Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Árni Sæberg skrifar 21. maí 2025 09:01 Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði- og peningastefnu. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hefur boðað til fundar í húsakynnum bankans klukkan 09:30 þar sem ákvörðun peningastefnunefndar bankans um lækkun stýrivaxta verður rökstudd. Sjá má fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Tilkynnt var í morgun að nefndin hefði ákveðið að lækka stýrivexti um 0,25 punkta og eru þeir nú 7,5 prósent. Næsta ákvörðun nefndarinnar er ekki fyrr en 20. ágúst. Á kynningarfundinum munu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur Seðlabankans og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar, efni Peningamála og svara spurningum fundargesta. Beina útsendingu má sjá í spilaranum hér að neðan: Loksins aftur appelsín Sem áður segir verður fundurinn haldinn í húsakynnum bankans við Kalkofnsveg í Reykjavík. Fundir Seðlabankans hafa um nokkurra mánaða skeið verið haldnir í Safnahúsinu á Hverfisgötu vegna viðgerða á húsakynnum bankans, sem eru í daglegu tali kölluð Svörtuloft. Á síðasta fundi, þegar vextir voru lækkaðir í fjórða skiptið í röð, var í fyrsta skipti boðið upp á flatkökur líkt og tíðkast í Svörtuloftum. „Það var alltaf þannig að Seðlabankinn bauð upp á flatkökur með hangikjöti og appelsínugos. Ég get sagt að við förum bráðum að taka okkar húsnæði aftur í notkun og þá verður aftur bæði boðið upp á flatkökur og appelsín á öllum fundum,“ sagði Ásgeir glaður í bragði þegar hann ræddi við fréttastofu að loknum síðasta fundi. Seðlabankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Vextirnir lækkaðir en telja ekki vera aðstæður til að slaka á aðhaldsstiginu Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað meginvexti um 25 punkta en tekur fram að óvissa um verðbólguhorfur sé áfram mikil og ný spá gerir núna ráð fyrir að hún muni haldast nálægt fjögur prósent út þetta ár. Ekki hafa því aðstæður skapast þannig að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. 21. maí 2025 09:20 Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 7,75 prósent í 7,5 prósent. 21. maí 2025 08:30 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Tilkynnt var í morgun að nefndin hefði ákveðið að lækka stýrivexti um 0,25 punkta og eru þeir nú 7,5 prósent. Næsta ákvörðun nefndarinnar er ekki fyrr en 20. ágúst. Á kynningarfundinum munu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur Seðlabankans og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar, efni Peningamála og svara spurningum fundargesta. Beina útsendingu má sjá í spilaranum hér að neðan: Loksins aftur appelsín Sem áður segir verður fundurinn haldinn í húsakynnum bankans við Kalkofnsveg í Reykjavík. Fundir Seðlabankans hafa um nokkurra mánaða skeið verið haldnir í Safnahúsinu á Hverfisgötu vegna viðgerða á húsakynnum bankans, sem eru í daglegu tali kölluð Svörtuloft. Á síðasta fundi, þegar vextir voru lækkaðir í fjórða skiptið í röð, var í fyrsta skipti boðið upp á flatkökur líkt og tíðkast í Svörtuloftum. „Það var alltaf þannig að Seðlabankinn bauð upp á flatkökur með hangikjöti og appelsínugos. Ég get sagt að við förum bráðum að taka okkar húsnæði aftur í notkun og þá verður aftur bæði boðið upp á flatkökur og appelsín á öllum fundum,“ sagði Ásgeir glaður í bragði þegar hann ræddi við fréttastofu að loknum síðasta fundi.
Seðlabankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Vextirnir lækkaðir en telja ekki vera aðstæður til að slaka á aðhaldsstiginu Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað meginvexti um 25 punkta en tekur fram að óvissa um verðbólguhorfur sé áfram mikil og ný spá gerir núna ráð fyrir að hún muni haldast nálægt fjögur prósent út þetta ár. Ekki hafa því aðstæður skapast þannig að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. 21. maí 2025 09:20 Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 7,75 prósent í 7,5 prósent. 21. maí 2025 08:30 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Vextirnir lækkaðir en telja ekki vera aðstæður til að slaka á aðhaldsstiginu Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað meginvexti um 25 punkta en tekur fram að óvissa um verðbólguhorfur sé áfram mikil og ný spá gerir núna ráð fyrir að hún muni haldast nálægt fjögur prósent út þetta ár. Ekki hafa því aðstæður skapast þannig að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. 21. maí 2025 09:20
Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 7,75 prósent í 7,5 prósent. 21. maí 2025 08:30