Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Atli Ísleifsson skrifar 6. júní 2025 06:33 Maðurinn sagðist hafa notað skóla fimm til átta sinnum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu manns um endurgreiðslu á körfuboltaskóm sem hann hafi keypt og vildi síðar meina að væru haldnir vanköntum og hefðu aflagast. Í úrskurði nefndarinnar segir að maðurinn hafi keypt skóna í verslun í febrúar 2024 fyrir 9.190 krónur. Kaupandi skóparsins sagðist aðeins hafa notað skóna í fimm til átta skipti við körfuboltaiðkun, en í nóvember 2024 – um níu mánuði eftir kaupin – hafi hann fundið fyrir því að botn beggja skónna hefði aflagast við hælinn. Kaupandinn fór þá í verslunina og óskaði eftir að fá skóna endurgreidda. Vildi hann meina að skórnir hefðu verið gallaðir við kaupin og hafi hann upplýst seljanda um ágallana um leið og hann hafi orðið þeirra var. Forsvarsmenn verslunarinnar höfnuðu kröfu mannsins og vísuðu til þess að 28 daga skilafresturinn væri löngu liðinn og auk þess að kaupandinn ætti að beina kvörtuninni um galla til framleiðanda skónna. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að þar sem ætlaður galli á skónum hafi komið upp að liðnum sex mánuðum hvíli sönnunarbyrði fyrir því að skórnir hafi verið haldnir galla við kaupin á kaupanda skónna. Lagði fram tvær ljósmyndir Við meðferð málsins lagði kaupandi skóparsins fram tvær ljósmyndir sem sýni skóna að innanverðu og að af þeim verði ráðið að einhver aflögun hafi orðið á innleggi við hæl. Nefndarmenn segja að þó sé erfitt að sjá með skýrum hætti hverjar skemmdir á skónum raunverulega hafi verið auk þess að líta verði til þess að ýmis atriði geti haft áhrif á líftíma skóa – svo sem notkun þeirra, umgengni og umhirða. „Með hliðsjón af framanröktu og framlögðum gögnum verður ekki séð að sóknaraðila hafi tekist sönnun um að þeir vankantar sem eru á skónum megi rekja til galla sem hafi verið til staðar við afhendingu þeirra 15. febrúar 2024. Verður því að hafna kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Neytendur Verslun Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar segir að maðurinn hafi keypt skóna í verslun í febrúar 2024 fyrir 9.190 krónur. Kaupandi skóparsins sagðist aðeins hafa notað skóna í fimm til átta skipti við körfuboltaiðkun, en í nóvember 2024 – um níu mánuði eftir kaupin – hafi hann fundið fyrir því að botn beggja skónna hefði aflagast við hælinn. Kaupandinn fór þá í verslunina og óskaði eftir að fá skóna endurgreidda. Vildi hann meina að skórnir hefðu verið gallaðir við kaupin og hafi hann upplýst seljanda um ágallana um leið og hann hafi orðið þeirra var. Forsvarsmenn verslunarinnar höfnuðu kröfu mannsins og vísuðu til þess að 28 daga skilafresturinn væri löngu liðinn og auk þess að kaupandinn ætti að beina kvörtuninni um galla til framleiðanda skónna. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að þar sem ætlaður galli á skónum hafi komið upp að liðnum sex mánuðum hvíli sönnunarbyrði fyrir því að skórnir hafi verið haldnir galla við kaupin á kaupanda skónna. Lagði fram tvær ljósmyndir Við meðferð málsins lagði kaupandi skóparsins fram tvær ljósmyndir sem sýni skóna að innanverðu og að af þeim verði ráðið að einhver aflögun hafi orðið á innleggi við hæl. Nefndarmenn segja að þó sé erfitt að sjá með skýrum hætti hverjar skemmdir á skónum raunverulega hafi verið auk þess að líta verði til þess að ýmis atriði geti haft áhrif á líftíma skóa – svo sem notkun þeirra, umgengni og umhirða. „Með hliðsjón af framanröktu og framlögðum gögnum verður ekki séð að sóknaraðila hafi tekist sönnun um að þeir vankantar sem eru á skónum megi rekja til galla sem hafi verið til staðar við afhendingu þeirra 15. febrúar 2024. Verður því að hafna kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar.
Neytendur Verslun Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“