Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2025 11:06 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjölskylda í Grafarvogi fékk rukkun upp á tæplega sex þúsund krónur eftir að hafa lagt á bílastæði við Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ráðherra segir fjölskylduna ekki hafa áttað sig á því að gjaldskylda væri á bílastæðinu. „Það var leiðinleg sending sem fjölskylda úr Grafarvogi fékk í kjölfar frábærrar dagsferðar um Snæfellsnes. Sendingin barst í heimabankann, rukkun upp á 5.750 krónur af því að þau stoppuðu stutta stund við hið fallega Kirkjufell. Grunngjaldið var 1.000 krónur, en þar sem ekki var greitt innan sólarhrings bættist við 4.500 króna vangreiðsluálag og 250 króna færslugjald,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuráðherra í færslu á Facebook. Tengsl ráðherra við málið eru óljós en hún segir engan í fjölskyldunni hafa tekið eftir neinum skýrum merkjum um gjaldskyldu – né leiðbeiningum um hvernig greiða skyldi. Ekki einsdæmi „Þetta er ekki einsdæmi. Kvartanir vegna svipaðra mála berast bæði Neytendastofu og Neytendasamtökunum nánast vikulega, þar sem fólk lýsir óljósri, ósýnilegri eða villandi gjaldtöku sem kemur fram löngu eftir að ferðinni er lokið.“ Ferðamenn á göngu við Kirkjufellsfoss.Getty Það sé dýrt að byggja upp og reka bílastæði. Þess vegna eigi það ekki að koma á óvart þegar gjald sé tekið fyrir afnot af stæðum. „En ef fólk fær ekki skýrar upplýsingar um verð og greiðsluskilmála, þá hættir gjaldtakan að vera sanngjörn og jafnvel lögleg.“ Neytendastofa hafi í kjölfar fjölda kvartana skoðað viðskiptahætti nokkurra bílastæðafyrirtækja. „Í ljós hafa komið dæmi þar sem leiðbeiningar um greiðslu eru óskýrar eða ófullnægjandi og aukagjöld ekki kynnt fyrirfram. Upplýsingagjöf á reikningum í heimabanka er líka oft mjög ábótavant. Því hefur nú verið beint til viðkomandi fyrirtækja að lagfæra upplýsingagjöf og samræma gjaldtökuna við lög,“ segir Hanna Katrín. Stjórnvöld muni fylgja því fast eftir að þessar úrbætur nái fram að ganga. „Ef lögin eru óskýr þá verður það lagfært. Almenningur á rétt á því að þessi mál séu í lagi.“ Sekt sé ekki greitt innan sama dags Fyrirtækið Sannir landvættir halda úti gjaldtöku við Kirkjufell. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að gjaldtaka sé nauðsynleg til að veita gott aðgengi fyrir alla, halda svæðinu opnu allt árið og sjá til þess að gæði og öryggismál séu til sóma. Bílastæði við Kirkjufell sem Sannir landvættir halda úti. Gjald fyrir fólksbíl er 1200 krónur, 1800 krónur fyrir minni rútur og 6400 krónur fyrir stærri rútur. „Þeir sem ekki greiða innan sama dags fá viðbætt 4.500kr vangreiðsluálag auk færslugjalds sem þriðji aðili leggur á ef greitt er með greiðsluappi. Við vangreiðslugjald leggst einnig færslugjald vegna rafræns reiknings að fjárhæð kr. 250,“ segir á heimasíðunni. Þar má fylla út form ef fólk hefur athugasemdir við reikninga. Sannir landvættir sjá líka um gjaldtöku við Námaskarð, Laufskálsvörðu og Viking Park á Suðurlandi. Fyrirtækið er að megninu í eigu Öryggismiðstöðvarinnar og verkfræðistofunnar Verkís. Bílastæði Grundarfjörður Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Neytendur Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
„Það var leiðinleg sending sem fjölskylda úr Grafarvogi fékk í kjölfar frábærrar dagsferðar um Snæfellsnes. Sendingin barst í heimabankann, rukkun upp á 5.750 krónur af því að þau stoppuðu stutta stund við hið fallega Kirkjufell. Grunngjaldið var 1.000 krónur, en þar sem ekki var greitt innan sólarhrings bættist við 4.500 króna vangreiðsluálag og 250 króna færslugjald,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuráðherra í færslu á Facebook. Tengsl ráðherra við málið eru óljós en hún segir engan í fjölskyldunni hafa tekið eftir neinum skýrum merkjum um gjaldskyldu – né leiðbeiningum um hvernig greiða skyldi. Ekki einsdæmi „Þetta er ekki einsdæmi. Kvartanir vegna svipaðra mála berast bæði Neytendastofu og Neytendasamtökunum nánast vikulega, þar sem fólk lýsir óljósri, ósýnilegri eða villandi gjaldtöku sem kemur fram löngu eftir að ferðinni er lokið.“ Ferðamenn á göngu við Kirkjufellsfoss.Getty Það sé dýrt að byggja upp og reka bílastæði. Þess vegna eigi það ekki að koma á óvart þegar gjald sé tekið fyrir afnot af stæðum. „En ef fólk fær ekki skýrar upplýsingar um verð og greiðsluskilmála, þá hættir gjaldtakan að vera sanngjörn og jafnvel lögleg.“ Neytendastofa hafi í kjölfar fjölda kvartana skoðað viðskiptahætti nokkurra bílastæðafyrirtækja. „Í ljós hafa komið dæmi þar sem leiðbeiningar um greiðslu eru óskýrar eða ófullnægjandi og aukagjöld ekki kynnt fyrirfram. Upplýsingagjöf á reikningum í heimabanka er líka oft mjög ábótavant. Því hefur nú verið beint til viðkomandi fyrirtækja að lagfæra upplýsingagjöf og samræma gjaldtökuna við lög,“ segir Hanna Katrín. Stjórnvöld muni fylgja því fast eftir að þessar úrbætur nái fram að ganga. „Ef lögin eru óskýr þá verður það lagfært. Almenningur á rétt á því að þessi mál séu í lagi.“ Sekt sé ekki greitt innan sama dags Fyrirtækið Sannir landvættir halda úti gjaldtöku við Kirkjufell. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að gjaldtaka sé nauðsynleg til að veita gott aðgengi fyrir alla, halda svæðinu opnu allt árið og sjá til þess að gæði og öryggismál séu til sóma. Bílastæði við Kirkjufell sem Sannir landvættir halda úti. Gjald fyrir fólksbíl er 1200 krónur, 1800 krónur fyrir minni rútur og 6400 krónur fyrir stærri rútur. „Þeir sem ekki greiða innan sama dags fá viðbætt 4.500kr vangreiðsluálag auk færslugjalds sem þriðji aðili leggur á ef greitt er með greiðsluappi. Við vangreiðslugjald leggst einnig færslugjald vegna rafræns reiknings að fjárhæð kr. 250,“ segir á heimasíðunni. Þar má fylla út form ef fólk hefur athugasemdir við reikninga. Sannir landvættir sjá líka um gjaldtöku við Námaskarð, Laufskálsvörðu og Viking Park á Suðurlandi. Fyrirtækið er að megninu í eigu Öryggismiðstöðvarinnar og verkfræðistofunnar Verkís.
Bílastæði Grundarfjörður Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Neytendur Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira