Viðskipti innlent

Fjöru­tíu ára sögu American Sty­le í Skip­holti lokið

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki hefur verið hægt að fá sér hamborgara á American Style í Skipholti síðan í september.
Ekki hefur verið hægt að fá sér hamborgara á American Style í Skipholti síðan í september. Vísir/Vilhelm

Veitingastaðnum American Style í Skipholti í Reykjavík hefur verið lokað. Staðurinn opnaði í júní 1985 og fagnaði staðurinn því fjörutíu ára afmæli á síðasta ári. Áfram verða þó reknir þrír staðir á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta staðfestir María Rún Hafliðadóttir, forstjóri Hringaness sem rekur staðina, í svari við fyrirspurn fréttastofu.

Hún segir að það hafi verið erfitt að loka þessum fyrsta American Style-stað, en að það hafi verið gert í september síðastliðnum.

Þeir sem hafa átt leið um Skipholtið hafa tekið eftir því að í glugga staðarins hefur verið miði þar sem segir að vegna framkvæmda væri staðurinn lokaður „tímabundið“ en nú virðist sem að um varanlega lokun sé að ræða.

Þessi miði hefur hangið í hurðinni síðustu mánuði. Þó að standi að um tímabundna lokun sé að ræða virðist sem að hún sé varanleg. Vísir/Vilhelm

Áfram eru reknir veitingastaðir undir merkjum American Style á Bíldshöfða í Reykjavík, Nýbýlavegi í Kópavogi og Dalshrauni í Hafnarfirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×