„Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ BM Vallá 22. ágúst 2025 11:57 Emil Austmann Kristinsson, framkvæmdastjóri sölusviðs BM Vallár. Í haust opnar BM Vallá nýja steypustöð í Reykjanesbæ. Um er að ræða steypustöð sem er hönnuð með áherslu á gæði, skilvirkni og háþróaða framleiðslutækni. Með opnun steypustöðvarinnar styrkir fyrirtækið þjónustu sína á Suðurnesjum og styður við framkvæmda- og atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Samhliða innleiðir BM Vallá nýjar lausnir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og stuðla að betri nýtingu hráefna. Sjálfbærni og vistvænni lausnir „Við erum að nálgast hlutina í samræmi við okkar markmið í umhverfismálum,“ segir Emil Austmann Kristinsson, framkvæmdastjóri sölusviðs BM Vallár. Fyrirtækið hefur síðastliðin ár sett umhverfismál og sjálfbærni í forgang og hlotið fyrir það tvær viðurkenningar á sviði umhverfismála, Kuðunginn og Umhverfisfyrirtæki SA.BM Vallá býður meðal annars upp á Berglindi, vistvænni steypu með allt að 45 prósent minna kolefnisspor en hefðbundin steypa samkvæmt kröfum byggingarreglugerðar. Þá leggur fyrirtækið mikið upp úr vottuðum umhverfisyfirlýsingum (EPD) til að geta veitt staðlaðar og gagnsæjar upplýsingar um umhverfisáhrif vörunnar yfir lífsferil hennar. BM Vallá hlaut tvær viðurkenningar á sviði umhverfismála árið 2024. Endurvinnsla og nýting hráefna Nýja steypustöðin á Reykjanesi verður staðsett að Ferjutröð 11, Ásbrú, er búin tæknilegri endurvinnslustöð sem gerir mögulegt að endurvinna bæði umfram- og afgangssteypu.„Fram að þessu höfum við notað afgangssteypu sem verður eftir í bílunum í aðrar vörur, meðal annars styrkta hleðslukubba. Við verðum áfram í því en með nýju stöðinni munum við geta skolað út steypuna og endurnýtt skolvatnið í næstu hræru. Engin óæskileg efni fara út í fráveitukerfið og við endurvinnum mölina einnig,“ segir Emil. „Við eigum ekki að þurfa að farga neinu sem er í samræmi við okkar áherslur á hringrásarlausnir.“ Hitunarkerfi knúið metangasi Nýja stöðin er búin hitunarkerfi, gufukatli sem gengur bæði fyrir dísilolíu og metangasi frá Sorpu. Hitunarkerfið skiptir höfuðmáli við íslenskar aðstæður þegar bræða þarf frostköggla úr möl við framleiðsluna. Metangas er hluti af hringrásarhagkerfinu sem bætir nýtingu úrgangs og er umhverfisvænni orkugjafi. Þessi nálgun er í takt við alþjóðlega þróun þar sem sífellt fleiri lönd setja kvaðir á fyrirtæki um að draga úr kolefnisspori. Emil bendir á að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Ísland fylgi í kjölfarið með sambærilegar reglur. „Hringrásarhagkerfið er nauðsynlegt í dag og fyrirtæki þurfa að bera ábyrgð. BM Vallá ætlar að vera í fararbroddi í þessum efnum enda stefnum við ótrauð á kolefnishlutleysi í starfseminni innan fimm ára.“ Framkvæmdir eru í fullum gangi við uppsetningu nýrrar steypustöðvar. BM Vallá býður á stórleik í boltanum 29. ágúst „Við erum mjög spennt að koma í Reykjanesbæ og erum sannfærð um að starfsemin verði íbúum og fyrirtækjum á svæðinu til hagsbóta. Við höfum lengi fengið ábendingar frá viðskiptavinum okkar á Suðurnesjum um að koma nær þeim. Reykjanesbær er í mikilli uppbyggingu; þar er flugvöllurinn, fiskeldisverkefni, íbúðabyggingar og stórar framkvæmdir. Við viljum vera til staðar og taka þátt í þeirri þróun,“ segir Emil. BM Vallá ætli sér að taka virkan þátt í samfélaginu og í tilefni af opnun nýju steypustöðvarinnar mun fyrirtækið bjóða íbúum á Suðurnesjum á stórleik Njarðvíkur og Leiknis í knattspyrnu. Leikurinn er heimaleikur Njarðvíkur og fer fram 29. ágúst næstkomandi. BM Vallá býður á stórleik Njarðvíkur og Leiknis 29. ágúst. „Við erum í fólkbransanum“ „Við viljum vinna með íþróttafélögum og styrkja tengsl okkar við íbúa. Þetta er liður í því að vera virkur þátttakandi í samfélaginu, ekki bara þjónustuaðili,“ segir Emil og leggur áherslu á að fyrirtækið snúist ekki bara um tóma steypu.