Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2025 15:45 Fjórfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen er ekkert að fara neitt. Getty/Jakub Porzycki Formúlu 1 kappinn Max Verstappen er ekkert að fara neitt. Hann hefur nú staðfest að hann keyri áfram fyrir Red Bull árið 2026. Hollenski heimsmeistarinn staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrir ungverska kappaksturinn um helgina. „Ég held að það sé kominn tími á það að stoppa þessar sögusagnir. Það hefur alltaf verið á hreinu í mínum augum að ég verði áfram hjá Red Bull,“ sagði Max Verstappen. Lengi hafa menn í formúlu 1 heiminum velt því fyrir sér hvort Verstappen sé á förum. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Mercedes liðið. Verstappen er enn bara 27 ára gamall en hann hefur verið heimsmeistari í formúlu 1 undanfarin fjögur ár. Útlitið er þó ekki bjart í ár en hann er bara í þriðja sætinu eftir þrettán keppnir. Slakt gengi í ár hefur auðvitað mikið að segja með allar þessar kviksögur. Christian Horner, yfirmaður hans hjá Red Bull, var rekinn á dögunum og það gerði ekkert annað en að auka slúðrið um framtíð Hollendingsins. Verstappen er með samning við Red Bull til ársins 2028 þannig að þetta var aldrei spurning um samninginn heldur miklu frekar að hann og liðið hefði komið sér saman um starfslok eins og var í tilfelli Horner. Verstappen hefur nú stigið fram og fullvissað alla að hann keyrir áfram fyrir Red Bull. Max Verstappen confirms he's staying at Red Bull next season 👀#F1 #HungarianGP pic.twitter.com/6ToNBPw4Tq— Formula 1 (@F1) July 31, 2025 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hollenski heimsmeistarinn staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrir ungverska kappaksturinn um helgina. „Ég held að það sé kominn tími á það að stoppa þessar sögusagnir. Það hefur alltaf verið á hreinu í mínum augum að ég verði áfram hjá Red Bull,“ sagði Max Verstappen. Lengi hafa menn í formúlu 1 heiminum velt því fyrir sér hvort Verstappen sé á förum. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Mercedes liðið. Verstappen er enn bara 27 ára gamall en hann hefur verið heimsmeistari í formúlu 1 undanfarin fjögur ár. Útlitið er þó ekki bjart í ár en hann er bara í þriðja sætinu eftir þrettán keppnir. Slakt gengi í ár hefur auðvitað mikið að segja með allar þessar kviksögur. Christian Horner, yfirmaður hans hjá Red Bull, var rekinn á dögunum og það gerði ekkert annað en að auka slúðrið um framtíð Hollendingsins. Verstappen er með samning við Red Bull til ársins 2028 þannig að þetta var aldrei spurning um samninginn heldur miklu frekar að hann og liðið hefði komið sér saman um starfslok eins og var í tilfelli Horner. Verstappen hefur nú stigið fram og fullvissað alla að hann keyrir áfram fyrir Red Bull. Max Verstappen confirms he's staying at Red Bull next season 👀#F1 #HungarianGP pic.twitter.com/6ToNBPw4Tq— Formula 1 (@F1) July 31, 2025
Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira