Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2025 06:32 Viðskiptavinurinn gat ekki horft á sjónvarpið á hótelherberginu og ákvað að fara í hart. Myndin er úr safni. Getty Hótel á Íslandi þarf að endurgreiða viðskiptavini 22 evrur, eða rúmar þrjú þúsund krónur, þar sem sjónvarpið á hótelherberginu virkaði ekki. Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Í nýjum úrskurði nefndarinnar segir að viðskiptavinurinn hafi bókað þrjár nætur á hótelinu í gegnum bókunarsíðu í júlí á síðasta ári. Viðskiptavinurinn benti á að í lýsingu á herberginu hafi komið fram að um væri að ræða tveggja manna herbergi og að í því væri meðal annars sjónvarpstæki. Fyrsta kvöldið hafi viðskiptavinurinn hins vegar orðið þess áskynja að ekkert samband náðist við stöðvar í sjónvarpinu. Hann hafi þá þegar, í tvígang, haft samband við móttöku hótelsins vegna þessa og fengið þær upplýsingar að sökum framkvæmda í byggingunni mætti eiga von á truflunum á sjónvarpssambandi á almennum vinnutíma. Raunin hafi hins vegar sú að ekki var hægt að horfa á sjónvarpið á öllum tímum sólarhrings og allan þann tíma sem á dvölinni stóð. Ætlaði að horfa á sjónvarpið Viðskiptavinurinn benti sömuleiðis á að á heimasíðu hótelsins hafi aðeins komið fram að sökum framkvæmda gætu gestir orðið fyrir truflun vegna hávaða. Hann hafi bókað gistinguna með það í huga að geta horft á sjónvarp og því hafi hann ekki fengið alla þá þjónustu sem hann festi kaup á hjá hótelinu. Eftir að dvölinni lauk hafði viðskiptavinurinn samband við hótelið, kvartað og krafist endurgreiðslu að hluta. Hótelið hafi hins vegar ekki brugðist við þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir. Viðskiptavinurinn hafði því samband við kærunefndina og fór fram á endurgreiðslu sem næmi fimm prósentum að heildarreikningi - eða 22,23 evrum - þar sem hótelið hafi vanefnt samninginn. Skilaði engum gögnum Hótelið skilaði engum gögnum til nefndarinnar og var það mat hennar að fallast ætti á það með viðskiptavininum að gistiþjónustan hafi ekki verið í samræmi við þær upplýsingar sem veittar hafi verið. Taldi nefndin að hótelið ætti sannarlega að endurgreiða fimm prósent af heildarreikningnum – 22,23 evrur eða rúmlega 3.100 krónur. Úrskurðar- og kærunefndir Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Í nýjum úrskurði nefndarinnar segir að viðskiptavinurinn hafi bókað þrjár nætur á hótelinu í gegnum bókunarsíðu í júlí á síðasta ári. Viðskiptavinurinn benti á að í lýsingu á herberginu hafi komið fram að um væri að ræða tveggja manna herbergi og að í því væri meðal annars sjónvarpstæki. Fyrsta kvöldið hafi viðskiptavinurinn hins vegar orðið þess áskynja að ekkert samband náðist við stöðvar í sjónvarpinu. Hann hafi þá þegar, í tvígang, haft samband við móttöku hótelsins vegna þessa og fengið þær upplýsingar að sökum framkvæmda í byggingunni mætti eiga von á truflunum á sjónvarpssambandi á almennum vinnutíma. Raunin hafi hins vegar sú að ekki var hægt að horfa á sjónvarpið á öllum tímum sólarhrings og allan þann tíma sem á dvölinni stóð. Ætlaði að horfa á sjónvarpið Viðskiptavinurinn benti sömuleiðis á að á heimasíðu hótelsins hafi aðeins komið fram að sökum framkvæmda gætu gestir orðið fyrir truflun vegna hávaða. Hann hafi bókað gistinguna með það í huga að geta horft á sjónvarp og því hafi hann ekki fengið alla þá þjónustu sem hann festi kaup á hjá hótelinu. Eftir að dvölinni lauk hafði viðskiptavinurinn samband við hótelið, kvartað og krafist endurgreiðslu að hluta. Hótelið hafi hins vegar ekki brugðist við þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir. Viðskiptavinurinn hafði því samband við kærunefndina og fór fram á endurgreiðslu sem næmi fimm prósentum að heildarreikningi - eða 22,23 evrum - þar sem hótelið hafi vanefnt samninginn. Skilaði engum gögnum Hótelið skilaði engum gögnum til nefndarinnar og var það mat hennar að fallast ætti á það með viðskiptavininum að gistiþjónustan hafi ekki verið í samræmi við þær upplýsingar sem veittar hafi verið. Taldi nefndin að hótelið ætti sannarlega að endurgreiða fimm prósent af heildarreikningnum – 22,23 evrur eða rúmlega 3.100 krónur.
Úrskurðar- og kærunefndir Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent