Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Aron Guðmundsson skrifar 7. desember 2025 14:45 Lando Norris er heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 árið 2025 Vísir/Getty Hinn 26 ára gamli Lando Norris, ökumaður McLaren, er heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 árið 2025 og í fyrsta skipti á sínum ferli. Þetta varð ljóst eftir keppni dagsins í Abu Dhabi. Þrír ökumenn áttu möguleika á heimsmeistaratitlinum fyrir lokakeppni tímabilsins í Abu Dhabi í dag en auk Norris eygðu þeir Max Verstappen hjá Red Bull Racing og Oscar Piastri hjá McLaren von um að skáka Bretanum á toppi stigakeppninnar. Það þurfti mikið að gerast til þess að Norris, sem ræsti í 2.sæti á eftir Verstappen og á undan Piastri í keppni dagsins, myndi ekki tryggja sér heimsmeistaratitilinn og þrátt fyrir erfiða byrjun þar sem að hann missti Piastri fram úr sér, náði Norris að halda fókus og koma í mark í þriðja sæti og þar með tryggja sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. „Ég hef ekki grátið svona mikið lengi,“ sagði Norris eftir að titillinn var tryggður. „Það er löng vegferð að baki.“ Norris þurfti að yfirstíga erfiðar hindranir á tímabilinu sem og í keppni dagsins, lengi vel var hann að elta liðsfélaga sinn Piastri í stigakeppninni en náði á magnaðan hátt, eins og sannur meistari, að koma sér á toppinn og halda sér þar þrátt fyrir ótrúlegt áhlaup fjórfalda heimsmeistarans Max Verstappen á seinni hluta tímabilsins. Norris endar sem heimsmeistari, McLaren sem heimsmeistari bílasmiða, frábært tímabil að baki hjá breska ökumanninum og breska liðinu á síðasta tímabili Formúlu 1 fyrir stórar breytingar sem taka gildi á næsta ári.
Þrír ökumenn áttu möguleika á heimsmeistaratitlinum fyrir lokakeppni tímabilsins í Abu Dhabi í dag en auk Norris eygðu þeir Max Verstappen hjá Red Bull Racing og Oscar Piastri hjá McLaren von um að skáka Bretanum á toppi stigakeppninnar. Það þurfti mikið að gerast til þess að Norris, sem ræsti í 2.sæti á eftir Verstappen og á undan Piastri í keppni dagsins, myndi ekki tryggja sér heimsmeistaratitilinn og þrátt fyrir erfiða byrjun þar sem að hann missti Piastri fram úr sér, náði Norris að halda fókus og koma í mark í þriðja sæti og þar með tryggja sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. „Ég hef ekki grátið svona mikið lengi,“ sagði Norris eftir að titillinn var tryggður. „Það er löng vegferð að baki.“ Norris þurfti að yfirstíga erfiðar hindranir á tímabilinu sem og í keppni dagsins, lengi vel var hann að elta liðsfélaga sinn Piastri í stigakeppninni en náði á magnaðan hátt, eins og sannur meistari, að koma sér á toppinn og halda sér þar þrátt fyrir ótrúlegt áhlaup fjórfalda heimsmeistarans Max Verstappen á seinni hluta tímabilsins. Norris endar sem heimsmeistari, McLaren sem heimsmeistari bílasmiða, frábært tímabil að baki hjá breska ökumanninum og breska liðinu á síðasta tímabili Formúlu 1 fyrir stórar breytingar sem taka gildi á næsta ári.
Akstursíþróttir Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira