Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2025 06:32 Skjárinn var keyptur í nóvember 2022, en kaupandi tilkynnti ekki um galla fyrr en í október 2024. Getty Kaupandi sem keypti 129 þúsund króna tölvuskjá sem hann áleit gallaðan tveimur árum eftir kaupin vegna dauðs depils á skjánum, fær ekki nýjan tölvuskjá afhentan. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp á dögunum. Málið er rakið í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, þar sem fram kemur að tveir skjáir af ónefndri gerð hafi verið keyptir í nóvember 2022 á samtals 259 þúsund krónur, 129 þúsund hver. Skömmu eftir kaupin hafi kaupandi uppgötvað dauðan depil (e. pixel) á öðrum skjánum og því fengið nýjan afhentan frá seljanda. Taldi engan mun á tölvu- og sjónvarpsskjá Í október 2024, tæpum tveimur árum eftir kaupin, hafi kaupandinn uppgötvað sams konar depil á hinum skjánum. Hann hafi farið til seljandans og beðið um nýjan skjá þar sem um galla á ábyrgð seljandans væri að ræða. Kaupandinn hafi hafnað því. Í málinu ber kaupandinn fyrir sig að ef hann hefði keypt sjónvarp með annmarka sem þessum, sem hafi töluvert fleiri depla en tölvuskjár, væri það álitið galli. Hann sagðist ekki vita hver munurinn á tölvuskjá og sjónvarpsskjá væri og sagði að enginn myndi sætta sig við bilun af þessu tagi, hvort sem hún væri á tölvuskjá eða í sjónvarpi. Sér til varnar fjallar seljandinn um depla í tölvuskjám, sem annars vegar geta verið svartir punktar á tölvuskjám eða ljósir, og þeir síðarnefndu séu mun meira áberandi. Í þessu tilfelli sé depillinn á skjánum svartur punktur og því ekki jafn hvimleiður galli og ef um væri að ræða ljósan punkt. Seljandinn sagði engan skjáframleiðanda taka ábyrgð á einum svörtum undirdepli á skjá og því væri ekki forsvaranlegt að ætlast til þess að söluaðili beri ábyrgð á virkni allra depla á einum tölvuskjá. Lagði ekki fram ljósmynd til sönnunar Kærunefndin byggði ákvörðun sína á lögum um neytendakaup en ekki ábyrgðarskilmála framleiðanda skjásins þar sem óheimilt er að bera fyrir sig kjör sem eru neytanda óhagstæðari en leiðir af ákvæðum laganna. Engu að síður segir í 7. grein laganna að neytandi verði að sýna fram á að vara hafi verið haldin galla þegar hún var keypt. Kærunefndin óskaði eftir ljósmynd úr hendi kaupandans sem sýndi fram á gallann en kaupandinn varð ekki við þeirri ósk. Nefndin áleit því að kaupandinn hafði ekki lagt fram nægileg gögn til að sýna fram á að tölvuskjárinn hafi verði gallaður við kaupin. Þá lágu ekki fyrir nein gögn sem sannreyndu með skýrum hætti að hver orsök gallans væri. Þar af leiðandi hafnaði nefndin kröfu kaupandans um að fá nýjan skjá afhentan. Neytendur Úrskurðar- og kærunefndir Tækni Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira
Málið er rakið í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, þar sem fram kemur að tveir skjáir af ónefndri gerð hafi verið keyptir í nóvember 2022 á samtals 259 þúsund krónur, 129 þúsund hver. Skömmu eftir kaupin hafi kaupandi uppgötvað dauðan depil (e. pixel) á öðrum skjánum og því fengið nýjan afhentan frá seljanda. Taldi engan mun á tölvu- og sjónvarpsskjá Í október 2024, tæpum tveimur árum eftir kaupin, hafi kaupandinn uppgötvað sams konar depil á hinum skjánum. Hann hafi farið til seljandans og beðið um nýjan skjá þar sem um galla á ábyrgð seljandans væri að ræða. Kaupandinn hafi hafnað því. Í málinu ber kaupandinn fyrir sig að ef hann hefði keypt sjónvarp með annmarka sem þessum, sem hafi töluvert fleiri depla en tölvuskjár, væri það álitið galli. Hann sagðist ekki vita hver munurinn á tölvuskjá og sjónvarpsskjá væri og sagði að enginn myndi sætta sig við bilun af þessu tagi, hvort sem hún væri á tölvuskjá eða í sjónvarpi. Sér til varnar fjallar seljandinn um depla í tölvuskjám, sem annars vegar geta verið svartir punktar á tölvuskjám eða ljósir, og þeir síðarnefndu séu mun meira áberandi. Í þessu tilfelli sé depillinn á skjánum svartur punktur og því ekki jafn hvimleiður galli og ef um væri að ræða ljósan punkt. Seljandinn sagði engan skjáframleiðanda taka ábyrgð á einum svörtum undirdepli á skjá og því væri ekki forsvaranlegt að ætlast til þess að söluaðili beri ábyrgð á virkni allra depla á einum tölvuskjá. Lagði ekki fram ljósmynd til sönnunar Kærunefndin byggði ákvörðun sína á lögum um neytendakaup en ekki ábyrgðarskilmála framleiðanda skjásins þar sem óheimilt er að bera fyrir sig kjör sem eru neytanda óhagstæðari en leiðir af ákvæðum laganna. Engu að síður segir í 7. grein laganna að neytandi verði að sýna fram á að vara hafi verið haldin galla þegar hún var keypt. Kærunefndin óskaði eftir ljósmynd úr hendi kaupandans sem sýndi fram á gallann en kaupandinn varð ekki við þeirri ósk. Nefndin áleit því að kaupandinn hafði ekki lagt fram nægileg gögn til að sýna fram á að tölvuskjárinn hafi verði gallaður við kaupin. Þá lágu ekki fyrir nein gögn sem sannreyndu með skýrum hætti að hver orsök gallans væri. Þar af leiðandi hafnaði nefndin kröfu kaupandans um að fá nýjan skjá afhentan.
Neytendur Úrskurðar- og kærunefndir Tækni Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira