Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Oddur Ævar Gunnarsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 25. október 2025 21:03 Einar Bárðarson er formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Vísir/Anton Brink Veitingamenn eru uggandi yfir æ erfiðari rekstrarskilyrðum. Talsmaður þeirra segir ekki lengur hægt að una við núverandi stöðu og hvetur stjórnvöld til að lækka álögur á áfengissölu veitingahúsa. Tilkynnt var á dögunum að til stæði að loka veitingastaðnum Brewdog sem verið hefur á horni Frakkastígs og Hverfisgötu og selt þar skoskan bjór í sjö ár. Þá hefur Bankinn bistró í Mosfellsbæ einnig lokað dyrum sínum en bæði rekstraraðilar Bankans og Brewdog hafa sagt að ekki hafi lengur verið hægt að halda stöðunum gangandi við núverandi rekstrarskilyrði. Laun og gjöld of há Formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist uggandi yfir stöðunni. „Þetta er nú bara þessi vika, því miður. Það er búið að vera hrina lokana síðan um mitt sumar og þetta er mjög alvarlegt og neikvætt fyrir sjálfbæran veitingarekstur,“ segir Einar Bárðarson. Hann segir að ekki verði lengur unað við núverandi ástand. Veitingamenn séu enn þá að borga gjöld eftir heimsfaraldur. Launakostnaður sé allt of hár og áfengisgjöld sömuleiðis. „Þegar það verða lítilsháttar hækkanir núna á birgðum eða hvað það er þá treysta veitingamenn sér ekki lengur til þess að fleyta því út í verðið og segja bara: „þetta er komið gott.“ Verðin yfir sársaukamörkum almennings Veitingamenn lýsi því að verð á vörum líkt og bjór sem skipti sköpum fyrir tekjur veitingastaðanna sé einfaldlega komið yfir sársaukamörk hjá almenningi. Einar segir að til lengri tíma þurfi að bregðast við launakostnaði en að til skemmri tíma væri hægt að stemma stigu við áfengisgjöldin. „Það er sannarlega hægt að skoða áfengisgjöldin. Svo er því miður drjúgum tíma þeirra sem stýra veitingastöðum, hvort sem þeir eru stórir eða smári, sextíu, sjötíu prósent af vinnuvikunni, varið í það að sinna eftirlitsstofnunum ýmiss konar og þar mætti víða auðvelda ferlana án þess að koma niður á gæðum þess sem er verið að fylgjast með,“ segir Einar Bárðarson formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Veitingastaðir Áfengi Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Tilkynnt var á dögunum að til stæði að loka veitingastaðnum Brewdog sem verið hefur á horni Frakkastígs og Hverfisgötu og selt þar skoskan bjór í sjö ár. Þá hefur Bankinn bistró í Mosfellsbæ einnig lokað dyrum sínum en bæði rekstraraðilar Bankans og Brewdog hafa sagt að ekki hafi lengur verið hægt að halda stöðunum gangandi við núverandi rekstrarskilyrði. Laun og gjöld of há Formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist uggandi yfir stöðunni. „Þetta er nú bara þessi vika, því miður. Það er búið að vera hrina lokana síðan um mitt sumar og þetta er mjög alvarlegt og neikvætt fyrir sjálfbæran veitingarekstur,“ segir Einar Bárðarson. Hann segir að ekki verði lengur unað við núverandi ástand. Veitingamenn séu enn þá að borga gjöld eftir heimsfaraldur. Launakostnaður sé allt of hár og áfengisgjöld sömuleiðis. „Þegar það verða lítilsháttar hækkanir núna á birgðum eða hvað það er þá treysta veitingamenn sér ekki lengur til þess að fleyta því út í verðið og segja bara: „þetta er komið gott.“ Verðin yfir sársaukamörkum almennings Veitingamenn lýsi því að verð á vörum líkt og bjór sem skipti sköpum fyrir tekjur veitingastaðanna sé einfaldlega komið yfir sársaukamörk hjá almenningi. Einar segir að til lengri tíma þurfi að bregðast við launakostnaði en að til skemmri tíma væri hægt að stemma stigu við áfengisgjöldin. „Það er sannarlega hægt að skoða áfengisgjöldin. Svo er því miður drjúgum tíma þeirra sem stýra veitingastöðum, hvort sem þeir eru stórir eða smári, sextíu, sjötíu prósent af vinnuvikunni, varið í það að sinna eftirlitsstofnunum ýmiss konar og þar mætti víða auðvelda ferlana án þess að koma niður á gæðum þess sem er verið að fylgjast með,“ segir Einar Bárðarson formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Veitingastaðir Áfengi Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira