Boða lagabreytingu til að heimila SKE að stöðva tímafresti við rannsókn samruna

Til stendur að hækka veltumörk tilkynningarskyldra samruna til samræmis við hækkun verðlags á undanförnum árum og jafnframt að gefa Samkeppniseftirlitinu meðal annars heimildir til að stöðva tímafresti í samrunamálum ef fyrirtæki er talið hafa veitt villandi upplýsingar. Lögmaður varar við því að þetta kunni að leiða til þess að málsmeðferðin verði „talsvert lengri“ og valdið mögulegt tjóni fyrir samrunaaðila.
Tengdar fréttir

Stjórnvöld þurfi að sýna að erlendir fjárfestar séu velkomnir á Íslandi
Stjórnandi hjá franska sjóðastýringarfélaginu Ardian, stærsti erlendi innviðafjárfestirinn á Íslandi, segir að stjórnvöld þurfi að gefa út þau skilaboð að alþjóðlegir fjárfestar séu velkomnir hér á landi en þess í stað einkennist viðhorfið fremur af „varðstöðu“ þegar kemur að mögulegri aðkomu þeirra að innviðaverkefnum. Hún telur jafnframt að Samkeppniseftirlitið geti ekki komist að annarri niðurstöðu en að fella niður kvaðir á hendur Mílu, sem Ardian festi kaup á fyrir tveimur árum, á tilteknum mörkuðum enda sé fjarskiptainnviðafélagið ekki lengur með markaðsráðandi stöðu.

Ardian: Auðveldara að fjárfesta á Íslandi ef samkeppnislögin eru eins og í Evrópu
Fjárfestingarstjóri hjá Ardian, sem stóð að stærstu erlendu fjárfestingunni hér á landi í meira en áratug með kaupunum á Mílu í lok síðasta árs, segir að fyrir erlenda langtímafjárfesta sé mikilvægt að þeir upplifi það að vera meðhöndlaðir af hálfu stjórnvalda með sama hætti og innlendir fjárfestar. Afar erfitt sé hins vegar að eiga við þá áhættu sem tengist vaxtastiginu og flökti í gengi krónunnar.

Ríkisendurskoðun vill ramma utan um óháðu kunnáttumennina
Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að settar verði skýrari reglur eða viðmið er snúa að eftirfylgni Samkeppniseftirlitsins með störfum óháðra kunnáttumanna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt á eftirlitsstofnuninni.

Ótækt að samrunaaðilar veiti vísvitandi rangar upplýsingar án afleiðinga
Ríkisendurskoðun hefur lokið úttekt á Samkeppniseftirlitinu og lagt fram tillögur til úrbóta. Meðal þess sem embættið vill að SKE skoði ítarlega eru möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf. Einnig þurfi að meta framkvæmd samrunagjalds og fylgjast betur með áhrifum samrunaskilyrða.

Míla gerir aðra atlögu að því að kaupa ljósleiðarafélag í Vestmannaeyjum
Stjórn Eyglóar, eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum, hefur fallist á nýtt kauptilboð Mílu í fjarskiptainnviði fyrirtækisins en fyrr á árinu var samruni félaganna afturkallaðar vegna „mikillar mótspyrnu“ sem viðskiptin mættu í umsögnum til Samkeppniseftirlitsins, sérstaklega frá Ljósleiðaranum og Fjarskiptastofu. Ljósleiðarinn skilaði hins vegar ekki tilboði í innviði Eyglóar þegar þeir voru auglýstir til sölu fyrir skömmu.