýs umhverfisátaks Reykjarvíkurborgar. Átakið hefst í Breiðholti og borgarstjóri kynnti það fyrir Breiðhyltingum í gærkvöldi. 13.7.2006 09:45 Ofsaakstur Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna ofsaaksturs í nótt. Annar mældist á 150 kílómetra harða í Ártúnsbrekkunni og hinn á 160 kílómetra hraða á Reykjanesbraut. 13.7.2006 09:41 Ekki ákveðið hvort Alliancehúsið verði friðað Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segist ekki geta svarað að svo stöddu hvort Alliance-húsið svokallaða í Vesturbæ Reykjavíkur verði friðað. 13.7.2006 09:34 Íslendingar fjárfesta grimmst erlendis Fjárfestingar Íslendinga erlendis var litlu minni en fjárfestingar nágranna okkar Dana í fyrra þrátt fyrir að hagkerfi þeirra sé um það bil fimmtán sinnum stærra. 13.7.2006 09:30 Íbúðir byggðar umfram eftirspurn Greiningadeild KB banka telur að 4200 íbúðir verði byggðar í ár en þörfin sé aðeins 3300 þannig að hátt í þúsund íbúðir verði byggðar umfram eftirspurn 13.7.2006 09:25 Sviptur ökuleyfi og dæmdur fyrir bílstuld 17 ára drengur var sviptur ökuleyfi í átta mánuði og dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið olíuflutningabifreið af bensínafgreiðslustöð Atlantsolíu við Kópavogsbraut. 13.7.2006 09:00 Tveir pólverjar handteknir Tveir pólverjar gista fangageymslur lögreglunnar í Keflavík eftir að þeri voru handteknir undir kvöld fyrir óspektir i bænum. Þeir veittust að fólki og trufluðu umferð uns lögregla skarst í leikinn. Þeir voru drukknir og verða yfirheyrðir þegar af þeim er runnið. 13.7.2006 08:50 Bush í Þýskalandi George Bush, Bandaríkjaforseti, hóf í gærkvöldi opinbera heimsókn sína til Þýskalands. Bush kom til Rostock í Þýskalandi í gær en ætlar að stoppa stutt í Þýskalandi því hann heldur þaðan aftur á morgun. 13.7.2006 08:47 Leynilegur baráttufundur starfsmanna IGS Hátt á annað hundrað starfsmenn IGS, dótturfyrirtækis Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð, hittust laust fyrir klukkan átta í gærkvöld á leynilegum baráttufundi í húsi Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. 13.7.2006 08:40 Magni áfram í Rockstar Magni Ásgeirsson söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól, komst áfram í söngvarakeppninni Rockstar: Supernova , á CBS sjónvarpsstöðinni. 13.7.2006 08:35 Með kíló af kókaíni í skónum Íslenskt par um tvítugt var stöðvað af tollvörðum í Leifsstöð á fimmtudag með kíló af kókaíni falið í skóm sínum. Fólkið, sem er 23 og 24 ára, var að koma frá Frankfurt í Þýskalandi og hafði búið skófatnað sinn þannig að í hvern skó var hægt að koma 250 grömmum af kókaíni auðveldlega fyrir. 13.7.2006 08:00 Lyf hækka um tugi milljóna Lyfjakostnaður Landspítalans hækkar um sextíu til sjötíu milljónir, einungis vegna gengisbreytinga á þessu ári, ef reiknað er með að gengi helstu gjaldmiðla haldist óbreytt út árið. Þetta er mat Valgerðar Bjarnadóttur, sviðsstjóra innkaupa- og vörustjórnunarsviðs Landspítalans. 13.7.2006 07:45 Sakaður um kynferðislega áreitni Orðrómur um meinta kynferðislega áreitni forseta Ísraels, Moshe Katsav, tröllríður öllum fjölmiðlum í Ísrael og gæti tímasetningin varla verið verri fyrir Ísraela, sem sæta nú miklum alþjóðlegum ádeilum vegna innrása á Gaza-strönd og í Líbanon. 13.7.2006 07:30 Eðlilegt að kanna umhverfið „Okkur þykir Lífeyrissjóður verslunarmanna oft á tíðum hafa beitt sér með sérkennilegum hætti gegn þessum félögum,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður FL Group. Hann segir að Baugur og FL Group séu nú að kanna umhverfið og skoða þá möguleika sem séu fyrir hendi. 13.7.2006 07:30 Segir stúdentsprófið ekki ávísun á háskólavist Rektor Háskólans á Akureyri segir að gangi tillögur nefndar um eflingu starfsnáms eftir gæti farið svo að fólk með stúdentspróf eigi ekki lengur vísan aðgang að háskólanámi. Flestir eru þó sáttir við tillögurnar. 13.7.2006 07:30 Eldar í Kaliforníu Reykjarmökkur svífur nú yfir Yucca dal, í Kaliforníu, þar sem eldar geysa á stóru svæði. 13.7.2006 07:20 Þýsk kona komin í leitirnar Þýsk kona, sem var í hópi ferðamanna við Dettifoss í gærmorgun, varð viðskila við hópinn og villtist. 13.7.2006 07:19 Loftárásir á alþjóðaflugvöllinn í Beirút Ísraelsher gerði loftárásir á alþjóðaflugvöllinn í Beirút í Líbanon í morgun, og þurfti að loka flugvellinum vegna þessa. 13.7.2006 07:16 Ísraelsher ræðst inn í Suður-Líbanon Viðbrögð Ísraelshers við handtöku Líbana á tveimur ísraelskum hermönnum hafa vakið mikil mótmæli um allan heim. Forsætisráðherra Ísraels segir viðbrögð landa sinna verði "öguð en afar, afar sársaukafull". 13.7.2006 07:15 Laun hækka umtalsvert Mikil gleði var í Rúgbrauðsgerðinni í gærmorgun þegar skrifað var undir nýjan samning um kjör starfsmanna svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra. Var feginleikinn svo mikill að slegið var upp í heljarinnar hópknús á meðan blekið þornaði. 13.7.2006 07:15 Of snemmt að fagna sigri Vísitala neysluverðs í júlí hækkaði um 0,46 prósent frá því í júní, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Þessi hækkun er undir væntingum greiningaraðila, sem höfðu spáð 0,55 til 0,7 prósenta hækkun. 13.7.2006 07:15 Verðbætur á ellefta milljarð Talið er líklegt að hagnaður viðskiptabankanna þriggja af verðbótum hafi numið um 10,5 - 10,9 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Verðbólga mældist um 3,8 prósent á tímabilinu og hafði mikil áhrif á afkomu bankanna sem eiga yfir 350 milljarða í verðtryggðum eignum að frádregnum skuldum. 13.7.2006 07:15 Rifa kom á Norrænu Rifa kom á birðing ferjunnar Norrænu, þega hún var að láta úr höfn í Þórshöfn í Færeyjum í gærkvöldi, áleliðis til Íslands, en rakst utan í bryggjukant. 13.7.2006 07:14 Þjóðarhreinsun í uppsiglingu Við mótmælum framferði Ísraelshers sem bitnar á hinum almenna íbúa, körlum, konum og ekki síst börnunum, sem reyna alltént að vera úti við leik, að minnsta kosti á meðan sprengjunum rignir ekki, segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, sem heldur mótmælafund á Austurvelli klukkan 17.30 í dag. 13.7.2006 07:00 Enginn hefur lýst yfir ábyrgð Sérfræðingar leituðu í gær að vísbendingum í rústum lestarvagna sem sprungu í loft upp í átta sprengjum á háannatíma í Mumbai (Bombay) á Indlandi á þriðjudag. Svo virðist sem sprengjunum hafi verið komið fyrir á farangursgrindum í lestunum, en þær urðu yfir 200 manns að bana og særðu fleiri en 700. 13.7.2006 07:00 Á heimaslóðir kanslarans George W. Bush Bandaríkjaforseti kom í gær til Þýskalands í boði Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Bush verður í Þýskalandi þangað til á morgun, en þá heldur hann til Rússlands á leiðtogafund G8. Í Þýskalandi fer Bush á heimaslóðir Merkel við strönd Eystrasalts, þar sem áður var Austur-Þýskaland. 13.7.2006 07:00 Íbúarnir taki upp hanskann Borgarstjórn Reykjavíkur hefur efnt til átaks til hreinsunar borgarinnar og stendur það í sumar og næstu tvö sumur. Var átakið kynnt á fundi með íbúum í Breiðholti í gærkvöldi en fer formlega af stað með hreinsunardegi í Breiðholti laugardaginn 22. júlí. 13.7.2006 07:00 Sagðist nota etanól í bakstra við bakverk Efnafræðingur, sem vitnaði í máli tveggja Litháa sem ákærðir eru fyrir stórfellt fíkniefnabrot, sagði fyrir dómi að hann hefði aldrei séð amfetamín í fljótandi formi áður. Það var flutt inn í hvítvínsflöskum og líklega ekki í fyrsta sinn. 13.7.2006 07:00 Ráðgjafi Blairs handtekinn Helsti fjáröflunarmaður breska Verkamannaflokksins, Levy lávarður, var í gær handtekinn í tengslum við rannsókn bresku lögreglunnar á ásökunum um að Tony Blair forsætisráðherra hafi með óeðlilegum hætti séð til þess að auðkýfingar, sem styrktu flokkinn, fengju sæti í lávarðadeild þingsins. 13.7.2006 06:45 Einn þungt haldinn á gjörgæsludeild Tugir manna slösuðust í sjötta nautahlaupinu af átta á San Fermin-hátíðinni í Pamplona á Spáni í gær. Þó ráku vel hyrnd nautin engan í gegn og eingöngu einn maður slasaðist illa þegar nautin tröðkuðu á honum. Hann var lagður inn á sjúkrahús með nokkuð alvarlega bak- og höfuðáverka, en var þó ekki í lífshættu.Hlaupið stóð í tvær og hálfa mínútu. 13.7.2006 06:45 Fundu rústir klaustursins Lengi var vitað af stóru klaustri á Austurlandi en rústir þess fundust ekki fyrr en árið 2002. Uppgröftur stendur enn yfir og hefur helmingur rústanna nú verið afhjúpaður, eða um sex hundruð fermetrar. 13.7.2006 06:45 Kosning í stjórn talin ólíkleg Líklegast er að sjálfkjörið verði í stjórn Straums-Burðaráss á hluthafafundi 19. júlí. Framboðsfrestur rennur út klukkan tvö í dag. 13.7.2006 06:30 Tók á móti skútukörlum 13.7.2006 06:30 Segja bið eftir lækni of langa Í könnun sem gerð var meðal fanga á Litla-Hrauni kemur fram að meirihluti þeirra er óánægður með lækna- og tannlæknaþjónustu fangelsisins og allmargir með sálfræðiþjónustuna. Þetta kemur fram í Tímamótum, fréttablaði fanga á Litla-Hrauni. Þar kemur einnig fram að bið eftir viðtali hjá lækni á Litla-Hrauni getur verið nokkrir dagar. 13.7.2006 06:15 Sjá næstu 50 fréttir
Bæjaryfirvöld í Eyjum vilja ekki að samið verði við Landsflug Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum vilja ekki undir neinum kringumstæðum að heilbrigðisráðuneytið semji aftur við Landsflug um sjúkraflug, ef ástæða þykir til að bjóða flugið út á ný. 13.7.2006 12:46
2000 nemendur Vinnuskólans gengu fylktu liði Yfir tvö þúsund nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur gengu sem leið lá frá Örfirisey út í Nauthólsvík í morgun í tilefni þess að í dag fer fram miðsumarsmót vinnuskólans. Ætlunin var m.a. að koma við í Ráðhúsinu þar sem heilsa átti upp á borgarstjórann í Reykjavík, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. 13.7.2006 11:50
Reykjanesbær frestar framkvæmdum Reykjanesbær hefur brugðist við tilmælum ríkisstjórnarinnar um aðhald í framkvæmdum með því að ákveða að fresta framkvæmdum fyrir röskar sex hundruð milljónir króna í átta mánuði. 13.7.2006 11:49
Afgreiðslustúlka ólöglega vöktuð Afgreiðslustúlku á veitingastað í Reykjavík var sagt upp störfum þegar upp komst um laumureykingar hennar, afskiptaleysi af áfengisneyslu vinkvenna sinna og ítrekað hnupl, með falinni myndavél inn á staðnum. 13.7.2006 11:16
Getur átt von á dauðarefsingu Réttarhöld hófust í gær yfir unga manninum sem ákærður er fyrir að hafa myrt hina tvítugu Ashley Turner á Keflavíkurflugvelli í fyrra. Hann gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu verði hann fundinn sekur. 13.7.2006 11:12
Evrópusambandið með áætlun um lækkun reikigjalda farsíma Evrópusambandið hefur kynnt áætlun sem miðar að því að lækka reikigjöld fyrir notkun farsíma erlendis um allt að 70 prósent. 13.7.2006 11:11
Pokasjóður ÁTVR veitir Umhverfisstofnun styrk Í Umhverfisráðuneytinu, í dag kl. 13:30, mun Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra taka við framlagi, frá pokasjóði ÁTVR, til framkvæmda við gerð göngustígar við Gullfoss. 13.7.2006 10:53
Ljósleiðari hjá Og Vodafone í sundur Mikilvægur ljósleiðari hjá Og Vodafone rofnaði um níuleytið í morgun og veldur það truflunum á fjarskiptakerfi fyrirtækisins. Geta notendur fastlínu, GSM og ADSL þar af leiðandi búist við miklum truflunum á meðan þjónustan er flutt eftir megni á varaleiðir. Ekki er vitað hvenær viðgerðum lýkur. 13.7.2006 10:30
Reykjanesbær frestar framkvæmdum Reykjanesbær hefur ákveðið að fresta framkvæmdum í bænum sem hljóða upp á rúmar 650 milljónir króna. 13.7.2006 10:08
Atlantsolía opnar bensínstöð Atlantsolía ætlar í dag klukkan tvö að opna nýja bensínstöð á lóð FH við Kaplakrika. Í tilefni af opnuninni verður, tímabundið hægt að næla sér þar í ódýrasta bensín landsins. 13.7.2006 09:55
Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum Næstkomandi föstudag verður Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum haldið í Glaðheimum í Kópavogi. Vel á fjórða hundrað skráninga eru komnar í hús og munu nokkrir fyrrum Íslandsmeistarar, fyrri ára, freista þess að verja titla sína. 13.7.2006 09:46
Umhverfis- og fegrunarátak "Taktu upp hanskann fyrir Reykjavík" er yfirskrift nýs umhverfisátaks Reykjarvíkurborgar. Átakið hefst í Breiðholti og borgarstjóri kynnti það fyrir Breiðhyltingum í gærkvöldi. 13.7.2006 09:45
Ofsaakstur Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna ofsaaksturs í nótt. Annar mældist á 150 kílómetra harða í Ártúnsbrekkunni og hinn á 160 kílómetra hraða á Reykjanesbraut. 13.7.2006 09:41
Ekki ákveðið hvort Alliancehúsið verði friðað Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segist ekki geta svarað að svo stöddu hvort Alliance-húsið svokallaða í Vesturbæ Reykjavíkur verði friðað. 13.7.2006 09:34
Íslendingar fjárfesta grimmst erlendis Fjárfestingar Íslendinga erlendis var litlu minni en fjárfestingar nágranna okkar Dana í fyrra þrátt fyrir að hagkerfi þeirra sé um það bil fimmtán sinnum stærra. 13.7.2006 09:30
Íbúðir byggðar umfram eftirspurn Greiningadeild KB banka telur að 4200 íbúðir verði byggðar í ár en þörfin sé aðeins 3300 þannig að hátt í þúsund íbúðir verði byggðar umfram eftirspurn 13.7.2006 09:25
Sviptur ökuleyfi og dæmdur fyrir bílstuld 17 ára drengur var sviptur ökuleyfi í átta mánuði og dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið olíuflutningabifreið af bensínafgreiðslustöð Atlantsolíu við Kópavogsbraut. 13.7.2006 09:00
Tveir pólverjar handteknir Tveir pólverjar gista fangageymslur lögreglunnar í Keflavík eftir að þeri voru handteknir undir kvöld fyrir óspektir i bænum. Þeir veittust að fólki og trufluðu umferð uns lögregla skarst í leikinn. Þeir voru drukknir og verða yfirheyrðir þegar af þeim er runnið. 13.7.2006 08:50
Bush í Þýskalandi George Bush, Bandaríkjaforseti, hóf í gærkvöldi opinbera heimsókn sína til Þýskalands. Bush kom til Rostock í Þýskalandi í gær en ætlar að stoppa stutt í Þýskalandi því hann heldur þaðan aftur á morgun. 13.7.2006 08:47
Leynilegur baráttufundur starfsmanna IGS Hátt á annað hundrað starfsmenn IGS, dótturfyrirtækis Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð, hittust laust fyrir klukkan átta í gærkvöld á leynilegum baráttufundi í húsi Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. 13.7.2006 08:40
Magni áfram í Rockstar Magni Ásgeirsson söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól, komst áfram í söngvarakeppninni Rockstar: Supernova , á CBS sjónvarpsstöðinni. 13.7.2006 08:35
Með kíló af kókaíni í skónum Íslenskt par um tvítugt var stöðvað af tollvörðum í Leifsstöð á fimmtudag með kíló af kókaíni falið í skóm sínum. Fólkið, sem er 23 og 24 ára, var að koma frá Frankfurt í Þýskalandi og hafði búið skófatnað sinn þannig að í hvern skó var hægt að koma 250 grömmum af kókaíni auðveldlega fyrir. 13.7.2006 08:00
Lyf hækka um tugi milljóna Lyfjakostnaður Landspítalans hækkar um sextíu til sjötíu milljónir, einungis vegna gengisbreytinga á þessu ári, ef reiknað er með að gengi helstu gjaldmiðla haldist óbreytt út árið. Þetta er mat Valgerðar Bjarnadóttur, sviðsstjóra innkaupa- og vörustjórnunarsviðs Landspítalans. 13.7.2006 07:45
Sakaður um kynferðislega áreitni Orðrómur um meinta kynferðislega áreitni forseta Ísraels, Moshe Katsav, tröllríður öllum fjölmiðlum í Ísrael og gæti tímasetningin varla verið verri fyrir Ísraela, sem sæta nú miklum alþjóðlegum ádeilum vegna innrása á Gaza-strönd og í Líbanon. 13.7.2006 07:30
Eðlilegt að kanna umhverfið „Okkur þykir Lífeyrissjóður verslunarmanna oft á tíðum hafa beitt sér með sérkennilegum hætti gegn þessum félögum,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður FL Group. Hann segir að Baugur og FL Group séu nú að kanna umhverfið og skoða þá möguleika sem séu fyrir hendi. 13.7.2006 07:30
Segir stúdentsprófið ekki ávísun á háskólavist Rektor Háskólans á Akureyri segir að gangi tillögur nefndar um eflingu starfsnáms eftir gæti farið svo að fólk með stúdentspróf eigi ekki lengur vísan aðgang að háskólanámi. Flestir eru þó sáttir við tillögurnar. 13.7.2006 07:30
Eldar í Kaliforníu Reykjarmökkur svífur nú yfir Yucca dal, í Kaliforníu, þar sem eldar geysa á stóru svæði. 13.7.2006 07:20
Þýsk kona komin í leitirnar Þýsk kona, sem var í hópi ferðamanna við Dettifoss í gærmorgun, varð viðskila við hópinn og villtist. 13.7.2006 07:19
Loftárásir á alþjóðaflugvöllinn í Beirút Ísraelsher gerði loftárásir á alþjóðaflugvöllinn í Beirút í Líbanon í morgun, og þurfti að loka flugvellinum vegna þessa. 13.7.2006 07:16
Ísraelsher ræðst inn í Suður-Líbanon Viðbrögð Ísraelshers við handtöku Líbana á tveimur ísraelskum hermönnum hafa vakið mikil mótmæli um allan heim. Forsætisráðherra Ísraels segir viðbrögð landa sinna verði "öguð en afar, afar sársaukafull". 13.7.2006 07:15
Laun hækka umtalsvert Mikil gleði var í Rúgbrauðsgerðinni í gærmorgun þegar skrifað var undir nýjan samning um kjör starfsmanna svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra. Var feginleikinn svo mikill að slegið var upp í heljarinnar hópknús á meðan blekið þornaði. 13.7.2006 07:15
Of snemmt að fagna sigri Vísitala neysluverðs í júlí hækkaði um 0,46 prósent frá því í júní, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Þessi hækkun er undir væntingum greiningaraðila, sem höfðu spáð 0,55 til 0,7 prósenta hækkun. 13.7.2006 07:15
Verðbætur á ellefta milljarð Talið er líklegt að hagnaður viðskiptabankanna þriggja af verðbótum hafi numið um 10,5 - 10,9 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Verðbólga mældist um 3,8 prósent á tímabilinu og hafði mikil áhrif á afkomu bankanna sem eiga yfir 350 milljarða í verðtryggðum eignum að frádregnum skuldum. 13.7.2006 07:15
Rifa kom á Norrænu Rifa kom á birðing ferjunnar Norrænu, þega hún var að láta úr höfn í Þórshöfn í Færeyjum í gærkvöldi, áleliðis til Íslands, en rakst utan í bryggjukant. 13.7.2006 07:14
Þjóðarhreinsun í uppsiglingu Við mótmælum framferði Ísraelshers sem bitnar á hinum almenna íbúa, körlum, konum og ekki síst börnunum, sem reyna alltént að vera úti við leik, að minnsta kosti á meðan sprengjunum rignir ekki, segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, sem heldur mótmælafund á Austurvelli klukkan 17.30 í dag. 13.7.2006 07:00
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð Sérfræðingar leituðu í gær að vísbendingum í rústum lestarvagna sem sprungu í loft upp í átta sprengjum á háannatíma í Mumbai (Bombay) á Indlandi á þriðjudag. Svo virðist sem sprengjunum hafi verið komið fyrir á farangursgrindum í lestunum, en þær urðu yfir 200 manns að bana og særðu fleiri en 700. 13.7.2006 07:00
Á heimaslóðir kanslarans George W. Bush Bandaríkjaforseti kom í gær til Þýskalands í boði Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Bush verður í Þýskalandi þangað til á morgun, en þá heldur hann til Rússlands á leiðtogafund G8. Í Þýskalandi fer Bush á heimaslóðir Merkel við strönd Eystrasalts, þar sem áður var Austur-Þýskaland. 13.7.2006 07:00
Íbúarnir taki upp hanskann Borgarstjórn Reykjavíkur hefur efnt til átaks til hreinsunar borgarinnar og stendur það í sumar og næstu tvö sumur. Var átakið kynnt á fundi með íbúum í Breiðholti í gærkvöldi en fer formlega af stað með hreinsunardegi í Breiðholti laugardaginn 22. júlí. 13.7.2006 07:00
Sagðist nota etanól í bakstra við bakverk Efnafræðingur, sem vitnaði í máli tveggja Litháa sem ákærðir eru fyrir stórfellt fíkniefnabrot, sagði fyrir dómi að hann hefði aldrei séð amfetamín í fljótandi formi áður. Það var flutt inn í hvítvínsflöskum og líklega ekki í fyrsta sinn. 13.7.2006 07:00
Ráðgjafi Blairs handtekinn Helsti fjáröflunarmaður breska Verkamannaflokksins, Levy lávarður, var í gær handtekinn í tengslum við rannsókn bresku lögreglunnar á ásökunum um að Tony Blair forsætisráðherra hafi með óeðlilegum hætti séð til þess að auðkýfingar, sem styrktu flokkinn, fengju sæti í lávarðadeild þingsins. 13.7.2006 06:45
Einn þungt haldinn á gjörgæsludeild Tugir manna slösuðust í sjötta nautahlaupinu af átta á San Fermin-hátíðinni í Pamplona á Spáni í gær. Þó ráku vel hyrnd nautin engan í gegn og eingöngu einn maður slasaðist illa þegar nautin tröðkuðu á honum. Hann var lagður inn á sjúkrahús með nokkuð alvarlega bak- og höfuðáverka, en var þó ekki í lífshættu.Hlaupið stóð í tvær og hálfa mínútu. 13.7.2006 06:45
Fundu rústir klaustursins Lengi var vitað af stóru klaustri á Austurlandi en rústir þess fundust ekki fyrr en árið 2002. Uppgröftur stendur enn yfir og hefur helmingur rústanna nú verið afhjúpaður, eða um sex hundruð fermetrar. 13.7.2006 06:45
Kosning í stjórn talin ólíkleg Líklegast er að sjálfkjörið verði í stjórn Straums-Burðaráss á hluthafafundi 19. júlí. Framboðsfrestur rennur út klukkan tvö í dag. 13.7.2006 06:30
Segja bið eftir lækni of langa Í könnun sem gerð var meðal fanga á Litla-Hrauni kemur fram að meirihluti þeirra er óánægður með lækna- og tannlæknaþjónustu fangelsisins og allmargir með sálfræðiþjónustuna. Þetta kemur fram í Tímamótum, fréttablaði fanga á Litla-Hrauni. Þar kemur einnig fram að bið eftir viðtali hjá lækni á Litla-Hrauni getur verið nokkrir dagar. 13.7.2006 06:15