Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Smári Jökull Jónsson skrifar 30. september 2025 12:19 Jón Þór Þorvaldsson er formaður FÍA og flugstjóri hjá Icelandair. Vísir/Vilhelm Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og flugstjóri hjá Icelandair segist ekki finna til ábyrgðar vegna gjaldþrots Play. Play kvartaði til Samkeppniseftirlitsins eftir fullyrðingar hans í fjölmiðlum byrjun mánaðar þar sem hann spáði gjaldþroti Play. Hann segist hafa áhyggjur af orðspori Íslands í flugrekstri. Í tilkynningu Play til Kauphallar í gærmorgun vegna yfirvofandi gjaldþrots kom fram að flugmiðasala hafi undanfarið gengið illa og vísaði þar til neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn í fjölmiðlum. Er þá meðal annars verið að vísa til orða Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í Bítinu í byrjun september þar sem hann spáði fyrir um endalok Play. Play kvartaði í kjölfarið til Samkeppniseftirlitsins vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu en auk þess að vera formaður stéttarfélagsins er Jón Þór flugstjóri hjá Icelandair. Orð forstjóra hefðu þá núllað hans orð út Í viðtalinu í Bítinu á sínum tíma gagnrýndi Jón Þór áform Play um að færa starfsemi félagsins til Möltu. Í kvörtun Play til Samkeppniseftirlitsins var sagt að dylgjur og rangfærslur hafi grafið undan trausti almennings til félagsins. Jón Þór segist gefa lítið fyrir ásakanir Play í kvörtuninni. „Eigum við ekki bara að skoða hvað gerðist í gær? Það sem ég sagði þá að það væri mín skoðun, eftir að hafa lesið ársreikninga félagsins, að það væri stutt eftir. Ég spurði þar hver myndi borga það og sú spurning stendur,“ segir Jón Þór. „Ef orð geta haft áhrif hefði það átt að vera núllað út af hálfu forstjóra og segir að þetta hafi allt verið rangfærslur og dylgjur,“ bætir Jón Þór við. Einar Örn forstjóri Play svaraði Jóni Þór í Bítinu á sínum tíma og sagði hann ganga erinda Icelandair. Hafnar hagsmunaárekstrum Jafnframt neitar Jón Þór fyrir að orð hans um Play skapi hagsmunaárekstra fyrir hann, verandi formaður FÍA og starfsmaður Icelandair. Hann segist í gegnum tíðina hafa barist gegn gerviverktöku og undirboðum í flugbransanum. Félagið hafi verið stofnað á röngum forsendum og félagsleg undirboð verið staðreynd. Hann hefur áhyggjur af þeim sem störfuðu hjá Play og spyr hvert þeir fjármunir fari sem nýlega hafi verið settir inn í rekstur Play. „Hvar eru þeir? Væri ekki rétt að nýta þá til að koma því fólki, neytendum, til sinna heima sem höfðu í góðri trú bókað með félaginu? Við hljótum að þurfa að spyrja gagnrýninna spurninga, það er ekki bara því ég sagði þetta þá hafi Play farið á hausinn. Undanfari þessa viðtals var tæplega 30 þúsund milljóna taprekstur á fjórum árum,“ segir Jón Þór. „Ef við skoðum ársreikninga frá öðrum ársfjórðungi 2025 þá var eigið fé neikvætt og handbært fé rétt um 400 milljónir króna. Svo kemur þessi innspýting á fjármagni. Hvað varð um þá peninga? Áttu þeir ekki að bjarga þessu?“ segir Jón Þór. Örfáum dögum fyrir umtalaða viðtalið í Bítinu hafði Play tryggt sér á þriðja milljarð króna í hlutafjáraukningu. Jón Þór segir sögu íslensks flugreksturs ekki glæsilega undanfarin ár. „Þetta skaðar orðspor okkar út á við, Íslendinga í flugrekstri. Ég hef áhyggjur af því.“ Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Samkeppnismál Play Stéttarfélög Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í tilkynningu Play til Kauphallar í gærmorgun vegna yfirvofandi gjaldþrots kom fram að flugmiðasala hafi undanfarið gengið illa og vísaði þar til neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn í fjölmiðlum. Er þá meðal annars verið að vísa til orða Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í Bítinu í byrjun september þar sem hann spáði fyrir um endalok Play. Play kvartaði í kjölfarið til Samkeppniseftirlitsins vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu en auk þess að vera formaður stéttarfélagsins er Jón Þór flugstjóri hjá Icelandair. Orð forstjóra hefðu þá núllað hans orð út Í viðtalinu í Bítinu á sínum tíma gagnrýndi Jón Þór áform Play um að færa starfsemi félagsins til Möltu. Í kvörtun Play til Samkeppniseftirlitsins var sagt að dylgjur og rangfærslur hafi grafið undan trausti almennings til félagsins. Jón Þór segist gefa lítið fyrir ásakanir Play í kvörtuninni. „Eigum við ekki bara að skoða hvað gerðist í gær? Það sem ég sagði þá að það væri mín skoðun, eftir að hafa lesið ársreikninga félagsins, að það væri stutt eftir. Ég spurði þar hver myndi borga það og sú spurning stendur,“ segir Jón Þór. „Ef orð geta haft áhrif hefði það átt að vera núllað út af hálfu forstjóra og segir að þetta hafi allt verið rangfærslur og dylgjur,“ bætir Jón Þór við. Einar Örn forstjóri Play svaraði Jóni Þór í Bítinu á sínum tíma og sagði hann ganga erinda Icelandair. Hafnar hagsmunaárekstrum Jafnframt neitar Jón Þór fyrir að orð hans um Play skapi hagsmunaárekstra fyrir hann, verandi formaður FÍA og starfsmaður Icelandair. Hann segist í gegnum tíðina hafa barist gegn gerviverktöku og undirboðum í flugbransanum. Félagið hafi verið stofnað á röngum forsendum og félagsleg undirboð verið staðreynd. Hann hefur áhyggjur af þeim sem störfuðu hjá Play og spyr hvert þeir fjármunir fari sem nýlega hafi verið settir inn í rekstur Play. „Hvar eru þeir? Væri ekki rétt að nýta þá til að koma því fólki, neytendum, til sinna heima sem höfðu í góðri trú bókað með félaginu? Við hljótum að þurfa að spyrja gagnrýninna spurninga, það er ekki bara því ég sagði þetta þá hafi Play farið á hausinn. Undanfari þessa viðtals var tæplega 30 þúsund milljóna taprekstur á fjórum árum,“ segir Jón Þór. „Ef við skoðum ársreikninga frá öðrum ársfjórðungi 2025 þá var eigið fé neikvætt og handbært fé rétt um 400 milljónir króna. Svo kemur þessi innspýting á fjármagni. Hvað varð um þá peninga? Áttu þeir ekki að bjarga þessu?“ segir Jón Þór. Örfáum dögum fyrir umtalaða viðtalið í Bítinu hafði Play tryggt sér á þriðja milljarð króna í hlutafjáraukningu. Jón Þór segir sögu íslensks flugreksturs ekki glæsilega undanfarin ár. „Þetta skaðar orðspor okkar út á við, Íslendinga í flugrekstri. Ég hef áhyggjur af því.“
Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Samkeppnismál Play Stéttarfélög Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira