Röng og „tilefnislaus aðdróttun“ að SKE hafi verið blekkt til sáttaviðræðna

Það er „einfaldlega óumdeild staðreynd“ að markaður fyrir flutningstöp hefur aldrei áður verið skilgreindur hér á landi, að sögn Landsvirkjunar, og ekkert í innanhúsgögnum fyrirtækisins gaf „minnsta tilefni“ til að sjá fyrir að Samkeppniseftirlitið myndi álíta kaup Landsnets sem sérstakan markað. Landsvirkjun hefur kært ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta orkufyrirtækið vegna „alvarlegra brota“ á samkeppnislögum en í bréfi lögmanns þess segir að ályktanir eftirlitsins um að Landsvirkjun hafi af ásetningu brotið gegn banni við markaðsráðandi stöðu vera „einstaklega ámælisverðar.“