„Það er algengur misskilningur að við séum eingöngu í steypubransanum. Við erum í "fólk-bransanum". Við vinnum með fólki sem setur aleiguna í heimili sitt, verktökum sem ráðast í stórar framkvæmdir svo húsnæði verði til og fólki sem vinnur störfin, dælir steypunni og byggir húsin - allt þetta fyrir fólk. Við þekkjum vel þessa tilfinningu að sjá eitthvað byggjast upp, standa fyrir framan tóman reit og svo eftir blóð, svita og tár er kominn veggur, svo heilt hús og geta að lokum labbað inn með tannburstann sinn. Sú tilfinning er engu lík.“ Falleg heimili verða til með góðri samvinnu. Mynd/hönnun: GS teiknistofa. Verkkaupi: Byggingafélagið Bakki. Þjónusta fyrir vaxandi samfélag Síðustu mánuði hefur verið unnið að umfangsmiklum jarðvinnu- og steypuframkvæmdum á lóðinni við Ferjutröð 11 á Ásbrúarsvæðinu; gólfplata steypt, sex efnishólf reist og undirstöður fyrir vigtarband og þrjú síló sett upp. Skipulags- og deiliskipulagsvinnu ásamt leyfisveitingum lauk í sumar og segir Emil mikla tilhlökkun í verbúðum BM Vallár. Nýja steypustöðin kemur frá þýska framleiðandanum Nisbau og mun þjónusta byggingaverktaka og einstaklinga í Keflavík, Njarðvík, Höfnum, Sandgerði, Garði, Vogum ásamt Hafnarfirði. Ráðgert er að afhending steypu frá Reykjanes bæ hefjist í haust. Nánari upplýsingar um verð, þjónustu og lausnir sem henta mannvirkjagerð og framkvæmdum í Reykjanesbæ má sjá á vefsíðu BM Vallár. Steypubílar frá BM Vallá munu sjást í auknu mæli á Suðurnesjunum. Byggingariðnaður Reykjanesbær Húsnæðismál Umhverfismál Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira
Sjálfbærni og vistvænni lausnir „Við erum að nálgast hlutina í samræmi við okkar markmið í umhverfismálum,“ segir Emil Austmann Kristinsson, framkvæmdastjóri sölusviðs BM Vallár. Fyrirtækið hefur síðastliðin ár sett umhverfismál og sjálfbærni í forgang og hlotið fyrir það tvær viðurkenningar á sviði umhverfismála, Kuðunginn og Umhverfisfyrirtæki SA.BM Vallá býður meðal annars upp á Berglindi, vistvænni steypu með allt að 45 prósent minna kolefnisspor en hefðbundin steypa samkvæmt kröfum byggingarreglugerðar. Þá leggur fyrirtækið mikið upp úr vottuðum umhverfisyfirlýsingum (EPD) til að geta veitt staðlaðar og gagnsæjar upplýsingar um umhverfisáhrif vörunnar yfir lífsferil hennar. BM Vallá hlaut tvær viðurkenningar á sviði umhverfismála árið 2024. Endurvinnsla og nýting hráefna Nýja steypustöðin á Reykjanesi verður staðsett að Ferjutröð 11, Ásbrú, er búin tæknilegri endurvinnslustöð sem gerir mögulegt að endurvinna bæði umfram- og afgangssteypu.„Fram að þessu höfum við notað afgangssteypu sem verður eftir í bílunum í aðrar vörur, meðal annars styrkta hleðslukubba. Við verðum áfram í því en með nýju stöðinni munum við geta skolað út steypuna og endurnýtt skolvatnið í næstu hræru. Engin óæskileg efni fara út í fráveitukerfið og við endurvinnum mölina einnig,“ segir Emil. „Við eigum ekki að þurfa að farga neinu sem er í samræmi við okkar áherslur á hringrásarlausnir.“ Hitunarkerfi knúið metangasi Nýja stöðin er búin hitunarkerfi, gufukatli sem gengur bæði fyrir dísilolíu og metangasi frá Sorpu. Hitunarkerfið skiptir höfuðmáli við íslenskar aðstæður þegar bræða þarf frostköggla úr möl við framleiðsluna. Metangas er hluti af hringrásarhagkerfinu sem bætir nýtingu úrgangs og er umhverfisvænni orkugjafi. Þessi nálgun er í takt við alþjóðlega þróun þar sem sífellt fleiri lönd setja kvaðir á fyrirtæki um að draga úr kolefnisspori. Emil bendir á að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Ísland fylgi í kjölfarið með sambærilegar reglur. „Hringrásarhagkerfið er nauðsynlegt í dag og fyrirtæki þurfa að bera ábyrgð. BM Vallá ætlar að vera í fararbroddi í þessum efnum enda stefnum við ótrauð á kolefnishlutleysi í starfseminni innan fimm ára.“ Framkvæmdir eru í fullum gangi við uppsetningu nýrrar steypustöðvar. BM Vallá býður á stórleik í boltanum 29. ágúst „Við erum mjög spennt að koma í Reykjanesbæ og erum sannfærð um að starfsemin verði íbúum og fyrirtækjum á svæðinu til hagsbóta. Við höfum lengi fengið ábendingar frá viðskiptavinum okkar á Suðurnesjum um að koma nær þeim. Reykjanesbær er í mikilli uppbyggingu; þar er flugvöllurinn, fiskeldisverkefni, íbúðabyggingar og stórar framkvæmdir. Við viljum vera til staðar og taka þátt í þeirri þróun,“ segir Emil. BM Vallá ætli sér að taka virkan þátt í samfélaginu og í tilefni af opnun nýju steypustöðvarinnar mun fyrirtækið bjóða íbúum á Suðurnesjum á stórleik Njarðvíkur og Leiknis í knattspyrnu. Leikurinn er heimaleikur Njarðvíkur og fer fram 29. ágúst næstkomandi. BM Vallá býður á stórleik Njarðvíkur og Leiknis 29. ágúst. „Við erum í fólkbransanum“ „Við viljum vinna með íþróttafélögum og styrkja tengsl okkar við íbúa. Þetta er liður í því að vera virkur þátttakandi í samfélaginu, ekki bara þjónustuaðili,“ segir Emil og leggur áherslu á að fyrirtækið snúist ekki bara um tóma steypu.„Það er algengur misskilningur að við séum eingöngu í steypubransanum. Við erum í "fólk-bransanum". Við vinnum með fólki sem setur aleiguna í heimili sitt, verktökum sem ráðast í stórar framkvæmdir svo húsnæði verði til og fólki sem vinnur störfin, dælir steypunni og byggir húsin - allt þetta fyrir fólk. Við þekkjum vel þessa tilfinningu að sjá eitthvað byggjast upp, standa fyrir framan tóman reit og svo eftir blóð, svita og tár er kominn veggur, svo heilt hús og geta að lokum labbað inn með tannburstann sinn. Sú tilfinning er engu lík.“ Falleg heimili verða til með góðri samvinnu. Mynd/hönnun: GS teiknistofa. Verkkaupi: Byggingafélagið Bakki. Þjónusta fyrir vaxandi samfélag Síðustu mánuði hefur verið unnið að umfangsmiklum jarðvinnu- og steypuframkvæmdum á lóðinni við Ferjutröð 11 á Ásbrúarsvæðinu; gólfplata steypt, sex efnishólf reist og undirstöður fyrir vigtarband og þrjú síló sett upp. Skipulags- og deiliskipulagsvinnu ásamt leyfisveitingum lauk í sumar og segir Emil mikla tilhlökkun í verbúðum BM Vallár. Nýja steypustöðin kemur frá þýska framleiðandanum Nisbau og mun þjónusta byggingaverktaka og einstaklinga í Keflavík, Njarðvík, Höfnum, Sandgerði, Garði, Vogum ásamt Hafnarfirði. Ráðgert er að afhending steypu frá Reykjanes bæ hefjist í haust. Nánari upplýsingar um verð, þjónustu og lausnir sem henta mannvirkjagerð og framkvæmdum í Reykjanesbæ má sjá á vefsíðu BM Vallár. Steypubílar frá BM Vallá munu sjást í auknu mæli á Suðurnesjunum.
Byggingariðnaður Reykjanesbær Húsnæðismál Umhverfismál Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira